Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðni IngólfurGuðnason fædd- ist í Reykjavík 31. janúar 1951. Hann lést í umferðarslysi í Svíþjóð 3. nóvember síðastliðinn. Foreldr- ar hans eru Sigrún Jónsdóttir og Guðni Þórðarson. Systkini Guðna Ingólfs eru Jón Snævarr, Val- gerður Margrét og Sigrún Halla. Guðni Ingólfur var ókvænt- ur og barnlaus. Ingólfur ólst upp og naut skólagöngu í Reykjavík, en dvaldi í æsku oft á sumrin hjá móðurfólki sínu í Reykholtsdal í Borgarfirði. Hann var í mörg ár leiðsögumaður og stöðvarstjóri við ferðaþjónustu á Majorka og í Grikk- landi. Ingólfur vann einnig oft við að- hlynningu sjúkra á Kleppsspítala og var leiðbeinandi á Vífilsstöðum. Síðast- liðin sjö ár var Guðni Ingólfur bú- settur í Svíþjóð og starfaði þar á bú- görðum íslenskra hesta aðallega við tamningar og járn- ingar, námskeiða- hald og leiðsögn fyrir sænska eigendur íslenskra hesta. Útför Guðna Ingólfs fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Á fjögurra ára afmæli mínu, 31. janúar 1951, eignaðist ég bróður og það var einhver sú besta og feg- ursta gjöf sem ég gat fengið. Frá fyrsta augnabliki var hann ástin mín. Áður en mér var sagt frá slys- inu þá varð ég svo undirlögð af sársauka og kvíða að ég rauk út í bíl – bað bænirnar mínar aftur og aftur og ók til pabba og mömmu – hann dó í bílslysi. Það eina sem ég skynj- aði var sársauki og meiri sársauki. Elsku hjartans bróðir minn kæmi aldrei aftur. Ég fæ aldrei að sjá hann eldast, ég get ekki hringt í hann og fengið ráð. Hann er farinn úr þessu jarðlífi. Ingólfur var mjög hár maður, vel á sig kominn, persónuleiki hans svo stór, svo sterkur að hvar sem hann fór var eftir honum tekið. Hann var frábær leiðbeinandi og skipuleggj- andi fyrir alla, nema sjálfan sig. Hann lifði hratt, fór ungur sem far- arstjóri til Spánar og teigaði vínið of mikið. 28 ára gafst hann upp fyrir Bakkusi, þá tvífráskilinn við góðar konur, en hraðinn var of mikill. Hann vann sem leiðbeinandi í mörg ár, kynntist góðri konu, kvæntist og átti gott líf. Við vorum saman í hestamennsku í mörg ár, fórum í hestaferðalög sem voru ævintýri líkust. Ég var ein að basla með þrjú börn. Ingólfur og kona hans Sjöfn voru mér mikill styrkur í sambandi við þeirra uppeldi, enda sagði dóttir mín Halla Sigrún, þegar ég hringdi í hana til Bandaríkjanna: „Mamma, hann byrjaði á að verða barnið þitt, síðan varð hann bróðir þinn, besti vinur þinn og faðir okkar.“ Þetta var allt rétt. Elsku hjartans bróðir minn, miss- ir minn er þvílíkur að það á eftir að taka mig langan tíma að ná því til- finningalega að þú sért farinn héð- an, en ég veit að þú vakir yfir mér og mínum börnum all tíð. Ég bið Guð að vera með foreldrum mínum og systkinum og gefa okkur styrk. Elsku litli bróðir minn, ég sakna þín óumræðilega. Megi Guð og allar góðar vættir fylgja þér. Þín systir, Margrét. Ingólfur bróðir minn er látinn eftir hörmulegt umferðarslys í Sví- þjóð 3. nóvember. Það eru dapurleg örlög að lifa barnið sitt og það fá fullorðnir for- eldrar okkar nú að reyna en ætíð var mjög náið og traust samband milli Ingólfs og þeirra. Ingólfur var tápmikill strákur og unglingur, iðk- aði eðlileg strákapör og höfðum við oft gaman af uppátækjum hans, enda hugmyndaríkur mjög. Hann ólst upp í Hlíðunum en í mörg sum- ur var hann í sveit hjá móðursystur sinni, Unni Jónsdóttur, og hennar fjölskyldu í Deildartungu í Reyk- holtsdal. Sú dvöl mótaði líf hans því hann var náttúrubarn mikið og átti einstaklega auðvelt með að um- gangast dýr. Hann stundaði hesta- mennsku af lífi og sál frá unglings- árum, átti fjölda góðra hesta og var honum einkar leikið að ná góðu trúnaðarsambandi við þá og var oft sem maður og hestur skildu hvor annan til hlítar. Síðastliðna tvo ára- tugi átti Ingólfur sér griðastað, Vallanes í Skilmannahreppi, og þar byggði hann sér sumarhús og hafði jarðnæði og góða aðstöðu fyrir hross sín. Við Margrét og Ingólfur fórum ásamt fleira fólki í ferðalag á hestum frá Vallanesi um æskuslóðir okkar í Reykholtsdalnum og fram á Arnarvatnsheiði fyrir 11 árum og er það ferð sem líður mér aldrei úr minni, Ingólfi var einkar lagið að leysa öll vandamál sem upp komu, járna hesta, taka unga hesta til bæna sem við gáfumst upp á og ekki síst að elda góðan mat. Eitt