Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 28
LISTIR
28 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BJÖRN Bjarnason menntamálaráð-
herra, Geir H. Haarde fjármálaráð-
herra, Hjálmar H. Ragnarsson rekt-
or Listaháskóla Íslands og Pétur
Einarsson formaður stjórnar skól-
ans undirrituðu í gær samning fyrir
hönd Listaháskóla Íslands og rík-
isins. Samningurinn nær til næstu
þriggja ára og kveður á um nám til
B.A.-prófs í myndlist, hönnun og
byggingarlist, leiklist og tónlist.
Með samningnum verða formleg-
ar deildir Listaháskólans fjórar tals-
ins, þ.e. myndlistardeild, hönnunar-
og byggingarlistardeild, leiklistar-
deild og tónlistardeild, en kveðið er
á um að nám í byggingarlist hefjist
við skólann haustið 2002.
Fjárveitingar til verkefnisins
verða samkvæmt samningnum 305
milljónir á næsta ári, en fara hækk-
andi um 30 milljónir á ári næstu tvö
ár samningsins. Þar er byggt á nem-
endaþróun sem gerir ráð fyrir að
nemendur í fjórum ofangreindum
listgreinum verði 313 talsins árið
2004.
Að sögn Hjálmars H. Ragnars-
sonar rektors Listaháskóla Íslands
er hér um að ræða skýr tímamót í
uppbyggingu æðri listmenntunar í
landinu. „Með samningnum er
grunnrekstur Listaháskólans næstu
þrjú árin tryggður, og gerir það alla
uppbyggingu skólans markvissari
og öruggari. Samningnum fylgja
jafnframt ákveðnar kvaðir um gæði
námsins, og er það vitanlega kapps-
mál skólans að uppfylla þær kröf-
ur.“ Hjálmar bendir á að með samn-
ingnum sé tryggður rekstur tveggja
nýrra deilda við skólann, þ.e. tónlist-
ardeildar og hönnunar- og bygging-
arlistardeildar, og sæti það vissu-
lega tíðindum að boðið verði upp á
nám í byggingarlist á háskólastigi á
Íslandi. „Tónlistarkennsla var hafin
í skólanum í september í trausti
þess að samningar næðust, og hefur
það nú tekist. Einnig hefur hafist
hér kennsla í hönnun, en í septem-
ber á næsta ári munum við taka inn
fyrsta nemendahópinn sem leggja
mun stund á B.A.-nám í bygging-
arlist.“
Hjálmar segir samninginn vera
mikilvægt skref í framtíðarupp-
byggingu skólans, þar sem kominn
sé grunnur að útvíkkun námsins á
fleiri sviðum, en Listaháskólinn
kynnti m.a. áform sín til framtíðar á
ársfundi sem haldinn var í gær-
kvöldi. „Í umræðunni er að taka síð-
ar upp nám í listgreinum á borð við
dans, kvikmyndun og margmiðlun,
auk kennaranáms í listum og list-
fræðináms, og gerum við ráð fyrir
að geta samið um slíkt nám í sér-
stökum viðbótarsamningum.“
Hjálmar bætir því við að samn-
ingurinn sé ánægjulegur áfangi, þar
sem ásókn í skólann sé gríðarlega
mikil. „Samningurinn gerir okkur
kleift að fjölga nemendum úr 260
sem nú er, í 313 árið 2004 og er þar
eingöngu átt við þær fjórar grunn-
greinar sem samningurinn tekur til.
Við höfum fundið fyrir miklum
áhuga meðal fólks í mennta- og
menningarstofnunum fyrir því að
Listaháskólinn víkki sitt svið og
sinni til dæmis menntun kennara í
einstökum listgreinum.“
Samningur ríkisins og Listaháskóla Íslands um rekstur listnáms á háskólastigi undirritaður
Morgunblaðið/Þorkell
Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, Björn Bjarnason
menntamálaráðherra og Pétur Einarsson, formaður stjórnar LHÍ, við
undirritun grunnsamnings milli ríkis og Listaháskóla Íslands í gær.
Nám í bygg-
ingarlist hefst
næsta haust
EDDA Erlendsdóttir leikur píanó-
verk eftir Haydn, Schubert, Pál Ís-
ólfsson og Grieg á Tíbrártónleikum í
Salnum í kvöld. Edda er búsett í
Frakklandi en heldur góðum
tengslum við land sitt; hún stendur
fyrir Kammertónlistarhátíð á
Kirkjubæjarklaustri ár hvert en hef-
ur auk þess komið til að leika með
Sinfóníuhljómsveit Íslands og til að
leika kammertónlist. Það eru þó
komin fjögur ár frá því hún hefur
haldið einleikstónleika sem þessa
hér á landi. Eddu þótti það ekki mik-
ið mál að leggja lykkju á leið sína í
svörtum kafaldsbyl í gær til að
spjalla við blaðamann. Henni þótti
góð tilbreyting í „skapmikla“ veðr-
inu á Íslandi.
