Morgunblaðið - 27.11.2001, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 27.11.2001, Qupperneq 36
UMRÆÐAN 36 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FÁTT er mikilvæg- ara í samfélagi okkar en að sköttum sé skip- að á þann veg að jafn- ræðis sé gætt milli skattgreiðenda. Við höfum jafnan rétt til náms, sjúkraþjónustu og annarrar þjónustu sem greidd er úr sam- eiginlegum sjóðum landsmanna. En án skatta væru engir sameiginlegir sjóðir til ráðstöfunar. Án skatta gætum við ekki starf- að saman í því þjóð- félagi velferðar og lýð- ræðis sem við erum stolt af. Úr því að jafnræði er í heiðri haft við útgreiðslur úr sameiginleg- um sjóðum er ekki sjálfgefið að jafnræði sé ófrávíkjanleg regla í skattheimtunni? Jú, við höfum haldið að það sé sjálfgefið enda er kveðið á um það í stjórnarskrá okk- ar að allir skuli jafnir fyrir lögum, skattalögum eins og öðrum lögum. Að sjálfsögðu fær til dæmis ekki staðist að eitt skatthlutfall gildi fyr- ir karla og annað fyrir konur eða að skatthlutfall sé mismunandi eftir menntun eða búsetu. Hvernig má það þá vera að í ein- um þætti í fyrirliggjandi frumvarpi til laga um tekjuskatt og fleira skuli felast tillaga um grófa mis- munun í álagningu tekjuskatts? Hvernig má það vera að fram komi hugmynd um að vissum hópi lands- manna verði gefinn kostur á að lækka það hlutfall sem þeir greiða í skatt af hluta tekna sinna úr um 38% (eða 45%) í ein- ungis 26,2%? Þetta á að vera unnt að gera með ákaflega auð- veldri formbreytingu á atvinnustarfsemi úr einstaklingsrekstri í einkahlutafélag. Þetta er nærri því jafn frá- leit mismunun og að kveða á um að þeir sem keypt hafa sér- stakar númeraplötur á bíla sína skuli njóta verulega lægra skatthlutfalls en aðrir landsmenn. Sömu tekjur – Mikill munur á sköttum Við skulum skoða eitt lítið dæmi um þá mismunun sem hér er stefnt að. Við skulum líta á skatta Jóns og Péturs sem hafa hliðstæða mennt- un og sömu tekjur. Pétur mun geta nýtt sér fyrirhugaða lagabreytingu en Jón ekki. Jón er launþegi enda hefur verið lítið um það á hans starfssviði að menn gætu boðið fram vinnu sína sem verktakar. Auk starfa fyrir að- allaunagreiðanda vinnur hann tölu- verða aukavinnu fyrir aðra. Ætla má að tekjur hans á árinu 2001 verði að meðaltali 550.000 kr. á mánuði. Pétur hefur starfað sem verktaki og fært tekjur sínar í rekstrar- reikning og á skattframtal sem ein- staklingur með rekstur samkvæmt núgildandi reglum. Hann hefur því greitt sama hlutfall í skatt af tekjum sínum og Jón. Pétur er himinlifandi yfir framkomnum til- lögum í skattamálum. Hann er þeg- ar búinn að ákveða að stofna einka- hlutafélag með 500.000 kr. hlutafé og verður hann eini hluthafinn. Pét- ur verður jafnframt eini starfsmað- ur félagsins enda hefur hann ekki haft starfsmenn í þjónustu sinni til þessa. Hann áætlar að tekjur sínar að frádregnum rekstrargjöldum verði að meðaltali 550.000 kr. á mánuði á árinu 2001. Sem rekstr- araðili þekkir Pétur reglur skatt- yfirvalda um svokallað reiknað end- urgjald og mun framvegis sem hingað til reikna sér þau lágmarks- laun sem fram koma í reglunum varðandi hans starfsgrein og