Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 22
NEYTENDUR 22 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SIGRÍÐUR Sigurjónsdóttir, einn eigenda Rafþjónustunnar Ljóss, vill taka fram vegna fréttar á neytenda- síðu síðastliðinn fimmtudag þess efnis að gjald fyr- ir raflýst leiði hefði hækkað um 20% síðan í fyrra, að hækkunin sé tæp 12% milli ára. Sigríður seg- ir að gjald fyrir raflýst leiði hafi hækkað fyrir fjórum árum úr 5.500 krónum í 5.900 krónur og úr 5.900 krónum í 6.600 krónur í ár, sem ger- ir tæp 12%. Umrædd 20% hækkun á við átta ára tímabil, sem leiðréttist hér með. Ekki 20% hækkun milli ára hjá Raf- þjónustunni SÝNATAKA og greining á campylo- bacter í kjúklingum á neytenda- markaði, í úttekt sem gerð var í haust, leiddi í ljós að „nokkuð hafi verið um að kjúklingar sem frystir höfðu verið vegna campylobacter- mengunar hefðu verið þíddir upp og seldir,“ eins og segir í tilkynningu frá Hollustuvernd. Heilbrigðisnefnd sveitarfélaga tók 100 sýni af ferskum, ferskum/krydd- uðum, frosnum, steiktum og grilluð- um kjúklingum í verslunum á höf- uðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Egilsstöðum, en úttektin fór fram 15. ágúst til 31. október. Leiddi hún í ljós campylobacter-mengun í rúmum 15% sýnanna en öll jákvæð sýni voru úr kjúklingum sem slátrað hafði ver- ið í ágúst og september. „Niðurstöð- ur úttektarinnar sýna að umtals- verður árangur hefur náðst hjá kjúklingaframleiðendum í að draga úr campylobacter-mengun í kjúk- lingum. Haustið 1999 voru 44% þeirra kjúklingasýna sem rannsökuð voru á vegum umhverfisráðuneytis- ins campylobacter-menguð en aðeins 5,6% haustið 2000. Ef aðeins eru teknir ferskir kjúklingar eru niður- stöður eftirfarandi: Haustið 2001 voru 13,3% ferskra kjúklinga sem rannsakaðir voru campylobacter- mengaðir, 2,2% haustið 2000 og 44,9% haustið 1999. Í könnun Holl- ustuverndar ríkisins og Heilbrigðis- eftirlits sveitarfélaga á campylobact- er-mengun í kjúklingum á neytendamarkaði í maí–júní voru tekin 62 sýni sem öll voru neikvæð.“ Campylobacter- kjúklingar seld- ir neytendum „Umtalsverður árangur hefur náðst hjá kjúklingabændum við að draga úr campylobacter- mengun í kjúklingum,“ segir Hollustuvernd ríkisins. Morgunblaðið/Þorkell SKÁTAHREYFINGIN hefur selt gervijólatré síðastliðin níu ár til styrktar starfsemi sinni. Trén hafa notið mikilla vin- sælda, sam- kvæmt til- kynningu frá Bandalagi ís- lenskra skáta, og eru þau sögð eðlileg eftirlíking nor- mannsþins. Trén endast á annan áratug, segja skátar ennfremur, og nokkur þægindi því samfara að velja gervijólatré. „Því fylgir ekkert stúss við að skera af greinar, vökvun eða annað umstang, sem tengist nátt- úrulegum trjám, og fyrir fólk með frjókornaofnæmi kemur ekkert annað til greina.“ Boðið er upp á enn hærri jólatré en áður því hæsta tréð sem er til sölu hjá skátunum í ár er fimm metrar, segir enn- fremur. „Spurn eftir stærri trjám hefur aukist síðustu miss- eri, einkum frá fyrirtækjum og stofnunum. Kirkjur hafa til að mynda keypt stór tré, en þar eru jólatré oft látin standa í heilan mánuð og erfitt að halda nátt- úrulegum trjám ferskum svo lengi.“ Sígræna jólatréð er selt með tíu ára ábyrgð í 12 stærðum. Nánari upplýsingar fást á heima- síðu skátanna, www.scout.is Skátar selja sígræn gervitré fyrir jólin NÝTT ♦ ♦ ♦ FYRIRTÆKIÐ Nº7 hefur sent frá sér nýjung í snyrtingu, gullpúð- urkorn fyrir andlit og lík- ama. Varan nefnist Stjörnuryk, eða Star Dust, og er flutt inn af B. Magnússon í Garðabæ. Þær allra djörfustu bera gullpúðrið á augn- lok, kinnbein og á barminn, segir í tilkynningu frá B. Magnússon. Gullpúður- korn fyrir lík- ama og andlit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.