Morgunblaðið - 27.11.2001, Page 17

Morgunblaðið - 27.11.2001, Page 17
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 17 á innimálningu miðað við 10 lítra dós í ljósum lit, gljástig 10. TILBOÐ H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Skeifunni 4, Reykjavík s: 568 7878 Snorrabraut 56, Reykjavík s: 561 6132 Stórhöfða 44, Reykjavík s: 567 4400 Austursíðu 2, Akureyri s: 464 9012 Hafnargötu 90, Keflavík s: 421 4790 Dalvegi 4, Kópavogi s: 540 9100 Bæjarlind 6, Kópavogi s: 544 4411 Harpa Sjöfn málningarverslanir 470 kr. 20-40% afsláttur af allri innimálningu Verð á lítra frá Fagleg ráðgjöf og þjónusta fyrir einstaklinga. HIÐ árvissa jólaföndur foreldra- félags Grunnskóla Grindavíkur var haldið nú í lok nóvember. Á síðasta ári var gríðarlegur fjöldi fólks sem mætti og eins var það þetta árið. Hjá mörgum er þessi jólafönd- ursdagur sá dagur sem kemur þeim í rétta jólaskapið og fólk hummaði jólalögin um leið og jólaföndrið var málað. Það skemmir nú ekki heldur að þegar búið er að föndra bíður glæsilegt kaffihlaðborð eftir þátt- takendum. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Föndrað fyrir jólin Grindavík ÍSLANDSMEISTARAR IFBB- sambandsins í hreysti, Freyja Sig- urðardóttir úr Keflavík og Arnar Grant frá Akureyri, sigruðu einnig í Bikarmóti IFBB. Mótið var haldið í íþróttahúsinu í Keflavík síðastliðinn laugardag. Keppnin var að þessu sinni hald- in til minningar um Keflvíkinginn Benedikt Oddsson sem lést í bílslysi á Reykjanesbrautinni fyrir ári, en hann tók þátt í síðasta bikarmóti. Keppt var í kvenna- og karla- flokki, en alls tóku 38 keppendur þátt í mótinu, 29 karlar og níu kon- ur. Karlar kepptu í upphífingum og dýfum, hindrunarbraut og saman- burði, en konur í samanburði, hindrunarbraut og dansatriði, þar sem sýna þarf fram á alhliða styrk og úthald. Keppnin var með breyttu sniði þetta árið, þar sem ekki var nauðsynlegt að keppa í öllum grein- unum, heldur var hægt að velja um greinar til að taka þátt í. Eingöngu þeir sem kepptu í öllum greinunum áttu þó kost á að verða bikarmeist- arar. Bikarmeistarar urðu Freyja Sig- urðardóttir og Arnar Grant, sem bæði eru Íslandsmeistarar IFBB- sambandsins og Arnar sigraði einn- ig á bikarmóti sambandsins fyrir ári. Þau unnu á heildarstigum úr öllum greinum. Freyja sigraði í samanburði kvenna, Heiðrún Sig- urðardóttir var með besta dansat- riðið og Sara Ómarsdóttir var fljót- ust í gegnum hindrunarbrautina. Arnar Grant vann hins vegar sam- anburð karla, Daníel Þórðarson gerði flestar upphífingar og dýfur, en Þorvaldur Borgar Hauksson var með besta tímann í hindrunarbraut- inni. Samanburðurinn erfiður „Það er ákveðinn undirbúningur sem þarf að hafa á hreinu fyrir svona keppni,“ sagði Arnar Grant í samtali við Morgunblaðið eftir keppnina, og bætti við: „Ég tók núna tíu vikna ferli, eina viku í einu. Eftir hverja viku horfði ég til baka yfir vikuna til að sjá hvort ég væri ekki á réttri braut. Annars gekk allt upp hjá mér í dag. Samanburð- urinn er erfiður. Það eru allir farnir að undirbúa sig svo mikið fyrir hann. Ég held þá bara áfram að bæta minn undirbúning eins og hin- ir.“ Orkan búin „Þetta er búinn að vera langur og erfiður undirbúningur sem skilaði sér vel, bæði í þessari keppni og á heimsmeistaramótinu í síðastliðnum mánuði. Ég var rosalega þreytt í dag en ég hef aldrei lent í því fyrr. Líklega er það vegna þess að ég er búin að vera svo lengi á kolvetnas- nauðu fæði að orkan var bara búin,“ sagði Freyja Sigurðardóttir bikar- meistari að keppni lokinni. Bikarmót IFBB-sambandsins í hreysti haldið um helgina Meistararnir vörðu titla sína Morgunblaðið/Sigríður Hjálmarsdóttir Freyja Sigurðardóttir og Árni Grant, bikarmeistarar IFBB í hreysti. Keflavík FUNDUR kennara og starfs- fólks Gerðaskóla í Garði, sem ný- lega var haldinn, lýsir yfir áhyggjum sínum vegna stöðunn- ar sem komin er upp í kjölfar uppsagna stjórnenda skólans. Skólastjóri Gerðaskóla og að- stoðarskólastjóri sögðu upp störfum vegna óánægju með kjarasamninga kennarasamtak- anna og launanefndar sveitarfé- laga sem hafa í för með sér launalækkun hjá þeim. Skóla- stjórinn hættir um áramót og að- stoðarskólastjórinn tveimur mán- uðum síðar. Gerðahreppur hefur auglýst stöður þeirra lausar til umsóknar. Fundur kennara og starfsfólks hvetur sveitarstjórn og skóla- stjórnendur til að setjast niður og leiða þetta mál til lykta á far- sælan hátt, með hagsmuni skóla- starfsins í huga. Kennarar og starfs- fólk áhyggjufullt Garður FÍKNIEFNI og tæki til hassneyslu fundust í bíl sem lögreglan í Keflavík stöðvaði á Reykjanesbraut við Voga- stapa seint á sunnudagskvöld. Lögreglumenn sem voru í umferð- arátaki, að fylgjast með ljósabúnaði bifreiða, stöðvuðu bifreiðina vegna vanbúnaðar á ljósum. Sáu þeir þá tæki sem notuð eru til fíkniefna- neyslu. Ökumaðurinn, sem var einn á ferð og hefur áður gerst brotlegur við fíkniefnalöggjöfina, heimilaði leit í bílnum og fundust tæki til hass- neyslu, fjórir litlir pokar af meintu kannabis og tíu lyfjatöflur. Fundu fíkni- efni við athug- un á ljósum Reykjanesbraut

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.