Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 19
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 19 LYFJAVERSLUN Íslands tapaði 21 milljón króna á fyrstu níu mán- uðum ársins, miðað við 33 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsgjöld (EBITDA) nam 186 milljónum króna á tímabilinu. Rekstrartapið stafar fyrst og fremst af áhrifum gengislækkunar íslensku krónunnar en félagið varð fyrir beinu gengistapi á erlendum skuld- bindingum að upphæð 219 milljónir króna, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu frá Lyfjaverslun Ís- lands. Þar segir einnig að þriðji ársfjórð- ungur sé jafnan sá lakasti hjá selj- endum lyfja og heilbrigðisvara og reikna megi með að afkoman á fjórða ársfjórðungi verði betri. Hagnaður af sölu á hlut Lyfjaverslunar í Delta í síðasta mánuði er áætlaður allt að 590 milljónir króna og búist er við að salan hafi í för með sér að eiginfjár- staða og veltufjárhlutfall styrkist verulega. Rekstrartekjur Lyfjaverslunar- innar námu 4.640 milljónum króna og rekstrargjöld 4.464 milljónum. Tekjur tímabilsins eru nánast þre- falt hærri en á sama tíma árið áður en tekjuaukningin skýrist að mestu af því að dótturfélögin A. Karlsson, Thorarensen lyf, Lyfjadreifing og J.S. Helgason eru nú í fyrsta sinn í samstæðuuppgjörinu. Á sama tíma í fyrra námu rekstrartekjur og rekstrargjöld hvort um sig um 1,5 milljörðum. Afskriftir námu 103 milljónum króna og jukust um 80 milljónir króna frá fyrra ári. Vegna kaupanna á Thorarensen Lyf og A. Karlsson hafa afskrifanlegar eignir Lyfja- verslunar aukist mikið og hafin er af- skrift yfirverðs vegna kaupanna. Hrein fjármagnsgjöld námu 179 milljónum króna á tímabilinu. Eigið fé samstæðunnar í lok sept- ember nam 605 milljónum króna samanborið við 549 milljónir í árs- byrjun. Eignir Lyfjaverslunar Ís- lands jukust úr 1.891 milljón króna í 4.973 milljónir og skuldir úr 1.348 milljónum í 4.383 milljónir. Eigin- fjárhlutfall var í lok september 12,2% miðað við 29% um áramótin síðustu. Tap hjá Lyfjaverslun Íslands Hagnaður af sölu á hlut í Delta mun styrkja stöðuna KVÆRNER hefur enn einu sinni verið komið tímabundið til bjargar, en á sunnudag var tilkynnt að óskað yrði eftir gjaldþrotaskiptum á félag- inu. Í gærmorgun kom hins vegar í ljós að nokkrir helstu viðskiptabank- ar Kværner munu hlaupa undir bagga með fyrirtækinu og veita því lán upp á sem samsvarar 2,8 millj- örðum íslenskra króna og getur fyr- irtækið því starfað, a.m.k. fram yfir hluthafafund sem haldinn verður á fimmtudaginn. Lánsloforð bankanna fengust eftir fund sem stóð aðfaranótt mánudags- ins. Stjórn Kværner varar þó við að áfram verði erfitt að reka fyrirtækið, þrátt fyrir að eiginfjárstaðan verði styrkt. Framtíð Kværner er óljós, sérstaklega þar sem fyrirtækið þyrfti að tryggja sér fleiri verkefni til að bæta reksturinn og lausafjár- stöðuna. Kværner og Aker Maritime, fyr- irtæki Kjell Inge Røkke, áttu í við- ræðum um helgina en Aker Mari- time á um 25% í Kværner og er stærsti hluthafinn. Það var vilji Røkke að fyrirtækin sameinuðust en því höfnuðu bankarnir. Tilboð Aker Maritime fólst í að fyrirtækin myndu sameinast og Aker fengi greitt í hlutabréfum Kværner. Næststærsti hluthafi í Kværner er Yukos, rússneskt olíufélag, sem hef- ur frá því erfiðleika fór að gæta hjá Kværner keypt sig upp í 22% hlut í fyrirtækinu. Fyrir liggur áætlun um endurfjármögnun lána Kværner og hlutafjáraukningu upp á rúma 30 milljarða íslenskra króna. Sú tillaga verður borin upp á hluthafafundi á fimmtudag en Røkke hefur lýst and- stöðu við hana þar sem hann telur rétt bankanna of ríkan en hluthafa hlunnfarna, og það muni koma niður á gengisþróun hlutabréfa Kværner í framtíðinni. Samþykki yfir 75% hluthafa þarf til að tillagan um endurskipulagn- ingu nái fram að ganga. Sem stærsti hluthafi með tæp 25% eignarhlut í Kværner hefur Aker Maritime með Røkke í broddi fylkingar því sterka stöðu fyrir hluthafafundinn á fimmtudag. Hætt við gjald- þrotaskipti Kværner í bili NORSKA verslunarveldið Reitan Narvesen verður að öllum líkindum tekið af hlutabréfamarkaði en bréf félagsins hafa verið skráð í Kaup- höllinni í Ósló. Reitan Narvesen á tæp 12% í Baugi. Odd Reitan og fjölskylda hans hafa gert yfirtökutilboð í Reitan Narvesen en fyrirtækið varð til á síð- asta ári við sameiningu Reitangr- uppen, sem m.a. rekur lágvöruverðs- verslanir í Noregi, og Narvesen, sem er keðja söluturna. Reitan og fjölskylda hafa að und- anförnu aukið hlut sinn í félaginu og eiga nú um 70%. Reitan Narvesen er metið á um sjö milljarða norskra króna eða um 77 milljarða íslenskra króna. Ef yfirtaka Odd Reitans og fjöl- skyldu á Reitan Narvesen gengur eftir mun fyrirtæki þeirra verða end- urskipulagt og þrjú fyrirtæki verða til, á sviði verslunar, fasteigna og fjármála. Verðmæti fyrirtækisins verður um 110 milljarðar íslenskra króna, að því er greint er frá í Dag- ens Næringsliv. Endur- skipulagn- ing á Reitan Narvesen ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.