Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 52
FÓLK Í FRÉTTUM 52 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ UM þessar mundir eru rétt óorðin 25 ár síðan söngvarinn Herbert Guð- mundsson gaf út sína fyrstu hljóm- plötu, Á ströndinni. Jafnlangt er síð- an söngvarinn gaf út plötu með íslenskum textum. Sjálfur er Her- bert því greinilega mjög ánægður með að kynna nú til sögunnar nýj- ustu afurð sína, sungna á hinu ást- kæra ylhýra. Það má vel sjá á fram- hlið umslagsins þar sem ritað er feitu letri „Á ÍSLENSKRI TUNGU“. Plötuna nefnir Herbert Ný spor og á hún sér alnafna í tón- listarsögunni, plötu sem Bubbi Morthens gerði árið 1984. Á Nýjum sporum Herberts eru 13 lög og tit- illagið hljómar fyrst; ágætt lag eftir Pedro Ayres við prýðilegan texta Huga Guttormssonar. Herbert er greinilega í ágætis söngformi og leikur hljóðfæraleikaranna er og til fyrirmyndar. Þetta er áreynslulítið og laglínuvænt popp, vel útsett eftir bókinni. Næstu lög eru á svipuðum nótum. Lag er ágæt ballaða, hóg- vært nefnd og lát- laus. Þar næst heyrist smellur plötunnar, „Svar- ið“. Yfirgengilega grípandi laglína sem er allt að því óþægilegt að fá á heilann. Útsetningin er afar fag- mannlega unnin og Herbert syngur lagið feikivel. Upphrópunarinnskot á borð við „Ó, já!“ eru þó til vansa og hallærisleg. Áfram líður platan í rólyndispoppi og lögin „Fast“ og „Í allar áttir“ eru hin sæmilegustu. Sjötta lag plötunn- ar er svo „Draumurinn“, ágætt en af- ar líkt mörgu því sem Bryan Ferry hefur gert um dagana. Því er og greinilega ekkert verið að leyna, en Herbert syngur lagið líkt og hann sé í karaoke að syngja eitt af lögum Ferrys. Tónninn í röddinni er skyndilega orðinn djúpur og blæ- brigði eru allt önnur en almennt ger- ist hjá Herberti. Eftir þessi fyrstu sex lög plötunn- ar gladdist ég fyrir hönd Herberts og taldi kappann vera að gera hina þokkalegustu plötu. Því brá mér í brún er sjöunda lagið, „Tunglgyðj- an“, tók að hljóma úr hátölurum eins og í leiðinlegum draumi. Eftir átaka- lítið og allþokkalegt popp er „Tungl- gyðjan“ eins og refur í hænsnabúi. Lagið er einhvers konar iðnaðarrokk af gamla skólanum, klisjukennt og illa samið. Útsetningin er og eftir því vond og ósköpin halda áfram í næsta lagi, „Steypu og gleri“, sem er jafn- vel enn verra. Það hljómar líkt og hljómsveitin Start á slæmum degi, árið 1982. Í „Steypu og gleri“ er text- inn líka áberandi slæmur; barnaleg- ur heimsósómakveðskapur og túlk- un Herberts er eðlilega ósannfær- andi. Enn líða ósköpin áfram, nú í laginu „Lífið“, sem af einhverjum ástæðum er tileinkað útvarpsmann- inum Óla Palla. Iðnaðarrokkið er blessunarlega að baki en þess í stað er hér komið gamaldags fönkskotið popp og heldur slappt. Ekki meir, ekki meir! „Öll okkar tár“ er næsta lag og með því virðist platan aftur nálgast sína nokkuð lofandi byrjun. Hér er Herbert aftur að koma niður á jörð- ina í vönduðu og rólegu poppi sem er ágætlega sungið. Texti Hilmars Arn- ar er og ágætur. Áfram líður iðnað- arrokksskjálftinn úr manni í ellefta lagi plötunnar, „Við verðum að skilja“, sem hefur þekkilegt viðlag að geyma þar sem kassagíturum er afar smekklega beitt. „Eins og vorið“, er næst og líka hin vandasta smíð, en í væmnasta lagi þó. Síðasta lag plöt- unnar ber hið raunsæislega nafn „Fæddumst til að deyja“ og er í sama afslappaða gírnum og betri hluti plötunnar. Þokkalegt lag og texti. Fleiri lög hefur platan ekki að geyma, en á eftir hinu síðasta koma tvær aukreitis útfærslur af ofur- smellnum „Svaraðu“. Hvers vegna veit ég ekki, því þær gera ekkert fyr- ir plötuna. Fyrri aukaútfærslan er lítið breytt