Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÓLAFUR Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, skoðaði í gær rúst- irnar á Manhattaneyju í New York. Hann sagði að eyðilegg- ingin væri enn hrikalegri en hann hefði getað ímyndað sér. Hún hefði minnt sig einna helst á myndir sem sýndu eyðilagðar borgir í seinni heimsstyrjöldinni. „Eyðileggingin er mun meiri en nokkrar myndir geta gefið til kynna. Þarna blasa við útveggir brunninna bygginga. Fyrirfram er kannski erfitt að gera sér í hugarlund hvers eðlis þessi eyði- legging hefur verið, en þegar hún blasir við augum verður ógnin sem hryðjuverkin höfðu í för með sér mun meiri og senn dapurlegri og hrikalegri en nokkur orð fá lýst.“ Það var fulltrúi borgarstjóra New York-borgar sem sýndi Ólafi Ragnari rústirnar. Ólafur Ragnar sagði að sér hefði fundist athyglisvert að kynnast því hversu umfangsmikið hreinsunarstarf færi enn fram og myndi gera næstu mánuði. „Þarna eru að störfum allan sólarhringinn mörg hundruð manns. Notast er við marga tugi vinnuvéla við hreinsunarstarfið. Enn eru menn að finna líkams- leifar þeirra sem fórust og menn reyna með DNA-rannsóknum að bera kennsl á líkin. Eldar blossa enn upp þegar hreyft er við rústunum á nýjum svæðum þegar súrefni kemst að glæðunum.“ Koma þarf í veg fyrir að þetta endurtaki sig Ólafur Ragnar skoðaði m.a. stað þar sem skráð eru nöfn allra heimalanda þeirra sem fórust í hryðjuverkaárásinni. „Oft höfum við hugsað um þessa atburði í september sem mikið áfall fyrir Bandaríkin, en þegar við sjáum þennan mikla fjölda landa sem skráð eru á þennan vegg erum við minnt á að þetta var í raun og sann áfall fyrir heimsbyggðina alla. Vítt og breitt um veröldina á fólk um sárt að binda vegna þess- ara hryðjuverka. Það er þess vegna mikilvægt verkefni fyrir okkur öll, hvar sem við búum, að reyna að koma því til leiðar að þetta endurtaki sig aldrei.“ Með fulltrúa borgarstjóra var vinur hans sem hafði óskað eftir að fá að skoða rústasvæðið. „Við tókum tal saman og þá kom í ljós að kona hans hafði unnið í World Trade Center og farist þegar byggingin hrundi. Þetta var í fyrsta sinn sem hann kom á svæð- ið frá 11. september. Hann hafði orð á því við mig að það væri sér- kennileg tilviljun að forseti Ís- lands væri með í þessari ferð um rústirnar vegna þess að hann og konan hans hefðu áformað að eyða sumarleyfi sínu á Íslandi ár- ið 2003. Samræðurnar við þennan mann færðu mig nær þessum per- sónulega harmleik sem hver og einn hefur upplifað sem þarna missti vin, ættingja, maka eða vinnufélaga.“ Ólafur Ragnar sagði ljóst að það ætti eftir að taka mjög lang- an tíma að ljúka hreinsun á svæð- inu. „Hreinsunarmenn eiga enn von á því að einhverjar byggingar eða leifar af byggingum geti hrunið við þetta hreinsunarstarf. Björgunarstarfið er því enn lífs- hættulegt. Það er farið mjög var- lega og menn leggja áherslu á að sýna líkamsleifum þeirra sem fór- ust virðingu í hvert skipti sem þær finnast í rústunum. Það er slökkviliðs- og björgunar- sveitamönnum í New York mikið kappsmál að allt sé gert sem hægt er til að finna líkamsleifar vinnufélaga þeirra sem fórust.“ Óljóst hvenær uppbygging á svæðinu hefst Ólafur Ragnar sagði óljóst hve- nær uppbygging á svæðinu hæf- ist. Það væri hins vegar búið að ákveða að útveggir í öðrum turn- inum sem enn sjást að litlum hluta yrðu varðveittir og byggðir inn í þær byggingar sem kæmu til með að rísa á svæðinu. Útvegg- irnir yrðu kjarninn í minnismerki um þá sem létu lífið 11. sept- ember. „Það blasir við mér eftir þessa ferð hversu hrikalegt þetta hryðjuverk var og hvílík atlaga það var gegn mannkyninu öllu og þeirri siðmennsku sem okkur er nauðsynlegt að varðveita. Við hljótum að finna til ríkrar sam- úðar og samkenndar með því fólki sem þarna lét lífið, ættingjum þess og vinnufélögum. Það styrkir okkur í viðleitni okkar að mann- kynið allt beri gæfu til þess að takast á við þá ógn sem í hryðju- verkunum felst svo að við þurfum aldrei aftur að horfast í augu við þvílíka eyðileggingu og hörm- ungar,“ sagði Ólafur Ragnar. