Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR
12 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
HÆGT var að komast hingað til
lands frá Lundúnum og út aftur um
jól og áramót fyrir 250 sterlingspund
samkvæmt tilboði sem Flugleiðir
gerðu í ferð hóps á vegum enskrar
ferðaskrifstofu, en sérfargjald fyrir
einstaklinga hingað frá Lundúnum
um jólin er 326 pund. Anna Sigríður
Guðfinnsdóttir, bankastarfsmaður í
Lundúnum, sem átti frumkvæði að
því að leitað var eftir tilboðinu, segir
að tilboðið standi ekki lengur vegna
þess að Flugleiðir hafi komist að því
að um Íslendinga var að ræða sem
voru að leita leiða til að komast ódýr-
ar heim til Íslands, en Guðjón Arn-
grímsson, blaðafulltrúi Flugleiða,
segir að ekki hafi verið hægt að
standa við tilboðið vegna þess að
nafnalisti og staðfestingargreiðsla
hafi ekki borist.
Anna Sigríður sagði að um ein-
staklingsframtak hafi verið að ræða
sem hafi komið til vegna þess að vin-
kona hennar á ferðaskrifstofu hafi
nefnt að hún væri að senda hópa til
Íslands með verulegum afslætti. Þau
hafi því ákveðið að skipuleggja hóp
og sjá hvort þau fengju tilboð og þau
hafi fengið tilboð í fargjaldið upp á
250 pund fram og til baka með Flug-
leiðum.
Hún sagði að tilboðið hefði miðast
við kvöldflug til Íslands 21. desem-
ber og til baka aftur með kvöldflugi
3. janúar. Um hefði verið að ræða 11
manns. Það hefði ekki verið neitt
vandamál að bæta við þann fjölda, en
tilboðið hefði miðast við 15 manns.
Anna Sigríður sagðist sannfærð
um að Flugleiðir hefðu dregið tilboð-
ið til baka af því að þeir hafi áttað sig
á að þetta væri hópur að reyna að
koma sér heim á ódýran hátt.
Hún sagði að það væri ekkert ann-
að flugfélag sem flygi til Íslands á
þessum tíma og hún þyrfti að borga
326 pund fyrir miðann fram og til
baka frá London til Íslands um jólin
miðað við þau fargjöld sem væru í
boði.
Ekki dregið til baka vegna þess
að um Íslendinga var að ræða
Guðjón Arngrímsson, blaða-
fulltrúi Flugleiða, sagði að ekkert
væri til í því að tilboðið hefði verið
dregið til baka vegna þess að um Ís-
lendinga væri að ræða. Málið væri
það að ferðaskrifstofa í London hefði
beðið um tilboð í hvatarferð fyrir
bankastarfsmenn og hún hafi fengið
gott tilboð sem meðal annars hafi
tekið mið af því að svona hvatarferð-
um fylgdi yfirleitt sala á ýmiss konar
þjónustu. Af því að um háannatíma
var að ræða, þ.e. komu hingað
skömmu fyrir jól og út aftur
skömmu eftir áramót, hefði komið
fram að þetta yrði fljótt að seljast
upp og því yrði að koma með nafna-
lista og innágreiðslur fljótt og vel.
Þegar það hefði ekki fengist staðfest
hefði verið tilkynnt að ekki yrði
hægt að halda sætunum lengur,
einkum hvað snerti brottför til
Lundúna aftur.
Guðjón sagði að síðar hefði reynd-
ar frést að um einstaklingsframtak
væri að ræða. Það hefði hins vegar
ekki breytt neinu í sjálfu sér. Tilboð
væri tilboð og það stæði náttúrlega
hvert svo sem þjóðerni þess væri
sem um væri að ræða.
Greinir á um hvernig staðið var að tilboði í farþegaflutninga frá London
Tilboð um 250 punda far-
gjald frá London um jólin
Staðfestingargreiðsla barst ekki,
segir blaðafulltrúi Flugleiða
Bruni á
Bíldudal
BRUNAVARNIR Vestur-
byggðar á Bíldudal voru kall-
aðar út um kl. 5.45 s.l. sunnu-
dagsmorgun, að Dalbraut 40 á
Bíldudal, en þá logaði glatt í
húsinu.
„Er við komum á staðinn
var húsið alelda og ekkert við
ráðið. Húsið var orðið ein
rúst,“ segir Örn Gíslason
slökkviliðsstjóri. Árið 1993
kom upp minni háttar eldur í
þessu sama húsi og hefur ekk-
ert verið búið í því síðan.
