Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Skógafoss, Bluebird, Bjarni Sæmundsson, Goðafoss og Arnarfell koma í dag. Discovery og Áskell fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Bar- bara, Jón Kjartansson og Ljósafoss komu í gær. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun í dag kl. 17–18. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9 bók- band og öskjugerð, kl. 13 opin smíðastofa, kl. 10 púttvöllur opinn. Allar uppl. í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böð- un, kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–12 tréskurður, kl. 9–16 handavinna, kl. 10–17 fótaaðgerð, kl. 10 sund, kl. 13 leirlist. Eldri borgarar, Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið, Hlaðhömrum, er á þriðju- og fimmtudögum kl. 13–16.30, spil og fönd- ur. Jóga á föstudögum kl. 13.30. Kóræfingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ, á Hlaðhömrum á fimmtu- dögum kl. 17–19. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586 8014 kl. 13–16. Uppl. um fót-, hand- og andlits- snyrtingu, hárgreiðslu og fótanudd, s. 566 8060 kl. 8–16. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9– 16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 10 sam- verustund, kl. 14 fé- lagsvist. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 13 föndur og handavinna. Félag eldri borgara, Garðabæ, Jólahlaðborð verður í Kirkjuhvoli föstudaginn 7. des. Húsið opnað kl. 19. Allir vel- komnir. Miðapantanir og uppl. í s. 565 7826 eða 895 7826, Arndís, og á skrifstofu félagsins, Kirkjuhvoli, s. 565 6627, fyrir þriðjud. 27 nóv. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Leikfimi í Íþróttahúsinu við Strandgötu kl. 11.30. Saumar og bridge kl. 13.30. Tréútskurður í Lækjarskóla kl. 13. Á morgun verður píla og myndlist. Á föstudag verður dansleikur. Caprí Tríó leikur fyrir dansi. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan op- in virka daga frá kl. 10– 13. Kaffi – blöðin og mat- ur í hádegi. Í dag skák kl. 13. Alkort kl. 13.30. Jólafagnaður í Ásgarði, Glæsibæ, miðvikud. 5. des. og hefst kl. 20. Hug- vekju flytur sr. Pétur Þorsteinsson, prestur Óháða safnaðarins, söng- ur undir stjórn Sig- urbjargar Hólmgríms- dóttur, ýmsir skemmtikraftar, kaffi og meðlæti, dansað á eftir. Skrifstofa félagsins er flutt að Faxafeni 12, sama símanúmer og áð- ur. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB kl. 10–16, s. 588 2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 vinnustofa, tréskurður, kl. 9–13 hárgreiðsla, kl. 10 leikfimi, kl. 12.40 Bón- usferð, kl. 13.15 bókabíll. Opið alla sunnudaga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Garðabær. Opið hús í Kirkjuhvoli í dag kl 13– 16. Spilað og spjallað. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 9–12 opið hús í Miðbergi, í hádeginu súpa og salatbar í veit- ingabúð, kl. 13 boccia. Myndlistarsýn Bryndís- ar Björnsd. stendur yfir. Á morgun kl. 13.30 koma börn frá leikskólanum Ösp með leik og söng. Upplýsingar um starf- semina á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 10–17 handa- vinnustofa opin, leiðbein- andi á staðnum, kl. 9.05 og 9.50 leikfimi, kl. 9.30 glerlist, kl. 14 fer þriðju- dagsganga frá Gjábakka, kl. 14 boccia, kl. 16.20 og kl. 17.15 kínversk leik- fimi. Ljósmyndasýning Seyðfirðingafélagsins stendur yfir í Gjábakka á opnunartíma kl. 9–17 til 30. nóv. Gullsmári, Gullsmára 13. Postulínsmálun kl. 9.15, jóga kl. 9.05, handa- vinnustofan opin kl. 13– 16, leiðbeinandi á staðn- um, spænska. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og leikfimi, kl. 9.45 bankaþjónusta, kl. 13 handavinna, kl. 13.30 bænastund. Fótsnyrting, handsnyrting. Í dag, þriðjud. 