Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. VERKFALL tónlistarkennara hef- ur nú staðið yfir í rúman mánuð og á þeim tíma hafa tónlistarnemendur hvorki fengið kennslu né verið látin í té aðstaða til æfinga. Fyrir um það bil ári stóð yfir verk- fall framhaldsskólakennara og nem- endur þeirra fengu þá heldur enga kennslu, en voru samt hvattir til að koma í skólann og stunda þar sjálfs- nám af kappi. Þetta sýnir að kenn- arar þeirra báru hag nemenda sinna fyrir brjósti, þrátt fyrir allt. Í verkfalli tónlistarkennara gegnir öðru máli þar sem nemendum er beinlínis meinaður aðgangur að hús- næði tónlistarskólanna til æfinga þrátt fyrir að hafa í mörgum tilvik- um verið gert að greiða tugi og jafn- vel hundruð þúsunda í skólagjöld. Með þessum aðgerðum er komið í veg fyrir að þeir geti æft sig og stundað sjálfsnám á meðan á verk- falli stendur. En þessar æfingar eru eins og allir vita afar stór þáttur í öllu tónlistarnámi. Ég vil taka það fram að ég tek heilshugar undir kröfu tónlistar- kennara um sömu laun og aðrir kennarar og ég er þess fullviss að mjög margir tónlistarnemar eru sama sinnis. Þess vegna finnst mér þessi aðför að námsframvindu þeirra vera til skammar. Frá mínum bæjardyrum séð lítur út fyrir að með þessu séu tónlistar- skólarnir og kennarar þeirra að firra sig allri ábyrgð á námi nemenda sinna. Nemendur fá ekki þá þjónustu sem þeir eru að greiða fyrir með skólagjöldum, sem í sumum tilvikum samsvara stórum hluta sumarhýru þeirra. Þeir nemendur sem þegar hafa greitt skólagjöld fá þau ekki endurgreidd og þeim og forráða- mönnum þeirra er gert að taka á sig það fjárhagstjón sem þetta hefur í för með sér. Hagur tónlistarnema hefur þann- ig algjörlega verið fyrir borð borinn í þessari deilu. Víða þar sem fólk kemur saman af einhverju tilefni fer mjög oft fram tónlistarflutningur af ýmsu tagi. Margir kennarar tónlistarskólanna taka þátt í tónlistarviðburðum og fremja tónlist á öðrum vettvangi en í skólunum og ekkert nema gott um það að segja við venjulegar aðstæð- ur. Þeir fá þannig tækifæri til að bæta sér upp lág laun og að ef til vill að einhverju leyti fjárhagslegt tjón sem þeir verða fyrir að þessu sinni vegna verkfallsins. Þetta á þó alls ekki við um alla tón- listarkennara. Samt sem áður mætti samstaðan innan raða tónlistarfólks að mínu mati vera meiri. Tónlistar- menn gætu t.d. sýnt meiri og al- mennari samstöðu með því að fremja ekki neina tónlist opinberlega á með- an á verkfallinu stendur. Þá færu nú fyrst að renna tvær grímur á menn. Eða sér einhver fyrir sér skemmtun, brúðkaup, jarðarför eða messu án tónlistar? Hver getur hugsað sér daglegt líf án hennar? Þeir eru sennilega fáir. Það er einlæg von mín og ósk að kjaradeila tónlistarkennara og við- semjenda þeirra leysist fljótt og vel þannig að ekki hljótist meiri skaði af en þegar er orðinn. ODDNÝ H. BJÖRGVINS- DÓTTIR, foreldri tónlistarnema, Brekkubyggð 34, Garðabæ. Hvers eiga tónlistar- nemar að gjalda? Frá Oddnýju H. Björgvinsdóttur EMIL Als læknir ritar gagnmerka grein um ævi Sigurðar Eiríkssonar regluboða í Lesbók Morgunblaðsins 27. október síðastliðinn. Þar segir læknirinn meðal annars: „...öllum má vera það ljóst að áfengi er enn á vor- um dögum langversti skaðvaldurinn í flokki vímuefna.“ Því miður hefur slysast inn á Al- þingi hópur manna sem gerir sér þetta ekki ljóst. Enn er fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs við sama heygarðshornið og vill koma þessu vímuefni sem allra víðast á framfæri. Það er kannski skiljanlegt ef hann telur mikilvægara að þjóna vinnuveitendum sínum en hagsmun- um fólksins í landinu. Hitt er öllu erf- iðara að skilja hvers vegna þing- menn, sem ekki eru opinberlega á mála hjá þeim sem græða á sölu áfengis, skuli fylgja slíkum tillögum. Þá hefur komið upp sú hugmynd í þessari stofnun að heimila fólki að brugga sér áfengi. Þær vitsmunaver- ur, sem að þeirri tillögugerð standa, munu væntanlega ætla lögreglu að sjá um að börn og unglingar gerist ekki bæði framleiðendur og neytend- ur heimabruggsins. Báðar þessar tillögur miðast að því að dreifa áfengi sem víðast, sveipa notkun þess ljóma í augum þeirra sem fátækastir eru í andanum og gera unglinga og drykkjumenn enn berskjaldaðri en þeir eru nú gegn áróðri og moldviðri þeirra sem græða á framleiðslu og sölu þessa vímuefn- is. Ein hugmynd í anda stefnumörk- unar Alþjóðaheilbrigðismálastofnun- arinnar hefur komið fram á Alþingi. Hún er sú að setja viðvaranir á áfeng- isumbúðir líkt og nú er gert á tóbaks- pakka. Þakka ber flutningsmönnum þeirrar tillögu. Þeir skilja hvað í húfi er og vinna í anda nútímalegra við- horfa Heilbrigðisstofnunar Samein- uðu þjóðanna. En þá bregður svo við að gróðapungar og hagsmunaseggir rísa upp og mótmæla. Ekki gæti hug- myndin fengið betri stuðning en þau mótmæli. Venjuleg heilbrigð skyn- semi sér að þeir sem maka krókinn á sölu vímuefnis eru andsnúnir öllu sem dregur úr gróða þeirra en fagna öllum breytingum sem auka neyslu. Er ekki kominn tími til að alþing- ismenn hugleiði hvorir hafi rétt fyrir sér áfengisgróðalýðurinn eða lækn- arnir Emil Als og Tómas Helgason og Heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna. ÁRNI HELGASON, Stykkishólmi. „Langversti skaðvaldurinn“ Frá Árna Helgasyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.