Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 11 undirfataverslun, Opið mán.-laugard. frá kl. 12-18 Lagerútsala - Síðumúla 3-5 Undirföt - náttföt - sloppar - heimagallar Merkjavara á frábæru verði MIÐAÐ við þá vegfarendur sem blaðamaður og ljósmyndari Morg- unblaðsins hittu í miðborg Reykja- víkur í gær, og valdir voru af handahófi, virðast skoðanir al- mennings vera nokkuð skiptar á fyrirhugaðri sölu Perlunnar. Nokkrum viðmælendum blaðsins stóð ekki alveg á sama um hver ætti þetta fræga hús á Öskjuhlíðinni. Sumir töluðu um að nýta mætti eignina betur en gert hefur verið en öðrum leist bara vel á að selja. Sem kunnugt er hefur verið sam- þykkt af fulltrúum Reykjavíkurlist- ans í borgarstjórn sú tillaga meiri- hlutans í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur að láta kanna mögu- leika á sölu Perlunnar og hefur sex fasteignasölum verið falið að koma með tilboð í eignina. Fulltrúar frá fasteignasölunum skoðuðu Perluna um helgina með það að markmiði að leggja verðmat á eignina en talað hefur verið um söluverð allt frá 500 milljónum króna og upp í 1 milljarð. Fram hefur komið í máli eins fast- eignasalans í Morgunblaðinu að hópur innlendra og erlendra fjár- festa hafi beðið hann að skoða þessa fasteign og afla upplýsinga um hana. Pólitískur mótleikur Arnar Arngrímsson leigubílstjóri sagðist í sjálfu sér ekki vera á móti því að Perlan yrði seld, ef það kæmi sér vel fyrir Reykjavíkurborg og íbúa hennar. „Sjálfsagt er þetta einhver póli- tískur mótleikur af hálfu R-listans gegn Sjálfstæðisflokknum til að fá smáfrið í deilunum um Línu.Net. Ég hugsa að einkaaðilar geti alveg átt Perluna eins og borgin en tel samt að kvaðirnar geti verið það miklar á eigninni að fjárfestar muni athuga sinn gang. Þeir munu þurfa að sinna ýmsum skyldum sem borgin setur á þá. Að því gefnu tel ég að ekki muni margir sýna þessu áhuga. Einhverjir munu eflaust skoða málið en komast síðan að þeirri niðurstöðu að hér sé ekki um góða fjárfestingu að ræða. Menn munu t.d. ekki geta breytt Perlunni í einkaíbúð eða hvað sem þeir vilja,“ sagði Arnar. Hallann mætti laga með öðrum hætti Þórunn Sveinbjörnsdóttir, fyrsti varaformaður Eflingar – stétt- arfélags, sagðist vera frekar andvíg sölunni við fyrstu sýn. Perlan væri ákveðið stolt borgarinnar og hún hefði sem ímynd sannað sig í ferða- þjónustunni. „Auðvitað skiptir miklu máli að vel takist til, ef einhver kaupandi finnst og eignin verður seld. Halla- reksturinn mætti laga með ein- hverjum öðrum hætti, hugsanlega með markaðssetningu á meiri nýt- ingu Perlunnar en gert hefur verið. Hún hefur góða möguleika, er vel staðsett og með nægum bílastæð- um. Væntanlega hefði mátt vinna betur að því máli,“ sagði Þórunn. Viðkvæmt innan Orkuveitunnar Guðmundur Halldórsson, rafvirki hjá Orkuveitu Reykjavíkur, var að störfum við Dómkirkjuna er hann varð á vegi Morgunblaðsmanna. Hann sagði Perlumálið viðkvæmt innan fyrirtækisins og starfsmenn hefðu vissulega sínar skoðanir á því og öðrum málum, jafnt af inn- lendum sem erlendum vettvangi. „Mér líst vel á að Perlan verði seld þannig að einhverjir sem hafa vit á svona rekstri eigi hana. Rekst- urinn þarf að bera sig og ég tel það hægt ef húsið yrði nýtt betur og það sama á við um tankana. Ég hef heyrt hugmyndir um að breyta Perlunni í spilavíti og mér finnst vel koma til greina að prófa eitthvað í þá veru,“ sagði Guðmundur. Fáránlegar hugmyndir „Mér finnst hugmyndir um sölu Perlunnar í raun fáránlegar. Þetta er orðið nokkurs konar tákn borg- arinnar og mér finnst allt í lagi að Reykjavíkurborg eigi Perluna áfram. Mér sýnist þetta mál vera pólitískur hráskinnaleikur og ekki full