Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 27
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 27
RICARDO Maduro lýsti í gær yfir
sigri sínum í forsetakosningunum,
sem fram fóru í Mið-Ameríkuríkinu
Hondúras á sunnudag. Gríðarlegur
fögnuður braust út á meðal fylgis-
manna Þjóðarflokksins en miklar
vonir eru bundnar við að Maduro
geti unnið á ofbeldis- og glæpaöldu,
sem riðið hefur yfir landið á undan-
förnum árum.
Þegar 40% atkvæðanna höfðu ver-
ið talin hafði Maduro náð níu pró-
sentustiga forskoti á Rafael Pineda,
frambjóðanda Frjálslynda flokksins,
sem heldur um stjórnartaumana í
Hondúras. Hafði Maduro þá fengið
53% atkvæða gegn 44% Pineda. Sá
síðarnefndi viðurkenndi ósigur sinn
snemma í gærmorgun og sagði „Guð
og þjóðina,“ hafa opinberað vilja
sinn.
Aðdáandi Giulianis
Fréttaskýrendur sögðu að sú
harka, sem Maduro boðaði í viðskipt-
um við glæpahópa og ofbeldismenn,
hefði tryggt honum sigurinn. Mad-
uro hét því að tekin yrði upp stefna
svipuð þeirri og Rudolph Giuliani,
fráfarandi borgarstjóri New York,
hefur fylgt og kveður á um að ekki
beri að sýna afbrotamönnum um-
burðarlyndi af nokkru tagi. Syni
Maduro var rænt fyrir þremur árum
og hann síðan myrtur. Hefur ofbeld-
ið nú bæst við örbirgðina, sem þjak-
ar landsmenn en um 80% íbúanna
lifa við fátæktarmörk.
Maduro hefur heitið því að ráðast
af fremsta megni gegn fátæktinni og
ofbeldinu. Hann vísaði enda til þessa
í ávarpi, sem hann flutti þegar sig-
urinn lá fyrir: „Við skulum byrja á
því að tryggja að allir fari að lögum
og virði þau sem aldrei fyrr í sögu
þessa lands,“ sagði Maduro, sem
tekur við forsetaembættinu 27. jan-
úar af Carlos Flore.
Maduro er 55 ára gamall og um-
svifamikill kaupsýslumaður. Hann
var bankastjóri seðlabanka Hond-
úras á árunum 1990–1994 en pólitísk
reynsla hans er lítil sem engin.
AP
Ricardo Maduro fagnar sigri í
forsetakosningunum.
Maduro
lýsir yfir
sigri
Tegucigalpa. AP.
Forsetakosningar
í Hondúras
bana í árásunum frá því á föstudag
þegar uppreisnarmennirnir rufu
fjögurra mánaða vopnahlé.
Árásunum var haldið áfram í gær
og þrír hermenn biðu bana þegar bíl
þeirra var ekið á rörsprengju sem
maóistarnir settu á veg í héraðinu
Pyuthan. Einnig var kveikt í lög-
reglustöð í héraðinu.
STJÓRNVÖLD í Nepal lýstu í gær
yfir neyðarástandi í landinu vegna
árása maóista sem hafa kostað meira
en 280 manns lífið frá því á föstudag.
Um 200 maóistar, 30 lögreglu- og
hermenn og tveir óbreyttir borgarar
biðu bana á sunnudag þegar maóist-
arnir réðust á opinberar skrifstofur
og her- og lögreglustöðvar í Solukh-
umbu-héraði, um 280 km norðaustan
við Kathmandu. Að sögn embættis-
manna eyðilögðust nokkrar opinber-
ar byggingar og þrjú íbúðarhús í
árásunum. Uppreisnarmennirnir
rændu banka, gengu berserksgang í
dómhúsi og létu fanga í einu fangelsa
héraðsins lausa.
Áður höfðu 50 manns, flestir
þeirra her- og lögreglumenn, beðið
Yfir 2.000 manns hafa fallið í upp-
reisn maóistanna frá 1996. Markmið
þeirra er að steypa konungi landsins
og stofna alþýðulýðveldi.
Stjórn Shers Bahadurs Deuba for-
sætisráðherra hélt tveggja klukku-
stunda neyðarfund í gær og óskaði
eftir því að konungurinn lýsti yfir
neyðarástandi. Konungurinn sam-
þykkti beiðnina og þar með fékk
stjórnin heimild til að beita öllum
herafla landsins gegn uppreisnar-
mönnunum en hún hefur verið treg
til að grípa til slíkra aðgerða þar sem
hún óttast að þær leiði til borgara-
styrjaldar. Stjórnin hefur einnig
beðið Indverja að auka öryggisvið-
búnaðinn við landamærin til að koma
í veg fyrir að uppreisnarmennirnir
geti flúið til Indlands.
Vonast var til að stjórnin næði
samkomulagi við maóistana þegar
þeir lýstu yfir vopnahléi í júlí. Frið-
arviðræðurnar fóru hins vegar út um
þúfur vegna kröfu uppreisnarmann-
anna um að stofnað yrði lýðveldi.
Frekari friðarviðræður áttu að
hefjast á næstu vikum en ólíklegt
þótti að þær bæru árangur. Maóist-
arnir krefjast þess að sérstöku
stjórnlagaþingi verði komið á fót til
að semja nýja stjórnarskrá en
stjórnin hefur hafnað því.
Leiðtogi maóistanna sagði eftir að
vopnahléið var rofið að þeir hefðu
neyðst til að hefja uppreisnina að
nýju vegna „ögrana fasista“.
Stjórnvöld í Nepal lýsa yfir neyðarástandi í landinu vegna mannskæðrar uppreisnar
Yfir 280 manns falla
í árásum maóista
Kathmandu. AFP.