Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 16
SKÁK í hundrað ár er heiti bókar sem Skákfélag Akureyrar hefur gefið út og er þetta fyrsta bókin sem skrif- uð er um sögu félagsins. Jón Þ. Þór skrifaði bókina en í henni er rakin saga Taflfélags Akureyrar og Skák- félags Akureyrar. Rétt um 100 ár eru liðin frá stofnun Taflfélags Akureyr- ar, sem var forveri Skákfélags Akur- eyrar, en félagið var stofnað 24. nóv- ember 1901 í húsi Boga veitinga- manns Daníelssonar á Barðsnefi. Húsið er nú horfið en það stóð gegnt Samkomuhúsinu við Hafnarstræti. Í bókinni er m.a. fjallað um skákvið- burði, greinar eru um skákmeistara, mótstöflur og þar er einnig að finna fjölda skáka. Í tilefni af útkomu bókarinnar efndi félagið til kaffisamsætis í Íþróttahöll- inni þar sem Gylfi Þórhallsson, for- maður Skákfélags Akureyrar, afhenti heiðursfélögum bókina, þeim Haraldi Bogasyni og Jóhanni Snorrasyni, en tveir heiðursfélagar, þeir Albert Sig- urðsson og Margeir Sigurðsson, áttu ekki heimangengt. Þá afhenti Gylfi Hermanni Sigtryggssyni, fyrrver- andi íþrótta- og tómstundafulltrúa, eintak af bókinni fyrir góðan stuðning við skákhreyfinguna á liðnum árum. Loks fékk höfundurinn, Jón Þ. Þór, eintak fyrir vel unnið verk, að sögn Gylfa. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, ávarpaði samkomuna og færði félag- inu hamingjuóskir á merkum tíma- mótum. Sagði hann marga merka skákmenn hafa verið í röðum Akur- eyringa í tímans rás. Hann sagði skák hafa mikið og gott uppeldislegt gildi, af henni lærðu menn að beita hug- anum og þeir öðluðust sjálfsaga. Skák í hundrað ár á Akureyri Morgunblaðið/Kristján Gylfi Þórhallsson, formaður Skákfélags Akureyrar t.h., af- hendir Hermanni Sigtryggs- syni, fyrrverandi íþrótta- og tómstundafulltrúa Akureyrar- bæjar, eintak af bókinni. BJÖRGUNARSVEITIN Súlur á Akureyri hefur fjárfest í nýju húsnæði undir starfsemi sína á Hjalteyrargötu 12. Húsnæðið, þar sem áður var Heildverslun Valgarðs Stefánssonar, var í eigu í Kletta, fasteignafélags Kaup- félags Eyfirðinga, en KEA keypti heildverslunina á síðasta ári. Frá því að björgunarsveitirnar þrjár á Akureyri voru sameinað- ar fyrir um tveimur árum hefur hin nýja sveit leitað að hentugu húsnæði fyrir starfsemina. Við- ræður við KEA hófust eftir ára- mót og í byrjun nóvember sl. var skrifað undir kaupsamning. Jafn- framt tók Klettar, fasteignafélag KEA, húseignir Súlna við Viðjul- und upp í kaupverðið. Áður hafði sveitin selt húsnæði sitt að Galta- læk. Kvennadeild Slysavarna- félagsins Landsbjargar styrkir Súlur til kaupanna og fær á móti starfsaðstöðu í húsinu. Húsnæði þeirra og Sjóbjörgunarsveitarinnar Súlna við Strandgötu var selt fyrir nokkrum árum. Ingimar Eydal formaður Björgun- arsveitarinnar Súlna sagði að nýja húsnæðið sameinaði þessar þrjár björgunarstöðvar og að með kaupun- um væri rekinn endapunktur á sam- einingu björgunarsveitanna á Ak- ureyri. Ingimar sagðist líta svo á að nýja björgunarmiðstöðin væri fyrir allt Norðurland, enda sú stærsta sinnar tegundar á lands- byggðinni. Í framtíðarhúsnæði á góðum stað „Við erum hér í góðu framtíð- arhúsnæði á góðum stað. Við kom- um nú öllum okkar tækjum undir þak, sem kemur sér vel fyrir við- bragðsflýti í útkalli – auk þess sem hér er góð aðstaða fyrir stjórnstöð.“ Ingimar sagði einnig að stað- setningin, miðsvæðis í bænum, kæmi sér vel fyrir væntanlega flugaeldasölu sveitarinnar, sem er hennar helsta tekjulind. Mikið og kostnaðarsamt verk er þó framundan við að koma hús- inu í það horf sem hentar sveitinni best. Við afhendingu húsnæðisins færði KEA sveitinni fjögurra milljóna króna styrk, sem greiðist á næstu fjórum árum. Björgunarsveitin Súlur á Akureyri kaupir nýtt húsnæði Endapunktur á samein- ingu björgunarsveitanna AKUREYRI 16 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Rétting og bílamálun Höldur ehf. á Akureyri óskar eftir að ráða vanan réttingamann og vanan bílamálara til starfa. Æskilegt er að viðkomandi aðilar geti byrjað sem fyrst. Nánari upplýsingar gefa Arnþór Grímsson, þjónustustjóri, í vs. 461 3015, hs. 462 4959 og Stefán Birgisson, verkstjóri, í síma 461 3015. Höldur ehf. rekur eitt stærsta bifreiðaverkstæði utan höfuðborgarsvæðisins og er