Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 17
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 17 á innimálningu miðað við 10 lítra dós í ljósum lit, gljástig 10. TILBOÐ H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Skeifunni 4, Reykjavík s: 568 7878 Snorrabraut 56, Reykjavík s: 561 6132 Stórhöfða 44, Reykjavík s: 567 4400 Austursíðu 2, Akureyri s: 464 9012 Hafnargötu 90, Keflavík s: 421 4790 Dalvegi 4, Kópavogi s: 540 9100 Bæjarlind 6, Kópavogi s: 544 4411 Harpa Sjöfn málningarverslanir 470 kr. 20-40% afsláttur af allri innimálningu Verð á lítra frá Fagleg ráðgjöf og þjónusta fyrir einstaklinga. HIÐ árvissa jólaföndur foreldra- félags Grunnskóla Grindavíkur var haldið nú í lok nóvember. Á síðasta ári var gríðarlegur fjöldi fólks sem mætti og eins var það þetta árið. Hjá mörgum er þessi jólafönd- ursdagur sá dagur sem kemur þeim í rétta jólaskapið og fólk hummaði jólalögin um leið og jólaföndrið var málað. Það skemmir nú ekki heldur að þegar búið er að föndra bíður glæsilegt kaffihlaðborð eftir þátt- takendum. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Föndrað fyrir jólin Grindavík ÍSLANDSMEISTARAR IFBB- sambandsins í hreysti, Freyja Sig- urðardóttir úr Keflavík og Arnar Grant frá Akureyri, sigruðu einnig í Bikarmóti IFBB. Mótið var haldið í íþróttahúsinu í Keflavík síðastliðinn laugardag. Keppnin var að þessu sinni hald- in til minningar um Keflvíkinginn Benedikt Oddsson sem lést í bílslysi á Reykjanesbrautinni fyrir ári, en hann tók þátt í síðasta bikarmóti. Keppt var í kvenna- og karla- flokki, en alls tóku 38 keppendur þátt í mótinu, 29 karlar og níu kon- ur. Karlar kepptu í upphífingum og dýfum, hindrunarbraut og saman- burði, en konur í samanburði, hindrunarbraut og dansatriði, þar sem sýna þarf fram á alhliða styrk og úthald. Keppnin var með breyttu sniði þetta árið, þar sem ekki var nauðsynlegt að keppa í öllum grein- unum, heldur var hægt að velja um greinar til að taka þátt í. Eingöngu þeir sem kepptu í öllum greinunum áttu þó kost á að verða bikarmeist- arar. Bikarmeistarar urðu Freyja Sig- urðardóttir og Arnar Grant, sem bæði eru Íslandsmeistarar IFBB- sambandsins og Arnar sigraði einn- ig á bikarmóti sambandsins fyrir ári. Þau unnu á heildarstigum úr öllum greinum. Freyja sigraði í samanburði kvenna, Heiðrún Sig- urðardóttir var með besta dansat- riðið og Sara Ómarsdóttir var fljót- ust í gegnum hindrunarbrautina. Arnar Grant vann hins vegar sam- anburð karla, Daníel Þórðarson gerði flestar upphífingar og dýfur, en Þorvaldur Borgar Hauksson var með besta tímann í hindrunarbraut- inni. Samanburðurinn erfiður „Það er ákveðinn undirbúningur sem þarf að hafa á hreinu fyrir svona keppni,“ sagði Arnar Grant í samtali við Morgunblaðið eftir keppnina, og bætti við: „Ég tók núna tíu vikna ferli, eina viku í einu. Eftir hverja viku horfði ég til baka yfir vikuna til að sjá hvort ég væri ekki á réttri braut. Annars gekk allt upp hjá mér í dag. Samanburð- urinn er erfiður. Það eru allir farnir að undirbúa sig svo mikið fyrir hann. Ég held þá bara áfram að bæta minn undirbúning eins og hin- ir.“ Orkan búin „Þetta er búinn að vera langur og erfiður undirbúningur sem skilaði sér vel, bæði í þessari keppni og á heimsmeistaramótinu í síðastliðnum mánuði. Ég var rosalega þreytt í dag en ég hef aldrei lent í því fyrr. Líklega er það vegna þess að ég er búin að vera svo lengi á kolvetnas- nauðu fæði að orkan var bara búin,“ sagði Freyja Sigurðardóttir bikar- meistari að keppni lokinni. Bikarmót IFBB-sambandsins í hreysti haldið um helgina Meistararnir vörðu titla sína Morgunblaðið/Sigríður Hjálmarsdóttir Freyja Sigurðardóttir og Árni Grant, bikarmeistarar IFBB í hreysti. Keflavík FUNDUR kennara og starfs- fólks Gerðaskóla í Garði, sem ný- lega var haldinn, lýsir yfir áhyggjum sínum vegna stöðunn- ar sem komin er upp í kjölfar uppsagna stjórnenda skólans. Skólastjóri Gerðaskóla og að- stoðarskólastjóri sögðu upp störfum vegna óánægju með kjarasamninga kennarasamtak- anna og launanefndar sveitarfé- laga sem hafa í för með sér launalækkun hjá þeim. Skóla- stjórinn hættir um áramót og að- stoðarskólastjórinn tveimur mán- uðum síðar. Gerðahreppur hefur auglýst stöður þeirra lausar til umsóknar. Fundur kennara og starfsfólks hvetur sveitarstjórn og skóla- stjórnendur til að setjast niður og leiða þetta mál til lykta á far- sælan hátt, með hagsmuni skóla- starfsins í huga. Kennarar og starfs- fólk áhyggjufullt Garður FÍKNIEFNI og tæki til hassneyslu fundust í bíl sem lögreglan í Keflavík stöðvaði á Reykjanesbraut við Voga- stapa seint á sunnudagskvöld. Lögreglumenn sem voru í umferð- arátaki, að fylgjast með ljósabúnaði bifreiða, stöðvuðu bifreiðina vegna vanbúnaðar á ljósum. Sáu þeir þá tæki sem notuð eru til fíkniefna- neyslu. Ökumaðurinn, sem var einn á ferð og hefur áður gerst brotlegur við fíkniefnalöggjöfina, heimilaði leit í bílnum og fundust tæki til hass- neyslu, fjórir litlir pokar af meintu kannabis og tíu lyfjatöflur. Fundu fíkni- efni við athug- un á ljósum Reykjanesbraut
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.