Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 43
Þá birtist járnið úr frú Valgerði og orðið að stáli þegar amma bauðst til að drepa manninn. „Ég er nú orðin gömul kona,“ sagði hún með þjósti en samt dálítið ringl- uð. „Mig munar ekkert um að eyða síð- ustu árunum á Litla-Hrauni!“ Vita- skuld var henni ekki alvara. Þó vissi maður aldrei alveg um frú Elísabetu og ekki gott að segja hvað gerst hefði ef maðurinn hefði þegar til kom ekki reynst alveg svo slæmur að eina ráðið væri að drepa hann. Þegar kom fram á áttunda áratug- inn hættu þau afi að vinna og fluttu úr íbúðinni sinni stóru austast á Reyni- mel, þar sem sólin kom upp, og í litla blokkaríbúð vestast á Reynimelnum þar sem gott var að horfa á sólarlagið. Þau hugðu gott til glóðarinnar að sinna sínum hugðarefnum í ellinni, ferðast, dunda, víkja einhverju góðu að afkomendum sínum. En þá þurfti áfallið endilega að dynja yfir; afi missti heilsuna á skömmum tíma, þessi hrausti maður þurfti að kljást við hvern sjúkdóminn af öðrum, og honum sem nánast aldrei hafði orðið misdægurt. Allar áætlanir um ferða- lög, um hægláta elli saman, þær gufuðu upp nánast á einni nóttu. Síðustu mánuðina var hann meira og minna meðvitundarlaus á sjúkra- húsi; alltaf sat amma yfir honum og lét eins og hann væri hér um bil að fara að ná sér, þegar við barnabörnin komum í heimsókn sagði hún alltaf að víst hefði hann þekkt okkur og þætti vænt um að við hefðum komið og við kvöddum fljótlega og skældum svolít- ið á leiðinni út en aldrei skældi hún amma enda gerði hún ekki slíkt. Þeg- ar hann dó skældi hún ekki heldur en svo var henni líka allri lokið. Hún hafði verið svipt manninum sem bar fyrir hana bátinn á öxlunum og hún fengi ekki framar að sjá sólina rísa yf- ir vatni um vornótt og nú var sólin að setjast. Hún hrundi til grunna, þessi sterka kona, og átti afar erfitt í nokk- ur herrans ár; þegar ég heimsótti hana einu sinni á sjúkrahús þar sem hún var að jafna sig hristi hún höfuðið og sagði undrandi en samt ekki alveg laus við að brosa að öllu saman: „Aldrei hélt ég að ég ætti eftir að enda hér.“ Og auðvitað endaði hún ekki þar. Til þess var stofninn of sterkur, harkan frá móður hennar of mikil, lífsgleðin frá Ísleifi of rík, og hún náði sér aftur á strik, bjó ein í íbúðinni þar sem þau höfðu ætlað að eyða ellinni saman og undi sínum hag sæmilega þótt mikið vantaði, alltaf hraust og brátt heyrðist hlátur henn- ar á ný; lengi var gaman að koma í heimsókn og ekki síst þegar ég fór að geta komið með barnabarnabarn í farangrinum. Því alltaf fjölgaði myndunum á veggnum yfir rúminu hennar. Í nokk- ur ár fylgdi hún mér á frumsýningar í leikhúsinu og naut þess út í æsar og gaman fyrir mig að hafa með mér svona fína Reykjavíkurdömu; það var helst að mér þætti óþægilegt hversu þakklát hún var og hversu ófeimin hún var við að segja mér það; ég vandist því aldrei alveg að ég gæti hugsanlega gert eitthvað sem amma Elísabet yrði mér þakklát fyrir, ann- að en að vera til og gera engan skand- al, þótt hún væri að sönnu löngu hætt að kippa sér að ráði upp við marg- vísleg furðuverk sem afkomendur hennar tóku upp