hljóðblöndun af laginu, en sú seinni er allt önnur útfærsla, miður góð. Hér er um danstónlist- arútfærslu að ræða sem vægast sagt kemur eins og skrattinn úr sauðar- leggnum. Tiltækið hefði kannski ver- ið í lagi fyrir sérútgáfu á stuttgeisla en sem hluti af breiðskífu gengur dæmið ekki upp. Útfærslan er allt að því grátleg fyrir samhengi plötunnar og jafnvel enn sorglegri en iðnaðar- rokksálögin. Ný spor er stórt spurningarmerki. Þetta er plata sem hafði alla burði til að verða góð, en dómgreindarskort- ur einhvers staðar í ferlinu dró stór- lega úr þeim möguleikum. Uppbrot- ið um miðbik plötunnar, trílógían hræðilega, sviptir plötuna allri heild- armynd og ekki hjálpar dansútfærsl- an á „Svaraðu“ til. Hvað sem því líður hefur platan að geyma nokkur prýðileg lög. Flutn- ingur er líka allur til mikillar fyr- irmyndar og sérstaklega er ánægju- legt að heyra hrynparið Ingólf Sigurðsson og Jóhann Ásmundsson fara á kostum. Hljómurinn á plöt- unni er sömuleiðis afar góður og út- setningar flestar mjög vandaðar. Á Nýjum sporum sýnir Herbert á sér sínar bestu og verstu hliðar sem tónlistarmaður. Mun meira er þó af þeim betri. Tónlist Vandrötuð eru sporin HERBERT GUÐMUNDSSON Ný spor HG HLJÓMPLÖTUR/SKÍFAN DREIFIR Ný spor, plata Herberts Guðmundssonar. Herbert semur flest lögin en einnig syngur hann smíðar Pedro Ayres Magalhaes, Finnboga Kristinssonar og fleiri höfunda. Textar eru eftir Huga Guttormsson, Hilmar Örn Hilmarsson, Friðrik Sturluson og Magnús Háv- arðsson. Upptökum stýrði Herbert í samvinnu við Þóri Úlfarsson sem einnig er at- kvæðamestur meðal útsetjara. Þórir hljóðblandaði einnig, stundum í samvinnu við Adda 800. Helstu hljóðfæraleikarar plötunnar eru trymbillinn Ingólfur Sigurðsson, bassaleikarinn Jóhann Ásmundsson, gítarleikarinn Jón Elvar Hafsteinsson og títt- nefndur Þórir Úlfarsson sem einkum leikur á hljómborð og píanó. Herbert syngur að sjálfsögðu plötuna auk þess að blása lítillega í munnhörpu. Einnig koma við sögu Jak- ob Frímann Magnússon, Magnús Þór Sigmundsson, Samúel J. Samúelsson og fleiri. Útgefandi er HG hljómplötur en Skífan dreifir. Orri Harðarson Morgunblaðið/Lárus Karl Ingason Á Nýjum sporum syngur Her- bert Guðmundsson á íslensku í fyrsta sinn í langan tíma og seg- ir Orri Harðarson hann í góðu söngformi. J.P. DONLEAVY er bókmennta- skálkur sem virðist hafa sérstakt gaman af að hrella lesendur sína og gagnrýnendur, breyta um stíl og stefnu, fara kelduna frekar en krókinn. Hann sló í gegn með bók- inni The Ginger Man fyrir langa löngu, en hún er einkar skemmtileg lesning, uppfull af erótískri goðgá. Bækur Donleavys síðan eru fjöl- margar og fjölbreyttar sem sumir hafa reyndar talið ókost; eru sífellt að bíða eftir meira af því sama. Fyrir nokkrum árum sendi Don- leavy frá sér stutta sögu sem heitir því sérkennilega nafni Konan sem kunni að meta hreinar snyrtingar, ef snara má titlinum svo. Sú vakti mikla athygli og umtal, enda var hann enn kominn á nýjar slóðir, ekki síst í ljósi þess hve stíllinn virtist hefðbundinn og venjulegur í ljósi fyrri verka. Frásögnin ber aft- ur á móti einkenni hans í ríkum mæli; ævintýri sem virðist blátt áfram á yfirborðinu, en þegar les- andinn hefur lokið verkinu og legg- ur bókina frá sér vakna þvílíkar spurningar að hann stendur sig að því að taka bókina upp aftur til að lesa hana aftur, alla eða bara end- inn. Eins og getið er eru nokkur ár síðan bókin kom út, en ástæða til að benda bókmenntavinum á hana og ekki síður sögu Donleavys í sama stíl, Wrong Information is Being Given out at Princeton. The Lady Who Liked Clean Restrooms segir frá Jocelyn