Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN
34 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Á
dögunum komu hing-
að til lands tveir
brezkir fréttamenn,
sem eru að vinna að
bók um heimsmeist-
araeinvígið í skák í Reykjavík
1972. Meiningin er að bókin komi
út á næsta ári, þegar 30 ár eru liðin
frá einvíginu.
Meðal annars fór ég með þeim í
Laugardalshöll, þar sem einvígið
var háð. Þótt þar sé margt breytt,
er sviðið samt eitt og þeim fannst
greinilega gaman að standa á þeim
stað, þar sem átökin áttu sér stað.
Hingaðkoma þessara manna
varð til þess
að rifja upp
ýmislegt frá
þessum
spennandi
sum-
ardögum, en
vegna starfs míns sem blaða-
fulltrúi Skáksambands Íslands í
sambandi við heimsmeist-
araeinvígið komst ég í nokkurt ná-
vígi við það magnaða andrúmsloft,
sem ríkti þessa rösku tvo mánuði,
sem sjálft einvígishaldið stóð.
Þótt ég hafi ekki stigið á svið
Laugardalshallarinnar þessi tæpu
þrjátíu ár, sem liðin eru frá 1972,
fyrr en nú á dögunum, hefur ein-
vígið og þá einkum heimsmeist-
ararnir tveir stundum leitað á
huga minn. Mér hefur þá verið það
hugleikið, hvernig þeir báðir
mættu örlögum sínum hér uppi á
Íslandi.
Boris Spassky hafði lengi keppt
að því að komast á tindinn, en það
vafðist alltaf fyrir honum að ganga
skákinni algjörlega á hönd. Hann
vildi eiga tilveru utan taflsins. Þeg-
ar draumurinn um að verða heims-
meistari hafði rætzt, koms hann
upp á kant við alræðiskerfið
heima, því honum leiddist það póli-
tíska ok, sem titlinum fylgdi. Þá
fann hann sig ekki lengur í því að
verða stöðugt að sanna sama hlut-
inn upp aftur og aftur; að hann
væri bezti skákmaður í heimi. Á
endanum var dvölin í hásætinu
honum einungis ami og bið eftir
því að skákgyðjan leiddi fram
nógu hungraðan áskoranda til að
taka við af honum. Boris Spassky
var saddur heimsmeistaradaga,
þegar hann kom til Íslands, en
hins vegar varð hann að vera viss
um að sá, sem tæki við kórónunni,
væri réttborinn til hennar. Þannig
yrði hann frjáls í sátt við guð og
sjálfan sig. Þess vegna tefldi
Spassky og tefldi í Laugardalshöll-
inni, hvað sem gekk á í kring um
hann. En honum var ekki skapað
annað en að tapa.
Bobby Fischer var líka búinn að
einblína lengi á toppinn. Í honum,
líkt og Spassky fyrrum, nærði
hungrið snillingskraft. En í Fisc-
her var hann engu líkur, því hann
hikaði ekki við að ganga skákgyðj-
unni algjörlega á hönd, hvað sem
það kostaði. Fyrir skákina fór
hann hikstalaust upp á kant við allt
og alla og lét steyta á hlutunum af
ósveigjanlegri hörku. Skákin var
hans heimur. Fartin á honum upp
skákstigann og þá einkum síðasta
spölinn var líka hreint og beint
ótrúleg. Keppinautar hans töpuðu
ekki. Til þess vannst þeim enginn
tími, því Fischer einfaldlega rúll-
aði þeim upp.
Báðir þekktu þeir sinn vitj-
unartíma; Spassky, þar sem hann
sá úr hásætinu, hvar þessi óstöðv-
andi hraðlest geystist í áttina til
hans. Og Fischer, sem var svo full-
komlega sannfærður um eigið
ágæti og yfirburði.
Meðan taflið og tilveran tog-
uðust á um Spassky var skákin
einvöld í lífi Fischers.
Spassky skynjaði, að þetta innra
tvíbýli var orðið honum um megn
og til þess að komast til manna
yrði hann að fórna heimsmeist-
aratitlinum Fischer aftur á móti
fórnaði heiminum fagnandi til þess
að verða heimsmeistari í skák.
Það er sitthvað gæfa og gjörvi-
leiki. Það reyndu þeir báðir í
Reykjavík. Hvorugur komst heill
frá því tafli.