„Ég ætla að leika Andante með til-
brigðum í f-moll eftir Haydn, Schu-
bertsónötu í a-moll opus 164, eina af
æskusónötum tónskáldsins. Hann
samdi þrjár sónötur árið 1817 sem
eru ekki eins langar og þær sem
hann samdi síðar, en allar fullar af
ferskleika og söng. Þetta er ein af
þeim; ekta Vínartónlist. Eftir hlé leik
ég þrjú píanóverk eftir Pál Ísólfsson
ópus 5, og loks Níu ljóðræn smálög
eftir Grieg. Fyrri verkin, Haydn og
Schubert eru lengri og krefjast meiri
einbeitingar af hlustandanum. Ha-
ydn-verkið er góður aðdragandi að
Schubert. Haydn var kominn á efri
ár þegar hann samdi þessi tilbrigði.
Þar skiptast á tilbrigði í f-moll og F-
dúr. F-mollinn er þungur og melan-
kólískur en F-dúr tilbrigðin eru hins
vegar geislandi og þar kemur margt
óvænt uppá. Mér finnst Haydn al-
gjör snillingur í að semja tilbrigði.
Hann notar einföld stef en úfærir á
ótrúlega fjölbreyttan hátt. Hann er
eins og leikari sem er alltaf að skipta
um búning en er alltaf jafn sannfær-
andi í hlutverkinu. Í lok verksins
snýr upphafsstefið aftur og það end-
ar á mjög dramatískan máta. Eftir
hlé eru verkin styttri – þetta eru
smámyndir. Grieg nýtur sín best í
því formi – örstuttum verkum sem
eru mjög sterk. Þetta eru náttúru-
stemmningar, þjóðsagnastef og álfar
og stemmningar eins og þátturinn
Liðnir dagar, þar sem hann lítur til
baka. Svo er líka mikill Grieg í Páli
Ísólfssyni og þeir passa vel saman
hlið við hlið.“
Edda segir það vandaverk að raða
saman verkum á tónleika. „Ég er
með litla skissubók sem ég skrifa í
hugmyndir að verkum á tónleika. Ég
er lengi að breyta þessu og stroka út
og bæta við, og fæ hugmyndir jafn-
vel í sturtu á morgnana. Ég máta
saman verkin og leyfi þessu að
þróast þar til mér finnst þetta komið.
Mér hefur alltaf þótt það mjög
spennandi að byggja upp efnisskrá.
Ég vil ekki leika það sem allir eru
með. Mörg stórkostleg verk eru
hreinlega ofnotuð, eins og sum verka
Chopins. Ég reyni að blanda saman
aðgengilegum verkum og því sem er
erfiðara, þekktum verkum og nýjum.
Þessi tónleikadagskrá er þó mjög
klassísk í uppbyggingu.“ Edda dreg-
ur upp úr pússi sínu dagskrána að
fyrstu einleikstónleikum sínum hér á
landi fyrir tuttugu árum. Þar lék hún
mörg stór og löng verk, og þætti víst
mörgum nóg um í dag að leika það
eftir. „Ég skil ekki núna hvað ég var
að hugsa og hvernig ég fór að þessu.
Ég minnist þess ekki að hafa verið
þreytt eftir þetta, þetta þótti sjálf-
sagt þá, en nú legg ég meiri vinnu í
að velja verkefnin saman.“ Edda er
að leika í fyrsta sinn á nýja flygilinn í
Salnum, og er búin að æfa sig á hann
í nokkra daga. „Þetta er svo gott
hljóðfæri, ég hef sjaldan spilað á
annað eins. Hann er skýr, syngjandi
og svarar vel og er alveg stórkostleg-
ur. Og þó hann sé svona nýr, er eins
og þegar sé búið að spila hann til.
Hrái byrjunartónninn er alveg far-
inn úr honum. Húsið er líka gott og
gaman að spila þar. Það eru kjörnar
aðstæður að koma heim í svona gott
umhverfi þar sem aðrir sjá um
skipulagið og maður þarf ekki sjálfur
að standa í því að láta prenta miða,
auglýsa sig og það allt. Þetta er mjög
gott fyrir tónlistarlífið hér.“
Edda starfar við píanókennslu í
Frakklandi og er prófessor við Tón-
listarháskólann í Versölum, auk þess
að leika á tónleikum. Í ár nýtur hún
listamannalauna og kennir því ekk-
ert, en hefur haft í nógu að snúast að
halda tónleika víðs vegar um Evrópu
og Bandaríkin, þar sem hún leikur
bæði kammertónlist, heldur einleiks-
tónleika, og spilar tangó með eigin-
manni sínum, Olivier Manoury.
