Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 26
ERLENT 26 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞÚSUNDIR íbúa Phnom Penh, höfuðborgar Kambódíu, misstu heimili sín í gær þegar mikill eldur lék fátækrahverfi í borginni grátt. Fregnir bárust einnig af því að nokkrir hefðu látist í brunanum. Talið er að eldurinn hafi kviknað þegar gaskútur sprakk í einu húsanna og breiddist hann síðan hratt út. Er talið að a.m.k. tvö þúsund heimili hafi brunnið en um var að ræða hverfi þar sem fátækir íbúar Phnom Penh höfðu byggt sér skýli með tré- eða stráþökum. Unnið var að því í gær að tryggja fólkinu þak yfir höfuðið áður en sól rynni til viðar. AP Mikill bruni í Phnom Penh LEYNIÞJÓNUSTA spænska hersins telur hugsanlegt, að baskneskir hryðjuverkamenn, liðsmenn í ETA, hafi komist yfir Stinger-eldflaugar og kunni að reyna að skjóta nið- ur flugvél. Skýrði dagblaðið El Mundo frá þessu í gær og fullyrti, að mikill viðbúnaður væri hjá þjóðvarðliðinu og hernum af þessum sökum. Gat blaðið sér til, að spánska konungsfjölskyldan væri sér- stakt skotmark ETA, en hún notar mikið herflugvélar á ferðum sínum. Talsmaður spánska varnarmálaráðuneyt- isins vildi þó ekki við neitt kannast er blaðið innti hann eftir þessu. Bastesen fékk hjartaáfall STEINAR Bastesen, eini þingmaður norska Strand- flokksins, var fluttur á sjúkrahús um helgina eftir hjartaáfall. Er hann kunnur fyrir baráttu sína fyrir rétt- indum þeirra, sem lifa af því, sem sjórinn gefur, og þá ekki síst hvalveiðimanna. Talsmað- ur Strandflokksins sagði í gær í viðtali við Aftenposten, að ekki væri vitað hve alvar- legt hjartaáfallið væri. Sagði hann, að Bastesen hefði verið undir miklu álagi undanfarið og því orðinn langþreyttur. Sóttu skól- ann óáreitt NEMENDUR við kaþólskan skóla í Belfast á Norður-Ír- landi gátu sótt hann óáreittir í gær, í fyrsta sinn í þrjá mánuði. Höfðu mótmælendur þá fallist á að leyfa börnunum að ganga um sitt hverfi á leið til skólans. Það, sem gerði gæfumuninn, var loforð stjórnvalda um margvíslega uppbyggingu í hverfinu, sem er í norðurhluta Belfastborg- ar. Spenna er samt mikil á þessum slóðum og sýndi sig meðal annars í því, að röra- sprengja fannst í garði skammt frá skólanum. Var hún af sömu gerð og hryðju- verkamenn í röðum mótmæl- enda hafa notað. Samdráttur staðfestur í Bandaríkj- unum HELSTU hagfræðispekingar í Bandaríkjunum birtu í gær þá niðurstöðu sína að sam- dráttarskeið hefði hafist í Bandaríkjunum í mars á þessu ári, einmitt í þá mund sem tíu ár voru liðin síðan hagvaxtarskeið hófst – það lengsta í sögu Bandaríkjanna. Sagði talsmaður George W. Bush Bandaríkjaforseta að niðurstöður sérfræðinganna staðfestu mikilvægi þess að Bandaríkjaþing samþykkti aðgerðir sem væru til þess fallnar að blása lífi í banda- rískan efnahag. STUTT Reynir ETA að skjóta nið- ur flugvél? FYRIRTÆKI í Massachusetts í Bandaríkjunum tilkynnti um síðustu helgi að það hefði búið til einrækt- aðan fósturvísi sem lifði í nokkra daga. Hefur þetta vakið ótta sumra um að einhverjum muni takast að ein- rækta barn og í Bandaríkjunum hafa vaknað á ný deilur um það hvort þinginu beri að setja lög er banni svona aðgerðir. Í tilkynningu fyrirtækisins, Advan- ced Cell Technology Inc., segir að ekki séu uppi áform um að búa til ein- ræktuð börn. Aftur á móti verði ein- ræktun notuð til að búa til nýjar frumur og vefi fyrir fólk sem þjáist af sykursýki, Parkinsonsveiki og öðrum sjúkdómum. Rannsóknirnar eru þó enn skammt á veg komnar og langt í að sá árangur náist er nauðsynlegur er til að hægt sé annaðhvort að ein- rækta barn eða mannsvef til lækn- inga. Þetta er í fyrsta sinn sem greint er frá því í vísindariti að tekist hafi að einrækta lífveru í mannsmynd. Vís- indamenn í Kóreu kváðust árið 1998 hafa einræktað mannsfósturvísi, en rannsóknir þeirra voru aldrei birtar eða staðfestar. Michael West, framkvæmdastjóri Advanced Cell Technology, sagði að þetta væru „fyrstu veikburða skref- in“ í átt til nýrra tíma í læknavísind- um, er sjúkdómar yrðu læknaðir með því að skipta út gölluðum frumum og vefjum sjúklinga og setja nýtt í stað- inn. „Það er allt útlit fyrir að þetta verði hægt, en hér er auðvitað einungis um að ræða bráðabirgðaskýrslu,“ sagði West. Sagði hann vísindamenn fyr- irtækisins hafa birt fyrstu niðurstöð- ur vegna þess að fyrirtækið vildi tryggja „gagnsæi“ tilrauna sinna í ljósi siðferðilegra deilna um réttmæti einræktunar. Niðurstöður rannsóknarinnar, sem ekki þurfti að fá opinbert leyfi fyrir, eru birtar