Morgunblaðið - 27.11.2001, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 27.11.2001, Qupperneq 38
UMRÆÐAN 38 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í MÓSAÍKÞÆTTI Sjónvarpsins miðviku- daginn 14. nóvember sl. var fjallað um byrjun leikársins hjá atvinnuleikhúsum landsins. Umfjöllunin hófst á því að rakið var hvað væri að ger- ast í hverju leikhúsi undir stuttum mynd- brotum og gefið til kynna að þar væri tal- ið upp allt það sem væri að gerast í ís- lenskum atvinnuleik- húsum. Þeirri upp- talningu var þó varla fyrr lokið en stjórn- andi umræðunnar varð að játa á sig þau mistök að hafa gleymt Leikfélagi Akureyrar. Síðar kom í ljós að einnig hafði gleymst að telja upp sýningu Leikfélags Ak- ureyrar á Blessuðu barnaláni þeg- ar birt var sérstakt innslag um þau íslensku verk sem frumsýnd hafa verið það sem af er leikárinu. Stjórnandi afsakaði sig þá með því að manni hætti til að gleyma því sem maður hefði ekki séð. Benda má á að þar var ekki heldur minnst á sýningu Icelandic Ta- keaway Theatre, Veröldin er vasa- klútur, sem frumsýnd var í Kaffi- leikhúsinu í haust. En þetta var því miður ekki það eina sem gleymdist í upptalningu á atvinnuleikhúsum og sýningum þeirra. Möguleikhúsið er atvinnu- leikhús sem hefur verið starfrækt í tæp tólf ár. Leikhúsið hefur aðset- ur við Hlemm þar sem er sýning- arsalur sem rúmar 100 manns og einnig ferðast það um landið með leiksýningar. Á síðasta leikári sýndi Möguleikhúsið 315 leiksýn- ingar fyrir 26.000 áhorfendur. Frá upphafi hefur Möguleikhúsið ein- göngu sýnt íslensk leikverk, sam- tals 20 leikrit. Í umræddum þætti var ekki minnst einu orði á Mögu- leikhúsið eða verkefni þess. Nú skyldi maður ætla að mann- eskja sem gefur sig út fyrir að vera sérfróð um leikhúslíf á Ís- landi og tekur að sér að fjalla um það í ríkissjónvarpinu þyrfti ekki sérstakar áminningar til að muna hvaða atvinnuleikhús eru starf- rækt hér á landi. Það hlýtur að vera krafa okkar, eigenda ríkis- sjónvarpsins, að þeir sem taka að sér þá takmörkuðu umfjöllun sem þar er að finna um menningarbrölt landsmanna styðjist við öruggari heimildir en eigið minni. En hverj- ar skyldu vera ástæður þess að þessi göt voru í mósaíkmynd þátt- arins af íslensku atvinnuleikhúsi? Það skyldi þó ekki vera að Leik- félag Akureyrar hafi goldið þess að vera ekki í Reykjavík, þegar kom að umfjöllun í sjónvarpi allra landsmanna? En hvað með Möguleikhúsið, sem hefur aðsetur í miðbæ Reykjavíkur? Skyldi það skipta ein- hverju máli að sá áhorfendahópur sem það sýnir fyrir er að mestu leyti undir lög- aldri? Það er gömul saga og ný að það menningarefni sem framleitt er fyrir börn fær mun minni um- fjöllun í fjölmiðlum en það sem framleitt er fyrir fullorðna. Það þykir einfaldlega ekki jafnspennandi. Það má þó segja að þá fyrst kasti tólf- unum þegar barnaleikhús er ekki talið með þegar talin eru upp, í verðlaunaþættinum Mósaík, þau atvinnuleikhús sem starfrækt eru á Íslandi. Þó er þetta ekki í fyrsta skipti sem barnaleikhús er afskipt í leiklistarumfjöllun þar á bæ, því aðstandendur Möguleikhússins hafa áður komið athugasemdum á framfæri til stjórnenda þáttarins þegar