Líklega íkveikja
Örn sagði að ekkert raf-
magn hefði verið á húsinu.
Líkur eru því leiddar að því að
um íkveikju hafi verið að
ræða. Það er lögreglan á Pat-
reksfirði sem annast rannsókn
á brunanum.
Veður var gott er slökkvilið
Bíldudals var að störfum og
því voru nærliggjandi hús ekki
í hættu. Húsið er ónýtt eftir
brunann og var því ákveðið að
rífa það og aka rústunum í
burtu sökum fokhættu.
TRYGGINGASTOFNUN ríkisins
og samninganefnd Tannlækna-
félags Íslands hittust á fundi fyr-
ir helgi, þeim fyrsta síðan í vor.
Stirt hefur verið á milli félagsins
og Tryggingastofnunar, m.a.
vegna kröfu tannlækna um að
reglugerðir um endurgreiðslurétt
tryggðra sjúklinga verði endur-
skoðaðar.
Þórarinn Jónsson formaður
Tannlæknafélags Íslands og Karl
Steinar Guðnason forstjóri
Tryggingastofnunar voru sam-
mála um að andrúmsloftið hefði
verið gott á fundinum en fram-
hald verður á fundahöldunum á
næstu dögum. Hvorugur þeirra
telur ástæðu til að greina frá um-
ræðuefni fundarins, sem öðru
fremur var haldinn til að liðka
fyrir frekari samvinnu.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Börkur Thoroddsen hjá samninganefnd Tannlæknafélags Íslands og Karl Steinar Guðnason, forstjóri Trygg-
ingastofnunar, heilsast fyrir fundinn, sem sagður er hafa farið fram í mesta bróðerni.
Kröfur
tannlækna
ræddar
EKKI hefur enn tekist að útvega
syni Elsabetar Sigurðardóttur var-
anlega búsetu þrátt fyrir að talsvert
hafi verið um mál hans fjallað í
kerfinu. Móðir hans segir að hann
hafi verið einhvers staðar á þvæl-
ingi síðustu þrjár vikurnar og
kveðst vona að ekkert hafi komið
fyrir hann og hann hafi ekki brotið
neitt af sér.
Morgunblaðið átti viðtal við Elsa-
betu 7. október sl., en sonur hennar
var á síðasta ári úrskurðaður 75%
öryrki. Í örorkumati læknis segir:
„Um er að ræða 18 ára pilt með
sögu um töluverða námsörðugleika
í skóla, félagslega erfiðleika, vímu-
efnanotkun frá 12 ára aldri og
þunglyndisköst samfara neyslu.
Flosnaði hann snemma upp úr skóla
og festist hvergi í starfi, hefur verið
tvisvar í meðferð á Vogi og þar hafa
komið fram hjá honum geðrofsein-
kenni. Þá hefur sálfræðilegt mat
sýnt skertan greindarþroska og
persónuleikatruflun. Fötlun þessa
pilts er sýnilega margþætt og hann
er ekki fær um að sjá sér farborða á
almennum vinnumarkaði ennþá.“
Drengurinn hefur verið dæmdur
fyrir ofbeldisverk og geðlæknir hef-
ur gefið það mat að heilsu hans stafi
hætta af því að vera á götunni.
Þegar viðtalið við Elsabetu var
tekið bjó sonur hennar á heimili
hennar en hann var þá nýkominn úr
afplánun dóms. Elsabet sagði í við-
talinu að það væri erfitt fyrir hana
að hafa hann á heimilinu og að búa
þremur yngri börnum sínum við-
unandi uppeldisskilyrði. Sonur
hennar þyrfti á aðstoð að halda af
hálfu samfélagsins.
Vondauf um árangur
Viðurkennt er að Svæðisskrif-
stofa málefna fatlaðra í Reykjavík á
að leysa búsetumál drengsins.
Björn Sigurbjörnsson fram-
kvæmdastjóri segir að margir ör-
yrkjar séu á biðlista eftir húsnæði.
Unnið hafi verið að því að finna
lausn á búsetumálum hans í sam-
vinnu við félagsþjónustuna Miðgarð
í Grafarvogi. Niðurstaða sé enn
ekki fundin, en honum hafi boðist
þjónusta allan daginn í Fjölsmiðj-
unni.
Elsabet sagði að sonur hennar
hefði ekki notfært sér þessa þjón-
ustu. Hann hefði farið að heiman
um síðustu mánaðamót, en hefði
komið heim aftur í þessari viku.
