Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ HÁTT í tvöhundruð manns sátu ráð- stefnu um bætta umgengni við fiski- stofnana við Ísland sem haldin var á Ísafirði um helgina. Ráðstefna þessi var haldin að frumkvæði Guðmundar Halldórs- sonar sjómanns í Bolungarvík með stuðningi fjölmargra fyrirtækja stofnana og einstaklinga. Ráðstefnustjóri var Halldór Hall- dórsson bæjarstjóri á Ísafirði. Í setningarræðu sinni sagði Guð- mundur Halldórsson að ráðstefn- unni væri ætlað að leggja lóð á vog- arskál leitarinnar að þolanlegum sáttum um stjórn fiskveiða. „Það getur aldrei orðið sátt um að ganga á fiskistofnana. Vandi sjáv- arplássanna umhverfis landið er fyrst og fremst sá að við höfum gengið á fiskistofnana í stað þess að byggja þá upp. Við verðum að finna leiðir til að byggja upp lífríkið kringum landið þannig að fiskistofnarnir nái sér að fullu og skili hámarksafrakstri. Með því að hámarka afrakstur fiskistofn- anna greiðum við leið að lausn byggðavandans. Sátt við lífríkið þýð- ir sátt við kerfið,“ sagði Guðmundur. Meginefni ráðstefnunarinnar var kynning á hinni svo kölluðu fær- eysku leið og að bera hana saman við þá veiðistjórnun sem beitt er hér á Íslandi. Framsögumenn voru Magnús Þór Hafsteinsson fréttamaður, Jón Kristjánsson fiskifræðingur, Auð- unn Konráðsson formaður Megin- félags útróðramanna í Færeyjum, Olaf Ólsen togaraútgerðarmaður í Færeyjum, Ármann Kr. Ólafsson aðstoðarmaður sjávarútvegsráð- herra, Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar og Ólafur Karvel Pálsson fiskifræðingur. Af ráðstefnugestum mátti heyra að framlag Færeyinganna, sem kynntu sóknardagakerfi það sem Færeyingar tóku upp 1996 eftir að hafa búið við kvótakerfi í tæp tvö ár, vakti athygli. Olaf Ólsen er útgerðarmaður sem gerir út 8 togara á bolfisk og einn togara á rækju. Hann var um tíma sjávarútvegsráðherra Færeyja og togaraskipstjóri til margra ár og er því gjörkunnugur sjávarútvegi. Hann er mjög sáttur við það rekstrarumhverfi sem hann býr við í færeyska kerfinu þótt ekki sé það gallalaust. Auðunn Konráðsson formaður Meginfélags útróðramanna í Fær- eyjum, sem er Íslendingur að ætt og uppruna en hefur búið í Færeyjum í mörg ár, sagði að þegar kvótakerfið var tekið upp 1994 hefðu veiðar ver- ið mjög takmarkaðar, einungis verið leyft að veiða 5.000 tonn af þorski og 5.000 tonn af ýsu. Höfðum einfaldlega ekki efni á að fara eftir fiskifræðingunum „Fiskimenn í Færeyjum reyndu að bjarga sér í þessu kerfi með ýmsu svindli og brottkasti en eftir að sóknardagakerfið var tekið upp breyttist mjög viðhorfið til veiðanna, allur fiskur kom á land og þeir fóru allt í einu að veiða það magn af fiski sem samkvæmt fræðingunum átti ekki að vera til á miðunum. Við höfð- um einfaldlega ekki efni á að fara eftir fiskifræðingunum,“ sagði Auð- unn. Auk þess að takmarka sókn- ardaga byggist kerfið á mikilli veiði- stjórnun með svæðalokunum og fleiru. Á hverju ári metur fiskidaga- nefnd hversu mikið má veiða, tillög- ur nefndarinnar fara síðan fyrir þingið sem endanlega ákveður fjölda veiðidaga fyrir hvern flokk fiski- skipa. Yfir fiskveiðiárið er grannt fylgst með þróuninni á veiðunum og gripið inní með svæðalokunum eða veiðarfæratakmörkunum. Allur afli Færeyinga er seldur á uppboðsmarkaði „Við höfum rekið þetta kerfi í um fimm ár,“ sagði Auðunn, „og það hefur reynst okkur vel en við höfum samt ekki auglýst það sem besta kerfi í heimi.“ Fram komu í máli aðstoðarmanns sjávarútvegsráðherra, Ármanns Kr. Ólafssonar, miklar efasemdir um ágæti færeyska sóknardagakerfisins og lýsti hann því yfir að hann hefði ekki trú á þeirri veiðistjórnun og færeyska kerfið ætti eftir að bresta. Hann lauk máli sínu á því að lýsa því yfir að lausn íslenska vandans fælist ekki í því að taka upp fær- eyska vandann. Fulltrúar Hafrannsóknastofnun- arinnar, þeir Jóhann Sigurjónsson forstjóri og Ólafur Karvel Pálsson fiskifræðingur, kynntu ráðstefnu- gestum þau gögn sem stofnunin hef- ur byggt sína ráðgjöf á undanfarin ár og sagði Jóhann það verða númer eitt að stemma stigu við sókninni í fiskistofnana. Þá kynnti Ólafur Karvel þær rannsóknir sem stofnunin hefur gert á brottkasti af