Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. TÆP þrjú ár eru nú liðinfrá flutningi Landmæl-inga Íslands af Lauga-vegi 178 upp á Akranes en talsverður styr stóð um þessa flutninga á sínum tíma. Stofnuninni virðist hins vegar hafa farnast vel á nýjum stað og segir Magnús Guð- mundsson, forstjóri Landmælinga Íslands, að með samhentum hópi starfsfólks hafi tekist að byggja stofnunina hratt og vel upp eftir flutningana á þann hátt að stofn- unin sé nú faglega styrkari en nokkru sinni fyrr. Með tilkomu stafrænnar tækni í söfnun upplýs- inga og kortagerð hefur verkefnum fjölgað og hefur þessi nýja tækni gjörbreytt vinnslu gagna og marg- faldað möguleikana á úrvinnslu þeirra. Stofnunin tók til starfa á Akra- nesi 1. janúar 1999 í 1.400 fermetra húsnæði í stjórnsýsluhúsi bæjarins. Starfsmönnum hefur fjölgað aðeins síðustu tvö árin í kjölfar aukinna verkefna en starfsmenn eru nú 36 en voru 30 þegar flutningarnir áttu sér stað. Afkoma LMÍ hefur verið góð undanfarin ár og nam tekju- afgangur stofnunarinnar 16 millj- ónum á síðasta ári. Heildarveltan nam tæpum 223 milljónum króna og voru heildartekjur af sölu korta og gagna rúmar 44 milljónir og jukust tekjur af sölu stafrænna gagna verulega á milli ára og eru nú um fjórðungur af heildarsöl- unni. Framlög ríkisins námu rúm- um 178 milljónum króna á síðasta ári. Magnús segir það líklega hafa farið verst með stofnunina hversu langan aðdraganda flutningarnir höfðu, en fjögur ár liðu frá því að hugmyndinni var fyrst hreyft þar til flutningunum var lokið. „Og það er skelfilega langur tími fyrir hvaða stofnun eða fyrirtæki sem er að búa við slíka óvissu. Það magn- aði auðvitað upp pirring, óvissu og kvíða starfsmanna, sem er auðvitað mjög slæmt og enginn vill ganga í gegnum aftur,“ segir Magnús. „Síðan hefur okkur tekist með samhentum hópi starfsfólks hér að byggja þetta hratt upp og vel, þannig að þetta er faglega sterkari stofnun en nokkru sinni fyrr. Við höfum ráðið til starfa ungt og vel menntað fólk, sem auðvitað er alltaf sóknarfæri því ungt fólk hefur frískar hug- myndir og er tilbúið að leggja mik- ið á sig og það hefur skilað sér skemmtilega í starfseminni.“ Tekist að snúa erfiðri stöðu í „vinningsstöðu“ Að sögn Magnúsar hefur ekki verið vandamál að fá fólk til starfa og stofnuninni hafi haldist vel á fólki og meiri stöðugleiki verið í starfsmannamálum en raunin var á árunum fyrir flutningana. Starfs- mannaveltan á síðasta ári var um 3%, en í aðdraganda flutninganna var starfsmannaveltan um 20 til 30%, að sögn Magnúsar. Hann seg- ir jafnframt að fjölmargar umsókn- ir hafi borist um auglýst störf hjá stofnuninni. „Ég tel líka reyndar að núorðið sé það viðurkennt hjá þeim sem fjalla um atvinnumál á Íslandi, að líta beri á Akranes sem hluta af at- vinnusvæði höfuðborgarsvæðisins og kannski er því ekki hægt að segja að við séum úti á landi í raun og veru, þótt við séum talsvert fyr- ir utan höfuðborgina. Nú búa á Akranesi 24 starfsmenn af 36, en hinir fara flestir á milli í rútu sem við útvegum starfsmönnum og einn býr í Borgarnesi. Töluvert af þessu unga fólki, sem hefur verið að koma til okkar beint úr námi, hefur tekið sér bólfestu hér á Akranesi. Það eru auðvitað ákveðin lífsgæði að geta jafnvel gengið í vinnuna og skólar og önnur þjónusta sveitarfé- lagsins er mjög góð hér á Akra- nesi,“ segir Magnús. Þegar flutningarnir voru að ganga í gegn voru gerðir samning- ar við þá starfsmenn sem vildu flytja með og þar var ákvæði um að ein starfsstöð yrði í Reykjavík sem fólk gæti komist inn í undir ákveðnum kringumstæðum. Að sögn Magnúsar er aðstaðan jafn- framt nýtt af LÍSA, sem eru sam- tök notenda um landfræðilegar upplýsingar. „Sem betur fer þurfum við ekki mikið að nota þetta, því hér er allt að gerast og hér þurfa menn að vera til þess að vera með. Að öðru leyti erum við með alla starfsemi hér. Okkur hefur tekist að snúa mjög erfiðri stöðu í „vinnings- stöðu“. Við erum hérna með stofn- un sem er að ná fluginu gríðarlega vel, þar sem