Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 42
MINNINGAR
42 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Þá er lokið lífi einnar
manneskju. Í morguns-
árið föstudaginn 16.
nóvember andaðist El-
ísabet Engilráð Ísleifs-
dóttir, sjálfsagt södd líf-
daga því hún var nýlega orðin 91 árs
að aldri og heilsan ekki alltaf sem
best síðustu árin.
Hún dó í friði, sátt við guð og menn,
sofandi í rúmi sínu undir heilum vegg
af fjölskyldumyndum. Og á sumum
myndanna var ég því þessi kona var
amma mín.
Og ég hlýt að hugleiða hvaða spor
hún markaði, þessi friðsæla andaða
kona undir fjölskyldumyndunum;
hvað hún kenndi fólkinu sínu með lífi
sínu og gjörðum.
Hún fæddist á Sauðárkróki 18.
september árið 1910, foreldrar henn-
ar voru hjónin Ísleifur Gíslason og
Valgerður Jónasdóttir. Þau þóttu ólík
þessi hjón, Ísleifur var glaðlyndur og
lífsglaður og dálítill sveimhugi en
Valgerður jarðbundin og ströng,
hörkutól sögðu sumir, jafnvel með
hjarta úr járni.
Ísleifur stundaði verslun á Sauð-
árkróki en var aldrei nægilega ein-
beittur kaupahéðinn til að komast í
efni. Honum þótti brýnna að skiptast
á skemmtilegum vísum við viðskipta-
vini sína en selja þeim einhverjar
þarflegar vörur enda var hann lands-
þekktur hagyrðingur og margar af
vísum hans lifðu lengi í munni þjóð-
arinnar. Þekktust er þessi hér:
Detta úr lofti dropar stórir,
dignar um í sveitinni.
2 x 2 eru 4;
taktu í horn á geitinni.
Ferskeytlufræðingar halda því að
vísu fram að vera kunni að annar
maður hafi ort fyrripartinn en Ísleif-
ur botnað, en það er líka botninn sem
gefur vísunni gildi. Alveg óvart var
hálfgerður absúrdisti sem sé að setja
saman vísur norður á Sauðárkróki í
upphafi 20. aldar, þótt Ísleifur hafi að
vísu aðeins átt léttúðina og leikinn
sameiginleg með absúrdistum en
ekki sannfæringu þeirra um fárán-
leika lífsins. Jafnvel þegar hann stóð
á haus á þóftu á bát úti á Skagafirði
efaðist hann aldrei um tilveruna, né
að lífið, það væri gott.
Kannski var það léttúð hans og þó
öllu heldur kæruleysi sem á endanum
gekk fram af konu hans, en þau Ísleif-
ur slitu samvistir árið 1922 þegar
amma mín var tólf ára. Í augum Val-
gerðar var lífið enginn leikur heldur
barátta og nú hófst reyndar hennar
stríð fyrir alvöru, því hún fluttist til
Reykjavíkur með dóttur sína sem
hún var ráðin í að koma til mennta.
Valgerði lá ævinlega síðan heldur
ELÍSABET
ENGILRÁÐ
ÍSLEIFSDÓTTIR
✝ Elísabet Engil-ráð Ísleifsdóttir
fæddist á Sauðár-
króki 18. september
1910. Hún lést á
Hjúkrunarheimilinu
Eiri 16. nóvember
síðastliðinn og fór
útför hennar fram í
kyrrþey.
kalt orð til fyrrum eig-
inmanns síns og skildu
það fáir, því hvað sem
öðru leið bar öllum sam-
an um að Ísleifur hefði
aldrei gert flugu mein
og væri allt í senn,
skemmtilegur maður,
notalegur og hlýr. Ef til
vill voru það einmitt
lífskæti hans og kæru-
leysi sem réðu því að
Valgerði þótti hún
verða að sýna honum
andúð þegar fram í
sótti; það voru ná-
kvæmlega þeir eigin-
leikar sem hún taldi sig ekki hafa efni
á að njóta þegar hún stóð ein uppi
með dóttur sína í Reykjavík.
Efni hennar voru lítil, hún hafði
ekki menntun svo eina starfið sem
hún fékk var við ræstingar og síðar
einnig saumaskap og fráskildar kon-
ur með börn voru þá yfirleitt litnar
hornauga á Íslandi. En Valgerður
bað engan afsökunar á tilveru sinni
eða ákvörðunum sínum í lífinu og með
dæmafáum dugnaði tókst henni að
koma dóttur sinni gegnum dýran
einkaskóla kaþólikkanna í Landakoti
og síðan í Menntaskólann í Reykja-
vík.