m.a. þjónustuumboð fyrir Heklu og Gunnar Bernhard. Verkstæðið er vel tækjum búið og leggur áherslu á góða vinnuaðstöðu fyrir starfsfólk sitt. bifreiðaverkstæði, sími 461 3015. kirkjutröppum Akureyrarkirkju. Eftir að dagskránni við kirkju- tröppurnar lauk settist Kristján Þór bæjarstjóri upp í jeppabifreið og ók norður göngugötuna og opnaði hana formlega sem vist- götu. Það þýðir að gatan er opin fyrir bílaumferð frá kl. 8–22 virka daga en þó þannig að gang- andi umferð á réttinn gagnvart bílaumferð. Í götunni eru jafn- framt 17 gjaldskyld bílastæði en með breytingu á götunni í vist- götu vonast verslunareigendur til þess að verslun fari nú að aukast í miðbænum. AKUREYRINGAR létu ekki held- ur leiðinlegt veður hafa áhrif á sig og fjölmenntu í miðbæinn síð- degis á laugardag, þegar Jóla- bærinn Akureyri var formlega opnaður. Dagskráin fór fram við kirkjutröppur Akureyrarkirkju, þar sem Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri ávarpaði viðstadda og flutt var fjölbreytt tónlist. Heim- sókn þriggja jólasveina á svæðið vakti mikla hrifingu og þá ekki síst á meðal þeirra yngstu. Jóla- sveinarnir heilsuðu upp á börnin og sungu jólalög fyrir viðstadda. Þá var kveikt á jólaljósunum yfir Morgunblaðið/Kristján Jólasveinarnir þrír sem mættu í miðbæ Akureyrar vöktu mikla hrifningu viðstaddra. Jólabærinn Akureyri opnaður TVÍTUGUR karlmaður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra til að greiða 40 þúsund króna sekt til ríkissjóðs vegna fíkinefna- brots. Greiði hann ekki sektina innan fjögurra vikna kemur 8 vikna fangelsi í hennar stað. Maðurinn var með 5 e-töflur í fór- um sínum er lögregla handtók hann í bifreið á Akureyri í janúarmánuði síð- astliðnum og var hann ákærður fyrir fíkniefnabrot. Maðurinn játaði sakargiftir. Hann hefur á síðustu árum hlotið nokkra refsidóma og gengist undir sáttar- gjörðir. Maðurinn var á skilorði er þetta brot var framið og var sá dómur látinn halda og manninum dæmdur hegningarauki, E-töflurnar voru gerðar upptækar. Sekt vegna e-taflna Héraðsdómur Norðurlands eystra SIGRÚN Sveinbjörnsdóttir, lektor við kennaradeild HA, flytur fyrirlestur í stofu 24 í Þingvallastræti 23 á miðviku- dag, 28. nóvember, kl. 16.15. Ber hann yfirskriftina „Bjarg- ráð unglinga í blíðu og stríðu“. Í fyrirlestrinum mun Sigrún Sveinbjörnsdóttir kynna dokt- orsverkefni sitt sem nefnist Bjargráð unglinga, þróun nýs kvarða. Hópur unglinga í tæknilega þróuðum ríkjum sem hrjáður er vegna sálfélagslegs vanda fer vax- andi. Áhættu- og verndarþættir hafa greinst og eru ýmist tengd- ir einstaklingum eða umhverfi. Rök hafa verið að því leidd að bjargráð hvers og eins í amstri dagsins geti ýmist verið einstak- lingsbundinn áhættu- eða verndarþáttur hvað varðar vel- líðan, félagslega aðlögun og heilsufar. Í fyrirlestrinum verður rann- sókn á bjargráðum 12 til 16 ára unglinga í Ástralíu og á Íslandi lýst. Greint verður frá hvers vegna og hvernig nýr kvarði var hann- aður til að meta bjargráð ung- linga. Fjallað verður um hver bjargráð unglinga eru og hvern- ig þau flokkast, um mun á bjargráðum nemenda í 7. og 10. bekk, mun á bjargráðum stúlkna og drengja og mun á bjargráðum íslenskra og ástr- alskra unglinga. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Bjargráð unglinga í blíðu og stríðu AFLAVERÐMÆTI Mánabergs ÓF er nú komið í 912 milljónir króna, en skipið kom inn til löndunar í gær- kvöld, mánudagskvöld, úr næstsíð- ustu veiðiferð ársins. Gera menn því ráð fyrir að aflaverðmætið á þessu ári verði meira en einn milljarður króna. Kleifaberg ÓF kom til heimahafnar í Ólafsfirði fyrr í vikunni með afla- verðmæti upp á 106 milljónir króna, en það er með því allra mesta sem togarinn hefur fengið í einni veiðiferð. Skipið var 28 daga í túrnum og var meginuppistaða aflans, eða 72%, þorskur. Met Kleifabergs er 120 milljónir úr einni veiðiferð. Aflaverðmæti Mána- bergs stefnir í milljarð Ólafsfjörður Kaupfélag Eyfirðinga veitti Björgunar- sveitinni Súlum fjárstyrk við afhendingu hússins og færði Eiríkur S. Jóhannsson kaupfélagsstjóri, t.h., Ingimari Eydal, formanni sveitarinnar, innrammað skjal því til staðfestingar. Morgunblaðið/Kristján
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.