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, skoðaði rústasvæðið í New York Minnir á eyði- legginguna í síðari heims- styrjöldinni Morgunblaðið/Hulda Stefánsdóttir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff, heitkona hans, skoðuðu rústirnar undir leiðsögn Brian Grimaldy, fulltrúa borgarstjóra New York-borgar. Enn blossa eldar upp í rústunum við og við. VINNUHÓPUR formanns og vara- formanns fjárlaganefndar og emb- ættismanna fjármálaráðuneytisins, sem fékk það verkefni að koma með hugmyndir um niðurskurð útgjalda fyrir fjárlög næsta árs, hefur skilað útfærðum tillögum sínum. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í ljósvakamiðlunum í gær að fjárlögin yrðu skorin niður um 3-4 milljarða við lokaafgreiðslu þeirra og niðurskurðurinn næði til allra ráðuneyta. Halldór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins segir að starfshóp- urinn hafi skilað ákveðnum tillögum sem verði ræddar á næstu dögum. Ekkert sé enn frágengið og þing- menn hafi ólíkar hugmyndir um hvar bera skuli niður í niðurskurð- inum. Tillögurnar ræddar óformlega í þingflokkunum í gær Tillögur vinnuhópsins voru rædd- ar aðeins stuttlega og með óform- legum hætti á fundi þingflokka stjórnarflokkanna í gær. Fulltrúar Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd óskuðu eftir aukafundi í nefndinni vegna tillagnanna, en á fundi nefnd- arinnar um helgina var endanlega gengið frá áliti meiri- og minnihluta vegna 2. umræðu um fjárlögin sem fram fer á Alþingi í dag. Þar er gert ráð fyrir auknum útgjöldum frá fyrstu gerð fjárlagafrumvarpsins upp á 2,2 milljarða kr. „Þetta er allt enn á umræðustigi og við erum enn að velta á milli okk- ur hugmyndum. Sumt finnst okkur koma til greina en ekki annað,“ sagði Halldór Ásgrímsson í samtali við Morgunblaðið. „Þetta hefur borið nokkuð brátt að og við fengum þess- ar hugmyndir um helgina. Það ligg- ur alveg fyrir að tekjur eru ekki í samræmi við áætlanir og þá er ekki annað að gera en minnka útgjöldin.“ Halldór segir að vissulega hefði ver- ið betra að hafa niðurskurðartillögur með við aðra umræðu um fjárlögin, en það hafi verið metið svo að betra væri að raska ekki starfsáætlun þingsins. „Ég á ekki von á því að mikill ágreiningur verði milli flokkanna um aðhaldsaðgerðir almennt. Við töld- um rétt að skýra frá þessum hug- myndum, enda þótt þær séu ekki fullmótaðar, um leið og skýrt er frá útgjaldaaukningu í fjárlagaumræð- unni í þinginu. Við töldum það mjög mikilvægt að láta vita af því að enn sé stefnt að því að halda forsendum fjárlaga, að skila tekjuafgangi af rík- issjóði,“ sagði Halldór Ásgrímsson ennfremur. Breytingar á fæðingarorlofinu? Heimildir Morgunblaðsins herma að komið sé við í útgjöldum allra ráðuneyta og raunar víðar í niður- skurðartillögum starfshópsins. Þannig hefur komið til tals að fresta að einhverju leyti gildistöku fæðing- arorlofsfrumvarpsins, að fresta að hluta til eða öllu leyti gerð hugbún- aðar fyrir ríkisbókhald og Lands- skrá fasteigna, auk framkvæmda á sviði vegamála. Takmarkið er að skila þeim afgangi sem að var stefnt í fjárlagafrumvarpinu, eða hálfum fjórða milljarði kr. Lögð skal þó áhersla