Eftir einvígið varð Spassky
fórnarlamb óvinaafla í heimalandi
sínu og hrökklaðist þaðan. Hann
hefur svo fetað sig hægt en örugg-
lega niður skákstigann til þeirrar
tilveru utan taflsins, sem nú er
honum örugg höfn. Fischer
hrökklaðist líka frá sínu föð-
urlandi, settist einn og innilokaður
að í sínum skákheimi; ennþá sinn
eiginn heimsmeistari – og Spass-
kys, goðsögn skáksögunnar og
hennar stórbrotnasti snillingur.
Milli þessara tveggja manna,
mér liggur við að segja bræðra,
hefur legið leyniþráður allar götur
síðan í Laugardalshöllinni. Fischer
lokaði sig af og tefldi ekki op-
inberlega í tuttugu ár, en Spassky
hefur skýrt frá því, að þeir hafi
alltaf haldið sambandi.
Tuttugu árum eftir einvígið í
Reykjavík settust þeir Fischer og
Spassky aftur að tafli í Sveti Stef-
an í Svartfjallalandi. Auðvitað voru
peningar með í spilinu. En
Spassky hefur sagt, að hann hefði
viljað allt til vinna að fá Fischer
aftur að skákborðinu.
Í Sveti Stefan varði Fischer
heimsmeistaratitilinn fyrir
Spassky, sem reyndist nú aðeins
hálfdrættingur á við hinn í skák-
vinningum talið.
En einvígið breytti engu í fari
Fischers. Hann var nefnilega
frjáls maður fyrir og hann hvarf
aftur inn í sinn heim, þar sem hann
lifir skákinni, en teflir ekki op-
inberlega. Nú er hann sagður í
Japan og annað slagið komast á
kreik sögur um taflmennsku hans
á Netinu.
Einvígið í Sveti Stefan færði
Spassky frelsi; loksins var hann
laus af klafa skákarinnar og hefur
ekki þurft að taka þátt í skákmót-
um til að komast af fjárhagslega.
Þannig hafa leiðir þessara
tveggja manna, sem mættust í
Reykjavík fyrir tæpum þrjátíu ár-
um, legið saman allar götur síðan,
þótt þeir hafi lengstum verið í
sundur. Þrátt fyrir ólíka skaphöfn
og lífsstíl er sannleikur þeirra
einn. Þeir vita að ber er hver að
baki nema sér bróður eigi.
Þess vegna hafa þeir frelsað
hvor annan til frambúðar.
Bræðraör-
lög heims-
meistara
Hér segir af bræðralagi heimsmeist-
aranna í skák, þeirra Fischers og
Spasskys, sem örlögin leiddu saman
á Íslandi til að frelsa hvor annan.
VIÐHORF
Eftir Freystein
Jóhannsson
freysteinn@mbl.is
ÞAÐ ER staðreynd
að brottkast á afla í
einhverjum mæli á sér
stað. Það er einnig
staðreynd að brottkast
hefur viðgengist í ár-
anna rás í öllum fisk-
veiðistjórnunarkerfum
sem og við frjálsar
veiðar og liggja þar
ýmsar ástæður að
baki. Þar með er ég
alls ekki að mæla því
bót, heldur benda á að
brottkast er alls ekki
kvótakerfinu einu um
að kenna. Það er allt
of mikil einföldun að
setja samasemmerki á
milli brottkasts og kvótakerfisins
og víst er að dagakerfi eða sókn-
arkerfi er engin lausn á brottkasts-
málum.
Íslendingar voru atkvæðamiklir í
svokölluðum smuguveiðum hér á
árum áður og er það mál manna að
sjaldan eða aldrei hafi jafn mikið
brottkast verið stundað og þá og
voru Íslendingar ekki barnanna
bestir í þeim efnum, þó var þar um
að ræða frjálsar veiðar. Þá, eins og
svo oft áður, var eingöngu verið að
hugsa um að taka bara verðmæt-
asta aflann um borð og henda hinu,
því geymsluplássið var dýrmætt.
Slík umgengni um auðlindina er á
engan hátt réttlætanleg.
