Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 23
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 23 Neytendasíðunni hefur borist eftirfar- andi fyrirspurn: „Í fyrrahaust fór ég með bækur á skiptibókamarkað í bókaversl- un og fékk inneignarnótu í versluninni í staðinn. Sonur minn keypti fáeina hluti fyrir nótuna þegar í stað en eftir stóðu tæpar þrjú þúsund krónur sem ég fékk nýja inneignarnótu fyrir. Síðar þegar ég ætlaði að taka út vörur fyrir umrædda inneign var mér tjáð að nót- an væri útrunnin og hefði aðeins gilt í ár. Ég gat ekki fengið peninga fyrir bæk- urnar sem ég kom með í upphafi heldur var mér gert að taka inneignarnótu. Fyrirtækið hefur ekki skipt um eigendur og þessir peningar, inneignin mín, hafa rúllað í veltu fyrirtækisins og ávaxtast á umræddu tímabili. Þegar ég kem til þess að taka út vörur fyrir verðmæti sem ég hef reitt af hendi er mér einfald- lega tjáð að búið sé að fella nótuna úr gildi. Þetta er ekkert annað en eigna- upptaka að mínu mati. Hvaða reglur gilda um viðskipti með inneignarnót- ur? Í lögum um fyrningu skulda er al- menna reglan sú að krafa um inneign fyrnist á fjórum árum, segir á heima- síðu Samtaka verslunar og þjónustu, SVÞ. Eðlilegt er talið að hægt sé að semja um styttri frest sem hins vegar má ekki vera skemmri en eitt ár. Samkvæmt upplýsingum frá Neyt- endasamtökunum skal greinilega tek- ið fram á inneignarnótunni hversu lengi hún gildi og í verklagsreglum um skilarétt, gjafabréf og inneignar- nótur sem viðskiptaráðuneytið gaf út á síðasta ári kemur fram að seljanda sem ákveðið hafi að veita skilarétt á ógallaðri vöru skuli „á starfsstöð sinni, svo og við sölu og afhendingu á vöru, gefa skriflega og á aðgengilegan hátt upplýsingar um þann skilarétt.“ Í 5. grein sömu reglna segir enn- fremur að gildistími inneignarnótu gagnvart seljanda og þeim sem hann kann að framselja verslunarrekstur sinn til sé fjögur ár, nema annað sé tekið fram á inneignarnótunni, en þó aldrei skemmri en eitt ár. Reglur án lagastoðar Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, áréttar að fyrrgreindar reglur séu einvörðungu til leiðbeiningar fyrir verslanir og eigi sér enga stoð í lögum, verslunareig- endur geti því ákveðið sjálfir hversu lengi inneign teljist gild. „Þeir sem vilja fara að verklagsreglum við- skiptaráðuneytisins geta fengið merki til þess að setja upp í versl- uninni svo að kaupendur viti hvar þeir standa. En hér er enginn lagalegur réttur sem heimilar kaupanda að skila ógallaðri vöru og eftir jól skap- ast oft gríðarleg vandamál hvað varð- ar vöruskil,“ segir hann. Sumar verslanir selja vörur á stuttu tímabili fyrir jólin og hvetur Jóhannes fólk til þess að kynna sér rækilega hvaða reglur eru settar um skil hjá hverri verslun fyrir sig og hvaða svigrúm það hefur til skila til þess að forðast hugsanleg leiðindi. Sambærilegt eignaupptöku „Þar sem verslunareigendur geta sjálfir sett þær leikreglur sem þeir kjósa og vilja stundum takmarka gild- istíma inneignarnótu verulega mikið má í sumum tilvikum líkja þeirri að- gerð við eignaupptöku. Mjög misjafnt er hversu vel neytendum gengur að fá vöru skipt, í sumum verslunum er það auðsótt mál, í öðrum fjandanum erf- iðara og því spyr maður sig hvort um- ræddar búðir vilji yfirhöfuð fá kúnn- ann aftur,“ segir Jóhannes. Eftir hver jól berst Neytendasam- tökunum „gríðarlegur fjöldi fyrir- spurna þar sem um er að ræða miklar hömlur á viðskiptum eða enginn skila- réttur,“ segir Jóhannes ennfremur og brýnir fyrir öllum jólagjafakaupend- um að spyrja rækilega út í gildandi reglur áður en kaupin eru gerð. „Ef viðkomandi líkar ekki svarið er alltaf hægt að snúa sér eitthvað annað og til verslunar sem veitir meiri rétt. Neyt- endur veita kaupmönnum aðhald með því að ganga eftir því að þeir fylgi settum verklagsreglum.“ Gildistími inneignar háð- ur geðþótta kaupmanns Morgunblaðið/Þorkell Fólk er hvatt til þess að kynna sér reglur um skilarétt vel áður en það kaupir jólagjafirnar, en reglurnar eru talsvert breytilegar milli verslana. SPURT OG SVARAÐ UM NEYTENDAMÁL Ungbarnafatnaður Komdu í bæinn og skoðaðu úrvalið og verðið. Allt fyrir mömmu. Þumalína, Pósthússtr. 13, s. 551 2136. Faxafeni 5 • 108 Reykjavík • Sími 588 8477 • betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is w w w .d es ig n. is © 20 01 Takmarkaðmagn!!! Spring Air Never Turn, nýja heilsudýan sem farið hefur sigurför um Bandaríkin á þessu ári á ótrúlegu jólatilboði í Betra Bak. ® Vertu viss um að næst þegar þú kaupir heilsudýnu sé hún Spring Air Never Turn frá Betra Bak Jólatilboð á Spring Air Never Turn Söludeildin er opin alla virka daga frá kl. 8:00 - 17:00 nema á föstudögum þá er lokað kl 16:00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.