Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 41 ✝ Stefán BrandurStefánsson fædd- ist í Baltimore í Maryland 29. októ- ber 1954. Hann lést á líknardeild Landspít- alans fimmtudaginn 15. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru María V. Sveinbjarnardóttir Stefansson, f. 11.8. 1914, d. 19.11. 1990, og Ragnar Stef- ansson, fv. ofursti og menntaskólakennari, f. 13.3. 1909, d. 19.4. 1988. Systkini Stefáns eru 1) Sól- veig, f. 1948. 2) Jón Sveinbjörn, f. 1950, kvæntur Sigrúnu Sigur- geirsdóttur, börn þeirra eru: Guð- björg Eva Halldórsdóttir, f. 1974, sambýlismaður Rúnar Már Smárason, f. 1971, dóttir þeirra er Tinna Rún, f. 1998; Hanna María, f. 1980; Sigríður, f. 1985; og fóst- ursynir Sigurjón Ernir og Guð- mann Geir, f. 1990. 3) Ragnar Daníel, f. 1952, kvæntur Lilju Jónsdóttur, börn þeirra eru Tóm- as Axel, f. 1976, Rík- arður Örn, f. 1978, og Ragnar Jón, f. 1986. Stefán á einnig tvö hálfsystkini, David Ragnar, f. 1938, og Mildred Elizabeth, f. 1941. Stefán kvæntist 7. október 1978 Sess- elju K.S. Karlsdóttur hjúkrunarfræðingi og jógakennara, f. í Vestmannaeyjum 1954, dóttur hjón- anna Guðrúnar S. Scheving og Karls Ó.J. Björnssonar bakarameistara. Synir Stefáns og Sesselju eru Hrafnkell, f. 1982, Markús, f. 1983, og Ragnar, f. 1989. Stefán varð viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1978 og nam rekstrar- og kerfishagfræði við Viðskiptaháskólann í Kaup- mannahöfn 1984-1990. Hann var SAP-ráðgjafi hjá Nýherja. Útför Stefáns fer fram frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku Stebbi minn, það er erfitt að sjá á eftir þér. Margs er að minnast og margs að sakna. Það er tómarúm í lífi okkar nú, tómarúm sem enginn megnar að fylla, elsku bróðir. Minningarnar sækja á, allt frá því að þú komst í heiminn, þér lá full- mikið á og þú fæddist tveimur mán- uðum fyrir tímann. Þér var vart hug- að líf um tíma en þú varst seigur og komst heim rétt eftir jól. Okkur eldri systkinum þínum var mikið í mun að þú misstir ekki af fyrstu jólunum þín- um og því var gleðin endurtekin að okkar ósk. Vegna starfa pabba okkar sem liðs- foringa í ameríska hernum vöndumst við því að búa víða, þar af leiðandi þurftum við oft að skipta um skóla, vini og jafnvel tungumál. Allt var þetta breytingum háð nema fjöl- skyldan sem var okkar fasti punktur í tilverunni. Árið 1961 var stefnan tek- in á Ísland, þar ætluðum við að vera í þrjú ár en hér erum við enn. Enda fannstu hana Sessu þína hér. Þetta var þitt mesta gæfuspor. Þið voruð alla tíð afar samrýmd og studduð hvort annað heilshugar. Í veikinda- stríði þínu var Sessa þín stoð og styrkur. Þér var allan tímann umhug- að um velferð Sessu og drengjanna þinna. Það er sárt að vita til þess að þú eigir ekki eftir að fylgja þeim leng- ur á lífsleið þeirra. Áhugamálin spönnuðu breitt svið, allt frá því að hafa áhuga á tölvum til andlegra mál- efna, þá var hugur þinn vakandi og spurull. Þú eignaðist góða og trausta vini á lífsleið þinni sem allir eiga eftir að sakna þín. Við systkini þín eigum eftir að sakna þín mikið en mestur er þó söknuðurinn hjá Sessu og drengj- unum þínum. Elsku Sessa, guð veri með þér og drengjunum þínum, Hrafnkeli, Markúsi og Ragnari. Þín Sólveig (Solla). Í dag kveð ég hjartkæran mág minn og vin, Stefán Brand Stefánsson eða Stebba eins og ég hef alltaf kallað hann. Okkar kynni hófust fyrir tutt- ugu og sex árum er ég kynntist manninum mínum og fjölskyldu hans. Á þeim