27. nóv., verður Félagsþjónustan í Hvassaleiti 15 ára. Af því tilefni verður morg- unkaffi kl. 10, kl. 17 til 19 verður opið hús, með kaffiveitingum og fáum við góðan gest í heim- sókn, Ágústu Ágústs- dóttur söngkonu, og mun hún syngja nokkur lög. Næsta föstudag, 30. nóv. nk., byrja ný námskeið í postulíni. Tvö pláss laus. Hraunbær 105. Kl. 9 postulínsmálun, kl. 9 glerskuður og trémálun, kl. 10 boccia, kl. 12.15 verslunarferð í Bónus, kl. 13–17 hárgreiðsla, kl. 13 myndlist. Föstudaginn 7 desember verður jóla- hlaðborð, húsið opnar kl.17,30 ræðumaður Sig- urður Sigurðsson dýra- læknir,kór leikskólans Núps syngur jólalög undir stjórn Kristínar Þórisdóttur, séra Sigrún Óskarsdóttir verður með hugvekju, Ágústa Sigrún Ágústsdóttir syngur ein- söng,veislustjóri Jónína Bjartmars alþing- ismaður. upplýsingar í síma 587-2888 Háteigskirkja, eldri borgarar. Á morgun, miðvikudag, fyrirbæna- stund kl. 11, súpa í Setr- inu kl. 12, spil kl. 13. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi, halda mánaðarlegan fræðslufund sinn í Mið- garði, Langarima 21, á morgun, miðvikudag. Gestur fundarins er Guð- rún Nielsen, íþrótta- kennari og forsvars- maður félags áhugafólks um íþróttir aldraðra. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. Upplýsingar veitir Þráinn Haf- steinsson í síma 5454 500. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 tréskurður og opin vinnustofa, kl. 10 boccia, kl. 9–17 hárgreiðsla. Vesturgata 7. Kl. 9 fóta- aðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15–16 bútasaumur, kl. 9.15–15.30 handa- vinna, kl. 11 leikfimi, kl. 13 spilamennska. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 gler- skurður og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13 handmennt og körfugerð, kl. 14 fé- lagsvist. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leikfimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Brids í kvöld kl. 19. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á mið- vikudögum kl. 20, svarað í síma 552 6644 á fund- artíma. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, leikfimi kl. 11 í Bláa salnum. Kvenfélagið Hrund, Hafnarfirði. Jólafund- urinn verður fimmtud. 29. nóv. í Félagsheimili iðnaðarmanna, Hjalla- hrauni 8, kl. 20, hátíð- ardagskrá og veitingar. Reykjavíkurdeild SÍBS verður með félagsvist í húsnæði Múlalundar, vinnustofu SÍBS, í Há- túni 10c í kvöld, 27. nóv. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Byrjað að spila kl. 20. Mæting kl. 19.30. Húsinu lokað kl. 20. Kvenfélag Háteigs- sóknar. Jólafundurinn verður þriðjud. 4. des. kl. 20 í safnaðarheimilinu, tilkynna þarf þátttöku sem fyrst í s. 553 6697, Guðný, eða 588 8036, Margrét. Munum jóla- pakkana. Hana-nú, Kópavogi Fundur í Hláturklúbbi Hana-nú í félagsheim- ilinu Gullsmára í Kópa- vogi kl. 20 í kvöld. Val- gerður Snæland Jónsdóttir mætir á fund- inn. Takið með ykkur gamanmál. Allir vel- komnir. Kvenfélagið Heimaey. Jólasala verður í Mjódd- inni 29. og 30. nóv. kl. 11– 19 báða dagana. Konur eru minntar á að skrá sig í tíma á jólafundinn 10. des. hjá Hildi, Pálínu eða Þorgerði. Í dag er þriðjudagur 27. nóvember, 331. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Helga þá í sannleikanum. Þitt orð er sannleikur. (Jóh. 17, 17.