í e-biomed: The Journal of Regenerative Medicine, sem er til- tölulega nýtt vefrit. Vísindalegar uppgötvanir eru alla jafna ekki tekn- ar alvarlega fyrr en þær eru birtar af vísindariti sem lætur aðra vísinda- menn fara yfir upplýsingarnar. Will- iam Haseltine, ritstjóri vefritsins og forstjóri líftæknifyrirtækisins Hum- an Genome Sciences Inc., segir að upplýsingarnar um einræktunina hafi verið vandlega yfirfarnar af óháðum vísindamönnum af sömu kröfuhörku og viðhöfð sé á hefð- bundnum vísindaritum. Fréttirnar um einræktuðu fóstur- vísana urðu umsvifalaust til þess að umræða vaknaði á ný um siðferðileg- ar spurningar um einræktun manna. Advanced Cell Technology er einka- rekið fyrirtæki og er að reyna að fá einkaleyfi á einræktunaraðferð sinni í ágóðaskyni. En gagnrýnisraddir, einkum frá kaþólsku kirkjunni og hópum sem berjast gegn fóstureyð- ingum, segja að slík viðskipti myndu leiða til siðlausrar eyðileggingar þús- unda mannafósturvísa. „Þetta fyrirtæki býr til mannafóst- urvísa til þess eins að drepa þá og taka úr þeim frumur. Grípi þingið ekki þegar í stað í taumana mun þetta fyrirtæki ásamt öðrum fara að koma upp eldisstöðvum fyrir mannafóstur- vísa,“ sagði Douglas Johnson, félagi í Bandarísku lífsréttindanefndinni (National Right to Life Committee). Sumir gagnrýnendur segja að Advanced Cell Technology sé að flýta því að einræktuð börn komi í heim- inn, sem þeir telja að samfélagið sé ekki fyllilega búið undir og reglur um slíkt skorti. Einhver gæti notað rann- sóknir fyrirtækisins til að búa til ein- ræktaðan fósturvísi, komið honum fyrir í legi konu þar sem hann yrði að fóstri og á endanum einræktuðu barni. Í júlí sl. samþykkti fulltrúadeild bandaríska þingsins víðtækt laga- frumvarp sem gera einræktun glæp- samlega, bæði sem leið til að búa til börn og til lækninga. Væri þetta frumvarp nú þegar orðið að lögum ættu West og samstarfsmenn hans yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi og einnar milljóna dollara sekt fyrir til- raunina sem greint var frá um sl. helgi. Taka á lagafrumvarpið til um- ræðu í öldungadeild Bandaríkjaþings í febrúar eða mars. Segja einræktun manna- fósturvísis hafa tekist vel Washington. The Los Angeles Times. Greint frá niðurstöðum einræktunartilraunar í vísindariti í fyrsta sinn TUTTUGU og tveggja ára Palestínu- maður sprengdi sjálfan sig í loft upp við ísraelska landamærastöð í gær, og Palestínumenn skutu á hverfi gyð- inga um svipað leyti og bandarískir sáttasemjarar komu til Ísraels í því augnamiði að koma á friðarumleitun- um milli Ísraela og Palestínumanna. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, lagði á ný fram þá kröfu sína, að allt yrði að vera með kyrrum kjör- um í sjö daga, áður en framfylgt yrði vopnahléssamningum sem kveða á um að Ísraelar kalli herlið sitt til baka, aflétti ferðabanni á palestínsk- um landsvæðum og, er fram líða stundir, hætti öllu landnámi á Vest- urbakkanum og Gaza. Palestínumenn höfnuðu kröfunni, og sögðu hana kænskubragð sem Ísr- aelar beittu til að geta komist undan því að standa við skyldur sínar. Sök- uðu Palestínumenn Sharon um að hafa aukið hernaðaraðgerðir undan- farna daga til þess að spilla sáttatil- raunum Bandaríkjamanna. Bandarísku sáttasemjararnir, William Burns, aðstoðarutanríkisráð- herra, og Anthony Zinni, fyrrverandi hershöfðingi, komu til Ísraels í gær. Í dag munu þeir eiga fundi með Sharon og Shimon Peres, utanríkisráðherra Ísraels. Á morgun eiga þeir að hitta Yasser Arafat, forseta heimastjórnar Palestínumanna. Hamas-samtök múslima lýstu sig ábyrg fyrir sprengjutilræðinu við ísr- aelsku landamæravarðstöðina í gær. Þegar tilræðismaðurinn var borinn til grafar sagði fulltrúi samtakanna við nokkur hundruð syrgjendur að til- ræðið hefði verið hefnd fyrir morðið á leiðtoga hernaðararms samtakanna, Mahmoud Abu Hanoud, sem féll í flugskeytaárás Ísraela um sl. helgi. Ísraelar segja að Abu Hanoud hafi skipulagt fjölda sjálfsmorðssprengju- tilræða er hafi orðið mörgum Ísr- aelum að bana. Þá var í gær nokkrum skotum skotið frá bænum Beit Jalla á Vest- urbakkanum að Gilo, nærliggjandi hverfi gyðinga, sem byggt var á landi sem var innlimað í Jerúsalem eftir sexdagastríðið 1967, en Palestínu- menn segja vera sitt land. Talsmaður ísraelsku lögreglunnar sagði að ísr- aelskir hermenn hefðu svarað skot- hríðinni, sem staðið hefði í nokkrar mínútur. Palestínumaður féll í sjálfs- morðsárás á Gazasvæðinu Erez á Gazasvæðinu. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.