íslenskum fiskiskip- um. Að loknum framsögum sátu frum- mælendur fyrir svörum og voru um- ræður mjög líflegar og almennt var að heyra á ráðstefnugestum að ástæða væri til að hafa áhyggjur af þeim vandamálum sem uppi eru í núverandi fiskveiðikerfi. Á ráðstefn- unni var kynnt hugmynd um stofnun félags sem ætlað yrði að vinna mark- visst að því að bæta umgengnina um hafið. Markmið félagsins yrði það sama og kemur fram í 1. gr. laga um stjórn fiskveiða: að stuðla að vernd- un og hagkvæmri nýtingu nytja- stofna á Íslandsmiðum og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Þá segir í kynningu þessarar fé- lagsstofnunar „að óumdeilt er að framkvæmd laga um stjórn fisk- veiða hefur fært okkur fjær þessum markmiðum. Fiskistofnarnir á nið- urleið og fólksflótti frá hinum dreifðu byggðum. Verkefni félagsins yrði því ærið að gefa stjórnvöldum ráð sem mættu verða til að snúa þessari þróun við og nálgast þannig markmið fiskveiðistjórnunarinnar.“ Yfir fjörutíu manns skráðu sig fylgjandi því að félag sem þetta verði stofnað. Leit að þolanlegum sátt- um um stjórn fiskveiða Ráðstefna um bætta umgengni við fiskistofna við Ísland haldin á Ísafirði Ljósmynd/Gunnar Hallsson Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og Auðunn Konráðsson frá Fær- eyjum fylgjast með á ráðstefnunni á Ísafirði. M O N S O O N M A K E U P lifandi litir LÍFEYRISSJÓÐURINN Ein- ing, sem er í vörslu Kaupþings hf., hélt í gær aukafund fyrir sjóðfélaga og rétthafa. Á dagskrá fundarins var meðal annars að kjósa nýjan stjórnarmann, en sæti hafði losnað í stjórn þar sem einn stjórnarmanna hafði sagt sig úr stjórn vegna flutnings af landi brott. Tillaga lá fyrir fundinum um að Hörður Sigurgestsson, stjórn- arformaður Flugleiða hf., tæki sæti í stjórninni. Áður en að af- greiðslu þeirrar tillögu kom, kvaddi einn fundarmanna sér hljóðs og gerði tillögu um að kosningu í stjórn yrði frestað til næsta aðalfundar. Taldi sá að ávöxtun sjóðsins á þessu ári og í fyrra væri óviðunandi, eftir ágæta ávöxtun næstu fimm ár þar á undan, eða frá stofnun sjóðsins. Gerði hann einnig að til- lögu sinni að fundurinn kysi þriggja manna nefnd sem væri stjórn sjóðsins til eftirlits og að- stoðar og færi yfir fjárfestingar sjóðsins. Ekki urðu aðrir en tillö- guflytjandi til að tjá sig um til- lögurnar og var gengið til at- kvæða. Tillögurnar fengu báðar svipaðan stuðning, um tíu pró- sent atkvæða í tryggingadeild og tvö til þrjú prósent atkvæða í séreignardeild, og náðu því ekki fram að ganga. Að loknum þessum atkvæða- greiðslum lýsti fundarstjóri Hörð Sigurgestsson réttkjörinn í stjórn sjóðsins. Í lok fundarins gerði fram- kvæmdastjóri sjóðsins, Guðrún Inga Ingólfsdóttir, grein fyrir þeirri breytingu sem orðið hefði á fjárfestingarstefnu sjóðsins fyrsta október síðast liðinn. Breytingin felur í stuttu máli í sér að ávöxtunarleiðir eru nú þrjár í stað einnar áður og geta sjóðsfélagar valið á milli þeirra eftir því hver þeir vilja að skipt- ingin sé milli innlendra og er- lendra skuldabréfa og hlutabréfa. Hörður Sigur- gestsson í stjórn Einingar FÆREYSKA fjarskiptafélagið P/F TeleF, sem er í jafnri eigu Íslands- síma hf. og P/F Tele Tænasten, hefur verið sameinað færeyska fjarskipta- félaginu P/F Kall. Sameinað félag heitir P/F Kall. Óskar Magnússon, sem tekur við starfi forstjóra Íslands- síma um næstu áramót, situr í stjórn P/F Kall. Meðal annarra hluthafa í P/F Kall eru Kaupþing Færeyjar, Framtaksgrunnurinn í Færeyjum, Tele Tænasten í Færeyjum og Talla- ton Holding í Svíþjóð. Í fréttatilkynningu kemur fram að jafnhliða samrunanum munu hluthaf- ar í hinu sameinaða fyrirtæki taka þátt í hlutafjáraukningu. Íslandssími hf. hefur lagt fram 1,6 milljónir danskra króna, tæplega 21 milljón ís- lenskra króna, í aukningunni. Eftir aukningu á Íslandssími 16,5% í P/F Kall. Markaðshlutdeild P/F Kall er um 10% í fastlínuþjónustu og Netþjón- ustu í Færeyjum. Markmið P/F Kall er að hefja farsímaþjónustu í Færeyj- um á næsta ári en innan við 50% íbúa í Færeyjum eru með farsíma, sam- kvæmt upplýsingum frá Íslandssíma. Færeysk fjarskipta- fyrirtæki sameinast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.