allir eru ákveðnir í því að ná settum markmiðum,“ segir Magnús. Stafrænn kortagrunnur af landinu stærsta verkefnið Hann segir stærsta og mikilvæg- asta verkefni Landmælinga í dag vera uppbygging og gerð stafræns kortagrunns af landinu öllu. Starfs- fólk Landmælinga hóf gerð staf- ræna kortagrunnsins árið 1998, en grunnurinn nefnist IS 50V og er í mælikvarðanum 1:50 000. Hann er að mestu byggður upp í 7 lögum sem eru vötn, vegir, hæðarlínur, gróður, mannvirki, örnefni og sveitarfélagsmörk. Stefnt er að því að ljúka gerð 1. útgáfu grunnsins árið 2003 en mikil vinna liggur á bak við slík- an grunn. Hjá Landmælingum starfa 6 manns í fullu starfi við grunninn, sem er erfið nákvæmnisvinna og felst m.a. í skönnun og gerð staf- rænna lína sem unnar eru af korta- filmum. Auk þess vinna verktakar við grunninn, bæði hér á landi og erlendis. Með tilkomu stafrænu tækninnar er filmuvinnsla á und- anhaldi í kortagerð og segir Magn- ús að filmur verði að líkindum horfnar innan fimm ára. „Við sjáum fyrir okkur að um þessar mundir erum við loksins að komast á það stig að við þurfum ekki lengur að nota gömlu ar til að búa til kortin, en nánast að ljúka við að kom kortaferlum í stafrænt f þessar mundir. Það er a skref og eftirleikurinn ve miklu auðveldari þegar vi að lagfæra eða breyta kort Með tilkomu stafræns grunns eykst notagildi la verulega og ný kortagög við sem veita möguleika á fram fyrirspurnir og tölfr athuganir. Innan tíðar ver hægt að nota kort í GSM Þannig er hægt að kalla kvæma staðsetningu t kennileita og bygginga me andi leiðarlýsingum og mö á tengingu annarra gag raun óþrjótandi, að sögn ar. Má þar nefna sem hægt verður að panta ákveðinni stærð úr grunn tilteknu landsvæði sem ekk fylgja hinni hefðbundnu skiptingu sem þekkist í da Útgáfa geisladiska va þáttur starfseminn Vinnunni við gagnagrun ur miðað vel og hlutu L ingar alþjóðleg verðlaun s á ráðstefnu í San Diego í K fyrir framúrskarandi ski uppbyggingu á landfræðil lýsingakerfi við gerð gagnagrunnsins. „Það hefur orðið gríðarl ing á starfseminni með Tæp þrjú ár liðin frá flutningi Landm „Faglega ster un en nokkru Flutningur á starfsemi Landmælinga Íslands í upphafi árs 1999 var umdeildur á sínum tíma og nokkurt rót komst á starfs- fólk stofnunarinnar. Eiríkur P. Jörunds- son kynnti sér verkefni LMÍ og kannaði hvernig henni hefði vegnað á þeim árum sem liðin eru frá flutningunum. Eydís Líndal Finnbogad málin með Jóhanni Helg vinnur Fjölmargar umsóknir borist um störf hjá stofnuninni AÐGÁT SKAL HÖFÐ NAUÐSYNLEGUR NIÐURSKURÐUR Sá niðurskurður á gjaldahlið fjár-lagafrumvarpsins, sem forystu-menn ríkisstjórnarflokkanna boðuðu í gær og á sunnudag, er eðlileg- ur og nauðsynlegur við núverandi að- stæður í ríkisfjármálum og efnahags- málum landsins. Fram hefur komið að tekjur ríkissjóðs verði að öllum líkind- um minni en ráð var fyrir gert þegar frumvarpið var lagt fram vegna sam- dráttar í efnahagslífinu og þá er eðli- legt að ríkið skeri niður útgjöld til sam- ræmis við það, rétt eins og heimili eða fyrirtæki myndu gera ef þau sæju fram á minni tekjur en ráð var fyrir gert. Tillögur um niðurskurð eru augljós- lega ekki fullmótaðar, enda á Alþingi eftir að fjalla um þær, en fram hefur komið í samtölum fjölmiðla við þá Dav- íð Oddsson forsætisráðherra og Hall- dór Ásgrímsson utanríkisráðherra að útgjaldalækkunin muni ná til flestra ráðuneyta og nema 3-4 milljörðum króna. Við aðstæður eins og þær, sem nú eru, er sjálfsagt að víða sé borið nið- ur og nýjum útgjöldum skotið á frest. Sömuleiðis virðist eðlilegt að niður- skurðurinn nái til verklegra fram- kvæmda af ýmsu tagi, fremur en til stuðnings við einstaklinga og fjöl- skyldur, þar sem róðurinn þyngist hvort sem er vegna efnahagssamdrátt- arins. Þeir, sem kallað hafa eftir viðbrögð- um ríkisstjórnarinnar vegna samdrátt- ar í efnahagslífinu, gengislækkunar, verðbólgu og hárra vaxta, hljóta að fagna áformum um lækkun útgjalda ríkissjóðs. Aðgerðir í ríkisfjármálum eru í raun eina alvörustjórntækið, sem