Guene- vere Marchantiere Jones sem fædd er inn í efri stétt auðmanna vestan hafs og giftist samboðið stétt sinni. Eftir ástlítið hjónaband og tvö börn fer maður hennar frá henni til að búa með unglingsstúlku og börn- unum finnst hún svo leiðinleg í kjöl- farið að þau hætta að heimsækja hana líka. Eftir það hallar undan fæti, smám saman eyðast auðæfin, sem voru ekki svo mikil þegar upp var staðið, og Jones sekkur dýpra í niðurlæginguna þar til hún er kom- in til botns, eða hvað? Þegar hér er komið sögu tekur bókin nefnilega óvænta stefnu sem ekki verður greint frá hér af tillitssemi við hugsanlega lesendur. Þeir eiga aft- ur á móti eftir að reka sig á að ekki er allt sem sýnist í heimi Donleavys og það á langur tími eftir að líða áð- ur en þeir gleyma hremmingum frú Jones. Forvitnilegar bækur The Lady Who Liked Clean Rest- rooms: The Chronicle of One of the Strangest Stories Ever to Be Rum- ored About Around New York eftir James Patrick Donleavy. 127 síðna myndskreytt kilja. St. Martins Giff- in gefur út 1995. Kostar 1.395 kr. í Máli og menningu. Árni Matthíasson Hremm- ingar frú Jones Hafnarstræti 15, sími 551 3340 Restaurant Pizzeria Gallerí - Café FJANDMAÐUR FÓLKSINS e. Henrik Ibsen Lau 1. des. kl. 20 - LAUS SÆTI Su 9. des. kl. 20 - LAUS SÆTI Áskriftargestir munið valmöguleikann !!! BLÍÐFINNUR e. Þorvald Þorsteinsson í leikgerð Hörpu Arnardóttur Su 2. des. kl. 14 - NOKKUR SÆTI Lau 8. des. kl. 13 ath. breyttan sýn.tíma Su 9. des kl. 14 - LAUS SÆTI KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI e. Halldór Laxness Su 2. des kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fö 7. des kl. 20 - LAUS SÆTI MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Lau 8. des. kl. 20 - NOKKUR SÆTI BEÐIÐ EFTIR GODOT e. Samuel Beckett Su 2. des.. kl. 20 - LAUS SÆTI Fö 7. des kl. 20 LAUS SÆTI PÍKUSÖGUR e. Eve Ensler Í kvöld kl. 20 Fjölbraut Akranesi Fi 29. nóv kl. 20 - LAUS SÆTI, 75. sýn Fö 30. nóv kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI ATH: túlkuð á táknmál !!! DAUÐADANSINN eftir August Strindberg í samvinnu við Strindberghópinn Lau 1. des. kl. 20 - LAUS SÆTI SÍÐASTA SINN DRAUMALEIKSTJÓRINN Umræðukvöld um starf leikstjórans. Frummælendur: Gunnar Hansson, Hilmar Jónsson, Steinunn Knútsdóttir og Kjartan Ragnarsson, leikstjóri. Í kvöld kl 20 aðgangur ókeypis Stóra svið 3. hæðin Nýja sviðið Litla sviðið Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Slá í gegn Magnús Blöndal Jóhannsson: Punktar Edgar Varése: Ionisation Georg Katzer: Geschlagene Zeit Hljómsveitarstjóri: Diego Masson Sinfónían Háskólabíó við Hagatorg Sími 545 2500 sinfonia@sinfonia.is www.sinfonia.is Blá áskriftaröð fimmtudaginn 29. nóvember kl. 19:30 í Háskólabíói AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUNNAR M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Hinn heimskunni slagverkshópur Kroumata spilar með Sinfóníuhljóm- sveitinni á fimmtudaginn og þegar þeir félagar eru annars vegar er óhætt að lofa ósvikinni skemmtun. Ekki missa af athyglisverðri kynningu á Punktum kl. 18 fyrir tónleikana í Háskólabíói.         01   1   /    1  =&   /   001                     !"#!$$ %%%& &    Í HLAÐVARPANUM Í kvöld kl. 20.30 - VINIR INDLANDS UPPISTAND - Tveir Bretar frá FRINGE - Edinborgarhátíðinni fim. 29. nóv. kl. 21 fös. 30. nóv. kl. 21 - örfáir miðar eftir lau. 1. des. kl. 21 Sunnudagur 2. des Missa Solemnis jólaleikrit kl. 16.00. '())*)++ ),,-$$  .%%%          @       /* /01234'  .   /**)534' =      /*+/.             5     /1+/.    & & +&6&   & &78   ,!#$$            !  "
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.