Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Jóladúkar - Jólagardinur Comeniusarvika í Evrópu Comenius hefur skapað sér sess Comeniusarvikaverður haldin umalla Evrópu dag- anna 26.–30. nóvember, en um er að ræða verkefni sem „tengir saman evr- ópska skóla á jákvæðan hátt“ eins og stendur í fréttatilkynningu frá Al- þjóðaskrifstofu háskóla- stigsins, sem er umsjónar- aðili verkefnisins hér á landi. Verkefnisstjóri er Katrín Einarsdóttir. – Hvað er Comeniusar- vika og hver var Com- enius? „Comeniusarvika er haldin um alla Evrópu dagana 26.–30.nóvember. Þetta er í fyrsta sinn sem Comeniusarvika er haldin og er markmiðið að vekja athygli á evrópskum samstarfs- verkefnum leik-, grunn- og fram- haldsskóla styrktum af Comen- iusi. Amos Comenius (1592–1670) var tékkneskur guðfræðingur, heimspekingur og uppeldisfröm- uður sem var sannfærður um að með menntun gæti maðurinn nýtt hæfileika sína til fulls og var talið við hæfi að nefna þennan þátt Sókratesar eftir honum. Sókrates er samstarfsáætlun ESB um menntamál en Ísland hefur tekið fullan þátt í Comeniusi frá 1995 og nú eru 30 Evrópulönd þátttakend- ur, þ.e. ESB-aðildarríkin fimm- tán, EES-löndin þrjú og við bæt- ast tólf nýir þátttakendur, aðallega frá Eystrasaltsríkjunum og Austur-Evrópu. Við má bæta, að Sókratesaráætlunin skiptist í átta þætti sem spanna öll stig menntunar, þ. á m. Erasmusar- þáttinn fyrir háskólastigið sem margir kannast við.“ – Landsskrifstofa Sókratesar … fyrir hvað stendur hún? „Landsskrifstofa Sókratesar heyrir undir Alþjóðaskrifstofu há- skólastigsins og annast fram- kvæmd Sókratesaráætlunarinnar á Íslandi. Landsskrifstofan hefur umsjón með úthlutun Sókratesar- styrkja á Íslandi.“ – Hver eru markmið Comenius- ar? „Markmið Comeniusar er að koma á Evrópuvitund í menntun og stuðla að gæðastarfi í skólum. Það sem við köllum „Evrópuvit- und“ er mikilvægt hugtak Evr- ópuþjóða. Markmiðunum er hægt að ná með því að styðja við fjöl- þjóðlegt samstarf skóla víðs vegar í Evrópu. Áhersla er lögð á að auka möguleika til endurmennt- unar og starfsþjálfunar kennara og efla tungumálanám á öllum skólastigum. Kennarar og nem- endur og aðrir sem tengjast menntun fá tækifæri til að ferðast og kynnast skólastarfi í öðrum löndum.“ – Hvað er helst gert til að ná fram umræddum markmiðum? „Það er haldin mikil sýning í Brussel þar sem nemendur og kennarar frá öllum þátttökulönd- unum koma saman. Þrír nemend- ur og einn kennari frá Garðaskóla eru í Brussel til að sýna framlag þeirra. Hér á landi verður sýning á afurðum Comeniusar- verkefna í Þjóðarbókhlöðunni og einnig verða haldnir tveir fræðslufundir í Þjóðarbókhlöðu á miðvikudag og fimmtudag e.h., sá fyrri fyrir leik- og grunnskóla og sá seinni fyrir framhaldsskóla, þar mun fara fram kynning á Comeniusi almennt og einnig munu þátttakendur skýra frá sín- um verkefnum. Þátttökuskólarnir eru einnig hvattir til að vekja at- hygli á verkefnum sínum. Nokkrir þátttökuskólar munu taka þátt í sameiginlegri blöðrusleppingu sem verður haldin á sama tíma í öllum þátttökulöndunum klukkan 12 í dag.“ – Hvernig er hagað þátttöku ís- lenskra skóla og einstaklinga? „Við erum að styrkja um 50 skóla árlega til samstarfs-, tungu- mála- og skólaþróunarverkefna og um 250 kennarar fá styrki til að sækja verkefnafundi eða endur- menntun erlendis. Þá er hægt að sækja um að fá evrópska aðstoð- arkennara til tungumálakennslu hérlendis. Einnig eru veittir styrkir til námsgagna- og nám- skeiðagerðar. Þátttaka íslenskra skóla hefur farið mjög vaxandi ár frá ári. Styrkjum hefur fjölgað og styrkupphæðir hækkað. Land- fræðileg dreifing styrkja hefur einnig verið góð. Litlir og/eða af- skekktir skólar eru hvattir til að vera með. Velgengni Comeniusar má m.a. sjá á því að skólar, sem hafa einhvern tíma tekið þátt í starfinu, vilja halda því áfram. Comenius hefur skapað sér sess í íslensku skólasamfélagi.