Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 27.11.2001, Blaðsíða 54
FÓLK Í FRÉTTUM 54 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÚ VAR hafinn farsælasti kafli Nicholsons, sem skipaði honum sess sem einn af yfirgnæfandi leikurum samtímans. Hvert afrekið rak annað þar sem þessi fjölhæfi leikari fékk nokkur af bestu hlutverkum kvik- myndasögunnar til að sanna óvenju fjölhæfa hæfileika og að sama skapi magnaðan persónuleika. Enn og aft- ur var Nicholson tilnefndur til Ósk- ars, nú fyrir Chinatown (’74), sem hins vegar færði honum verðlaunin hjá Bretum. Hafnaði Guðföðurnum Ári síðar gat Bandaríska akadem- ían ekki gengið lengur fram hjá snilli- gáfu leikarans, Nicholson innbyrti fyrsta Óskarinn, og reyndar flestallar eftirsóttustu veg- tyllur kvikmyndaheimsins, fyrir Gaukshreiðrið – One Flew Over the Cuckoo’s Nest (’75). Því næst lá leiðin til meginlandsins, í aðalhlut- verk Profession: Reporter (’75), undir eftirsóknarverðri leikstjórn Michelangelos Ant- onioni, báðir hafa oftast gert betur. Síðan brá honum fyrir í hörkuformi í poppóperunni Tommy (’75), áður en hann fór með aðalhlutverkið á móti vini sínum Warren Beatty, í The Fortune (’76). Nicholson var kominn efst á toppinn, jafnvel svo að hann neitaði t.d. aðalhlut- verkunum í Guðföðurnum og Apocalypse Now. Valdi þess í stað vestrann The Missouri Breaks (’76), aðallega vegna þátttöku Marlons Brandos. Því miður var myndin vond og áttu goðsagnirnar nánast engar senur saman. Mun betri var Goin’ South (’78), annar vestri þar sem Nicholson leikstýrði sjálfum sér í hlutverki moð- hauss sem er bjargað úr snörunni af kvenskassi (Mary Steenburgen), sem slær eign sinni á gripinn. Farsæll aukaleikari Eftir tveggja ára hvíld, kom Nich- olson, ótrúlega sannfærandi geggjað- ur og sposkur í The Shining, risa- hrolli Stanleys Kubricks, og ári síðar hneyksluðu þau Jessica Lange, við- kvæmar sálir í nýrri kvikmyndagerð The Postman Always Rings Twice (’81). The Border (’83), var hins vegar hvorki fugl né fiskur. Þá var röðin komin að margverðlaunuðum leiks- igri og Óskari fyrir aukahlutverk, sem leikritaskáldið Eugene O’Neill í Reds, stórmynd Beattys. Vann sama afrek ’83 fyrri hlutverk geimfara, ná- granna Shirley McLaine, í mynd James L. Brooks, Terms of Endear- ment. 1985 sýndi Nicholson á sér „ítölsku mafíósahliðina“, í Prizzi’s Honor, bráðsnjallri, kolsvartri gam- anmynd eftir lærimeistara hans, stór- vin og nánast tengdaföður í tvo ára- tugi, John Huston. Nicholson sleit sambúðinni við Angelicu Huston skömmu eftir fráfall föður hennar, en hlutverkið færði leikaranum enn eina Óskarstilnefningu og fjölda, annarra, eftirsóttra verðlauna. Þau Meryl Streep voru frábær í óvenjulegum hlutverkum róna í Ironweed (’87), leikstýrðri af Hector Babenco (sem mögulega stjórnar kvikmyndagerð bókarinnar Sjálfstætt fólk). Áfram héldu eftirsóttustu hlut- verkin að berast upp í hendurnar á Nicholson. Þegar bók Johns Updike, The Witches of Eastwick, var kvik- mynduð ’87, kom vitaskuld enginn til greina en leikarinn með drápsglottið. Nicholson bregst engum í hlutverki skrattans, á móti kvennablómanum Susan Sarandon, Michelle Pfeiffer og Cher, sem hann forfærir af holdsins lyst. Verðlaunasúpa fylgdi í kjölfarið. Í árslok birtist hann með eftirminni- legum hætti í smáhlutverki í Broad- cast News, undir öruggri stjórn Brooks. Þar með lauk eftirminnilegu ári á ævintýralegum ferli. Moldríkur Jóker Nicholson tók lífinu með ró næstu tvö árin, kom til baka ’89, á minnis- stæðan hátt. Ekki aðeins lék hann Jó- kerinn í Batman (’89), með tilþrifum, heldur gerði hann lygilega góðan samning við framleiðandann, Warner Bros. Stóð uppi að lokum með áður óheyrðan prósentuhlut sem færði leikaranum 60 milljónir dala, sem var mun stærri biti af kökunni en féll í hlut dreifingarrisans og lagði grund- völlinn að miklum auði Nicholsons. Næsta verkefni var þeim mun dap- urlegra. Nicholson hafði lengi gengið með framhald Chinatown í maganum, nú kom hann draumnum í veruleika. Leikstýrði, framleiddi og fór með að- alhlutverkið, en allt kom fyrir ekki, The Two Jakes (’90), er ómenguð vonbrigði 1992 var ár með ólíkindum mis- jafnt. Nicholson sveiflaðist frá Man Trouble, tvímælalaust hans alverstu mynd, fyrr og síðar, upp í Óskarstil- nefningarhæðir með hvössum leik sem atvinnuhermaður í A Few Good Men. Einhvers staðar þarna á milli lullaði Wolf, annarleg hrollvekja Mik- es Nichols. Hoffa var á hinn bóginn metnaðarfull stórmynd, byggð á ævi verkalýðsleiðtogans sem enginn veit hvernig endaði líf sitt. Mynd Dannys De Vito var ógnardýr og gekk illa. Hlaut misjafna dóma en er tvímæla- laust vanmetin enda stórleikarinn í toppformi. Ann Lakers og Penn The Crossing Guard (’95), var fyrsta myndin undir stjórn Seans Penn, síðan komu þrjár skelfilegar myndir í röð, rétt eins og ólögin: The Evening Star (’96), óhugnanlega flatt framhald The Terms of Endearment. Nicholson fór til allrar lukku með ör- hlutverk. Mars Attacks! (’96), var lítið skárri, gjörsamlega mislukkuð skop- mynd eftir Tim Burton. Botninum var hins vegar náð með Blood and Wine (’98), skelfilegri mynd leik- stýrðri af Bob Rafelson, sem hefur stýrt fjölda Nicholsonmynda, allar götur frá Five Easy Pieces. Enn og aftur skyggði Nicholson á starfsbræður sína, og innbyrti Ósk- arsverðlaunin fyrir tiltölulega auðvelt hlutverk snarruglaðs og illskeytts rit- höfundar, klæðskerasniðið fyrir leik- arann, í As Good As it Gets (’97). Mót- leikkona hans, Helen Hunt, vann einnig Óskarinn, og mynd Brooks náði geysimiklum vinsældum. Nichol- son ánafnaði verðlaunin nýlátnum vini sínum og stórleikara, J.T. Walsh. Nicholson var enn á beinu braut- inni, kominn á sjötugsaldurinn og fær í flestan sjó. Orðinn einn, ef ekki virt- asti leikari samtímans, goðsögn með Ray Ban sólgleraugun á sínum stað, rétt ofan glottsins. Vellauðugur, enda hefur meðlagsgreiðslunum fjölgað síðari árin því kvenhyllin loðir við hann; karlinn gamnar sér þessi árin við Löru Flynn Boyle, hún er a.m.k. helmingi yngri. Honum er heldur ekki farið að förlast utan svefnher- bergisveggjanna, það getum við séð með eigin augum í Skuldbindingunni – The Pledge (’01), sem verður aftur tekin til sýninga í desember. Að lok- um: Að sjálfsögðu heldur hann með Los Angeles Lakers, hvað annað? Missir aldrei af leik. Framleiðendur og leikstjórar hans verða að sníða tökuáætlanir með hliðsjón af leikdög- um körfuboltaliðsins snjalla! Jack fékk fjórða Ósk- arinn fyrir leik sinn í As Good As It Gets. Margir telja Nicholson aldrei hafa verið betri en í Gaukshreiðrinu. Jack Nicholson leikur heldur misheppnaðan mafíósa í Heiðri Prizzis. JACK NICH- OLSON II Drápsglottið fræga sem Nichol- son notaði óspart í The Shining. Stjörnurkvikmyndanna eftir Sæbjörn Valdimarsson THE SHINING (1980)  Sögusviðið er fornfrægt, afskekkt fjallahótel í Colorado þar sem Jack Torrence (Nicholson), mislukkaður, drykkfelldur rithöfundur, ræður sig til gæslustarfa yfir vetrarmánuðina, ásamt konu og ungum syni. Snjóalög færa samgönguleiðir í kaf svo fjölskyldan verður brátt einangruð á hinu gamla lúxushóteli ásamt óhugnanlegri sögu þess og svipum