Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 1
272. TBL. 89. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 27. NÓVEMBER 2001
GEORGE W. Bush Banda-
ríkjaforseti fordæmdi í gær
verk bandaríska fyrirtækisins
Advanced Cell Technology Inc.
en fyrirtækið tilkynnti á sunnu-
dag að því hefði tekist að búa til
einræktaðan fósturvísi sem lifði
í nokkra daga. Sagði forsetinn
að rannsóknirnar væru að sínu
mati „siðferðislega rangar“.
Bush hefur áður lýst and-
stöðu sinni við rannsóknir sem
hugsanlega gætu orðið til þess
að einhverjum tækist að ein-
rækta barn. „Notkun fóstur-
vísa til einræktunar er röng,“
sagði hann í gær. „Við eigum
ekki, sem samfélag, að rækta líf
til þess að eyða því síðan, en
það er einmitt það sem hér hef-
ur verið gert.“
Hyggjast hjálpa sjúkum
Advanced Cell Technology
Inc. lagði hins vegar áherslu á
það að ekki væru uppi áform
um að búa til einræktuð börn.
Aftur á móti yrði einræktun
notuð til að búa til nýjar frumur
og vefi fyrir fólk sem þjáist af
sykursýki, Parkinsonsveiki og
öðrum sjúkdómum.
Einræktun
sögð „sið-
ferðislega
röng“
Washington. AP.
Segja einræktun/26
ANDERS Fogh Rasmussen, formað-
ur Venstre-flokksins í Danmörku,
gekk í gær á fund Margrétar Þórhild-
ar Danadrottn-
ingar og tilkynnti
henni að hann
hefði myndað nýja
minnihlutastjórn
með Íhaldsflokkn-
um. Fogh Rasm-
ussen mun kynna
ríkisstjórn sína
formlega í dag en
hann sagði á
fréttamannafundi
í gær að í stjórnarsáttmála væri lögð
áhersla á frelsi einstaklingsins. „Sátt-
málinn er blanda frjálslyndra og
íhaldssamra stefnumála og ég er afar
ánægður með niðurstöðuna,“ sagði
hann.
Flokkarnir tveir, sem ráða 73 þing-
sætum af 179 í danska þinginu, hafa
fengið óformlegt vilyrði Þjóðarflokks-
ins og Kristilega þjóðarflokksins um
stuðning við ríkisstjórnina en þeir
ráða samtals 26 þingsætum. Sagðist
Pia Kjærsgaard formaður Þjóðar-
flokksins, sem vann mikinn sigur í
þingkosningunum, sátt við megin-
stefnumál Rasmussens og ítrekaði þá
skoðun sína að þörf væri á að draga úr
flóði innflytjenda til Danmerkur.
Espersen verður
dómsmálaráðherra
Rasmussen og Bendt Bendtsen
formaður Íhaldsflokksins lögðu í gær
síðustu hönd á ráðherralistann. Skv.
fréttum danskra fjölmiðla á að stofna
þrjú ný ráðuneyti: efnahagsráðuneyti
og viðskipta- og iðnaðarráðuneyti
verða sameinuð, nýtt vísindaráðu-
neyti verður stofnað og einnig verður
stofnað sérstakt ráðuneyti til að sjá
um innflytjendamál. Að sögn Jyl-
landsposten í gærkvöld er ráðgert að
íhaldskonan Lene Espersen verði
dómsmálaráðherra og sagði blaðið
það koma nokkuð á óvart. Rasmussen
verður forsætisráðherra og Bendtsen
verður atvinnu- og efnahagsmálaráð-
herra. Utanríkisráðherra verður
íhaldsmaðurinn Per Stig Møller og
Thor Pedersen frá Venstre verður
fjármálaráðherra.
Ný ríkisstjórn
í Danmörku
Kaupmannahöfn. AFP.
ÞÁTTASKIL urðu í stríðinu í Afgan-
istan í gær en þá lentu um fimm
hundruð bandarískir landgönguliðar
á flugvelli sem er steinsnar frá borg-
inni Kandahar í Suður-Afganistan.
Varð engin töf á því að sveitirnar létu
til sín taka því að í gærkvöld skaut
bandarísk F-14 bardagaþota flug-
skeytum að herfylkingu talibana í ná-
grenni Kandahar. Varaði George W.
Bush Bandaríkjaforseti landa sína
við því í gær að vænta mætti mann-
falls í röðum hermanna nú þegar
lokakaflinn í stríðinu í Afganistan
væri hafinn.
Aðgerðir Bandaríkjamanna eru
þær mestu sem þeir hafa fram að
þessu staðið fyrir á jörðu niðri í Afg-
anistan. Vöktu þær jafnframt upp
vangaveltur um það hvort Kandahar,
sem verið hefur höfuðvígi talibana,
væri um það bil að falla.