alvara að baki söluhugmynd- unum,“ sagði Geir M. Zoëga, starfs- maður Tryggingamiðstöðvarinnar. „Ef Sjálfstæðisflokkur réði borg- inni sé ég alveg fyrir mér að hann væri með svipuð áform uppi. Í sjálfu sér er ekkert athugavert að kanna hvort einhver vilji kaupa, og þá á réttu verði, en ég hef miklar efa- semdir um að einhver einstaklingur geti séð sér hag í því að eyða pen- ingum í svona fjárfestingu. Fjár- magnið skilar sér ekki til baka með leigunni einni saman. Að mínu mati mætti nota Perluna meira en gert er og þá sérstaklega sem ráð- stefnuhöll,“ sagði Geir. Tákn sem þarf að vera vel rekið Guðný Magnúsdóttir leir- listakona sagði að sér litist ekkert illa á hugmyndir um sölu Perl- unnar. Rekstur hennar og eign- arhald ætti vel heima í öðrum hönd- um en borgarinnar. Einkaaðilar sæju í raun um reksturinn í dag og því eðlilegt að þeir ættu fasteignina. Hvað aðra notkun á Perlunni varð- aði sagðist Guðný vel geta hugsað sér sögu- eða náttúruminjasafn í vatnstönkunum á Öskjuhlíð. Perlan væri ferðamannastaður og kjörið að nýta hana með þeim hætti ásamt veitingarekstri í sjálfu húsinu. „Það þarf að fara vel með Perl- una. Hún er orðin tákn í Reykjavík sem verður að passa upp á að sé vel rekið. Hún þarf að vera það sem hún stendur fyrir,“ sagði Guðný. Ein okkar besta landkynning „Mér finnst allt í lagi að selja Perluna ef einhver kaupandi finnst. Mest um vert er að almenningur fái áfram að njóta hennar,“ sagði Ellý Ármannsdóttir leiðsögumaður. Hún sagði að þegar kreppti að í efna- hagslífinu skipti ekki miklu hver ætti Perluna, gott væri fyrir borg- arsjóð að fá tekjur af sölunni. „Ég hef ekki heyrt að kominn sé kaupandi en hvað með þessa hug- mynd um spilavítið? Hvað er í gangi? Mér líst ekkert á slíkt. Best er að nota Perluna eins og hún er. Hún er ein besta landkynning sem við höfum. Sem leiðsögumaður hef ég oft farið þangað með ferðamenn. Þeir vilja alltaf byrja á að fara í Öskjuhlíðina, sérstaklega þeir þýsku. Þeim líst vel á Perluna og hafa ekkert nema gott um hana að segja. Hið eina neikvæða er að þeir finna fyrir svima þegar inn er kom- ið,“ sagði Ellý. „Hálfasnalegt“ Fyrir utan Menntaskólann í Reykjavík voru nemendur í snjó- kasti eða á leið milli húsa í næsta tíma. Sigurlaug María Hreinsdóttir sagðist ekki vera hrifin af hug- myndinni ef Perlan ætti að fara úr eigu borgarbúa. „Hver ætti að kaupa?“ spurði Sigurlaug og sagði málið allt vera „hálfasnalegt“. Að öðru leyti sagðist hún ekki hafa velt málinu svo mikið fyrir sér. Skóla- bróðir hennar, Sveinn Gunn- laugsson, var á svipaðri skoðun. Hann sagði Perluna vera eitt af ein- kennum Reykjavíkurborgar og ætti að vera í eigu borgarbúa. Ekki mætti breyta henni í „eitthvað allt annað“. Sveini leist hins vegar vel á hugmyndir um að hafa nátt- úrugripasafn í vatnstönkunum, hús- næði vantaði undir slíka menning- arstarfsemi í borginni. „Þó að borgaryfirvöldum finnist í lagi að selja Perluna er ég ekki á sömu skoðun,“ sagði Sveinn og dreif sig til kátra félaga sem veltu sér um í snjónum og virtust ekki hafa miklar áhyggjur af amstri hversdagsins. Viðhorf könnuð til áforma Orkuveitu Reykjavíkur um sölu Perlunnar í Öskjuhlíð Skiptar skoðanir meðal fólks „Hver ætti að kaupa?“ var ein þeirra spurninga sem vegfarendur í miðborg Reykjavíkur vörpuðu fram þegar Björn Jóhann Björnsson og Kristinn Ingvars- son ljósmyndari hittu þá á förnum vegi og spurðu út í afstöðu til sölu á Perlunni. Sveinn Gunnlaugsson Arnar Arngrímsson Þórunn Sveinbjörnsdóttir Geir M. Zoëga Guðný Magnúsdóttir Guðmundur Halldórsson Sigurlaug María Hreinsdóttir Ellý Ármannsdóttir bjb@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.