sama manneskja taldi starf- semi leikhússins ekki með í um- fjöllun um atvinnuleikhús. Þá má einnig benda á að það eru fleiri at- vinnuleikhópar sem sýna fyrir börn, má þar nefna Leikhúsið tíu fingur, Stopp-leikhópinn og Sögu- svuntuna. Það er illt til þess að vita ef menningarumfjöllun opinberra fjölmiðla mótast af fordómum, þröngsýni og virðingarleysi við börn. Í lok fyrrnefndrar umræðu var boðað að aftur yrði efnt til samskonar spjalls eftir áramótin. Vonandi verður þá staðið faglegar að málum, því menningarumfjöllun af því tagi sem boðið var upp á í þessum Mósaíkþætti er ríkissjón- varpinu til skammar og vekur efa- semdir um að umsjónarmenn séu starfi sínu vaxnir. Meingallað Mósaík Pétur Eggerz Höfundur er einn af stjórnendum Möguleikhússins og formaður Sam- taka um barna- og unglingaleikhús á Íslandi. Menning Það er illt til þess að vita, segir Pétur Eggerz, ef menningar- umfjöllun opinberra fjölmiðla mótast af for- dómum, þröngsýni og virðingarleysi við börn. 13 90 .3 1 Prentari fyrir PC og MAC hugbúnaður fylgir Öflug merkivél fyrir mikla notkun Merkivél fyrir heimili og fyrirtæki Nýbýlavegi 14, Kópavogi. Sími 554 4443. www.if.is/rafport MERKIVÉLARMERKIVÉLAR Viltu góða veltu? Viltu auka veltuna? Hagræða í fyrirtækinu? Búa þig undir samdráttar- tíma? Þéna meira með minni tilkostnaði? Eða byrja sjálfur ef þú getur byrjað stórt? Höfum til sölu tvö fyrirtæki í sömu starfsgrein en falla þó mjög vel saman, með heildarveltu um 320 millj. á ári. Bæði mjög vel þekkt fyrirtæki með mikið af þekktum umboðum, enda flytja þau sjálf inn mest af vörunum. Eru með heildverslun og smásölu. Búið að hagræða mikið hjá báðum og bæði eru með góða framlegð og lítinn tilkostnað, sem getur minnkað enn meira við að sameinast öðru stóru fyrirtæki. Seljast einnig sjálfstætt. Höfum einnig mikið úrval af stórum og smáum fyrirtækjum í öllum verðflokkum. Jólaviðskiptin framundan. Erum með úrval fyrirtækja á skrá hjá okkur á hverjum tíma. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.         HLÍÐARSMÁRI - TIL LEIGU 1200 fm á tveimur hæðum í álklæddu húsi. Möguleiki að skipta þessu upp í minni einingar. Vel staðsett, mikið auglýsingagildi. Lyftuhús. Allar nánari upplýsingar veitir Gunnar í síma 693 7310. ÞAÐ er undarlegt hversu margir fá út- rás með því að ráðast gegn þeim aðferðum sem við Íslendingar höfum við að stjórna fiskveiðum. Þessir að- ilar horfa algjörlega fram hjá því að ís- lensk þjóð hefur hagnast meira á því að stjórna fiskveiðum með skynsamlegum hætti en flestu eða öllu öðru sem hún hefur tekið sér fyrir hendur. Lengst af hafa and- stæðingar aflamarks- kerfisins engar lausnir haft, aðeins bent á að það þurfi að gera hlutina öðruvísi en nú er gert. Nú hefur þessum aðilum borist himnasend- ing sem á að leysa öll þeirra vandamál. „Færeyska aðferðin“ er lausnin. Af málflutningnum má ætla að þegar við höfum tekið upp „færeysku aðferðina“ fyllist öll mið af fiski og hver sem er geti fiskað eins og hann lystir. Fullkomið jafnræði, fullkomið réttlæti. Það getur verið gott að láta sig dreyma en við lifum í raunveruleikanum og í þeim raunveruleika er það því miður staðreynd