á; allt var þetta ágætis fólk. Svo fór heilsunni að hraka, smátt og smátt, aftur varð lífið dálítið erfitt, uns hún komst á hjúkrunarheimilið Eir fyrir þó nokkrum árum og undi þar hag sínum vel þótt líðanin væri upp og ofan undir það síðasta og stundum virtist hún bara bíða eftir að fá að kveðja, en alltaf reis hún upp aftur og leit í kringum sig, sá mynd- irnar á veggnum sem höfðu fylgt henni og sá að það var ekki til einskis unnið. Undanfarin misseri kom ég náttúrlega alltof sjaldan að finna hana og síðast þegar ég kom svaf hún; það er mér þó satt að segja ein- kennilega mikils virði að hafa getað glatt hana undir lokin með því að skíra fyrir rúmum tveimur árum lít- inn pilt nafni Ísleifs föður hennar sem á sínum tíma kenndi henni að þrátt fyrir allt þá er lífið gott. Og nú hvíldin. Illugi Jökulsson. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 43 ✝ Helga Ólafsdóttirfæddist á Eyri í Svínadal 24. janúar 1913. Hún lést á Elli- og hjúkrunarheim- ilinu Grund 17. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar Helgu voru Þuríður Gísla- dóttir og Ólafur Ólafsson, bóndi á Eyri í Svínadal. Systkini Helgu voru: Jónína, f. 23. maí 1900, Ólafur, f. 24. desember 1901, Guð- rún, f. 9. maí 1903, Guðlaug, f. 18 apríl 1905, Jón- mundur, f. 26. marz 1906, Þórunn, f. 17. apríl 1908, Sigurður, f. 26. ágúst 1910, og Gísli, f. 14. sept- ember 1911. Eiginmaður Helgu var Gunnar Sigurgeirsson, starfsmaður Flug- leiða, f. að Hömlu- holti á Snæfellsnesi 31. maí 1912, d. 24. janúar 1994. Helga og Gunnar voru barnlaus en fyrir átti Gunnar dótturina Gunnhildi Gunnars- dóttur sem gift er Magnúsi Gunnars- syni. Helga vann mest- an hluta starfsævi sinnar hjá Slátur- félagi Suðurlands. Þau Helga og Gunn- ar bjuggu flest sín búskaparár í Heiðargerði 49, en fluttust síðar á Grandaveg 47. Síð- ustu árin bjó Helga á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Útför Helgu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Í dag kveðjum við Helgu Ólafsdótt- ir hinstu kveðju. Helga var fulltrúi þeirrar kynslóðar sem með vinnu sinni og þrautseigju byggði þetta land í kyrrþey. Helga starfaði mestan hluta sinnar starfsævi hjá Slátur- félagi Suðurlands. Hún giftist Gunn- ari Sigurgeirssyni starfsmanni Flug- félags Íslands og seinna Flugleiða og bjuggu þau flest sín búskaparár að Heiðargerði 49. Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að hitta Helgu þegar ég kynntist Gunnhildi dóttur Gunnars. Það eru því nær 40 ár sem við Helga áttum samleið. Minning- arnar tengjast eðlilega mest heim- sóknum okkar til Gunnars og Helgu í Heiðargerði 49. Þar var jafnan gest- kvæmt og Helga tók höfðinglega á móti þeim sem komu í heimsókn. Hún var gestrisin að hætti síns tíma, hin örláta húsmóðir, þar sem aldrei var skortur á veislumat eða ljúffengum tertum. Það var oft fjörug skoðana- skipti yfir kaffibollanum í Heiðar- gerðinu, því ekki voru allir nauðsyn- lega sammála. Þegar við Gunnhildur eignuðumst börnin okkar Heiðu og Gunnar áttu þau alla tíð skjól í Heiðargerðinu. Helga umvafði þau hlýju og ástúð og verður alltaf í þeirra huga amma í Heiðargerði. Nú er