Þá var enn fátítt að stúlkur lykju
stúdentsprófi og þær fáu sem það
gerðu voru flestallar dætur vel
stæðra borgara. Að bláfátæk ræst-
ingakona og einstæð móðir í þokka-
bót hefði bæði atorku og sálarþrek til
að mennta dóttur sína var algert eins-
dæmi. En það gerði Valgerður og
vann sinn stærsta sigur þegar Elísa-
bet dóttir hennar setti upp hvíta koll-
inn í fríðum hópi skólasystkina hinn
17. júní árið 1931.
Hún var vinsæl í skóla, þótti glað-
lynd og glettin; hún var líka glæsileg
og lipur, sýndi fimleika um tíma og
hefði ugglaust getað náð langt á því
sviði.
Allt fram undir það síðasta þótti
hún reyndar furðu létt á fæti. En þótt
hún hefði lært lífsgleði af Ísleifi föður
sínum, sem hún unni alltaf hvað sem
leið tuðinu í frú Valgerði, þá duldist
heldur engum að hún var líka dóttir
móður sinnar og hafði bein í nefi.
Skólafélagar hennar í menntaskólan-
um höfðu lengi í gangi veðmál um
hverjum þeirra tækist á endanum að
fá Elísabetu Ísleifsdóttur til að
reykja en við það var ekki komandi,
enda þótt í þá daga þætti nánast ljóð-
ur á hvers manns ráði að reykja ekki.
Amma mín fékkst aldrei til að reykja
og hló bara að félögum sínum er þeir
buðu henni sígarettur og var hún
reyndar fram til æviloka sérleg
reglumanneskja á öllum sviðum.
Eftir að hún lauk stúdentsprófi var
hún einn vetur í Háskóla Íslands en
hætti síðan námi og fór að vinna fyrir
sér. Fjárhagur þeirra mæðgnanna
leyfði varla frekari menntun og löng-
un hennar hafði líka stefnt í átt sem
tíðarandinn lokaði þá enn að mestu
ungum stúlkum. Hún hafði nefnilega
ætlað sér í lögfræði og hefði áreið-
anlega orðið frábær lögfræðingur,
svo skarpgreind sem hún var, og það
var líka missir fyrir íslenska lögfræð-
ingastétt að hún skyldi ekki treystast
til að halda áfram náminu.
Stéttin hefði ekki haft nema gott af
því að svo strangheiðarleg og réttsýn
manneskja bættist í hópinn. Hún
hefði án nokkurs vafa orðið góður
dómari og vonandi endað í Hæsta-
rétti.
Er háskólanám var úr sögunni fór
amma að starfa sem ritari á ýmsum
vinnustöðum en það hafði hún raunar
áður gert með náminu, til dæmis á
Nýja dagblaðinu sem framsóknar-
menn gáfu út og þá skrifaði hún með-
al annars „Stóru bombuna“ upp eftir
Jónasi Jónssyni frá Hriflu, þá blaða-
grein sem frægust hefur orðið í Ís-
landssögunni. En hún starfaði víðar
og eitt sumar vann hún á hótelinu á
Laugarvatni. Þá kynntist hún ungum
manni frá Útey þar við vatnið, Krist-
jóni Kristjónssyni, og þau felldu hugi
saman. Fyrr en varði voru þau trúlof-
uð.
Mannsefnið var Valgerði móður
hennar ekki nógu vel að skapi. Þótt
ekki væri hún snobbuð í neinum
skilningi hafði hún áreiðanlega ætlað
dóttur sinni einhvern embættis-
mannssoninn úr menntaskólanum og
ekki mun ömmu raunar hafa skort
vonbiðla úr þeim hópi. En enginn
þeirra hafði sigrað hjarta hennar og
þótti nú frú Valgerði sem hún hefði
nú til lítils stritað við að mennta dótt-
ur sína ef hún vildi nú gefast réttum
og sléttum bóndasyni frá Laugar-
vatni, bara með Samvinnuskólapróf.
En amma lét hana ekki framar ráða
og árið 1934 gengu þau Kristjón afi
minn í hjónaband.
Þó var það ömmu eflaust nokkur
raun að ganga gegn vilja móður sinn-
ar því þær voru alla tíð afar nánar.