Fullyrt var að bin Laden og Moh-
ammed Omar, andlegur leiðtogi talib-
ana, væru enn í Kandahar. Einn leið-
toga Norðurbandalagsins, Abdullah
Abdullah, sagði þó að ekki væri útséð
um það hvort takast myndi að hafa
hendur í hári þeirra en að næstu dag-
ar myndu ráða úrslitum þar um.
Uppreisn talibana í Mazar
barin niður af hörku
Bush Bandaríkjaforseti staðfesti í
gærkvöld að verkefni bandarísku
landgönguliðanna væri ekki síst að
hafa uppi á þeim bin Laden og Omar
en fullvíst þykir að sá fyrrnefndi hafi
lagt á ráðin um hryðjuverkin í Banda-
ríkjunum 11. september sl. „Við ætl-
um að svæla þá út úr felustöðum
þeirra. Þeir eru á flótta og við ætlum
að sjá réttlætinu fullnægt,“ sagði
Bush.
Hópur talibana varðist enn her-
mönnum Norðurbandalagsins í
Qala-e-Jangi fangelsinu nærri borg-
inni Mazar-e-Sharif í norðurhluta
Afganistan í gær en talibanarnir
gerðu á sunnudag uppreisn gegn
fangavörðum sínum. Er talið að
a.m.k. fjögur hundruð talibanar hafi
fallið þegar Norðurbandalagið reyndi
að berja uppreisn þeirra niður en tal-
ibanarnir höfðu komist yfir vopn
varða sinna. Jafnframt var fullyrt að
bandarískur leyniþjónustumaður
hefði fallið en Norðurbandalagið naut
liðsinnis sprengjuflugvéla Banda-
ríkjamanna í bardögunum, sem
reyndust afar blóðugir.
Flestir talibananna í Mazar voru
Pakistanar, arabar eða Tsjetsjenar
og er talið að margir þeirra hafi verið
liðsmenn al-Qaeda hryðjuverkasam-
taka Sádí-Arabans Osama bin Laden.
Hópur þeirra var handsamaður á
laugardag þegar Norðurbandalagið
náði borginni Kunduz loks á sitt vald
en hún hafði verið síðasta vígi talib-
ana í N-Afganistan.
Olim Razm, talsmaður Abduls
Rashids Dostum, eins af hershöfð-
ingjum Norðurbandalagsins, sagði að
5.750 talibanar, bæði afganskir og er-
lendir, hefðu lagt niður vopn og gefið
sig fram við hermenn Norðurbanda-
lagsins í Kunduz í gær. Óvíst er hvað
verður um þessa menn en talsmenn
Sameinuðu þjóðanna sögðu útilokað
að samtökin gætu tekið að sér að
tryggja öryggi þeirra, enda væru ein-
ungis örfáir starfsmenn SÞ til staðar
í Afganistan.
Hefst í dag í Þýskalandi ráðstefna
sem SÞ hefur skipulagt en vonast er
til að þar náist samkomulag milli leið-
toga allra þjóðarbrota í Afganistan
um myndun samsteypustjórnar.
Varar Saddam
Hussein við
Bush Bandaríkjaforseti varaði
Saddam Hussein, forseta Íraks, við
því í gær að hann yrði að leyfa vopna-
eftirlitsmönnum Sameinuðu þjóð-
anna að sannreyna að Írakar væru
ekki að smíða sér sýkla- eða kjarn-
orkuvopn. Voru orð Bush túlkuð
þannig að líkur væru á að Banda-
ríkjamenn létu næst til skarar skríða
í Írak í baráttu sinni gegn hryðju-
verkum. Aðspurður um það hvaða af-
leiðingar það myndi hafa fyrir Huss-
ein ef hann neitaði að veita
vopnaeftirlitsmönnunum aðgang að
vopnabúrum Íraka, sagði Bush:
„Hann mun komast að því.“
Reuters
Tveir erlendir talibanar, sem nú sitja í fangelsi í Kabúl, lesa í kóraninum. Norðurbandalagið og Bandaríkja-
menn börðu í gær niður uppreisn sem talibanar í fangelsi í borginni Mazar-e-Sharif gerðu á sunnudag.
Bandaríkjamenn búnir að ná svæði í nágrenni Kandahar á sitt vald
Þáttaskil orðin í
stríðinu í Afganistan
Bandarískir landgönguliðar gera sig klára fyrir leiðangurinn í gær.
Hundruð/24–25
Qala-e-Jangi, Kabúl, Washington. AFP.
Rasmussen