Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FÁTT er mikilvæg- ara í samfélagi okkar en að sköttum sé skip- að á þann veg að jafn- ræðis sé gætt milli skattgreiðenda. Við höfum jafnan rétt til náms, sjúkraþjónustu og annarrar þjónustu sem greidd er úr sam- eiginlegum sjóðum landsmanna. En án skatta væru engir sameiginlegir sjóðir til ráðstöfunar. Án skatta gætum við ekki starf- að saman í því þjóð- félagi velferðar og lýð- ræðis sem við erum stolt af. Úr því að jafnræði er í heiðri haft við útgreiðslur úr sameiginleg- um sjóðum er ekki sjálfgefið að jafnræði sé ófrávíkjanleg regla í skattheimtunni? Jú, við höfum haldið að það sé sjálfgefið enda er kveðið á um það í stjórnarskrá okk- ar að allir skuli jafnir fyrir lögum, skattalögum eins og öðrum lögum. Að sjálfsögðu fær til dæmis ekki staðist að eitt skatthlutfall gildi fyr- ir karla og annað fyrir konur eða að skatthlutfall sé mismunandi eftir menntun eða búsetu. Hvernig má það þá vera að í ein- um þætti í fyrirliggjandi frumvarpi til laga um tekjuskatt og fleira skuli felast tillaga um grófa mis- munun í álagningu tekjuskatts? Hvernig má það vera að fram komi hugmynd um að vissum hópi lands- manna verði gefinn kostur á að lækka það hlutfall sem þeir greiða í skatt af hluta tekna sinna úr um 38% (eða 45%) í ein- ungis 26,2%? Þetta á að vera unnt að gera með ákaflega auð- veldri formbreytingu á atvinnustarfsemi úr einstaklingsrekstri í einkahlutafélag. Þetta er nærri því jafn frá- leit mismunun og að kveða á um að þeir sem keypt hafa sér- stakar númeraplötur á bíla sína skuli njóta verulega lægra skatthlutfalls en aðrir landsmenn. Sömu tekjur – Mikill munur á sköttum Við skulum skoða eitt lítið dæmi um þá mismunun sem hér er stefnt að. Við skulum líta á skatta Jóns og Péturs sem hafa hliðstæða mennt- un og sömu tekjur. Pétur mun geta nýtt sér fyrirhugaða lagabreytingu en Jón ekki. Jón er launþegi enda hefur verið lítið um það á hans starfssviði að menn gætu boðið fram vinnu sína sem verktakar. Auk starfa fyrir að- allaunagreiðanda vinnur hann tölu- verða aukavinnu fyrir aðra. Ætla má að tekjur hans á árinu 2001 verði að meðaltali 550.000 kr. á mánuði. Pétur hefur starfað sem verktaki og fært tekjur sínar í rekstrar- reikning og á skattframtal sem ein- staklingur með rekstur samkvæmt núgildandi reglum. Hann hefur því greitt sama hlutfall í skatt af tekjum sínum og Jón. Pétur er himinlifandi yfir framkomnum til- lögum í skattamálum. Hann er þeg- ar búinn að ákveða að stofna einka- hlutafélag með 500.000 kr. hlutafé og verður hann eini hluthafinn. Pét- ur verður jafnframt eini starfsmað- ur félagsins enda hefur hann ekki haft starfsmenn í þjónustu sinni til þessa. Hann áætlar að tekjur sínar að frádregnum rekstrargjöldum verði að meðaltali 550.000 kr. á mánuði á árinu 2001. Sem rekstr- araðili þekkir Pétur reglur skatt- yfirvalda um svokallað reiknað end- urgjald og mun framvegis sem hingað til reikna sér þau lágmarks- laun sem fram koma í reglunum varðandi hans starfsgrein og starfs- umfang. Þetta lágmark er 330.000 kr. á mánuði á árinu 2001. Ef fyr- irhugað skatthlutfall væri í gildi á árinu 2001 mundi hann því greiða 26,2% af 220.000 kr. á mánuði (550.000-330.000) í stað um 38%. Ef hinar fyrirhuguðu reglur væru í gildi á árinu 2001 mundi Pétur greiða rúmlega 300.000 kr. minni tekjuskatta en Jón enda þótt tekjur þeirra séu þær sömu. Fær slík mismunun staðist? Væru Jón og Pétur jafnir fyrir lög- um ef svona væri að farið? Reiknuð laun Með hliðsjón af því sem að fram- an segir um skattamál Péturs má spyrja hvort ekki megi bæta úr umræddu misrétti með því að hækka þau lágmörk sem skattyfir- völd setja um reiknuð laun og herða framkvæmd reglna um það efni. Ljóst er þó að eðli máls sam- kvæmt verður að gæta mikils hófs við ákvörðun slíkra lágmarksfjár- hæða og hófsemdar um alla fram- kvæmd. Ég fæ ekki séð að það sem fram kemur um þetta efni í fyr- irliggjandi frumvarpi geti breytt neinu sem máli skiptir á þessu sviði. Kunnáttumenn í skattamálum sem ég hef rætt við eru mér sam- mála um þetta. Nær misréttið aðeins til fáeinna hátekjumanna? Í fyrirliggjandi frumvarpi er að sjálfsögðu ekki að finna