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 kaupstaður, 8 garm, 9 blotna, 10 þreyta, 11 hani, 13 helsi, 15 segl- skip, 18 dögg, 21 sarg, 22 tekin á leigu, 23 logið, 24 föt. LÓÐRÉTT: 2 snúa heyi, 3 tölustaf, 4 viðburður, 5 urga, 6 fitu- skán, 7 skori á, 12 veið- arfæri, 14 meðal, 15 svengd, 16 skapvond, 17 hægt, 18 hagnað, 19 óhreinkaðu, 20 hama- gangur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 ámóta, 4 skálm, 7 mamma, 8 lofar, 9 lóm, 11 rýrt, 13 árar, 14 ærast, 15 sker, 17 tólf, 20 ana, 22 rofar, 23 skæla, 24 kanna, 25 aðila. Lóðrétt: 1 álmur, 2 ósmár, 3 aðal, 4 sálm, 5 álfur, 6 mær- ir, 10 ógagn, 12 tær, 13 átt, 15 spræk, 16 elfan, 18 ódæði, 19 flata, 20 arða, 21 aska. Víkverji skrifar... SKRIF Víkverja á dögunum umbílastæðamál í miðbænum urðu til þess að ýmsir sendu Víkverja tölvupóst og bréf þar sem þeir lýstu sínum skoðunum á þessu máli. Meðal þeirra var Jóhann Freyr Ásgeirsson prentari í Reykjavík, sem sendi Vík- verja eftirfarandi tölvupóst: „Mér finnst gaman að lesa Víkverjapistlana í Morgunblaðinu og sleppi þeim ógjarnan. Ég er ekki allt- af sammála enda væri lífið næsta lit- laust ef allir væru á einu máli um hlutina. Víkverji í fyrradag (13.11.’01) skrifar m.a. um samband aukastöðu- mælagjalds og blómlegrar verslunar á Laugaveginum og vitnar í Kjartan Magnússon borgarfulltrúa. Ég er þeirrar skoðunar að stjórn- málamönnum leyfist að fara frjáls- lega með hlutinna upp að vissu marki. En blaðamanni á virtu blaði eins og Morgunblaðinu leyfist það ekki. Víkverji komst að því sanna í mál- inu á ferð sinni niður Laugaveginn, nefnilega því að bílastæðin þar eru alltaf full og engin leið að fá þar stæði. Hvernig má það vera að stæðin séu svona þétt setin ef gjaldið fyrir þau er of hátt og refsingin við brotum er ósanngjörn? Ekki lækkar kaupmað- urinn verðið á vörunni sem alltaf selst upp, er það? Það væri skrítin kaup- mennska. Ef við lækkum stöðumælagjaldið og drögum úr refsingunni þá fara þeir að leggja þar í auknum mæli sem ekki eru að versla og ekki eykst versl- unin við það. Það sem þarf að gera er það sama og kaupmaðurinn gerir þegar hann fær góða söluvöru, hann eykur fram- boðið til að bæði hann og viðskipta- vinurinn hagnist. Það sem þarf að gera á Laugaveg- inum og í miðbænum öllum er að stórauka bílastæðin, bæði skamm- tímastæði og langtíma, svo allir sem þangað vilja koma fái þá aðstöðu sem þeir þurfa. Laugavegurinn og mið- bærinn á það skilið.“ x x x VÍKVERJI getur að mestu leytitekið undir það sem þarna kem- ur fram. Hann vill þó taka fram að hann var ekki að kvarta yfir því að stöðumælagjaldið sjálft væri of hátt heldur þykir honum aukastöðugjald- ið óheyrilega hátt, en það hækkaði verulega í fyrra og er nú 1.500 krón- ur. Sagðist Víkverji ekki geta annað en tekið undir gagnrýni Kjartans Magnússonar borgarfulltrúa, sem m.a. hefur bent á að þetta óheyrilega háa gjald hefur orðið til að fækka við- skiptavinum í miðbænum og þar með grafa undan því að þar geti verið rek- in blómleg verslun í samkeppni við verslunarmiðstöðvar þar sem ekki þarf að greiða fyrir bílastæðin. Er Víkverji enn sama sinnis, en auðvitað eru bílastæðin þétt setin af því að þau eru of fá. Þá benti Víkverji á það að á ferða- lagi sínu um Laugaveginn hefði hann orðið var við að verslunarfólk notaði sjálft stæðin fyrir framan verslanir sínar. Telur hann að þetta fólk eigi frekar að nota bílastæðahúsin sem vissulega er að finna í miðbænum og ýmsir hafa orðið til að benda Víkverja á að nota. Með því aukast örugglega möguleikar þeirra viðskiptavina sem ætla að stoppa stutt við á Laugaveg- inum og versla. Þakkir OKKUR langar til að þakka Örnólfi Kristjáns- syni kærlega fyrir þarft innlegg í umræðuna um verkfall tónlistarkennara sem birtist í Velvakanda sunnudaginn 18. nóv. sl. Þetta voru orð í tíma töluð því hingað til hefur mest verið talað um prósentur. En eins og allir vita kaupa prósentur ekki í matinn. Það er löngu tímabært að