Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 24
ERLENT 24 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SAGT er að mörg hundruð erlendra talibana, Pakistanar, arabar og Tsjetsjenar, hafi fallið í blóðugum átökum eftir að þeir gerðu uppreisn í fangelsi eða virki skammt frá Mazar- e-Sharif á sunnudag. Talið var, að þá hefði tekist að bæla uppreisnina nið- ur en harðir bardagar geisuðu enn í gær. Haft var eftir foringjum í liði Norðurbandalagsins, að fangarnir virtust ætla að berjast þar til yfir lyki. Nokkur hundruð útlendra talib- ana, pakistanskra, arabískra og tsjetsjneskra, sem gefist höfðu upp við Kunduz og verið fluttir í 19. aldar virkið Qala-e-Jhangi skammt frá Mazar-e-Sharif, gerðu uppreisn á sunnudag og reyndu að ná því á sitt vald. Hafði þeim tekist að komast yf- ir handsprengjur, sem nokkrir þeirra sprengdu í viðurvist fanga- varða og drápu þannig þá og sjálfa sig um leið. Hinir hlupu þá til og tóku vopnin, sem fangaverðirnir höfðu borið. Fangarnir komust síðan yfir önn- ur vopn, Kalashnikov-riffla, vél- byssur og handsprengjur, og beittu þeim í mjög blóðugum bardaga gegn 500 hermönnum Norðurbandalags- ins, sem fluttir höfðu verið á vett- vang, og sagt er, að bandarískir og breskir sérsveitamenn hafi einnig tekið þátt í átökunum. Talið var, að tekist hefði að bæla uppreisnina nið- ur á sunnudag en hún blossaði upp aftur í gær. Verða ekki lengi á lífi „Þeir vilja fremur vera drepnir en gefast upp,“ sagði Alam, einn for- ingja Norðurbandalagsins, undir kvöld í gær en að hans sögn voru þá um 2.000 hermenn bandalagsins í virkinu. Annar talsmaður bandalags- ins sagði, að búið væri að fella flesta fangana og bætti við, að þeir, sem enn væru á lífi, yrðu það ekki mjög lengi. Fréttamenn þýsku sjónvarps- stöðvarinnar ARDvoru staddir í virkinu meðan á uppreisninni stóð á sunudag og náðu þeir myndum af fangavörðum, sem skutu á fangahóp- inn ofan af virkisveggjunum. Þar sást líka bandarískur sérsveitamað- ur nota fjarskiptatæki til að biðja um loftárásir á virkið. Gerði hann það að ósk hershöfðingjans Abdul Rashid Dostums en menn hans gættu virk- isins. Ekki er vitað hvaða flugvélar eða hve margar voru notaðar í árás- unum en þær voru gerðar á þann hluta búðanna, sem var á valdi talib- ananna. Hundruð manna í valnum? Fréttir eru um, að hundruð manna, aðallega talibana, hafi fallið en fréttir um fjölda fanganna hafa verið mjög á reiki, allt frá 300 og upp í 800. Talsmaður bandaríska varn- armálaráðuneytisins gerði lítið úr at- burðinum og sagði, að tölur um mannfall væru orðum auknar. Þá neitaði hann því, að Bandaríkjamað- ur hefði fallið í átökunum eins og orðrómur hefur verið um. Fulltrúar Alþjóða Rauða krossins ætla að reyna að komast að því hve margir féllu í uppreisnartilraun fanganna en Abdul Wahid, einn tals- manna Norðurbandalagsins, neitaði því, að uppreisnin hefði verið notuð sem tilefni til að drepa þá. Hann sagði hins vegar, að útlendu talib- anarnir væru mjög hættulegir. Stundum gæfust þeir upp með hand- sprengjur innanklæða, sem þeir sprengdu er þeir væru komnir innan um andstæðingana. Nærri 6.000 talibanar gáfust upp Hermenn Norðurbandalagsins náðu borginni Kunduz á sitt vald í gær en með henni er fallið síðasta vígi talibana í norðurhluta Afganist- ans. Abdullah Abdullah, utanríkis- ráðherra Norðurbandalagsins, sagði þó, að talibanar veittu enn takmark- aða mótspyrnu í héraðinu Char Dara, 10 km vestur af Kunduz. „Kunduz er öll á okkar valdi,“ sagði Abdullah á fréttamannafundi í Kabúl í gær en hersveitir undir stjórn Mo- hammads Daouds fóru inn í borgina í gærmorgun. Kvöldið áður höfðu sveitir Abdul Rashid Dostums, ann- ars leiðtoga bandalagsins, lagt undir sig sum úthverfanna. Sagði talsmað- ur hans í gær, að 5.000 talibanar og 750 erlendir málaliðar hefðu gefist upp. Yrði afgönsku talibönunum sleppt en útlendingarnir afhentir Sameinuðu þjóðunum. Innreið Norðurbandalagsins í Kunduz var þó ekki átakalaus. Nokkur hópur talibana sat fyrir fyrstu herflutningabílunum en þeir urðu fljótlega að lúta í lægra haldi og voru flestir drepnir. Fréttamenn ýmissa fjölmiðla, til dæmis BBC, breska ríkisútvarpsins, fylgdu hermönnum Norðurbanda- lagsins inn í Kunduz í gærmorgun. Höfðu þeir eftir borgarbúum, að flestir talibananna, sem ekki höfðu lagt niður vopn og gefist upp, hefðu flúið borgina í fyrrinótt. Fréttaritararnir segja, að íbúar í Kunduz hafi flykkst út á götur til að fagna hermönnum Norðurbanda- lagsins og þá aðallega Tadsíkar. Meirihluti íbúanna er hins vegar Pastúnar eins og flestir talibananna og þeir héldu sig almennt innandyra. Segja fréttamennirnir, að engar skemmdir hafi verið sjáanlegar á miðborginni en fréttir verið um mikla eyðileggingu við flugvöllinn og í sumum úthverfanna. Pakistanar fluttir burt Talsmenn Norðurbandalagsins segja, að flugvélar hafi lent að minnsta kosti þrisvar í Kunduz áður en borgin féll og flutt þaðan pakist- anska liðsmenn talibana og al- Qaeda, samtaka Osama bin Ladens. Þeir vilja þó ekki fullyrða, að Pakist- anstjórn hafi sent vélarnar og bandarískir embættismenn vísa því á bug. Er þetta mál mjög viðkvæmt fyrir Pakistanstjórn, sem óttast nýja ólgu í landinu verði Pakistanarnir í liði talibana drepnir. Reuters Særður hermaður Norðurbandalagsins forðar sér yfir virkisvegginn í átökunum við nokkur hundruð erlendra málaliða og félaga í al-Qaeda, sem teknir höfðu verið til fanga. Uppreisn þeirra hófst á sunnudag og stóð enn í gær en þá var raunar talið, að flestir þeirra væru fallnir. Hundruð erlendra talibana felld í fangelsisuppreisn AP Lík talibanahermanns í Kunduz. Vitni sögðu, að hann og tveir félagar hans hefðu verið handteknir særðir og síðan teknir af lífi. Kunduz, síðasta vígi talibana í N-Afganistan, á valdi Norðurbandalagsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.