“ Hér skulu að lokum nefnd tvö dæmi um Comeniusarverkefni. „Building Bridges“ nefnist verk- efni Garðaskóla og skóla í Þýska- landi, Frakklandi og á Spáni. Þema verkefnisins var spurningin um hvað fólk eigi sameiginlegt. Hvað gerir manninn mannlegan? Hvernig er hægt að byggja brýr milli mismunandi menningarsamfélaga. Haldin var ljóða- og teiknisamkeppni innan skólanna og síðan var gefin út bók með úrvali ljóða og myndskreytinga sem nemendur höfðu gert. „European Cultural Cities 2000“ er annað verkefni. Nemend- ur á aldrinum 17–19 ára í Mennta- skólanum við Hamrahlíð hafa útbúið heimasíðu um Reykjavík sem menningarborg. Sex skólar frá menningarborgum ársins taka þátt í verkefninu. Afraksturinn er að finna á www.mh.is. Katrín Einarsdóttir  Katrín Einarsdóttir fæddist í París 8. maí 1967. Hún hefur franskt stúdentspróf frá árinu 1986 og BA í ensku/spænsku frá Háskóla Íslands 1989. MSc. í Evr- ópustjórnun frá Handels- hoyskolen BI í Noregi 1994, leið- sögumannsréttindi 1988. Hún starfaði sem deildarstjóri hjá Kynnisferðum sf. 1990–92, að- stoðarfyrirlesari samhliða námi í Noregi, verkefnisstjóri á Al- þjóðaskrifstofu háskólastigsins síðan 1995. Maki Katrínar er Gunnar Erlingsson matsveinn og tónlistarmaður og eiga þau tvær dætur, Elsu Sól og Unu Guðnýju. … koma á Evr- ópuvitund í menntun Nei, takk, góði, mér hugnast betur að bera beinin á biðlista í okkar góða heilbrigðiskerfi. LÍFSHÆTTULEG slys á börnum vegna lausra knattspyrnumarka eru tíð hér á landi segir Herdís L. Stor- gaard, framkvæmdastjóri Árvekni, verkefnastjórnar um slysavarnir barna og unglinga. Herdís segir að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að fá eigendur knattspyrnumarka til að festa mörkin niður virðist árangur- inn takmarkaður og slysin af þess- um völdum séu orðin fleiri í ár en áður. „Það var núna síðast fyrir rúmri viku að ellefu ára strákur fótbrotn- aði á svæði íþróttafélags þegar mark féll á hann. Brotið rauf vaxt- arlínu beinsins sem getur haft alvar- legar afleiðingar og meðal annars truflað vöxt drengsins,“ segir Her- dís. „Vítavert kæruleysi“ Á síðustu 15 árum hafa 43 börn a aldrinum 0 til 14 ára orðið fyrir lífs- hættulegum slysum vegna lausra marka og hafa algengustu áverkarn- ir að sögn Herdísar verið á líffærum í kviðarholi, brot á höfuðkúpu eða blæðingar inn á heila. Á sama tíma- bili var tilkynnt um á annað hundrað börn sem urðu fyrir minniháttar áverkum svo sem handleggs- og fót- brotum. Herdís segir sláandi að það séu íþróttafélögin sem standi verst að frágangi markanna. „Það kemur manni í opna skjöldu að knatt- spyrnufélögin sjálf standa verst að þessum öryggismálum og ekki hægt að segja annað en félögin sýni með þessu vítavert kæruleysi.“ Herdís segir ástandið mun betra hjá sveit- arfélögunum sem beri ábyrgð á mörkum á skólalóðum og sparkvöll- um. „Þeir sem eiga mörkin verða að skynja þá ábyrgð sem þeir bera á því að setja mörkin út án þess að festa þau niður. Markafestingar eru orðnar mjög handhægar, bæði er hægt að fá varanlegar festingar sem einkum eru notaðar á malbiksvöllum og svo færanlegar festingar sem eru hentugar á grasvelli,“ segir Herdís. Spurð hvort það sé kostnaður vegna festinganna sem vaxi fótboltavallar- eigendum í augum svarar hún neit- andi og segir kostnaðinn lágan. „Þetta ætti ekki að vera óyfirstíg- anlegt vandamál hjá neinum, þetta er nauðsynlegur öryggisbúnaður og þegar mark er keypt ætti þetta auð- vitað að vera hluti af búnaðinum – maður kaupir ekki bíl án hjóla.“ Herdís segir að sér berist stöðugt upplýsingar um laus mörk frá for- eldrum og tilkynningar um slys af völdum lausra marka frá sjúkrahús- um og heilsugæslustöðvum um land allt. Hún segir stöðuna í öryggis- málum á knattspyrnuvöllum svipaða hvert sem litið sé og verulegra úr- bóta sé þörf. Laus knattspyrnumörk hafa valdið fjölda slysa Eigendurnir sagðir standa illa að öryggismálum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.