Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 18
LANDIÐ 18 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ                   !" #  $%& # '( )$*$ +, - $  .-(*$ . & #+ /  //0 " %  $%& 1// //22  ' 3 1// //24    #5#& ,#     666,#& ,#7#  NÝTT stjórnskipulag hefur verið unnið fyrir Landgræðslu ríkisins sem byggist á skýrri verkaskiptingu og hefur að leiðarljósi að fjármunir stofnunarinnar nýtist sem best til þeirra verkefna sem henni er falið að vinna. Skipurit hins nýja stjórnskipu- lags var kynnt nýverið í tengslum við afhendingu Landgræðsluverð- launanna og þá um leið afhent land- búnaðarráðherra formlega. Það var ráðgjafafyrirtækið Price- waterhouse Coopers sem vann tillög- ur að hinu nýja stjórnskipulagi sem byggist að sögn Sveins Runólfssonar landgræðslustjóra á fimm þáttum; þekkingu, verndun, hvatningu, ráð- gjöf og framkvæmdum. Formlegt samstarf við 600 bændur Nýtt skipurit stofnunarinnar er af- rakstur innri stefnumótunar hjá Landgræðslunni í ljósi breyttra áherslna þar sem horft er til næstu 5 ára. „Áður var þetta mest fram- kvæmdastofnun í landgræðslu en núna erum við aðilar sem hvetjum og eflum aðra til dáða. Við erum í form- legu samstarfi við um 600 bændur og mikinn fjölda annarra áhugamanna, félög og félagasamtök um margs kon- ar landbætur og það er lögð mikil áhersla á að veita þessum aðilum þjónustu,“ sagði Sveinn Runólfsson. Stefnumótunarvinnan innan Land- græðslunnar hófst 1999 og segja má að strax hafi hún skilað árangri en stofnunin var valin ríkisstofnun til fyrirmyndar árið 2000. Í niðurstöðu nefndar sem veitti viðurkenninguna segir: „Landgræðslan er með mjög skýr meginmarkmið og forgangsröð- un verkefna. Henni hefur tekist að nýta tækifæri sem hafa gefist og aflað sér víðtæks stuðnings almennings og hagsmunaaðila. Hún hefur fylgt fjár- lögum og notað rekstraráætlanir sem virkt stjórntæki. Stofnunin hefur á síðustu árum lagt aukna áherslu á rannsóknir, fræðslu og leiðbeiningar en dregið úr eigin framkvæmdum og fært verkefni til verktaka, bænda og sveitarfélaga.“ Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri sagði að viðurkenningin hefði verið mikil hvatning fyrir stofnunina og alla starfsmenn hennar. „Starf- semin hjá okkur hefur verið að breyt- ast mjög mikið og breyttar áherslur hafa kallað á þessa vinnu. Hluti af breyttum áherslum er að við höfum flutt verkefni sem landgræðslan vann áður til bænda þar sem verkin eru unnin en bændur sinna nú verkefnum eins og girðingaframkvæmdum, áburðargjöf, áningu og uppgræðslu rofabarða, allt í verktöku,“ sagði Sveinn. Hann sagði og að heildarársverk- um hjá stofnuninni hefði fækkað úr 90 í 60 en fagmenntuðu fólki hefði fjölgað frá því að vera einn starfsmaður 1972 í 25 háskólamenntaða starfsmenn í heilu eða hlutastarfi. Markvissar fjárveitingar vegna landgræðsluáætlunar „Á næsta ári er okkur efst í huga landgræðsluáætlunin en landbúnað- arráðherra lagði fram 12 ára áætlun í lok síðasta þings, sem tillögu til þingsályktunar. Hann áformar að leggja hana aftur fram á næstunni og við sjáum fram á markvissar og aukn- ar fjárveitingar til þessarar starfsemi þar sem á líkan hátt og í vegaáætlun verður unnt að vinna með skilvirkari hætti að landgræðsluverkefnunum þegar fjárveitingar eru tryggðar til nokkurra ára í senn,“ sagði Sveinn. Fjárveitingar ríkisins til land- græðslu á þessu ári eru 347 milljónir. Auk þess er stofnuninni ætlað að afla sértekna sem er gert með sölu á fræi erlendis og innanlands. Stærsta verk- efnið á þessu ári er samstarf við bændur, BGL – bændur græða land- ið, sem í fara um 25 milljónir króna. Stærslu athafnasvæðin eru Þor- lákshafnarsvæðið, Hólsfjöll og Mý- vatnssveit, Mýrdalssandur í sam- vinnu við Vegagerðina og endurheimt Landskóga í ofanverðri Landsveit. Þá eru fyrirhleðslur sérstakur liður sem Landgræðslan annast fyrir landbún- aðarráðuneytið en í það verkefni fara 37 milljónir króna. Stærsta fyrir- hleðsluverkefnið er í kringum Mark- arfljót. Upplýsingasamfélagið, sem er nefnd á vegum forsætisráðuneytisins veitti á þessu ári 8 milljónir króna til verkefnis á vegum stofnunarinnar sem nefndist „Brúum bilin“, til upp- byggingar á gagnagrunni og landupp- lýsingakerfi stofnunarinnar. Land- græðslan leggur 8 milljónir á móti af sínum fjárveitingum. „Markmiðið með þessu verkefni er að auðvelda almenningi og sérstak- lega búnaðarskólum og starfsfólki stofnunarinnar aðgang að hinum viðamiklu upplýsingum sem stofnun- in ræður yfir um landgæði Íslands,“ saðgi Sveinn Runólfsson land- græðslustjóri. Skipurit nýs stjórnskipulags Landgræðslu ríkisins kynnt Skýr verkaskipting og markviss stefnumótun Selfoss Morgunblaðið/Sig. Jóns. Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri afhendir Guðna Ágústssyni land- búnaðarráðherra stefnumótun Landgræðslunnar. ÚTSENDINGAR útvarps Kántrý- bæjar á Skagaströnd lágu niðri 7. nóvember og fram að hádegi 8. nóv. Ástæða þessa var sú að út- varpið skuldaði um eina milljón króna í STEF-gjöld og fékk frest til 7. nóv til að ganga frá skuldinni. Í samtali við Morgunblaðið sagði Hallbjörn að útsendingar hefðu legið niðri meðan á samninga- viðræðum við fulltrúa STEFs stóð og tekist hefði að fá greiðslufrest- inn lengdan til 15. nóvember. Hall- björn sendi út áskorun fyrir nokkru til Húnvetninga að veita sér aðstoð við áframhaldandi rekstur útvarps Kántrýbæjar og hefur bent á reikninga nr 9009 í Landsbanka á Skagaströnd og 529 í Búnaðarbankanum á Blönduósi. Aðspurður sagðist Hallbjörn ekki vita hve mikið hefði safnast en vonaði að með þessu ákalli gæti hann staðið skil á kröfum STEFs og haldið útvarpsrekstrinum áfram. Hallbjörn kallar eftir hjálp við reksturinn Blönduós Ljósmynd/Jón Sigurðsson Hallbjörn Hjartarson kántrýkóngur er einbeittur í því að halda áfram rekstri útvarps Kántrýbæjar þrátt fyrir tímabundna erfiðleika. NÝLEGA var hópur frá hinum Norð- urlöndunum á ferð um Ísland til að kynna litlum bæjarfélögum Staðar- dagskrá 21. Fyrir hópnum var Bar- bara Samuelsen sem starfar við um- hverfisráðuneyti Færeyja. Hún sagði að upphafið mætti rekja til náms- stefnu sem haldin var síðastliðið ár í Færeyjum. Á námsstefnunni kom fram að þær upplýsingar og aðferðir Staðardagskrár 21 sem nýttust stórum bæjarfélögum og borgum nýttust ekki alltaf minni bæjarfélög- um. Í framhaldi af því var sótt um styrk til Norrænu ráðherranefndar- innar til að fara í kynningarferð um lítil bæjarfélög í Færeyjum og á Ís- landi. Markmið kynningarferðarinnar var að dreifa þekkingu um Staðar- dagskrá 21. Þrjú bæjarfélög í Fær- eyjum voru heimsótt, Klakksvik, Vestmanna og Sundalagi, og síðan önnur þrjú á Íslandi, Siglufjörður, Eyrarsveit og Ölfus. Þegar þessi kynningarferð var skipulögð var farið fram á það að á fundina á hverjum stað mættu bæjarstjórn, embættis- menn bæjarfélagsins og umhverfis- verndarhópar ef þeir væru starfandi innan bæjarfélagsins. Byrjað var á fyrirlestrarröð, síðan unnu fundargestir í hópum að úrlausn ákveðinna verkefna og í lokin var far- ið í gönguferð um bæjarfélagið til að skoða það eigin augum. Lögð var áhersla á að kynna Staðardagskrá 21 á máli sem allir skildu og faglegu skýringarnar því skildar eftir heima. Fyrirlesarar voru Eva Bakkeslett frá Steigen kommuna í Noregi, Finnbogi Joensen frá Vestmanna, Terese Sveijer frá Hvern í Svíþjóð, Kolbrún Oddsdótir verkefnisstjóri Staðardag- skrár 21 í Hveragerði og Barbara Samuelsen frá Torshavn í Færeyjum. Morgunblaðið/Guðrún Bergmann Kolbrún frá Hveragerði, Finnbogi frá Færeyjum, Terese frá Svíþjóð, Eva frá Noregi, Guðlaugur frá Snæfellsbæ og Barbara frá Færeyjum. Norræn kynning- arferð á Íslandi Hellnar Staðardagskrá 21 HÚSAVÍKURDEILD Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs og Samfylkingarfélagið á Húsavík sam- þykktu á sameiginlegum fundi ný- verið að hefja viðræður um sameig- inlegt framboð til sveitarstjórnar- kosninga á Húsavík vorið 2002. Framboðið verði einnig opið óflokks- bundnum aðilum og þeim sem vilja ganga til samstarfs við Húsavíkur- listann. Á næstu dögum hefst vinna við stefnuskrá sameiginlegs fram- boðs og við samstarfsyfirlýsingu að- ila. Mikill vilji er til að bjóða fram sterkan framboðslista við sveitar- stjórnarkosningarnar í vor. Ræða sameigin- legt framboð Húsavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.