árum bjuggu þeir bræður hér fyrir sunnan í íbúð sem foreldrar þeirra höfðu keypt fyrir börnin á meðan þau voru í námi. Þeir voru báðir í Háskólanum þegar ég fór að venja komur mínar þangað og seinna flutti ég til þeirra. Afskiptum mínum af heimilishaldi var afar ljúflega tekið og oft var glatt á hjalla. Þannig bjugg- um við í eitt ár og ég kynntist Stebba vel á þessum tíma. Hann var rólegur, þægilegur í umgengni og hafði af- skaplega góða nærveru. Hann gat verið glettinn og hafði góða kímni- gáfu og aldrei man ég til þess að það hafi slest upp á vinskapinn hjá okkur. Það vildi svo skemmtilega til að við Sessa vorum bekkjarsystur í Hjúkr- unarskólanum þegar við kynntumst þeim bræðrum. Sessa og Stebbi voru mjög samhent og voru þau oftast nefnd bæði er minnst var á annað þeirra. Þau hafa í sameiningu alið upp drengina sína þrjá og umvafið þá ást og umhyggju. Ég hef verið svo heppin að við höf- um verið samstíga Sessu og Stebba í gegnum lífið. Við höfum oftast búið mjög nálægt þeim bæði hér heima og í Danmörku þar sem við dvöldum um tíma, og við Sessa höfum mjög oft unnið á sama vinnustað. Það var að morgni annars í páskum sem þessi hrausti og heilbrigði mágur minn veiktist og nú sjö mánuðum seinna er hann allur. Krabbamein- sæxli í heila var það sem dró hann til dauða, þrátt fyrir lyfjagjafir og geisla fór æxlið sínu fram. Það var aðdáunarvert að sjá af hve miklu æðruleysi hann tók veikindum sínum, alltaf gat hann horft á björtu hliðarnar og talið kjark í okkur hin þegar syrti að. Í þessa sjö mánuði hafa Sessa og strákarnir staðið eins og klettur við hlið hans og missir þeirra er mikill, af hverju Stebba voru einungis úthlutuð fjörutíu og sjö ár hérna með okkur er eitthvað sem við skiljum ef til vill síð- ar. Með þessu undurfallega ljóði kveð ég þig, Stebbi minn: Ó, undur lífs, er á um skeið að auðnast þeim er dauðans beið að finna gróa gras við il og gleði í hjarta að vera til. Hve björt og óvænt skuggaskil! Ei sá ég fyrr þau skil svo skýr. Mér skilst hve lífsins gjöf er dýr að mega fagna fleygri tíð við fuglasöng í morgunhlíð og tíbrá ljóss um loftin víð. Ég svara, Drottinn, þökk sé þér! Af þínu ljósi skugginn er vor veröld öll, vort verk, vor þrá að vinna þér til lofs ég má þá stund, er fögur hverfur hjá. (Þorsteinn Valdimarsson.) Far þú í friði, guð veri með þér. Þín mágkona, Lilja Jónsdóttir. Stebbi kom fyrst til Íslands á öðru ári, og það var þá, sem ég sá hann fyrst, litla sæta strákinn, í fínrifflaða bláa flauelsgallanum. Ég var níu ára og var ég ekki lítið upp með mér að vera treyst fyrir að passa snáðann. Síðan hefur frænkan fylgst með upp- vaxtarárum hans, námi og fjölskyldu- högum. Stebbi gekk að eiga Sesselju K. Karlsdóttur hjúkrunarfræðing frá Vestmannaeyjum 7. október 1978. Hjónaband þeirra einkenndist af ást og virðingu. Þau voru mjög samhent og samrýnd. Þau áttu mörg sameig- inleg áhugamál, sem þau ræktuðu með sér. Það fór ekki framhjá nein- um, að þar voru á ferð samhent hjón. Kom þetta berlega í ljós í veikindum Stebba, hversu vel hún annaðist hann og hlúði að honum, hvort heldur var heimafyrir eða á sjúkrastofnunum. Þeim hjónum varð þriggja sona auðið, þeirra Hrafnkels, Markúsar og Ragnars. Þessi fallega og samhenta fjölskylda, settist að í Hafnarfirði. Ár- ið 1984 héldu þau til Kaupmanna- hafnar með tvo eldri synina. Stebbi hóf nám í rekstrar- og kerfishag- fræði, eftir að hafa lokið viðskipta- fræði við Háskóla Íslands. Dvöldu