Sem betur fór reyndist Kristjón
ömmu vissulega traustur og góður
maður og komst prýðilega áfram í
samfélaginu; hann vann lengi hjá
Sambandinu og síðar dótturfyrir-
tækjum þess og var síðast fram-
kvæmdastjóri Bifreiðastöðvar Ís-
lands. Eigi að síður átti frú Valgerður
lengi erfitt með að fyrirgefa þessum
bóndasyni að hafa „rænt“ dóttur
hennar og þótt hún væri nær dag-
legur á heimilinu skiptist hún lengi
ekki á orðum við tengdason sinn.
Hann bar andúð tengdamóður sinnar
með stóískri ró og hafði gaman af
heldur en hitt og svo fór líka að lokum
að þau voru án þess að taka eftir því
farin að spjalla saman um daginn og
veginn, bara heldur vingjarnleg hvort
við annað. En þá voru að vísu liðin lítil
tuttugu ár frá giftingu ömmu og afa.
Frú Valgerður var ekki vond kona.
Hún lagði sig ævinlega alla fram til að
reynast sínum sem best. Komin
nokkuð á gamals aldur sparaði hún
enn við sig allt bruðl í lífinu, lítt efnuð
saumakonan, til að geta keypt píanó
handa barnabörnum sínum. Hennar
nánustu vissu best að í hjarta hennar
var ekkert járn, nema í hæsta lagi
himna; innar sló mun dýrari málmur.
Og það var hún sem kenndi barna-
börnunum bænir og hún ein sem
kyssti þau góða nótt.
Til að allrar sanngirni sé nú gætt
þá skal heldur ekki dregin fjöður yfir
að móðir hans afa míns var líka dálítið
beggja blands yfir verðandi tengda-
dóttur sinni. Sigríður í Útey var væn
kona og hefur ugglaust gert sér vonir
um búsældarlega sveitastúlku handa
syni sínum en þarna var allt í einu
komin hámenntuð Reykjavíkurmær,
státin nútímastúlka sem kunni að
dansa Charleston þótt aldrei hefði
tekist að fá hana til að reykja sígar-
ettur.
Ljósmóðurinni í Útey leist ekki
meira en svo á blikuna og bætti síst
úr skák þegar Elísabet tengdadóttir
hennar hélt áfram að vinna úti eftir
að þau afi gengu í hjónaband í stað
þess að einhenda sér að því að búa
manni sínum fagurt heimili. En
amma hætti að vinna úti þegar börnin
fóru að koma í heiminn og var raunar
ekki mjög lengi að vinna hugi skyld-
fólks afa á Laugarvatni; þar kom að
heimsóknir þeirra austur þóttu þar
sérstakt tilhlökkunarefni því þau
báru með sér ævintýralegan andblæ
stórborgarinnar sem var Reykjavík.
Börnin urðu þrjú og komust öll til
þroska. Hjónaband þeirra afa og
ömmu varð afar farsælt; þegar ég var
barn stóð ég í þeirri sælu trú að þetta
hjónaband væri hið besta hjónaband í
öllum heiminum og ekkert sem ég hef
séð síðan hefur haggað þeirri skoðun.
Þá fannst mér það að vísu vera helsti
mælikvarðinn á gæði hjónabandsins
að þau rifust aldrei en síðar hef ég
líka áttað mig á því að samheldni
þeirra lýsti sér ekki einungis í því að
þau höfðu ekki um neitt að rífast –
þeim leið, held ég, einfaldlega vel
hvoru í annars návist, áttu mörg svip-
uð áhugamál sem þau sinntu í sam-
einingu en virtu líka sjálfstæði hvort
annars í hvívetna þegar svo bar und-
ir.
Þau ferðuðust mikið saman um
landið; langt fram á efri ár hljóp hún
léttfætt á fjöll en hann þrammaði ögn
þungstígari á eftir; mig grunar að þau
hafi samt jafnan náð tindinum saman.
Líka fóru þau til útlanda; þaðan voru
komnar þær mörg hundruð þjóðbún-
ingadúkkur sem amma safnaði af
mikilli natni en hún var safnari af
guðs náð og átti líka frímerkjasafn,
servíettusafn og ýmislegt fleira gott
sem við barnabörnin fengum að
skoða þegar vel átti við okkur að gera
og var alltaf mikið ævintýri.
