Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 35 Á FYRSTA lands- fundi Samfylkingarinn- ar sem haldinn var 16.– 18. nóvember sl. var mótuð heildstæð og skýr stefna í helstu álitamálum sem uppi eru í stjórnmálum á Ís- landi. Velferðarmál, efnahagsmál, kven- frelsi, byggðamál, mennta- og menningar- mál eru tekin föstum tökum í stjórnmála- ályktun fundarins en lesendur geta kynnt sér efni hennar á vefriti flokksins, Samfylking- .is. Þau málefni sem ég vil sérstaklega vekja athygli á eru þrjú. Í fyrsta lagi lýðræðismálin sem bæði varða stefnu flokksins út á við og hugmyndir um ný vinnubrögð í flokksstarfi. Í öðru lagi auðlindastefn- una sem nær til nýtingar á öllum auð- lindum þjóðarinnar og í þriðja lagi hugmyndir Samfylkingarinnar um framtíð Evrópusamstarfsins og um lýðræðislega aðkomu flokksmanna að mótun stefnu í því máli. Lýðræði Samfylkingin hefur lagt fram fjölda mála á Alþingi sem miða að því að treysta lýðræðið í landinu og hefur fleiri slík mál í bígerð. Þessi mál miða m.a. að því að efla þátt löggjafarvalds- ins í ríkisvaldi, styrkja sjálfstæði dómsvaldsins og stemma stigu við of- ríki framkvæmdavaldsins. Má þar nefna dæmi frumvarp um lagaráð, frumvarp sem miðar að því að koma í veg fyrir pólitísk áhrif við skipan hæstaréttardómara, að ráðherrar segi tímabundið af sér þingmennsku á meðan þeir gegna ráðherraembætti, að ráðherraábyrgð verði gerð raun- veruleg með nýrri löggjöf þar um og að Alþingi verði heimilað að setja á fót sérstakar opnar rannsóknarnefndir til að sinna raunverulegu eftirliti með framkvæmdavaldinu. Samfylkingin telur það grundvall- arforsendu góðs lýðræðis að fjárreið- ur stjórnmálaflokka verði gerðar heyrinkunnugar kjósendum og að birt verði nöfn styrktaraðila þegar há framlög eru reidd fram. Margsinnis hefur Samfylkingin lagt slíkt frum- varp fram á Alþingi og nú nýverið tók ríkjahópur Evrópuráðsins undir mik- ilvægi þess að opna bókhaldið í skýrslu um spillingu. Þar kom fram að þótt spilling virtist ekki mikil hér á landi sýndist nefninni að íslensk stjórnvöld skilgreindu spillingu frem- ur þröngt, þau beindu athygli sinni eingöngu að mútum en hefðu skyld vandamál, s.s. áhrifakaup og fjársvik, ekki nægilega í huga. Þá lýsti nefndin sérstökum áhyggjum yfir að engar reglur væru í gildi um fjáröflun stjórnmálaflokkanna og taldi æski- legt að Alþingi tæki slíkar reglur til umfjöllunar. Samfylkingin leggur líka áherslu á lýðræði í flokksstarfinu þar sem að- koma flokksmanna á að vera sem greiðust að mótun stefnu með gagn- virku sambandi félagsmanna og flokksins. Aðferðir beins lýðræðis verði þróaðar innan flokksins með beinni þátttöku flokksmanna í at- kvæðagreiðslu um mikilvæg mál. Landsfundurinn samþykkti að for- maður og varaformaður flokksins skyldu kosnir beinni kosningu en að auki verður stóru spurningunni um það hvort sækja á um aðild að Evr- ópusambandinu lögð undir atkvæði allra flokksmanna fyrir lok næsta árs. Með þessu er Samfylkingin að þróa skynsamlega aðferð til að koma á beinu lýðræði og auka möguleika flokksmanna til að koma að mótun flokksins. Auðlindir Á landsfundinum var mótuð skýr og heildstæð stefna í auðlindamálum. Samfylkingin vill að takmarkaðar auðlindir, svo sem fiskveiðikvótar og losunarheimildir fyr- ir gróðurhúsaloftteg- undir og mengun, verði í þjóðareign og nýttar á grundvelli jafnræðis og gegn eðlilegu gjaldi. Auk þess hefur Sam- fylkingin lagt til í þing- máli að náttúra landsins sé skráð, flokkuð og kortlögð á samræmdan hátt en þannig er unnt að leggja góðan grund- völl fyrir gerð skipulag- sáætlana, skilvirka framkvæmd laga um mat á umhverfisáhrifum og gerð rammaáætlana um náttúruvernd og virkjanir. Slík kortlagning hefur verið framkvæmd víða í öðrum ríkjum og gert það að verkum að mun minna er um kærur vegna umhverfismats, auk þess sem vægi hins pólitíska þáttar í ákvörðuninni verður minna en faglegi grundvöllurinn sterkari. Slíka kort- lagningu vantar hér á landi en aðeins á heildstæðum grundvelli, ásamt því að gera nú þegar rammaáætlun um þá virkjanakosti sem fyrir hendi eru, er unnt að taka skynsamlegar ákvarð- anir um fleiri virkjanir. Samfylkingin er stóriðjuflokkur, hún vill nýta auð- lindir landsins en hún leggur ríka áherslu á fagleg vinnubrögð og að slíkar ákvarðanir séu teknar í sátt við umhverfið og á skynsemisgrundvelli. Um nýtingu stóru auðlindarinnar okkar í sjónum hefur Samfylkingin lagt fram heildstæða stefnu sem byggist á fyrningarleiðinni, en sú leið nýtur nú vaxandi fylgis. Evrópa Í ályktun landsfundarins um Evr- ópumál er kveðinn skýr tónn varðandi mikilvægi