Allt brottkast bannað
með lögum
Það eru ýmsar leiðir færar til að
hagræða í útgerð. Við erum með
framsalið til að hægt sé að hag-
ræða. Útgerðarmenn geta keypt,
selt og skipt á jöfnum veiðiheim-
ildum og því á enginn að þurfa að
henda verðmætum nema þeir sem
vilja henda í græðgi. Þannig eru
þeir sem brottkastið stunda að
grafa undan eigin at-
vinnurekstri og til
lengri tíma litið þjóð-
arhag.
Samkvæmt núgild-
andi lögum er ein-
göngu heimilt að
henda fyrir borð afla
sem er sýktur, selbit-
inn eða skemmdur á
annan hátt, sem og
fisktegundum sem
ekki sæta takmörkun-
um á leyfilegum heild-
arafla. En í frumvarpi
á breytingu á lögum
nr. 57 frá 3. júní 1996
um umgengni um
nytjastofna sjávar,
sem nú liggur fyrir þinginu, er út-
gerðum gert skylt að koma einnig
með slíkan afla að landi en hann
skal vera undanþeginn kvóta og
landað sér. Með tilkomu þessara
laga verður því allt brottkast bann-
að.
Virkara eftirlit Fiskistofu
Til að hafa virkt eftirlit með
brottkasti tel ég heppilegast að
Fiskistofa fylgist vel með aflasam-
setningu skipa á grundvelli lönd-
unarskýrslna. Þannig er hægt að
sjá hvort útgerðir stundi brottkast.
Það er t.d. ekki eðlilegt að bátar
sem stunda netaveiðar eða veiðar í
troll landi eingöngu þorski og það
jafnvel bara í ákveðnum stærðar-
flokkum.
Eðlilega hafa brottkasts-myndir
þær sem birtust í sjónvarpinu vakið
mikla athygli og umtal. Ekki finnst
mér þó ólíklegt að þarna sé um
skipulagða aðför að fiskveiðistjórn-
unarkerfinu okkar að ræða. Mynda-
tökumönnum var boðið sérstaklega
um borð af útgerðarmönnum á
kvótalausum eða kvótalitlum bát-
um, til að kvikmynda er stórum og
fallegum fiski var hent hátt í loft
upp svo hann svifi betur fyrir fram-
an linsur myndavélanna
Stærsta vandamálið er að of mik-
ið af kvótalausum eða kvótalitlum
bátum gera út og leigja til sín afar
takmarkaðar veiðiheimildir og
hugsa eingöngu um að koma að
landi með verðmætasta fiskinn með
skammtíma gróðasjónarmið að leið-
arljósi. Ef menn eiga ekki kvóta eða
hafa ekki burði til að leigja til sín
aflaheimildir eiga þeir ekki að gera
út.
Brottkast á uppsjávarfiski
Eins og fyrr segir hefur brott-
kast á botnlægum fisktegundum
verið mikið í umræðunni undanfarið
en annars konar brottkast við-
gengst einnig, en það er brottkast á
uppsjávarfiski. Í gegnum tíðina hef-
ur talsverðum verðmætum verið
hent aftur í hafið er nótaskip sem
stundað hafa síld og loðnuveiðar
hafa sleppt niður úr nótum sínum
talsverðum verðmætum er lestar
skipanna eru orðnar fullar. Yfirleitt
reyna skipstjórar að gefa öðrum
skipum þennan afla í stað þess að
henda honum en oft og tíðum hamla
þó aðstæður því að það sé hægt.
Brottkast á engan
hátt réttlætanlegt
Sigríður
Ingvarsdóttir
Kvóti
Ef menn eiga ekki kvóta
eða hafa ekki burði til
að leigja til sín aflaheim-
ildir, segir Sigríður
Ingvarsdóttir, eiga þeir
ekki að gera út.
Höfundur er alþingismaður.
Í NÝLEGRI könn-
un meðal iðnfyrir-
tækja um ástand og
horfur kom í ljós að
flest fyrirtæki í jarð-
vinnu sjá sig knúin til
að fækka starfsfólki
verulega og að með-
altali um þriðjung á
næstu vikum. Hvergi í
iðnaðinum er útlitið
verra og má vænta
þess að hundruð
starfsmanna í þessari
grein missi vinnuna á
næstu vikum. Það eru
uggvænleg tíðindi
þegar fyrirtæki í jafn-
stórri atvinnugrein
verða að grípa til neyðarúrræða á
borð við fjöldauppsagnir starfs-
fólks.