þau ytra í sex ár, við nám og störf. Ég átti því láni að fagna að fá tækifæri til þess að heimsækja þau á heimili þeirra, ásamt börnunum mínum, Sol- veigu Birnu og Lofti Bjarna, sem senda kærar kveðjur og þakklæti fyr- ir allar góðar og glaðar samveru- stundir á lífsleiðinni. Allt frá bernsku okkar hefur verið mikill og góður samgangur. Stebbi sagði svo oft: „annað heimili mitt er á Álfaskeiðinu“. Hann dvaldi oft hjá okkur, foreldrum mínum og bróður, þegar hann hafði löngun til. Síðan varð hann mjög áhugasamur að vera í Hvalfirðinum hjá okkur á sumrin, sem hann kallaði sína „sveit“. Síðar kom að því, að hann stundaði sína sumarvinnu í Hvalnum á mennta- skóla- og háskólaárunum. Þar fann Stebbi sig vel. Hann eignaðist marga góða vini, sem í dag horfa á eftir hon- um með söknuði. Hann var mjög dag- farsprúður maður, svo eftir var tekið. Það var gaman að spjalla við Stebba og sátum við oft tvö saman og rifj- uðum upp gamlar minningar frá bernsku til fullorðinsára. Hann fylgd- ist grannt með því sem var að gerast í umheiminum. Hann var líka mikill húmoristi og sá öðrum fremur spaugilegu hliðarnar á hinum ótrú- legustu hlutum, svo þeir birtust manni í öðru ljósi. Þegar hugurinn reikar yfir liðna tíð, koma ótæmandi skemmtilegar minningar upp í hug- ann. Heimsóknirnar til Akureyrar, þar sem fjölskylda Stebba bjó á ár- unum, sem faðir hans stundaði kennslu við Menntaskólann á Akur- eyri – hvort heldur var að vetri á skíð- um í kafsnjó eða í sumarblíðu í fögru umhverfi Akureyrar og Eyjafjarðar – lifa í minningunni. Þá gekk á ýmsu hjá okkur ærslafullum frændsystkin- unum í Hrafnagilsstræti 4. Nú kveðja systkini Stebba og fjöl- skyldur með söknuði ástkæran bróð- ur og vin. Elsku Stebbi. Þegar ég kom til þín í veikindum þínum, styrkti það mig að sjá bros þitt er ég kom inn um dyragættina og viðmót þitt jafn ljúft og endranær. Þú varst æðrulaus í veikindum þínum enda trúðir þú á kærleikann í hjartanu. Elsku Sessa, Hrafnkell, Markús og Ragnar. Fjölskylda mín og ég biðjum góðan Guð að styrkja ykkur í hinni miklu sorg ykkar. Megi minningin um góðan dreng lifa. Birna Loftsdóttir. Að lifa er að elska, allt hitt er dauði, og allt sem lifir er fætt af ástinni, því veröldin er sköpun hennar. Það er hún sem vakti aflið, sem stjórnar viti og vilja mannsins og vefur örlagaþræði lífsins. Það er hún sem gerir veröldina fagra, því að hún er brosið á rúbínvörum kvöldsins og ljós hinnar ódauðlegu gleði í augum morgunsins. Að lifa er að elska, og sá sem einhver elskar getur aldrei dáið. (Gunnar Dal.) Elsku Stefán, þú hefur kvatt okk- ur. Við minnumst þess þegar þú og Sessa fóruð að starfa með okkur í Heimsljósi, þið voruð svo samhent og áhugasöm. Þetta var frábær tími sem er ógleymanlegur, margar dýrmætar stundir. Við vorum oft saman á kvöld- vökum á fimmtudögum, Satsanga, vorum í návist sannleikans. Og í stjórn Heimsljóss vannstu ómetan- legt og óeigingjarnt starf, varst með- al annars framkvæmdastjóri. Þú komst alltaf að öllum málum með jafnaðargeði, kærleika og einlægni. Það var líka frábært að syngja með þér og Sessu, gleðin og kátínan óm- aði. Þið voruð oftast saman, bæði jafngefandi í starfi og samskiptum. Þeir Hranfkell, Markús og Ragnar áttu yndislegan föður í þér, þú varst og verður þeim frábær fyrirmynd, svo hlýr og tilbúinn að styðja þá. Saman mynduðuð þið Sessa þann grunn sem fjölskyldulíf byggist á, með kærleika, hlýju og umhyggju. Og saman hafið þið gengið á