var það þó sem honum hugnaðist lítt, en það var að vaska upp, enda fannst honum það réttilega frekar verk við hæfi bróður síns og var sátt um það. Ingólfur var vinmargur og eign- aðist hann marga vini og kunningja þegar hann starfaði sem fararstjóri hjá fyrirtæki föður okkar, Ferða- skrifstofunni Sunnu, á Spáni og Grikklandi, en sérstakir voru þó trúnaðarvinir hans sem hann eign- aðist á barnsaldri, en sá hópur hélt saman alla tíð og gerir enn. Síðustu sjö árin bjó Ingólfur í Svíþjóð og starfaði við tamningar og þjálfun hesta ásamt járningum. Þegar við feðgarnir fórum til Svíþjóðar eftir andlát Ingólfs urðum við hrærðir yfir þeim mikla söknuði, sorg og hlýja hug sem samstarfsfólk og nánir vinir báru til hans. Ég kveð minn elskulega bróður með miklum söknuði og þeirri vissu að hann er nú í höndum algóðs Guðs. Jón Snævarr Guðnason. Ég man eftir því þegar ég var um 12 ára gömul og ég og nokkrir vinir höfðum komist yfir fullorðinsmynd- band og vorum að stelast til að horfa á það þegar hann frændi minn stóð okkur að verki. Þetta var mjög vandræðalegt allt saman og hann nýtti sér þessa bráðfyndnu aðstöðu til þess að kvelja okkur aðeins, en honum leiddist það nú ekki. Málið var þannig með vexti að ég var þarna með stjúpsystkinum mínum og frændinn ætlaði takk fyrir að labba með okkur öll heim til mömmu þeirra og pabba míns og segja frá atvikinu. Ég sá okkur í anda labba með honum yfir til pabba og stjúpmömmu sem bjuggu skammt frá og segja þeim frá öllu saman. Þetta þótti mér ennþá vand- ræðalegra. Hann að sjálfsögðu hætti við allt saman, las yfir okkur smá lexíu og lét sig svo hverfa. Ég sé hann fyrir mér þar sem hann labbar í burtu glottandi, honum hef- ur örugglega fundist þetta alveg bráðfyndið. Svona man ég nú eftir honum og ætla mér að muna eftir honum áfram. Hann náði alltaf að kippa í alla viðkvæmustu spottana hjá manni og fannst gaman að því en það var alveg sama hvað hann gerði, ég elskaði hann bara meira. Ég skil hann í dag og sjálfri finnst mér þetta alveg bráðfyndið. Þess vegna ætla ég að kveðja þig, elsku frændi minn, með gleði í hjarta því ég hlakka til að hitta þig í næsta lífi. Þín frænka, Arna Fríða (Adda lú). Í dag fylgjum við æskufélaga og vini okkar, Guðna Ingólfi Guðna- syni, sem við kölluðum bara Ingó, síðustu sporin en hann verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju í dag. Á þessu ári urðum við allir fimmtugir og seinni hálfleikur rétt að hefjast þegar vinur okkar lést af slysförum í Svíþjóð laugardaginn 3. nóvember síðastliðinn, þar sem hann bjó síð- ustu ár. Það eru nú orðin rúm fjöru- tíu ár síðan við félagarnir hittumst í Hlíðunum, hverfi sem þá var að byggjast upp og ævintýraljómi í hverju spori. Við minnumst Ingó sem okkar landkönnuðar, hesta- mannsins sem þráði óbyggðirnar og hljóm hófanna í kyrrðinni, sveita- mannsins, bóhemsins, heimspek- ingsins og mannsins sem heillaði fögur fljóð með nærveru sinni einni saman. Kæri vinur, þér varð ekki barna auðið en minning þín er vel geymd hjá okkur samferðamönnum þínum og síðasta sagan af þínum ferðum hefur ekki verið sögð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem.) Kæra fjölskylda við sendum ykk- ur innilegar samúðarkveðjur og þökkum Sigrúnu sérstaklega gest- risni og móttökur í öll þessi ár. Einar Páll, Geir, Steinar og Margrét, Einar Á., Ástmundur, Sigurður Páll, Jón Ingimars og Erlendur Borgþórs. GUÐNI INGÓLFUR GUÐNASON Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284          ) 5$6 $(() 2    , .  . '      !             4" $   $   /    /11 2, $!+. !  7 7   &"    +. ! &"  , .    .8 &+. ! &"  7   +. !  , 90 ,7   &"  "1   + !  &! 7   &"  , . 1"        9 90  ,9 9 90 %          ) 6':)')7 $(() ; ), & 0. *     5$( #(  5     5     !("* &"  )%  &"  "#   "    ),90 ,< &"  .8  &"  * "# % %  &         "   ' () $(() =$&&8>  ? @A        !            ),  +! ,  .90 ,   , . &"     ,          &"  ,   #  % B1'  *" 9! "        /6  ,  #          :0 &# % %  &           '-$:% )    , &  .93  '   #     * +    $     7   $    01   /*11 ,#& /%"# &"  &"  % .* &  "# . + .* & &"  *  +   4  "  .* & &"  &"  , "  0 &! * &"  2, . & % , " &"  , : .   . % , " &" %       -(-61 /$(() '   )    6             /0 %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.