komið að leiðar- lokum. Eg vildi því þakka fyrir allar góðu stundirnar, alla kaffibollana og brauðterturnar, sem alltaf voru sér- staklega helgaðar undirrituðum. Ég er þess fullviss að Helga hefur í dag fundið Gunnar sinn, sem hún saknaði svo mikið. Fyrir allmörgum árum seldu þau Gunnar Heiðargerðið og fluttust að Grandavegi 47 í íbúðir eldri borgara. Gunnar dó fyrir 7 árum og bjó Helga fyrst um sinn í íbúð þeirra á Granda- vegi en fluttist fyrir 4 árum á Elli- og hjúkrunarheimilið Grund, þar sem hún naut frábærrar aðhlynningar starfsfólks heimilisins. Er því hér þakkað það góða starf. Magnús Gunnarsson. Það er skrítið að hugsa til alls þess fróðleiks sem glatast þegar mann- eskja deyr, öll sú kunnátta sem safn- ast hefur saman á heilli mannsævi horfin. Amma Helga var sérfræðing- ur í kökubakstri. Hvort sem var virk- ur dagur, jól eða páskar svignuðu borðin hennar undan gómsætum hnallþórum og brauðtertum. Amma sá ekki einungis fyrir því að gestir og gangandi fengju sitt heldur var ekki sá smáfugl eða villiköttur sem fór svangur úr garðinum hennar ömmu. Garðurinn í Heiðargerðinu var mikill ævintýraheimur. Grasið var svo fullt af mosa að það var eins og dúnsæng, sem við systkinin veltum okkur í þangað til amma sannfærði okkur um að við fengjum garnaflækju. Amma eyddi miklum tíma í að sinna garð- inum, klippa og vökva og nota alls- konar töfralyf á allan mosann. Á haustin hjálpuðum við til með kart- öfluuppskeruna og tíndum okkar eig- ið smælki í poka. Á veturna virkuðu kökuformin hennar ömmu svo sem fí- nusu snjóþotur úti og alltaf var gott að koma inn og fá sér eitthvað gott í gogginn. Á vetrarkvöldum kenndi amma okkur líka spilagaldra og var snillingur í að láta spil hverfa í gegn- um borðið, okkur til mikillar furðu. Síðustu ár, eftir að afi dó, var amma veik og dvaldi á Grund. Þar hefur hún verið vinsæl hjá langömm- ustrákunum sínum fyrir rauðan brjóstsykur sem hún hefur alltaf veitt vel af. Blessuð sé minning hennar. Gunnar K. Magnússon og Aðalheiður Magnúsdóttir. HELGA ÓLAFSDÓTTIR 9  &  : $(() D ,#+  #*  & . #*  & ,E   $     !   $ 3  :   /001 #&   &"  -,+    .#. -,+ &"  , 90 1    7  -,+ % ,    ') :  '   '    "  5 3$     !   $  3 $  : +   /* .1" .  , +" &" %                  2 '/ *F   !    $     ;  $   .   /001 <       3   $   #    = $    )  '  >   " %  &"  / ,  ."  &%G ,#. /%2, . &"  1  & C   1" 2, .  " ,1%1 & &" ,9 90  7  % .* &  .* & /   &&)," &" % ?  3     3      (  # #     (              - /% )  $(( 1  9   7"? ,% "  %- +    "   - , C("* &"    #& %"  &"  1  :  ,%"  &"  .-% .* &  "   * "   !??   &!  "  &"      * &  - + /%"   .#. %5  &"   &! /0 , * &"  !   ,  9 90  ,9 9 90 % ;$   3  &     3      (  # #     (+          4;1 2$)-    & ?#  :. , &@% 5'   3       +       ;            !   #$(   & )   7    "    .  , &"  . + .4 &"   &   . % ?  3  "     (  # #     ( 4 $6 4 ) $(( H ,0  6   .% : .  "#  , "  , . &"  , !. "# &"   7    2,,""#  &!    &"  .* & "#  7  "#      9 90  ,9 9 90 % 9    &     7I) )(    $     #   $   .   /001 J  # , ! "1" .   ##?8 # ,  # 4,+  # , H## K& # , &! # ! &" %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.