Edda hefur líka verið að vinna að út-
gáfu geisladisks sem nú er kominn
út. Þar leikur hún eingöngu verk eft-
ir Haydn; Aríettu með tólf tilbrigð-
um, píanósónötur nr. 47 og 35 og loks
Andante með tilbrigðum sem hún
leikur á tónleikunum í kvöld. „Þessi
diskur er beint framhald af fyrsta
diski mínum, þar sem ég lék verk eft-
ir Carl Philip Emmanuel Bach. Ha-
ydn segir víða frá því að hann hafi
alltaf byrjað á því að spila verk Carls
Philips til að fá innblástur, því í tón-
list hans sé svo þrungin frásagnar-
gleði. Einhvern tíma á ég eftir að
stilla þessum tveimur upp hlið við
hlið á tónleikum. Það verður spenn-
andi.“
Edda Erlendsdóttir leikur í Salnum í kvöld
„Haydn algjör snill-
ingur í tilbrigðum“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Þetta er stórkostlegt hljóðfæri,“ segir Edda Erlendsdóttir píanóleikari
um flygilinn í Salnum, sem hún leikur á á tónleikum í kvöld.
HILMAR Jensson heldur þessa dag-
ana röð djassspunatónleika í Vest-
urporti við Vesturgötu ásamt
bandarísku tónlistarmönnunum
Andrew D’Angelo og Jim Black.
Um er að ræða fimm tónleika sem
hófust sl. sunnudagskvöld, og verða
haldnir á hverju kvöldi fram á
fimmtudag. Þeir Hilmar, Andrew
og Jim flytja þar frumsamda tónlist
sína með spuna og leika á hefð-
bundin hljóðfæri sín, þ.e. gítar,
saxófón, b-klarinett og trommur, í
bland við ýmis rafhljóðfæri.
Andrew D’Angelo og Jim Black
eru Íslendingum að góðu kunnir, en
þeir hafa spilað hér á landi í félagi
við Hilmar Jensson. Báðir tónlist-
armennirnir hafa leikið um allan
heim og starfað með listamönnum á
borð við Dave Douglas, Tim Berne,
Laurie Anderson og Human Feel,
svo fáein dæmi séu nefnd.
Tónleikaröðin í Vesturporti er
liður í undirbúningi þríeykisins fyr-
ir upptöku hljómplötu sem gefin
verður út hjá kanadíska útgáfufyr-
irtækinu Songlines næsta vor. Seg-
ir Hilmar hér vera um að ræða
nokkurs konar frumraun þeirra
Andrews og Jims sem þríeykis, en
fram til þessa hafi þeir mestmegnis
leikið ýmist tveir saman eða hver í
sínu lagi frá því að þeir kynntust
við tónlistarnám í Boston fyrir ára-
tugi. Segir Hilmar að tónlistar-
samstarfið einkennist ef til vill öðru
fremur af samblöndun ólíkra áhrifa
sem þeir hafi orðið fyrir og unnið
með í gegnum tíðina. „Annars veg-
ar er um að ræða nokkurs konar
New York-jazzspunaskóla, en síðan
hef ég verið að kafa mikið í þetta
nýja Chicago efni, með elektróník
og spuna. Það eru kannski þessir
tveir heimar sem eru að mætast
öðru fremur. Ef til vill mætast einn-
ig að einhverju leyti bandarísk og
norræn áhrif,“ segir Hilmar.
Eintóm þrjóska
Aðspurður segist hann hafa efnt
til fimm tónleika í röð af eintómri
þrjósku og löngun til að vinna á
þann hátt sem fagið krefjist gjarn-
an af góðum djasstónlistarmönnum.
„Stíf tónleikadagskrá kallar á það
að tónlistarmenn leiki sömu dag-
skrána oftar en einu sinni, og eru
þá oft að spila sömu lögin kvöld eft-
ir kvöld. Um leið skapast tækifæri
til að kafa dýpra og dýpra í tónlist-
ina, komast að kjarna hennar,“ seg-
ir Hilmar. „Mig hefur lengi langað
til að halda svona tónleikalotu, þó
svo að hér sé eflaust um að ræða
framboð langt umfram eftirspurn.
En það gerist alltaf eitthvað nýtt í
hvert skipti sem djasstónlist er
flutt, og með spunameistara eins og
Jim og Andrew verður tónleika-
formið enn meira spennandi,“ segir
Hilmar og bætir því við að góð sam-
vinna við Vesturport og styrkur frá
menningarsjóði FÍH hafi gert hon-
um kleift að hrinda hugmyndinni í
framkvæmd.
Tónleikarnir eru haldnir í hinu
nýstofnaða leikhúsi Vesturports á
Vesturgötu 18. Segir Hilmar hrein-
lega um að ræða besta tónleikastað-
inn í bænum, húsið sé mátulega
stórt, hrátt og einfalt. „Það hefur
hreinlega vantað svona stað í
Reykjavík, hann býr yfir alveg sér-
stakri stemmningu og vona ég bara
að sem flestir láti sjá sig á tónleik-
unum,“ segir Hilmar að lokum.
Næstu tónleikar raðarinnar
verða í kvöld, miðvikudag og
fimmtudag kl. 21 og fer forsala að-
göngumiða fram í hljómplötuversl-
uninni 12 tónum.
„Besti
tónleika-
staðurinn
í bænum“
„Mig hefur lengi langað til að
halda svona tónleikalotu,“ segir
Hilmar Jensson tónlistarmaður
sem efnir til tónleikaraðar í
Vesturporti ásamt Andrew
D’Angelo og Jim Black.