Heimili þeirra á Reynimel 23 varð
raunar haldreipi okkar sumra barna-
barnanna í lífinu þegar var erfitt á
Lindarbraut 10; ég held það sé ekki
ofmælt að afi og amma hafi orðið sú
kjölfesta sem ella skorti stundum svo
sárlega. Þau gegndu hvort sínu hlut-
verki með heiðri og sóma; afi var hlýr
og mjúkur, alltaf nærri, alltaf að vita
hvort hann gæti ekki gert eitthvað,
alltaf að gauka einhverju að okkur,
alltaf að gera okkur eitthvað til
skemmtunar.
Kristjón afi minn var mesti höfð-
ingi sem ég hef fyrirhitt á ævinni,
vakinn og sofinn að leggja öðrum lið,
og ekki af tómri afskiptasemi eins og
oft er raunin um bóngóða menn, held-
ur einlægri hjálpfýsi sem hann vildi
heldur að fréttist ekki af.
Amma var allt öðruvísi. Hún var að
vísu líka góð við okkur en alltaf tölu-
vert fjarlægari; við hlupum hvorki
hlæjandi né grenjandi upp í fangið á
henni eins og afa. Amma nennti sjald-
an að hlusta á eitthvert röfl um tóma
vitleysu, hún gat verið stutt í spuna
þegar henni var nóg boðið og stund-
um fór hún bara. Hún vissi bara sem
var að allar heimsins raunir gæti hún
ekki leyst.
En þótt hún gæti verið hryssings-
leg var hún samt ekki skapvond. Og
þótt hún væri siðavönd var það aldrei
af hégómaskap. Þótt hún væri ströng
var hún ekki köld eða harðneskjuleg,
ekki við okkur. Ég hef aftur á móti
frétt að eftir að hún fór aftur að vinna
og gerðist gjaldkeri á BSÍ hafi jafnvel
hinir fílefldustu sérleyfishafar skolfið
á beinunum þegar þeir heyrðu fóta-
tak hennar og skynjuðu á skrefunum
að hún hafði eitthvað upp á þá að
klaga.
Við börnin lærðum líka fljótt að
það þýddi yfirleitt lítið að koma til
hennar og sníkja hitt og þetta sem
okkur vanhagaði áreiðanlega ekkert
um. En við vissum líka að það var
ekki af nísku sem hún neitaði – enda
kom það í ljós eftir að afi féll frá að
hún var engu síður höfðingi en hann.
Nei, það var fremur af eintómri rétt-
lætiskennd. Henni fannst að ef hún
léti undan einu barnabarni væri hún
að gera upp á milli og ekkert óttaðist
hún meira en að verða sökuð um slíkt.
Þá var betra að neita.
En þótt amma væri þannig ekki
sami hlýi veggurinn mót stormum
lífsins og afi, þá var hún á sinn hátt
engu síðri fótfesta fyrir lítil börn en
hann.
Því maður vissi að það var varla
fokið í öll skjól meðan frú Elísabet
hélt ennþá ró sinni.
Og svo þegar minnst varði gat
brostið á gleðihlátur, kviknað furðu
prakkaralegt blik í auga og þá varð
hún á svipstundu heimsins besta
amma og ég veit núna að þar skaut
upp kollinum glettna stúlkan úr
menntaskólanum sem kunni Charl-
eston og hafði lært lífsgleði af Ísleifi
Gíslasyni.
Einhverju sinni á táningsárunum
fór ég með þeim afa og ömmu á Laug-
arvatn í nokkra daga að sumri en þar
höfðu þau kynnst. Þau voru skrýtin í
þessari ferð, fannst mér, nenntu lítið
að sinna mér þótt vitaskuld hafi þau
verið hin alúðlegustu eins og alltaf.
En þau voru bæði á valdi minning-
anna um upphaf tilhugalífsins og þótt
þau segðu svo sem ekki margt fann
ég að þessar minningar áttu hug
þeirra allan og það fylgdi því alveg
ósvikin gleði að rifja þær upp. Og þau
gjóuðu augunum dálítið undirleit
hvort á annað.
Mér fannst þetta frómt frá sagt
svolítið óþægilegt. Ég var náttúrlega
fimmtán sextán ára, einmitt á þeim
aldri þegar ég hafði lesið í bókum að
ástin ætti að vera höfuðatriði í lífi
mínu. En ég hafði aldrei orðið skotinn
í stelpu og engin stelpa hafði nokkru
sinni leitt hugann að mér. Það var út
af fyrir sig allt í lagi mín vegna en
heldur fannst mér það nú samt klén
frammistaða hjá mér að horfa upp á
þetta gamla fólk, afa minn og ömmu,
hegða sér hálfsjötug eins og ást-
fangnir unglingar meðan unglingur-
inn sjálfur hafði aldrei upplifað neitt.