ríkisstjórnin hefur yfir að ráða til að hafa áhrif á hagstærðir eins og gengi og vexti. Ætla verður að yfirlýsingar forystumanna ríkisstjórnarinnar um að ekki verði hvikað frá áformum um rekstrarafgang á ríkissjóði, muni hafa jákvæð áhrif á fjármálamarkaðinn, enda er tilgangurinn með því að greina frá áformunum áður en þau liggja fyrir í einstökum atriðum augljóslega sá að markaðurinn viti hver stefna stjórn- valda er. Formaður og varaformaður fjár- laganefndar þingsins hafa tekið þátt í vinnu við gerð niðurskurðartillagna. Þrátt fyrir að fjárlaganefnd hafi haldið sínu striki og gengið út frá óbreyttu fjárlagafrumvarpi við gerð breytingar- tillagna fyrir 2. umræðu um frumvarp- ið, sem fara á fram í dag, verður að ætla að ríkisstjórnin eigi fullan stuðn- ing þingliðs stjórnarflokkanna í við- leitni sinni til að viðhalda rekstraraf- gangi á fjárlögum. Í viðtali hér í blaðinu fyrir rúmri viku sagði Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar: „Það er vilji nefndar- innar og ætlan að leggja fram frum- varpið með ekki minni tekjuafgangi en gengið var út frá í upphafi eða 3,5 millj- örðum.“ Það á að telja þingmönnum til tekna að taka ábyrga afstöðu og samþykkja lækkun ríkisútgjalda í núverandi stöðu. Á næstu vikum hlýtur hins veg- ar jafnframt að verða gerð krafa um að kjörnir fulltrúar almennings í sveitar- stjórnum sýni sömu ábyrgð og skeri niður útgjöld. Full ástæða er til að sýna sveitarstjórnum aðhald í þessu efni, því að komandi ár er kosningaár og ævinlega tilhneiging til að auka út- gjöld til vinsælla mála við þær aðstæð- ur. Í Morgunblaðinu í fyrradag var fráþví sagt að verulega hefði dregið úr tíðni sjálfsmorða í Svíþjóð og Ung- verjalandi vegna aukinnar notkunar geðdeyfðarlyfja. Þetta kom fram í er- indi, sem Jón G. Stefánsson geðlæknir flutti sl. laugardag. Það er ástæða til að veita þessum upplýsingum athygli. Á undanförnum árum hefur hvað eftir annað komið upp neikvæð umræða hér á landi í kjöl- far frétta um aukna notkun geðlyfja af ýmsu tagi. Geðlæknar hafa sætt gagn- rýni af þessum sökum og spurt hefur verið hvers vegna notkun þessara lyfja sé meiri hér en í sumum nálægum löndum. Í þessum umræðum hefur jafnvel verið gengið svo langt að tala um þessi lyf sem „gleðipillur“. Nú er það svo að það er engin „gleði“ tengd notkun þessara lyfja, sem er sprottin af viðleitni til þess að takast á við alvarlega sjúkdóma, sem stundum eru viðvarandi ævilangt. Nema þá kannski sú gleði sem fylgir því að það skuli yfirleitt hafa verið uppgötvuð lyf, sem geta hjálpað fólki við þessar aðstæður. Í gamla sjúkrahúsinu á Ísafirði, sem nú er verið að endurnýja sem menn- ingarhús, er að finna sögulega merki- legt herbergi í kjallara hússins, lítið og þröngt, sem merkt er geðveiki og er hljóðeinangrað. Það segir alla söguna um það hvaða ráð voru til að hjálpa fólki, sem átti við þennan sjúkdóm að stríða snemma á 20. öldinni. Á síðustu 30-40 árum hafa fundizt ný lyf, sem haft hafa stórkostleg áhrif á þessa erfiðu sjúkdóma og hafa gert fólki, sem þjáist af einhverri tegund þeirra, kleift að lifa sem næst eðlilegu lífi. Nú liggja fyrir rannsóknir frá a.m.k. tveimur löndum, sem sýna að sum þessara lyfja draga úr tíðni sjálfs- morða. Það er ástæða til að bæði fjölmiðlar, stjórnmálamenn og embættismenn, sem fjalla um þennan kostnaðarlið í heilbrigðiskerfinu, gæti að sér í um- fjöllun um þessi lyf. Það er hvorki ástæða til að hafa þau að gamanmáli né gefa í skyn að læknar stuðli að of- notkun þeirra. Það getur þvert á móti verið til marks um að við Íslendingar stöndum framar sumum öðrum þjóð- um í meðferð geðsjúkra, að notkun þessara nýju lyfja sé meiri hér en ann- ars staðar. Þau eru dýr en þau spara líka gíf- urlega fjármuni vegna þeirra vinnu- stunda, sem ella mundu tapast, ef þeirra væri ekki kostur. Og það sem mest er um vert; þau lina þjáningar þeirra, sem í eina tíð hefðu verið lokaðir inni í litlum hljóð- einangruðum klefum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.