Tilboð langt undir
kostnaðaráætlunum
Um margra ára skeið hafa jarð-
vinnuverktakar kallað eftir jafnara
verkframboði en markaðurinn hef-
ur alla jafna verið á þann veg að
framboð verkefna er mjög árstím-
abundið. Verkefnin hrannast upp á
mjög skömmum tíma yfir hásum-
arið. Yfir sumarmánuðina er mark-
aðurinn yfirspenntur en strax á
fyrstu haustdögum dregur úr
verkefnaframboði. Í haust er sam-
drátturinn bæði harkalegri og víð-
tækari en áður. Nær ekkert er
boðið út af nýjum verkefnum og
þau fáu verk sem koma til útboðs
eru unnin fyrir verð sem er langt
undir kostnaðaráætlun eða á hálf-
virði. Einna verst er ástandið nú á
suðvesturhluta landsins enda var
spennan þar mest. Á liðnu þenslu-
tímabili virtist góðærið aldrei ná
til jarðvinnunnar. Á
þeim markaði voru og
eru tilboð lág og
framboð langt um-
fram eftirspurn.
Þenslan færði at-
vinnugreininni ekki
hærra verð eða betri
afkomu. Hún jók hins-
vegar kostnað fyrir-
tækjanna. Það gerir
ástandið nú enn verra
því ekki tókst sem
skyldi að styrkja eig-
infjárstöðu og því er
tapþol nú lítið. Við
fyrstu merki sam-
dráttar neyðast fyrir-
tækin til að grípa til
þess óyndisúrræðis að segja upp
starfsfólki.
Niðurskurður ofan
í almennan samdrátt
Framundan er harður vetur hjá
jarðvinnuverktökum, því lítil merki
eru um aukna eftirspurn. Ráðandi
á markaðnum eru opinber verkefni
í samgöngumálum ríkis og sveitar-
félaga. Áform sveitarfélaga á suð-
vesturhorninu um að fjárfesta í
nýjum íbúðarhverfum eru afar tak-
mörkuð og ríkið hefur boðað í
frumvarpi til fjárlaga að vegaáætl-
un fyrir næsta ár verði skorin nið-
ur um tæplega einn og hálfan
milljarð króna. Ráðgert hafði verið
að verja liðlega 7 milljörðum króna
til nýframkvæmda í vegamálum en
sú tala lækkar að öllum líkindum í
5,5 milljarða. Þessi niðurskurður
jafngildir veltu sjö til átta stærri
jarðvinnufyrirtækja með samtals
yfir 300 ársverk. Þau eru skorin
niður, einmitt nú þegar dregur
saman á almennum markaði.
Þannig háttar til að almennar
framkvæmdir í vegamálum eru til-
tölulegar mannfrekar. Þegar fer
saman minnkandi eftirspurn á al-
mennum byggingarmarkaði og nið-
urskurður til vegamála blasir við
sú nöturlega staðreynd að fyrir-
tækin verða að minnka við sig
strax og segja upp starfsfólki í
stórum stíl. Ákvörðun um tvö stór
jarðgangaverkefni leysir ekki
þennan vanda því þau eru ekki
mannaflafrek og líkur eru til að
aukin jarðgangagerð verði frekar
til að ýta á frekari niðurskurð á
öðrum og mannaflafrekari nýfram-
kvæmdum í vegagerð.
Það er fátt sem eykur bjartsýni
á jarðvinnumarkaði, nema helst að
bíða þar til ráðist verður í stór-
iðjuframkvæmdir með tilheyrandi
virkjunarframkvæmdum. Þangað
til verður vandlifað fyrir fyrirtæk-
in og þá sem atvinnu hafa af starf-
semi tengdri jarðvinnu.
Jarðvinna í vanda
Árni
Jóhannsson
Uppsagnir
Flest fyrirtæki í
jarðvinnu sjá sig knúin
til að fækka starfsfólki
verulega, segir Árni
Jóhannsson, og að
meðaltali um þriðjung
á næstu vikum.
Höfundur er viðskiptafræðingur hjá
Samtökum iðnaðarins.