Evrópusamstarfsins. Bent er á að Evrópusambandið sé mikil- vægasti samningavettvangur Evr- ópuríkja og vakin athygli á því hversu lítil áhrif við Íslendingar höfum nú á gerð evrópskrar löggjafar, um leið og við erum þó skuldbundin til að laga okkar eigin löggjöf að henni. Þótt að- ild að Evrópska efnahagssvæðinu hafi verið farsælt skref á sínum tíma bendir allt til þess að sá samningur dugi okkur vart til fullrar þátttöku í því mikla starfi sem nú fer fram á vettvangi ESB. Flokkurinn hefur gert sérstaka úttekt á áhrifum aðildar að ESB á einstök svið þjóðlífsins og þar er m.a. tekin afstaða til hugsan- legra samningsmarkmiða Íslendinga ef til aðildarumsóknar kæmi og kostir og gallar aðildar metnir fyrir viðkom- andi svið. Samfylkingin kynnti niður- stöður úttektarinnar í ritinu Ísland í Evrópu sem lagt var fram á lands- fundinum og hyggst nú þegar hefja kynningu á niðurstöðum úttektarinn- ar í flokksfélögum víðsvegar um land- ið. Með því gefst öllum flokksmönn- um og öðrum sem áhuga hafa á framtíð Evrópusamstarfsins kostur á að taka þátt í umræðu um þetta mik- ilvæga mál. Ferlinu lýkur síðan með almennri póstkosningu um afstöðu flokksmanna til aðildarumsóknar að ESB en miðað verður við að sú kosn- ing fari fram á árinu 2002. Með þess- ari aðferð hefur Samfylkingin sett Evrópumálin rækilega á dagskrá stjórnmálanna, tryggt að virk um- ræða fari fram um málið um allt land og séð til þess að flokksmenn allir geti tekið á beinan hátt þátt í að móta stefnu flokksins í málinu. Slík aðkoma að pólitískri stefnumótun mun án efa verða algeng aðferð í framtíðinni, enda líkleg til þess að efla pólitíska umræðu og þátttöku almennings í henni. Lykilorðin í stefnu Samfylk- ingarinnar Bryndís Hlöðversdóttir Stefnumótun Lýðræðismálin, auð- lindastefnan og framtíð Evrópusamstarfsins eru, að sögn Bryndísar Hlöðversdóttur, þau mál sem Samfylkingin leggur mesta áherslu á. Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar. Heyrnarskerðing af völdum hávaða er al- gengasti greindi at- vinnusjúkdómur á Ís- landi. Þegar heyrn skað- ast af völdum hávaða skekkist heyrnin á þann hátt að órödduð samhljóð talmálsins heyrast ekki og allt tal hljómar mjög loðið í eyrum. Hin skekkta hljóðmynd lýsir sér í því að erfitt er að heyra í fjölmenni. Föst regla er að heyrnarskerðing af völdum hávaða bitnar mest á nánustu ættingjum og maka. Það er afar einstaklingsbundið hvað heyrnin er viðkvæm. Sumir geta unnið í miklum hávaða alla sína starfsævi nánast án þess að tapa einum einasta tóni meðan aðrir eru komnir með slæma og varanlega heyrnarskerðingu eftir tiltölulega skamma dvöl í hávaða. Talað er um að sumir séu með „silkieyru“ og séu miklu viðkvæm- ari en aðrir. Þess vegna er gríð- arlega áríðandi að allir sem eru í hávaða yfir 85 desibelum í skemmri eða lengri tíma noti heyrnarskjól. Eina heyrnarbætandi úrræðið sem hægt er að bjóða mönnum sem hafa skerta heyrn af völdum hávaða er að nota heyrnartæki. En heyrnartæki, hversu góð sem þau eru, eiga erfitt með að rétta af hina skökku hljóðmynd sem áður er getið. Suð fyrir eyrunum er mjög al- gengur fylgikvilli skertrar heyrn- ar. Suð fyrir eyrum háir mjög mörgum í dag og er afar erfitt við- ureignar. Rannsóknir sýna að suð fyrir eyrum hefur aukist verulega á síðustu áratugum og sífellt yngra fólk er þjakað af þessum kvilla. Heyrnartæknar frá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands heyrnarmæla starfsfólk hávaða- samra vinnustaða. Niðurstöður heyrnar- mælinga eru skráðar eftir ákveðnu tölvu- kerfi og sendar hverj- um þeim sem mældur er. Þeir starfsmenn sem mælast heyrnar- skertir fá eyrnaskoð- un hjá lækni HTÍ sem mætir á staðinn. Með heyrnarmæl- ingum er hægt að greina byrjunarein- kenni heyrnarskerð- ingar og sá kostnaður sem fer í slíkt fyrir- byggjandi starf borg- ar sig margfalt. Heyrnarverndará- róður er endalaus glíma sem þarf að vinna frá degi til dags um alla framtíð. Langáhrifaríkasta for- vörnin er sú að starfsmenn séu heyrnarmældir reglulega og fái að fylgjast með þróun heyrnar sinn- ar. Beinn áróður frá lækni til starfsmanns skilar sér best. Það fé og sá tími sem fer í forvarnir af þessum toga skilar sér margfalt fyrir samfélagið. Reynum með samstilltu átaki að fækka ótíma- bærum heyrnarskerðingum af völdum hávaða. Notum heyrnar- hlífar! Heyrnarskerðing – hávaðavernd Einar Sindrason Höfundur er yfirlæknir. Heyrnarskerðing Það er gríðarlega áríðandi, segir Einar Sindrason, að allir sem eru í hávaða yfir 85 desibelum í skemmri eða lengri tíma noti heyrnarskjól.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.