Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 15
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 15
og 10.000 ferðapunktar.
Hafið strax samband við söluskrifstofur Flugleiða eða Fjarsöludeild Flug leiða í síma
5050 100 (svarað mánud. - föstud. kl. 8 - 20, laugard. kl. 9 - 17 og á sunnudögum kl. 10 - 16.)
Tilboðin gilda fyrir handhafa Vildarkorts VISA
og Flugleiða og einnig fyrir handhafa Svarta
kortsins frá VISA og VISA Infinite.
Greiða þarf ferðina með áðurnefndum kortum.
Sölutímabil er til 4. desember.
Ferðatímabil er til 15. desember.
Ferð til Evrópu gefur 3.000 ferðapunkta.
Ferð til Bandaríkjanna gefur 5.000 ferðapunkta.
Börn, 2ja - 16 ára, fá 50% afslátt af punktum.
Ungbörn (yngri en 2 ára) fá 90% afslátt af punktum
og greiða 10% af fargjaldi.
Lágmarksdvöl er yfir aðfaranótt sunnudags.
Takmarkað sætaframboð.
Allar nánari upplýsingar er að finna
á www.icelandair.is
London,
Amsterdam
Minneapolis
- og jólin
Glæsilegt aðventutilboð fyrir handhafa
Vildarkorts VISA og Flugleiða
Amsterdam
18.225kr.
Innifalið flug, flugvallarskattar og þjónustugjald.
Innifalið flug, flugvallarskattar og þjónustugjald.
Innifalið flug, flugvallarskattar og þjónustugjald.
London
18.995kr.
Minneapolis
28.775kr.
Traustur íslenskur ferðafélagi
Vildarkort
VISA og Flugleiða
Missið ekki af
einstöku tækifæri
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
I
C
E
16
04
9
1
1/
20
01
og 10.000 ferðapunktar.
og 10.000 ferðapunktar.
KARLAKÓR Akureyrar heldur jóla-
tónleika í Akureyrarkirkju sunnudag-
inn 2. desember nk. 15. Þann sama
dag kl. 17 verða haldnir jólatónleikar í
Íþróttahöllinni, þar sem verður
kynntur nýr geisladiskur sem JP fjöl-
miðlun á Akureyri er að gefa út.
Samkvæmt upplýsingum frá
Karlakór Akureyrar var ekki hægt að
breyta dagsetningu tónleikanna í
kirkjunni, þegar í ljós kom að báðir
þessir tónleikar eru haldnir á sama
degi.
Þórhildur Örvarsdóttir sópran-
söngkona mun syngja með Karlakór
Akureyrar en Björn Steinar Sól-
bergsson leikur undir á orgel kirkj-
unnar. Að loknum tónleikunum í
kirkjunni verður boðið til kaffihlað-
borðs sem Soroptimistakonur á Ak-
ureyri sjá um.
Ágóði af tónleikunum í Íþróttahöll-
inni rennur til barnadeildar FSA, sem
og ágóði af sölu geisladisksins. Fjöl-
margir söngvarar koma fram á tón-
leikunum, auk þess sem jólasveinar
láta sjá sig og aðrir óvæntir gestir
skjóta upp kollinum.
Á heimasíðu Útgerðarfélags Akur-
eyringa hf. kemur fram að félagið hafi
boðið öllum starfsmönnum sínum og
dótturfélaga á tónleikana í Höllinni.
Tvennir tón-
leikar sama
daginn
TENÓRARNIR Jóhann Friðgeir
Valdimarsson og Sigurjón Jóhann-
esson frá Víðimel koma fram á tón-
leikum ásamt Ólafi Vigni Alberts-
syni en þeir verða haldnir í
Akureyrarkirkju á miðvikudags-
kvöld, 28. nóvember, kl. 20.30.
Gestum verður boðið upp á glæsi-
lega söngveislu með eftirlætis ein-
söngslögum þeirra félaga og dúett-
um.