á að ekkert er frágengið enn. Ólafur Örn Haraldsson, þingmað- ur Framsóknarflokksins og form. fjárlaganefndar, vildi ekkert tjá sig um vinnuhópinn í samtali við Morg- unblaðið í gær, utan að eðlilegt væri að fjárlaganefnd og ríkisstjórnin ræddu möguleika til aðhalds í rík- isbúskapnum. Lagði hann áherslu á að málið væri í höndum Alþingis sem myndi eiga lokaorðið um endanlega fjárlagagerð. Gera ráð fyrir útgjaldaauka upp á 2,2 milljarða Fjárlaganefnd samþykkti annars á fundi sínum á sunnudagskvöld breytingartillögur sínar fyrir aðra umræðu um fjárlögin á Alþingi í dag. Afgreiðsla á tekjuhlið frumvarpsins og nánari útfærsla á niðurskurði bíð- ur frekari vinnu í nefndinni og svo þriðju umræðu sem áætlað er að verði 7. desember nk. Breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar gera ráð fyrir út- gjaldaauka upp á 2.278 milljónir króna. Stærstur hluti útgjaldaaukn- ingarinnar, samkvæmt tillögum nefndarmeirihlutans, fer til tveggja ráðuneyta, fjármálaráðuneytis og menntamálaráðuneytis. Gert er ráð fyrir að útgjöld fjármálaráðuneytis aukist um 729,1 milljón króna. Mestu munar um að gert er ráð fyrir að launa- og verðlagsliður hækki um 1.036,9 milljónir króna í samræmi við endurskoðaða verðbólguspá Seðlabankans. Breyttar forsendur um almennar verðlagshækkanir hafa í för með sér um 615 milljóna króna hækkun á almennum rekstr- argjöldum stofnana og verkefna og um 420 milljóna hækkun á bótum al- mannatrygginga. Á móti kemur að áætlun um gjald- færðar lífeyrisskuldbindingar ríkis- sjóðs árið 2002 hefur verið lækkuð um samtals 624 milljónir. Útgjöld menntamálaráðuneytis aukast um 707 milljónir samkvæmt breytingartillögunum. M.a. er lagt til að fjárveiting til framkvæmda hjá Háskóla Íslands hækki um 313 millj- ónir frá fjárlagafrumvarpi og nemi 518 milljónum í samræmi við endur- skoðaða áætlun skólans um fram- kvæmdir og tækjakaup. Auknar framkvæmdir verða fjármagnaðar með lántöku Happdrættis Háskóla Íslands. Þá er gert ráð fyrir að framlag til Lánasjóðs íslenskra námsmanna hækki um 133 milljónir, annars veg- ar um 91 milljón í samræmi við end- urskoðaða áætlun um útlán sjóðsins sem gerir ráð fyrir að lánþegum í námi erlendis fjölgi um 3% milli ára í stað 2% eins og fjárlagafrumvarpið byggist á og að lánþegum í námi inn- an lands fjölgi um 10% en ekki um 2% samkvæmt frumvarpinu. Hins vegar eru 42 milljónir vegna áætl- aðra gengisbreytinga. Fáheyrt að geyma eigi umræðu um niðurskurð til 3. umræðu Einar Már Sigurðarson, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd, sagði við Morgunblaðið í gær að nú þegar ljóst væri að ríkisstjórnin vildi niðurskurð frá fjárlögum upp á þrjá til fjóra milljarða væri furðulegt að ekki hefði verið frestað 2. umræðu um fjárlögin. „Þetta eru mjög und- arleg vinnubrögð og fáheyrt að geyma eigi umræðu um niðurskurð til 3. umræðu. Það er greinilegt að ríkisstjórnin hefur ekki unnið heimavinnuna sína og er ekki tilbúin með hugmyndir um niðurskurð fyrr en á síðustu stundu. Við hljótum að ræða almennt um efnahagsmál í annarri umræðu þegar við vitum að verið er að vinna hinar raunverulegu tillögur úti í bæ,“ sagði hann. Einar Már benti á að fjárlaga- nefnd hefði unnið alla helgina að gerð breytingartillagna og endur- skoðaðs fjárlagafrumvarps, en nú sé komið á daginn að á sama tíma hafi aðrir og utan Alþingis verið að vinna að fjárlagafrumvarpi annars staðar. Það sé eitthvað meira en lítið skrítið. Önnur umræða um fjárlagafrumvarp ársins 2002 fer fram á Alþingi í dag Tillögur um niður- skurð upp á 3–3,5 milljarða í mótun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.