Hún sagðist ekki vita hvar hann
hefði verið eða hvað hann hefði ver-
ið að gera. „Ég vona að hann hafi
ekki verið í vímuefnum, innbrotum
eða hafi tengst neinum voðaverkum
meðan hann var í burtu.“
Elsabet sagðist vondauf um að
fundahöld síðustu daga ættu eftir
að skila nokkrum árangri. Hún
sagðist hafa óskað eftir skriflegum
upplýsingum um hvað þeir sem hafa
fjallað um mál sonar hennar hefðu
verið að gera á þeim fundum sem
þeir hafa haldið um málið á síðast-
liðnum vikum.
Sonur Elsabetar Sigurðardóttur er 75% öryrki
Hefur verið á þvæl-
ingi síðustu vikur
KONA á sjötugsaldri, sem hafði
samband við Morgunblaðið eftir að
hafa lesið frétt blaðsins á sunnu-
dag sem fjallaði um grun um
skemmdarverk unglinga í Garða-
bæ, þakkar lögreglunni í Garðabæ
snör viðbrögð þegar hún varð fyrir
aðkasti unglinga í Garðabæ þriðju-
daginn 20. nóvember kl. 9.30 að
morgni. Hún sagðist hafa verið að
aka framhjá sundlauginni í Garða-
bæ er hún fann að eitthvað skall á
bíl hennar. Uppgötvaði hún að þá
höfðu krakkar setið fyrir bílum
með snjóboltum með þessum af-
leiðingum. Hún hringdi í neyðar-
númerið 112 og lagði bílnum við
gatnamót Vífilsstaðavegar og
Hafnarfjarðarvegar. Komu þá 35
til 40 unglingar hlaupandi að henni
og köstuðu í hana snjóboltum, en
rétt um það leyti sem árásin var
að hefjast skarst lögreglan í
Garðabæ í leikinn. Konan er 25%
öryrki, 63 ára að aldri og gengur
með staf og er með hálskraga og
spengdan háls eftir umferðarslys.
Sagðist hún ekki geta ímyndað sér
hvernig farið hefði ef lögreglan
hefði ekki brugðist eins fljótt við
og raun bar vitni.
Að sögn Valgarðs Valgarðssonar
lögregluvarðstjóra í Hafnarfirði
hafa skemmdarverk, sem ungling-
ar eru grunaðir um, verið með
mesta móti í haust. Brotnar voru
tæpar 20 rúður í Flataskóla í síð-
ustu viku og margir bílar rispaðir í
október.
Nauðsynlegt að vera
á varðbergi
Að sögn Ásdísar Höllu Braga-
dóttur bæjarstjóra Garðabæjar
leggja bæjaryfirvöld áherslu á að
veita lögreglunni góða aðstoð við
að vinna gegn ólátum unglinga og
spellvirkjum. Nauðsynlegt sé fyrir
bæjaryfirvöld í samvinnu við lög-
reglu, foreldra og fleiri að vera á
varðbergi gagnvart slíkum ólátum
og vinna gegn þeim. Hún tekur
fram að ekki hafi verið mikið um
skemmdarverk í Garðabæ undan-
farna daga og séu vonir bundnar
við að þeim sé að linna. „Lög-
reglan hefur upplýst nokkur þess-
ara mála og enn er verið að vinna
að því að finna gerendur í þeim
málum sem eru óupplýst,“ segir
hún. „Skólarnir, félagsmiðstöðin
og félagsmálayfirvöld í Garðabæ
leggja sig fram við að aðstoða lög-
regluna við rannsókn þessara
mála. Það hefur ekki farið fram
hjá okkur að skemmdarverkum
hefur fjölgað eitthvað í haust mið-
að við sambærilega árstíma á liðn-
um árum, en síðustu daga hefur
dregið úr þeim. Við erum alltaf á
varðbergi gagnvart þessum málum
og reglulega eru haldnir samráðs-
fundir lögreglunnar, skólanna,
starfsfólks félags- og tómstunda
mála, nemenda, heilbrigðisyfir-
valda o.fl. aðila. Við förum yfir það
hvernig koma megi vinna að góðu
forvarnarstarfi í Garðabæ m.a. til
að koma í veg fyrir skemmdar-
verk. Meðal þess sem ég tel hafa
gagnast vel í forvörnum á liðnum
árum, eru eftirlitsferðir starfsfólks
félagsmiðstöðvanna um helgar í
bænum og aukið samráð og
upplýsingastreymi á milli þeirra
sem vinna með unglingum.“
Öryrki þakkar
lögreglunni
snör viðbrögð