margbreyti- legum vegum lífsins. Hann var ekki auðfarinn, vegurinn síðustu mánuð- ina, og oft á brattann að sækja í veik- indum þínum. Um tíma leit út fyrir að þú næðir bata en það komu fleiri brekkur þar til yfir lauk. Þín yndis- lega fallega sál sem sendi sannarlega kærleiksljós úr augunum þínum er horfin þaðan og komin á æðri svið í ljósasali. Takk fyrir að vera hluti af lífi okkar, takk fyrir gjafir þínar, hvernig þú hefur snert hjörtu okkar. Guð blessi þig um eilífð, Jai Bhagwan. Elsku Sessa, þú hefur ferðast þennan veg með Stefáni og stutt hann á margan hátt af miklu æðruleysi. Guð varðveiti þig og drengina ykkar á sorgarstundu. Kveðja frá jógasystrum, Guðný María, Nanna og Guðfinna. „Mikið gæfi ég fyrir að hafa kynnst honum fyrr,“ er setning sem kemur upp hugann þegar ég hugsa til baka um kynni mín af Stefáni. Stefán er heiðarlegur og traustur maður sem fyrst og fremst hugsar um hag annarra. Þannig mun hann lifa áfram í minningu okkar og þannig er hann í þeim heimi sem bíður okkar allra. Stefáni kynntist ég fyrir þremur árum þegar ég hóf störf í SAP-deild Nýherja. Hann hafði þá starfað sem SAP-ráðgjafi í eitt ár sem einn af fyrstu starfsmönnum deildarinnar. Einstaklega þægilegt var að leita í reynslubrunn Stefáns. Þótt mikið álag væri í verkefninu gaf hann nýlið- anum alltaf nægan tíma. Þessi tími var mér dýrmætur. Við vorum oft samferða heim eftir vinnudag enda báðir búsettir í Hafnarfirði. Í þeim ferðum var rætt allt milli himins og jarðar, fortíð og framtíð. Þar tók ég strax eftir hversu dýrmæt Sesselja og strákarnir hans voru honum. Þau voru það sem hann byggði sína til- veru á og þau voru hans stolt. Nokkrum dögum áður en Stefán veiktist var haldin móttaka fyrir drengi starfsmanna Nýherja, eins- konar framhald af „auður í krafti kvenna“. Við mættum að sjálfsögðu stoltir með yngstu strákana okkar sem eru jafngamlir. Þar kom vel í ljós það góða samband sem var á milli þeirra feðga. Þarna fengu strákarnir að kynnast því sem feður þeirra gera í vinnunni. Eftir að hafa umgengist tölvur meira og minna allan daginn minnkaði ekki álit strákanna á störf- um pabbanna. Sem ráðgjafi lenti Stefán oft í erf- iðum og krefjandi verkefnum, enda sá reyndasti í hópnum. Þá reyndi oft á þolinmæði Stefáns sem aldrei brást. Sama hversu mikið álagið var hélt hann ávallt ró sinni og leysti verk- efnin með þrautseigju og þolinmæði. Það var aldrei inni í myndinni að gef- ast upp. Hann var sennilega einn af þeim fáu sem ná að beisla þrjóskuna í sjálfum sér til að ná árangri. Sat hann oft frameftir við leit að réttu lausninni því uppgjöf kom aldrei til greina. Gríðarlegt áfall var það fyrir okkur í SAP-hópnum að frétta af skyndileg- um veikindum Stefáns. Veikindum sem komu í ljós fyrir aðeins nokkrum mánuðum. Eiginleiki Stefáns kom sér vel í veikindum hans. Með þrautseigj- unni barðist hann við sjúkdóminn sem sigraði hann þó að lokum. Ég vil fyrir hönd samstarfsmanna Stefáns votta Sesselju, Hrafnkeli, Markúsi og Ragnari okkar dýpstu samúð. Megi minningin um góðan vin lifa að eilífu. F.h. SAP-deildar Nýherja, Hinrik A. Hansen. STEFÁN BRANDUR STEFÁNSSON  Fleiri minningargreinar um Stefán Brand Stefánsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. %  &       2)-6 -)'$(()         .   $     !  $ 4" $    8   /001 /  &"  , # 1 90     &"     7 8 &"   0 &"  , +  , #   .* &    .   &"  2#*  - , C  &"    , 0 & %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.