Og það væri ofmælt að þau hafi
ekki sagt neitt. Allt í einu opnaði frú
Elísabet munninn, þessi lokaða kona
sem sögð var, og fór að segja mér eða
öllu heldur loftinu á milli okkar frá
því þegar hún sá Kristjón í fyrsta
sinn. Hún var nýkomin á Laugarvatn
þegar hún sá allt í einu ungan mann
sem hún þekkti ekki og hún spurði
kunningjakonu sína: „Hver er þessi
myndarlegi maður?“ „Huh,“ var
svarið. „Þetta er hann Kristjón. Hann
er nú svo merkilegur með sig að hann
talar ekki við neinn nema Jónas og
Bjarna!“ Og þar var átt við sjálfan
Jónas frá Hriflu og skólastjórann á
héraðsskólanum. En amma hafði
sjálf komist í kynni við Jónas frá
Hriflu og lét þetta ekki vaxa sér í aug-
um.
„Ég tók ekkert mark á þessu,“
sagði amma mér eða loftinu. „Mér
leist vel á manninn. Og hann var held-
ur ekkert merkilegur með sig. Það sá
ég þegar við kynntumst.“ Og mað-
urinn sem hafði ekki talað við neinn
nema Jónas og Bjarna sat við hlið
hennar þegar hún sagði barnabarni
þeirra beggja frá þessu tæpri hálfri
öld síðar og hann virtist fara allur hjá
sér yfir hreinskilninni og augna-
ráðinu sem hún sendi honum, hann
sem átti að heita tilfinningaveran í
þessu hjónabandi.
Svo sagði hún mér söguna af þeirri
vornótt þegar afi bar skömmu seinna
fyrir hana árabát á öxlum sér yfir
mýrarnar milli Apavatns og Laugar-
vatns svo þau gætu verið úti á vatn-
inu, ein þessa vornótt, þegar sólin
kæmi upp. Og hún brosti svo und-
irfurðulega þegar hún sagði mér
þessa sögu og leit enn aldrei á mig
heldur horfði fyrst og fremst út í
buskann en gaut augunum öðruhvoru
til bónda síns sem kumraði eitthvað
brosleitur á móti en sagði ekki neitt
því það þurfti ekkert meira að segja
um þessa nótt þegar hann bar bátinn
á öxlum sér svo þau gætu séð sólina
koma upp; þetta var þeirra nótt,
þeirra vor og þeirra sólarupprás sem
enn lýsti þeim bæði og hlýjaði þótt nú
væri degi nokkuð tekið að halla.
Svo frétti ég löngu seinna að þau
hefðu alls ekki verið ein þessa nótt
heldur hefði önnur stúlka verið í för
með þeim, til að allrar siðsemi væri
gætt, því þrátt fyrir allt var þetta á
þeim tíma þegar piltur og stúlka fóru
ekki ein út að ganga um nótt, allra
síst á vorin og allra síst ef pilturinn
hafði bát á öxlunum og vildi sýna
stúlkunni sinni sólarupprás á vatni.
En þessa aðskotastúlku höfðu þau
bæði þegar þarna var komið þurrkað
út úr minningunni svo ekkert skyggði
á sólina þegar hún kom upp enda
skipti þessi stúlka engu máli því þetta
var nóttin þeirra.
Og geislarnir lýstu enn upp andlit
þeirra þegar hún amma mér þessa
sögu svona löngu seinna.
Þetta var vissulega sjaldgæf stund,
þegar amma Elísabet opinberaði
svona opinskátt og glaðbeitt sínar
heitustu tilfinningar. Yfirleitt var hún
ekkert fyrir slíkt og fór gjarnan und-
an í flæmingi þegar afkomendur
hennar lentu á refilstigum tilfinning-
anna. Hún var tilbúin til að hjálpa á
þann hátt sem hún kunni en fannst
innst inni að hver sæmilega fullorðin
manneskja ætti umfram allt að
standa á eigin fótum.
Einu sinni var henni þó nóg boðið;
þegar einn alræmdur skúrkur virtist
þess albúinn að leggja snörur sínar
fyrir viðkvæma stúlku og engar for-
tölur dugðu til að sýna barninu fram á
hversu gersamlega ómögulegt þetta
mannsefni væri.