Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 37 S: 564-4120 T I L A Ð G L E Ð J A S T Y F I R BRILLIANT H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA MÉR barst til eyrna frásögn um unga konu sem varð fyrir þeirri óheppni að frá þursabit af verstu gerð í bakið. Hún var ein heima með ungbarn þegar þetta gerðist. Hún náði sambandi við heilsugæslustöð og óskaði eftir að fá heimilislækni í heima- vitjun, þar sem hún gat ekki komið á stöð- ina. Hvorki gat hún sig hreyft né átti heimangengt vegna barnsins. Hún fékk það svar að heimilislæknar á stöð- inni færu ekki í heimavitjun á dag- vinnutíma, því yrði hún annað- hvort að koma eða bíða þar til eftir dagvinnutíma, er Læknavaktin tæki við. Af góðmennsku þess sem varð fyrir svörum var henni þó bent á nýlega auglýsingu frá lækni sem gaf kost á sér til heimavitj- ana. Heilbrigðisráðherra hefur lýst sig mótfallinn slíkri þjónustu, utan ríkisrekna heilbrigðiskerfisins, og telur að athuga þurfi hvort við- komandi læknir hafi fengið rekstr- arleyfi frá ráðuneytinu til að reka slíka starfsemi. Hér er einhver meinloka á ferð- inni sem er farin að leiða menn á villigötur. Er von að spurt sé hvað felist í því leyfi sem viðkomandi læknir hefur fengið frá heilbrigð- isráðuneytinu til að stunda lækningar, ef hann þarf sérstakt rekstrarleyfi frá sama ráðuneyti til að reka lækningastarfsemi sem býður upp á heimavitjun? Felst í lækningaleyfinu að- eins réttur til að stunda lækningar hjá ríkinu, eða lækningar sem greiddar eru af ríkinu? Hvar er at- vinnufrelsi manna? Hafa heilbrigðisstarfs- menn ekki sama rétt til frjálsrar atvinnu- starfsemi og aðrar stéttir? Er ekki heimilt að bjóða upp á viðurkenndar lækningar eða aðra heilbrigðisþjónustu, nema með greiðsluþátttöku ríkisins? Hér er fólk augljóslega á rangri braut. Ríkið á að sjá til þess að tiltekin heilbrigðisþjónusta standi öllum til boða. Hér er átt við sjúkrahús- þjónustu, endurhæfingu, forvarnir og heilsugæslu fyrir alla aldurs- hópa. Þjónustan á að vera víðtæk, góð, aðgengileg og tiltæk þegar fólk þarf á henni að halda. Hana á að veita tímanlega og á verði sem er ekki neinum ofraun. Ekki má mismuna fólki eftir búsetu, stöðu eða efnahag. Um þessa grundvall- arþætti velferðarþjónustunnar ber að standa vörð. Hins vegar er frá- leitt að stjórnvöld túlki hlutverk sitt á þann veg að þau eigi að koma í veg fyrir að einkaaðilar starfræki viðurkennda heilbrigðis- þjónustu án kostnaðarhlutdeildar ríkisins, ef fólk er tilbúið að kaupa hana. Ekki síst ef ríkið býður ekki sjálft upp á viðkomandi þjónustu. Ef fólk vill ekki nýta sér þá þjón- ustu sem ríkið býður upp á af ein- hverjum ástæðum, eða viðkomandi meðferð er yfirhöfuð ekki greidd af ríkinu, er það ekki hlutverk rík- isvaldsins að koma í veg fyrir að slík þjónusta standi til boða. Þeir sem halda slíku fram eru augljós- lega á rangri braut. Meinloka um heil- brigðisþjónustuna Ásta Möller Læknisþjónusta Felst í lækningaleyfinu aðeins réttur til að stunda lækningar hjá ríkinu, spyr Ásta Möller, eða lækningar sem greiddar eru af ríkinu? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Meðgöngufatnaður fyrir mömmu og allt fyrir litla krílið. Þumalína, Pósthússtr. 13, sími 551 2136
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.