að fiskveiði- stjórnarkerfi búa ekki til fisk. Í raunveruleikanum er „færeyska aðferðin“ angi af því sem gjarnan er kallað sóknarstýring eða sókn- armark. Við Íslendingar reyndum sókn- armarkskerfi áður en við tókum upp núverandi aðferðir við stjórn fiskveiða, aflamarkskerfið. Sóknar- markið reyndist því miður ekki vel og það er almenn reynsla að sókn- armark eða sóknarstýringar henta einar og sér ekki vel til að stjórna fiskveiðum. Hluti af fiskveiðistjórnun okkar felst í sóknartakmörkunum og svæðalokunum sem reynast vel með aflamarkskerfinu. Þar má nefna að veiðar á ákveðnum fisk- tegundum eru bannaðar á ákveðnum tímabilum. Veiðar með ákveðnum veiðarfær- um, s.s. botnvörpu, eru bannaðar á stórum svæðum. Veið- ar skipa af ákveðinni stærð eru bannaðar á stórum svæðum. Að stýra fiskveiðum al- farið með sóknarstýr- ingu er einfaldlega óhagkvæmt og kemur þar margt til. Sóknarmark leiðir almennt til offjárfest- ingar og er frægasta dæmið lúðuveiðar við strendur Bandaríkj- anna þar sem sóknin endaði þannig að ein- ungis var heimilað að veiða í einn dag á ári. Áherslan verður á magnið á kostnað gæðanna, þar sem menn keppast við að ná sem mestum afla á þeim tíma sem þeir hafa til ráðstöfunar. Erfitt verður að skipuleggja veiðarnar og sam- hæfa veiðar og vinnslu. Slysahætta eykst vegna þess að hvatinn er að nýta sóknardagana í botn þótt bræli. Grundvallaratriði til að eitt- hvert vit verði í stjórninni er að takmarka bæði fjölda veiðileyfa og afkastagetu flotans. Þannig verður aðgengi að vera takmarkað vegna þess að auðlindin er takmörkuð. Erfitt er að finna rétta sóknargetu í upphafi og ekki er auðveldara að hemja afkastagetuna þar sem þró- un í skipakosti og veiðitækni er af- ar hröð. Í blönduðum veiðum leggjast menn í verðmætustu teg- undina sem leiðir til ójafnvægis og ofveiði á henni en vannýtingu á verðminni tegundum. Í mikilli veiði er hvati til brottkasts og eng- ar líkur á að þeir sem á annað borð fara á sjó með það hugarfar að henda verðminnsta fiskinum breyti hátterni sínu. Því miður hafa íslensk stjórn- völd ekki borið gæfu til að afnema sóknarmarkskerfi sem hluti smá- bátanna býr við. Auk þeirrar of- fjárfestingar sem átt hefur sér stað í öflugum hraðfiskibátum hef- ur það leitt til gífurlegrar umfram- veiði þeirra miðað við það sem þeim er ætlað að veiða eins og fram kemur á meðfylgjandi mynd. Stjórnvöld hafa beitt því óynd- isúrræði að láta umframveiði sókn- armarksbátanna bitna á hlut afla- marksskipanna. Ljóst er að afli sóknarmarksbátanna hefur ekki aukist vegna þess að þorskstofninn hafi verið að stækka. Það sjá allir hvernig færi fyrir þorskstofninum ef öll stjórn á þorskveiðum væri með sama hætti og óstjórn sókn- armarksbátanna. Ég legg því til að það verði forgangsverkefni að ná tökum á íslenskum raunveruleika áður en menn leggjast frekar í færeyska dagdrauma. Færeyskur draumur – íslenskur veruleiki Friðrik J. Arngrímsson Kvótinn Íslensk stjórnvöld, segir Friðrik J. Arngrímsson, hafa ekki borið gæfu til að afnema sóknar- markskerfi sem hluti smábátanna býr við. Höfundur er framkvæmdastjóri LÍÚ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.