Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 21 HEIMILIS- GÓLFDÚKAR TEPPAMOTTUR Glæsilegt úrval Dúkar sem auðvelt er að leggja, má leggja án límingar. Mikið úrval mynstra og lita í breiddunum 2-3-4m. Gott verð, frá kr. 920- m2 KJARAN EHF • SÍÐUMÚLI 14 • 108 REYKJAVÍK SÍMAR 510 5510 • 510 550 WWW.KJARAN.IS MAGNÚS Þór Hafsteinsson, fiski- fræðingur og fréttamaður, krefst þess að sjávarútvegsráðherra dragi til baka ummæli þess efnis að myndir, sem teknar voru af brott- kasti um borð í íslensku fiskiskipi, hafi verið sviðsettar. Ella muni hann stefna ráðherranum, ásamt öðrum, fyrir rógburð í sinn garð. Myndir sem Magnús Þór og Friðþjófur Helgason myndatöku- maður tóku af brottkasti um borð í tveimur íslenskum fiskiskipum fyr- ir skömmu hafa mjög verið gagn- rýndar og látið að því liggja að þar hafi verið um sviðsetningu að ræða. Segir Magnús að ásakanir þess efnis hafi meðal annars komið fram í máli Árna M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, Guðbrands Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Útgerðarfélags Akureyringa, og Hannesar Hólmsteins Gissurarson- ar, prófessors. „Á okkur eru bornar mjög alvar- legar ásakanir og það er óþolandi að sitja undir slíku, sérstaklega frá sjálfum sjávarútvegsráðherra. Það er mjög vegið að starfsheiðri fréttamanna þegar þeir eru sakaðir um að sviðsetja fréttir. Ásakanir um fréttafals eru jafnalvarlegar og ef ég myndi saka Árna M. Mathie- sen um mútuþægni eða Guðbrand Sigurðsson um kvótasvindl, án þess að hafa nokkuð fyrir mér í því. Við viljum að ummælin verði dregin til baka, þau dæmd dauð og ómerk og við beðnir afsökunar á þeim. Verði það ekki gert munum við leita allra leiða til að verja heiður okkar.“ Magnús segir að ráðherra og aðrir sem borið hafi brigður á brottkastsmyndirnar, byggi um- mæli sín gjarnan á orðum skip- stjórans á öðru skipinu sem um ræðir. Magnús segir skipstjórann hins vegar ekki lengur trúverðug- an, enda sé hann nú orðinn marg- saga í málinu. Ákvörðun um veiðileyfissviptingu tekin á allra næstu dögum Brottkastið, sem umræddar myndir sýndu, hefur verið kært til Fiskistofu og hefur hún óskað eftir því að lögregla taki málið til op- inberrar rannsóknar. Brottkast á fiski varðar við lög um umgengni við nytjastofna sjávar og skal Fiskistofa svipta skip veiðileyfi, sem brýtur gegn lögunum. Áður en slík ákvörðun er tekin er útgerðum viðkomandi skipa gefinn kostur á því að tjá sig. Andmælafrestur út- gerðanna tveggja rann út á föstu- dag og samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu hefur borist formlegt er- indi frá annarri útgerðinni. Vegna sérstakra aðstæðna verður and- mælafrestur hinnar útgerðinnar væntanlega lengdur. Ákvörðun um veiðileyfissviptingu verður að öll- um líkindum tekin á allra næstu dögum, a.m.k. hvað varðar annað skipið. Teljist ástæða til að svipta skipin veiðileyfi, getur sviptingin verið allt frá tveim og upp í tólf vikur samkvæmt lögunum, en eitt ár ef um ítrekuð brot er að ræða. Annað skipið, sem um ræðir, hefur ekki haldið til veiða um nokkurt skeið en eftirlitsmaður frá Fiskistofu hefur verið um borð í hinu skipinu frá því að málið kom upp. Vill að ráðherra dragi ummæli sín til baka KONUM í stjórnarsætum í hundr- að stærstu fyrirtækjum Bretlands hefur fækkað þriðja árið í röð, samkvæmt rannsókn Cranfield- háskóla. Greint er frá því á fréttavef BBC að engin kona er í stjórn 43 af fyrirtækjunum 100 og konur skipa aðeins 2% af æðstu stjórn- unarstöðum. Í niðurstöðuskýrslu rannsókn- arinnar eru Marks & Spencer, Legal and General og AstraZeneca nefnd sem þau fyrirtæki sem hafa fjölgað konum í stjórn. Fjölmiðla- fyrirtæki og tóbaksframleiðendur koma hins vegar verst út. Þingmaðurinn Harriet Harman segir Bretland langt á eftir Banda- ríkjunum hvað þetta snertir. Í Bandaríkjunum sé fjölbreytileiki metinn og það talið mikilvægt að konur sitji í stjórnum fyrirtækja þar sem konur eru hluti starfs- manna og hluti neytenda. Sue Vinnicombe, einn af höf- undum skýrslunnar, lýsti von- brigðum sínum með niðurstöð- urnar og er þeirrar skoðunar að ástandið muni ekki batna fyrr en karlar í stjórnunarstöðum taka þátt í umræðunni. Niðurstöðurnar sýna einnig fram á að þeim fyrirtækjum þar sem kona situr í stjórn gangi bet- ur. BBC greinir frá því að í 17 af 20 verðmætustu fyrirtækjunum í FTSE-hlutabréfavísitölunni sé kona í stjórn en aðeins í tíu af neðstu 20 fyrirtækjunum. Konum fækkar í stjórnum fyrir- tækja í Bretlandi BJÖRN RE, nýtt togveiðiskip út- gerðarfélagsins Dynjanda efh., kemur til heimahafnar í Reykja- vík í dag, eftir tæplega tveggja mánaða siglingu frá Kína þar sem skipið var smíðað. Björn RE er 28,87 metra langt tveggja þilfara ísfiskskip og 19,7 metra breitt. Skipið lagði af stað frá Hungpu-skipasmíðastöðinni í Guangzhou í Kína 5. október sl. og hefur heimsiglingin því tekið 53 daga. Að sögn Aðalbjarnar Jóa- kimssonar, útgerðarmanns, hefur siglingin frá Kína gengið mjög vel, utan þess að skipið hreppti leið- indaveður suður af Íslandi síðasta spölinn. Hann segir að enn eigi eftir að reka smiðshöggið á smíði skipsins, það verði gert hér á Ís- landi, en væntanlega verði skipið komið á veiðar strax í upphafi næsta árs. Kristján Guðmunds- son, skipstjóri, stýrði Birni RE til heimahafnar frá Kína, en alls voru 7 manns í áhöfn skipsins á leiðinni. Björn RE kemur frá Kína í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.