upplýsing- ar eða áætlun um fjölda þeirra skattgreiðenda sem framangreind mismunun í skattheimtu mun ná til. Þeir Pétur og Jón, sem fjallað er um hér að framan, hafa vissulega góðar tekjur og spyrja má hvort umrædd mismunun muni ekki ein- ungis snerta skatta fámenns hóps hátekjumanna. En þeir félagar Pét- ur og Jón hafa nú ekki hærri laun en það að þeir hefðu ekki greitt svokallaðan hátekjuskatt af þeim fjárhæðum á tekjuárinu 2000 enda bætast ekki við neinar tekjur frá maka. Þeir hefðu því ekki komist í hóp 15.144 skattgreiðenda sem greiddu hátekjuskatt af tekjum árs- ins 2000. Lögð skal áhersla á að fyrirhuguð mismunun verður enn meiri af fjárhæðum sem lenda í há- tekjuskatti heldur en dæmið um Jón og Pétur sýnir. Það mál sem hér er til umræðu mun því snerta stóran hóp skatt- greiðenda með beinum hætti. Margir þeirra munu verða himinlif- andi, eins og Pétur í dæminu hér að framan, og munu hugsa með mikilli hlýju til þeirra sem standa að fram- gangi málsis. Aðrir munu verða að láta sér nægja að óska þeim til hamingju sem voru svo heppnir að lenda í skattalegum forréttinda- hópi. En auðvitað varðar þetta mál alla landsmenn enda þótt það snerti ekki alla með beinum hætti í dag. Það skiptir alla miklu að landsmenn verði áfram jafnir fyrir skattalög- um eins og öðrum lögum. Með um- ræddri löggjafartillögu er stefnt á mjög varhugaverða braut í þessu efni. Kemst þú í fyrirhugaðan forréttindahóp? Fái það staðist að mati meiri- hluta á Alþingi að lögfesta skatta- leg forréttindi með framangreind- um hætti munu allir sem hafa tekjur yfir vissu marki taka stefn- una á fyrirhugaðan skattalegan for- réttindahóp. Þetta er einfalt mál hjá þeim sem nú eru með svokall- aðan einstaklingsrekstur. Öðru máli gegnir um þá sem nú eru launþeg- ar. Þeir þurfa að gerast verktakar til að ná þessu markmiði. Hefur þú, lesandi góður, aðstöðu til að komast í forréttindahópinn? Kemst þú í fyrirhug- aðan forréttindahóp? Sveinn Jónsson Tekjuskatturinn Hvernig má það þá vera, spyr Sveinn Jóns- son, að í einum þætti í fyrirliggjandi frumvarpi til laga um tekjuskatt og fleira skuli felast tillaga um grófa mismunun í álagningu tekjuskatts? Höfundur er löggiltur endurskoðandi. TALSMENN inn- göngu Íslands í Evr- ópusambandið fara mikinn þessa dagana. Nýjasta áróðursbragð þeirra er að reyna að telja okkur trú um að áhrif Íslands yrðu veruleg í ESB. Kannski ekki eins mikil og Þýskalands, segja þeir drýgindalega, en engu að síður svo mikil að eftir okkur yrði tek- ið. Vitanlega láta aðild- arsinnar engar nánari skýringar fylgja en beita fyrir sig mál- skrúði eins og að alltaf sé hægt að koma góðum málum fram séu þau ,,nægilega vel undirbúin“. Það þarf ekki að fara í grafgötur um hver áhrif Íslands yrðu í Brussel. Í dagblaðinu Financial Times frá 12. desember 2000 er tafla um áhrif að- ildarríkjanna í helstu stofnunum ESB. Samkvæmt núgildandi reglum um atkvæði í ráðherraráðinu hefur Lúx- emborg, smáþjóð með 430 þúsund íbúa, tvö atkvæði af 87. Eftir að Nice samþykktin öðlast gildi og aðildar- ríkjum fjölgar fær Lúxemborg fjög- ur atkvæði af 237, eða liðlega eitt prósent. Á Evrópuþinginu hefur Lúxemborg sex at- kvæði af 626, eða minna en eitt prósent. Það hlutfall mun lækka þegar fjölgað verður þingmönnum. Ráðherraráðið og Evrópuþingið eru þær stofnanir sem taka til sín æ meira vald á kostnað framkvæmda- stjórnar ESB, en þar hefur hlutur smáþjóða verið tryggður með því að þær fengu til skamms tíma að til- nefna framkvæmdastjóra. Þegar það liggur fyrir að hlutur Íslands í ESB yrði eitt prósent, eða þaðan af minna, verður æpandi tómahljóð í málflutningi aðildar- sinna. Þeir munu ekki láta segjast, ef að líkum lætur, og auka enn á hávað- ann í þeirri von að blekkja fólk til liðs við vondan málstað. Ísland hefði 1% áhrif í ESB Páll Vilhjálmsson Höfundur er fulltrúi. Evrópusambandið Þegar það liggur fyrir að hlutur Íslands í ESB yrði eitt prósent, eða þaðan af minna, segir Páll Vilhjálmsson, verð- ur æpandi tómahljóð í málflutningi aðildar- sinna. Hrei nsum viðar-, rimla-, strimla-, plíseruð- og sólargluggatjöld. Hlíðarhjalla 26, s. 897 3634.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.