setja þessar gífurlegu pen- ingaupphæðir í víðara sam- hengi. Alda Ingibergsdóttir, Baldur Sigurðsson. Slettur í sjónvarpi MÉR leiddist alveg óskap- lega að heyra Magnús Scheving segja hvað eftir annað „concept“ ásamt fleiri slettum í þættinum Ísland í bítið nú í morgun. Í ljósi þess hve börn á Ís- landi líta upp til hans og taka hans persónur í Lata- bæ sér til fyrirmyndar finnst mér að þetta megi alls ekki gerast. Með bestu kveðju. Amma í Hafnarfirði. Herða á lögin ÉG var að lesa á textavarp- inu að Samfylkingin vilji að minniháttar fíkniefnabrot fari ekki á sakaskrá. Þeir virðast ekki gera sér grein fyrir hverjir eru afbrota- menn. Fólk sem hefur brot- ið fíkniefnalöggjöfina á að fara á sakaskrá. Finnst mér að herða eigi þessi lög en ekki að milda þau. Ein ósátt. Gott ráð við flýtiafgreiðslu ERLA hafði samband við Velvakanda og sagðist hún sammála konu sem skrifar um hvernig komið sé fram við hana á kössunum í stór- mörkuðunum. Segist hún hafa látið þetta fara í taug- arnar á sér einu sinni en kom sér þá upp ráði við þessu. Segist hún ekki borga fyrr en hún sé búin að raða vörunum í pokann og þá gengur þetta upp. Dýrahald Panda er týnd SEX mánaða, mjög smá- vaxin læða, svört með hvíta blesu, hvítar loppur og hvíta rönd á maga, hvarf frá Hörðuvallasvæðinu í Hafnarfirði föstudaginn 16. nóv. sl. Kisa var ekki með hálsband, en hún er eyrna- merkt: R1 H137 og með ný- legt ör á kviði. Hún gæti hafa lokast inni, orðið fyrir bíl, eða leyft einhverjum að „finna“ sig og fara með sig heim. Þeir sem vita um ferðir hennar vinsamlega hafið samband í síma 897 1393, eða 565 1480. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is FÁTT fólk er heiðvirðum hundaeigendum til meiri ama en það, sem ekki fer að settum reglum við hundahald. Má þar sér- staklega nefna, þegar eigendur láta hunda sína ganga lausa eða hreinsa ekki upp eftir þá örn- irnar. Pálmi nokkur NN- son fer mikinn í Velvak- anda, 22. nóvember sl. undir fyrirsögninni: „Hundaeigendur um- hverfissóðar“. Fjallar hann þar um Miklatún. Við hjónin höfum búið við Miklatún undanfarin 10 ár og nýtt okkur það sem útivistarsvæði mikið allan þann tíma. Þekkjum við því vel umhverfið þar, nýtingu þess og mannlíf, ekki síst ummerki ým- iskonar sem eru til lítillar fyrirmyndar, því miður. Hafa mætti um það allt saman langt mál við tæki- færi. Ekki er auðvelt að greina á skrifum Pálma NN-sonar hversu mikinn umgang hann hefur þarna. Hinsvegar hefur hann á hornum sér þetta aðallega: „Á túninu vest- an við Kjarvalsstaði við Rauðarárstíg er vart hægt að drepa niður fæti fyrir hundaskít og ættu þessir umhverfissóðar frekar...“ o.s.frv., og set- ur Pálmi NN-son síðan fram ráðleggingar til þessara „umhverfissóða“, sem greinilega eiga að vera gullkorn frá hans hendi. Ekki tek ég upp hanskann fyrir hundaeig- endur sem ekki þrífa upp eftir sína hunda – alls ekki. Hinsvegar mætti Pálmi NN-son huga betur að málflutningi sínum í þess- um efnum áður en hann tjáir sig aftur svo sterkt og fordómafullt um hundaeigendur – því sannleikurinn er sá að skítabreiðurnar við Rauð- arárstíg eru eftir gæsir. Við hvern ætlar Pálmi NN-son að sakast í þeim efnum? Heldur er ekki rétt hjá honum að ekki megi vera með hunda á Miklatúni, þeir mega bara ekki vera lausir. Því mið- ur hefur í gegnum tíðina oft verið hvað auðveldust hugarsvölun að sparka í hundana, þegar reiði rennur á fólk. Þeir eru oftast næstir og liggja vel við höggi, verja sig ekki. Þannig virðist Pálma þessum hafa orðið á í téð- um skrifum sínum. Páll Bragi Kristjónsson, Miklubraut 20. Sparkað í hundaeigendur 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.