Söngveisla
tenóra
♦ ♦ ♦
HALLDÓR Blöndal, forseti Alþing-
is, opnaði nýjan vef Sæplasts hf. í
vikunni. Vefurinn er á slóðinni
www.saeplast.com og mun leysa af
hólmi eldri vefi Sæplasts, www.sae-
plast.is og www.saeplastcanada.com
Undirbúningur við nýja vefinn
hófst á síðasta ári og var markmiðið
að koma vörulínu fyrirtækisins betur
á framfæri. Vefurinn er hannaður
með gagnvirkni í huga, bæði fyrir
viðskiptavini og sölumenn Sæplasts,
sem dreifðir eru víðsvegar um heim-
inn. Til dæmis geta þeir sett upp eig-
in bæklinga og prentað beint út af
vefnum. Fyrst um sinn verður vef-
urinn eingöngu á ensku.
Á vefnum má finna upplýsingar
um allar vörur sem Sæplast fram-
leiðir. Þórir Matthíasson, sölu- og
markaðsstjóri félagsins, sagði að
vefurinn hefði verið byggður upp
með einfaldleika í huga.
Sæplast
opnar
nýjan vef
Halldór Blöndal, forseti Alþing-
is, opnaði nýjan vef Sæplasts.
Dalvík
STARFSEMI í Gagnfræðaskól-
anum í Ólafsfirði var brotin upp
nú nýlega, en fyrstu þrír tímar
hvers dags eru þemadagar.
Nemendum er skipt í 10 hópa,
5-6 nemendur í hverjum þeirra.
Þeir fengu það verkefni að búa til
fyrirtæki frá grunni, semja skipu-
rit og starfslýsingar, og teikna
húsnæðið. Verkefni þetta útheimti
frumlegheit og útsjónarsemi, og
var ekki annað að sjá en að marg-
ir nemendanna eigi eftir að pluma
sig ágætlega í fyrirtækjarekstri
þegar þar að kemur!
Það þvældist fyrir mörgum að
byrja, en ekki leið á löngu þar til
allir hópar voru komnir vel á vel
og sumir með hin glæsilegustu
fyrirtæki, fjársterk og stöndug,
og byggingarnar eftir því. Síðan
áttu nemendur að semja bæklinga
um fyrirtækin á íslensku, ensku
og dönsku, og fá í kjölfarið ein-
kunn í þeim fögum.
Nemendur buðu síðan for-
eldrum sínum í skólann til að
skoða afrakstur vinnunnar.
Nemendur
búa til
fyrirtæki
Sylvía, Katrín, Sædís, Lena og Karen eru nemendur í Gagnfræðaskóla
Ólafsfjarðar, en þar hafa staðið yfir þemadagar.
Ólafsfjörður
Morgunblaðið/Helgi Jónsson
MAGNÚS Þór Ásgeirsson hefur
verið ráðinn forstöðumaður nýsköp-
unar- og markaðssviðs Atvinnuþró-
unarfélags Eyjafjarðar.
Magnús hefur áralanga reynslu af
markaðs- og atvinnumálum, fyrst í
sérverkefni fyrir Iðnþróunarfélag
Eyjafjarðar, síðan hjá Hönnun og
ráðgjöf ehf. sem síðar sameinaðist
Hönnun hf. Þar vann Magnús sem
ráðgjafi og vann m.a. að markaðs-
setningu og undirbúningi iðnaðar-
svæða í Reyðarfirði. Síðast var
Magnús framkvæmdastjóri Tölvu-
smiðjunnar ehf. sem er í helmings
eigu TölvuMynda hf.
Magnús er stjórnmálafræðingur
frá Háskóla Íslands.
Nýsköpunar- og mark-
aðssvið Atvinnuþróun-
arfélags Eyjafjarðar
Nýr for-
stöðumaður
♦ ♦ ♦