sem smám saman ná tökum á Nicholson. Og drengurinn skyggn. Hér leiða saman hesta sína Kubrick, Stephen King, höfundur sögunnar, og Nicholson. Leikstjórinn mjólkar dulúð og draugagang bókarinnar og hið magnaða skyggnisamband drengsins og kokksins, sem verður eina samband mæðginanna við umheiminn. Vönduð og æsi- leg skemmtun sem býr yfir nokkrum óhugnanlegum atriðum sem jafn- ast á við það besta sem leikstjórinn hefur gert. Vinnur á við hverja sýn- ingu; ein þeirra mynda sem hægt er að sjá aftur og aftur. Með Shelley Duvall, Danny Lloyd og Scatman Crothers. PRIZZI’S HONOR (1985)  Charlie Pantana er ein minnisstæðasta persónan sem Nichol- son hefur dregið upp á hvíta tjaldið. Seinheppinn, ekkert of snjall snatt- strákur og leigumorðingi mafíunnar í New York. Er í slæmum málum þar sem hann hefur gefið heitkonu sína (Anjelica Huston), dóttur hátt- setts mafíuforingja, uppá bátinn. Ekki greiðist úr flækjunni er Charlie lendir í vonlausu ástarsambandi við dularfulla konu (Kathleen Turner), sem reynist annar atvinnudrápari úr glæpaheiminum. Kolsvört gam- anmynd, fumlaus leikstjórn Johns Hustons skapar hans síðasta stór- virki. Leikararnir hver öðrum betri, ekki síst Robert Loggia og William Hickey, sem er óborganlegur sem gamli doninn, kominn á grafarbakk- ann. Anjelica fékk Óskarinn fyrir bestan leik í aukahlutverki, Nicholson enn eina tilnefninguna, en fékk í sárabætur verðlaun samtaka gagnrýn- enda í New York. IRONWEED (1987) ½ Mögnuð mynd eftir stórkostlegri bók um mannlega bresti og lífið á botninum. Aðalpersónurnar drykkjusjúklingar og flækingar und- ir lok fjórða áratugarins í Albany, N.Y. Þó ekki dæmigerðir rónar. Hann (Nicholson) er gamall hornaboltakappi á eilífum flótta undan sár- um minningum, hún (Streep) er vel menntuð, hæfileikarík og af efna- fólki komin, en hefur einhvers staðar farið útaf sporinu á lífsleiðinni. Nú eru þau stödd í Albany, þar sem ósköpin byrjuðu. Grípandi mynd sem dregur upp dekkri hliðar mannlífsins á erfiðum tímum þegar landhlaup- arar áttu hvergi höfði sínu að halla. Nicholson (Óskarstilnefning) og Streep eiga góðan dag í hlutverkum óhamingjufólks sem er að bergja síðustu römmu dreggjarnar á mislukkuðu æviskeiði. Minniháttar meistaraverk í alla staði, leikstjórn Brasilíumannsins Hectors Babencos óaðfinnanleg. Með Carroll Baker, Tom Waits og Fred Gwynne. fiú safnar hjá okkur... Nánari uppl‡singar áwww.frikort.is fiú tvöfaldar vinnings- möguleikana me› flví a› fara á www.frikort.is SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is5 hágæða bíósalir Miðasala opnar kl. 15 Eltingarleikurinn við hættulegasta glæpamann alheimsins er hafinn. Endalaust fyndin mynd frá framleiðendum Big Daddy og Wedding Singer og snillingurinn David Spade (Just Shoot Me) er súper-lúðinn!  E.P.Ó. Kvikmyndir.com  Empire SV Mbl  Rás 2 MOULIN ROUGE! Hausverkur Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.  DV Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Glæsileg leysigeislasýning á undan myndinni. Bardagasnillingurinn Jet Li fer hér á kostum í frábærri hasarmynd sem inniheldur stórkostlegar tæknibrellur og mögnuðustu bardagaatriði sem sést hafa. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 4. Með íslensku tali.  1/2 Ungfrú Skandinavía Íris Björk Ljóskur landsins sameinist! Reese Witherspoon fer á kostum sem ljóska sem sannar hvað í ljóskum býr Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. Jack er í fa ntaformi í nýjustu my nd sinni Skuldbindi ngunni – The Pledg e.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.