Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 51 DAGBÓK VELOUR - GALLAR NÝ SENDING Sendum í póstkröfuNóatúni 17, sími 562 4217Gullbrá, Misstu ekki af vandaðri jólamyndatöku! Gerðu verðsamanburð. Hjá okkur eru allar myndirnar sem þú færð í myndatökunni stækkaðar og fullunnar. Innifaldar í myndatökunni eru 12 stækkanir 13x18 cm, 2 stækkanir 20x25 cm og ein stækkun 30x40 cm í ramma. Ljósmyndastofan Mynd, sími 565 4207. Ljósmyndastofa Kópavogs, sími 554 3020.  Frábærar rispuviðgerðir á bílalakki.  Málum rispurnar, ekki bílinn.  Sparar tíma og peninga.  Bíllinn tilbúinn samdægurs. Hjólkó, Smiðjuvegi 26, sími 557 7200. Látið laga bílinn fyrir veturinn Vart notuð, síð og víð kven-bísamloðkápa, með blárefskraga frá Eggerti feldskera, til sölu á hálfu matsverði. Einnig gamalt, handmálað breskt kaffi- og mokkastell frá Royal Crown Derby. Áhugasamir sendi nafn og símanúmer á auglýsingadeild Mbl. merkt: ABC eða sendi á box@mbl.is Nokkur frábær fyrirtæki 1. Höfum mikið úrval af hárgreiðslstofum sem eru lausar strax og það fyrir aðalvertíðina núna fyrir jól. Vel staðsettar. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. 2. Lítil og falleg blómaverslun til sölu á góðum stað, miðsvæðis. 3. Einn stærsti pöntunarlisti heims. Vel þekktur hér á landi og hægt að hafa í heimahúsi. Hentar vel fyrir heimavinnandi fólk eða með annari starfsemi. Sýnishorn á staðnum. 4. Vínbar í miðborginni til sölu. Góð velta sem fer vaxandi. 5. Veitingastaður til sölu. Selur mest innlendum sem erlendum ferðamönnum er koma þangað allt árið um kring. Matur og vínbar. Einnig mikið í margvíslegum veislum, s.s. jólahlaðborði, þorrablót- um og erfidrykkjum. Gott eldhús fylgir og aðstaða til veisluþjón- ustu. 6. Verktakafyrirtæki til sölu í hellulögnum, röralögnum o.þ.h. Vinna mikið fyrir bæjarfélög og stofnanir. Tæki fylgja. Næg atvinna. 7. Sjúkraþjálfarar! Til sölu er 15 ára sjúkraþjálfunarstofa, vel þekkt og hefur gott orð á sér. Öll tæki til staðar og mikil vinna. 8. Söluturn. Þekktur söluturn á mjög góðum stað til sölu fyrir mjög lítið fyrir þann sem fyrstur tekur við sér. Erum með úrval fyrirtækja á skrá hjá okkur á hverjum tíma. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.         Meðlagsgreiðendur! Vinsamlegast gerið skil hið fyrsta og forðist vexti og kostnað        ●    ●    ●   ●    ●  !"#$ # ● #% &&  ● ' (# ) ' &*+*, LJÓÐABROT SOFÐU, UNGA ÁSTIN MÍN Sofðu, unga ástin mín, úti regnið grætur. Mamma geymir gullin þín, gamla leggi og völuskrín. Við skulum ekki vaka um dimmar nætur. Það er margt, sem myrkrið veit, – minn er hugur þungur. Oft ég svarta sandinn leit svíða grænan engireit. Í jöklinum hljóða dauðadjúpar sprungur. Sofðu lengi, sofðu rótt, seint mun bezt að vakna. Mæðan kenna mun þér fljótt, meðan hallar degi skjótt, að mennirnir elska, missa, gráta og sakna. Jóhann Sigurjónsson. 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Bd3 Bc5 6. Rb3 Be7 7. Dg4 Rf6 8. Dxg7 Hg8 9. Dh6 Rc6 10. Rc3 Hxg2 11. Dh3 Hg8 12. Bd2 d5 13. exd5 exd5 14. Df1 Be6 15. O-O-O Dc7 16. Re2 O-O-O 17. Red4 Rxd4 18. Rxd4 Bc5 19. Rxe6 fxe6 20. f3 Kb8 21. Dh3 e5 22. Hhe1 Hde8 23. Dh4 Db6 24. Dh6 e4 25. fxe4 dxe4 26. Bf4+ Ka7 27. Bc4 Hg2 28. He2 Hxe2 29. Bxe2 e3 30. c3 He6 31. Dg5 h6 32. Df5 Re4 33. Hd3 Rd2 34. Hd7 He4 Staðan kom upp í Evrópu- keppni landsliða sem lauk fyrir skömmu í Leon á Spáni. Christo- pher Lutz (2643) hafði hvítt gegn Vadim Milov (2602). 35. Hxb7+! Kxb7 Ekki gekk upp að leika 35. – Dxb7 vegna 36. Dxc5 Ka8 37. Bxe3 og hvítur vinnur. Í framhaldinu verður svartur mát eða tapar drottning- unni. 36. Dd7+ Ka8 37. Dc8+ Ka7 38. Bb8+! Glæsi- legur lokahnykkur sem þvingaði svartan til uppgjaf- ar þar sem hann yrði mát eftir 38. – Dxb8 39. Dxa6#. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Árnað heilla BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 7. apríl sl. í Hjalla- kirkju af sr. Írisi Kristjáns- dóttur Sæunn Pálsdóttir og Magnús Einarsson. Með á mynd er dóttir þeirra Sóley Sara Magnúsdóttir. Ljósmynd/Héðinn Ólafsson BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 28. júlí sl. í Akureyr- arkirkju af Yngva R. Yngva- syni, forstöðumanni Hvíta- sunnukirkjunnar á Akur- eyri, Anna Valdís Guð- mundsdóttir og Ágúst Böðvarsson. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 7. júlí sl. í Bústaða- kirkju af sr. Pálma Matth- íassyni Anney Bæringsdótt- ir og Gunnar Júlíusson. Heimili þeirra er í Banda- ríkjunum. Ljósmynd/Jóh. Valg. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 5. maí sl. í Hafnar- kirkju af sr. Sigurði Kr. Sig- urðssyni Kristín Óladóttir og Ingólfur Guðni Einars- son. STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake BOGMAÐUR Afmælisbarn dagsins: Þú ert skjótráður og stund- um helst um of en oftast tekst þér að koma ár þinni vel fyrir borð. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hafðu gætur á fjármálunum og vertu óhræddur við að horfast í augu við hlutina eins og þeir eru. Stundum verða hlutir bara að bíða betri tíma. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það þýðir ekkert annað en sækja málin af festu og láta hvergi deigan síga þótt eitt- hvað blási í móti. Aðrir bjóða svo sem ekkert betur en þú. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Láttu ekki slá þig út af lag- inu, þótt einhverjum finnist þú vera að þefa uppi óþægi- lega hluti. Sannleikurinn er sagna bestur á heildina litið. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Dragðu nú ekki lengur að taka upp hollustu í þína til- veru. Heilbrigð sál í hraust- um líkama þurfa bæði áræði og tíma sem þú verður að hafa. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Láttu það eftir þér að leika þér svolítið. Það lífgar bara upp á tilveruna og aðrir sjá þig sem það ljósgeislans barn sem þú í rauninni ert. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Vertu ekki feiminn við að við- urkenna þátt annarra í vel- gengni þinni. Þótt þú sért að- almaðurinn er svo margt sem spilar inn í og hefur áhrif á gang mála. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Komdu vinum þínum á óvart með einhverjum hætti. Það þarf ekki að kosta svo miklu til, aðalmálið er að koma já- kvæðum skilaboðum um vin- áttu á framfæri. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Ekki vanmeta aðra þótt þér þyki kannski ekki mikið til þeirra koma. Vertu viðbúinn því að verja málstað þinn gagnvart furðulegustu rök- um. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Láttu ekki samstarfsmann þinn egna þig til reiði. Sýndu bara þolinmæði og þá mun málflutningur hans falla um sjálfan sig og þú standa beinn eftir. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Skelltu ekki skollaeyrum við aðvörunum annarra þótt þér finnist þú sigla lygnan sjó. Skjótt skipast veður í lofti og gott að vera við öllu búinn. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vertu stoltur af starfi þínu þótt einhverjum finnist ekki mikið til þess koma. Treystu innsæi þínu og því að hollur er heimafenginn baggi. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Finndu þér einhverja til- breytingu í dag. Þetta þurfa ekki að vera nein ósköp; ný leið til og frá vinnu getur til dæmis gefið deginum lit. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Ljósmynd/Sigríður Bachmann BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 25. ágúst sl. í Hjalla- kirkju af sr. Guðmundi Karli Brynjarssyni Belinda Chenery og Ægir Már Þór- isson. Heimili þeirra er í Furugrund 22, Kópavogi. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. SAGNHAFI í fjórum spöð- um þarf að gera upp við sig hvort hann veðjar á hag- stæða legu í tígli eða hjarta: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ K53 ♥ 764 ♦ 8532 ♣Á94 Suður ♠ Á8742 ♥ ÁK83 ♦ ÁK4 ♣6 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 spaði Pass 2 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Útspil: Laufdrottning. Hvernig myndi lesandinn spila? Þrír tapslagir blasa við, einn á hvorn rauða litinn og einn á tromp ef það liggur þægilega. En það eru ekki þar með tíu slagir í húsi þótt spaðinn brotni 3-2. Úr- slitaslagurinn er á gráu svæði milli varnar og sókn- ar. Ef annar hvor rauði lit- urinn brotnar 3-3 má fá tí- unda slaginn þar, en það er þó betra að veðja á hjartað. Hvers vegna? Norður ♠ K53 ♥ 764 ♦ 8532 ♣Á94 Vestur Austur ♠ G106 ♠ D9 ♥ D1092 ♥ G5 ♦ 106 ♦ DG97 ♣DG105 ♣K8732 Suður ♠ Á8742 ♥ ÁK83 ♦ ÁK4 ♣6 Hugsanlega er hægt að trompa fjórða hjartað í borði ef sami mótherji er með tvö spil í báðum hálit- um. En til að varast tromp- uppfærslu er rétt að gefa strax slag á hjarta frekar en að spila ÁK og þriðja hjartanu. Sagnhafi fær næsta slag, tekur ÁK í trompi og fer svo í hjartað. Í þessari legu er hægt að stinga hjarta í borði án þess að vörnin fái rönd við reist. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.