starfs- umfang. Þetta lágmark er 330.000 kr. á mánuði á árinu 2001. Ef fyr- irhugað skatthlutfall væri í gildi á árinu 2001 mundi hann því greiða 26,2% af 220.000 kr. á mánuði (550.000-330.000) í stað um 38%. Ef hinar fyrirhuguðu reglur væru í gildi á árinu 2001 mundi Pétur greiða rúmlega 300.000 kr. minni tekjuskatta en Jón enda þótt tekjur þeirra séu þær sömu. Fær slík mismunun staðist? Væru Jón og Pétur jafnir fyrir lög- um ef svona væri að farið? Reiknuð laun Með hliðsjón af því sem að fram- an segir um skattamál Péturs má spyrja hvort ekki megi bæta úr umræddu misrétti með því að hækka þau lágmörk sem skattyfir- völd setja um reiknuð laun og herða framkvæmd reglna um það efni. Ljóst er þó að eðli máls sam- kvæmt verður að gæta mikils hófs við ákvörðun slíkra lágmarksfjár- hæða og hófsemdar um alla fram- kvæmd. Ég fæ ekki séð að það sem fram kemur um þetta efni í fyr- irliggjandi frumvarpi geti breytt neinu sem máli skiptir á þessu sviði. Kunnáttumenn í skattamálum sem ég hef rætt við eru mér sam- mála um þetta. Nær misréttið aðeins til fáeinna hátekjumanna? Í fyrirliggjandi frumvarpi er að sjálfsögðu ekki að finna upplýsing- ar eða áætlun um fjölda þeirra skattgreiðenda sem framangreind mismunun í skattheimtu mun ná til. Þeir Pétur og Jón, sem fjallað er um hér að framan, hafa vissulega góðar tekjur og spyrja má hvort umrædd mismunun muni ekki ein- ungis snerta skatta fámenns hóps hátekjumanna. En þeir félagar Pét- ur og Jón hafa nú ekki hærri laun en það að þeir hefðu ekki greitt svokallaðan hátekjuskatt af þeim fjárhæðum á tekjuárinu 2000 enda bætast ekki við neinar tekjur frá maka. Þeir hefðu því ekki komist í hóp 15.144 skattgreiðenda sem greiddu hátekjuskatt af tekjum árs- ins 2000. Lögð skal áhersla á að fyrirhuguð mismunun verður enn meiri af fjárhæðum sem lenda í há- tekjuskatti heldur en dæmið um Jón og Pétur sýnir. Það mál sem hér er til umræðu mun því snerta stóran hóp skatt- greiðenda með beinum hætti. Margir þeirra munu verða himinlif- andi, eins og Pétur í dæminu hér að framan, og munu hugsa með mikilli hlýju til þeirra sem standa að fram- gangi málsis. Aðrir munu verða að láta sér nægja að óska þeim til hamingju sem voru svo heppnir að lenda í skattalegum forréttinda- hópi. En auðvitað varðar þetta mál alla landsmenn enda þótt það snerti ekki alla með beinum hætti í dag. Það skiptir alla miklu að landsmenn verði áfram jafnir fyrir skattalög- um eins og öðrum lögum. Með um- ræddri löggjafartillögu er stefnt á mjög varhugaverða braut í þessu efni. Kemst þú í fyrirhugaðan forréttindahóp? Fái það staðist að mati meiri- hluta á Alþingi að lögfesta skatta- leg forréttindi með framangreind- um hætti munu allir sem hafa tekjur yfir vissu marki taka stefn- una á fyrirhugaðan skattalegan for- réttindahóp. Þetta er einfalt mál hjá þeim sem nú eru með svokall- aðan einstaklingsrekstur. Öðru máli gegnir um þá sem nú eru launþeg- ar. Þeir þurfa að gerast verktakar til að ná þessu markmiði. Hefur þú, lesandi góður, aðstöðu til að komast í forréttindahópinn? Kemst þú í fyrirhug- aðan forréttindahóp? Sveinn Jónsson Tekjuskatturinn Hvernig má það þá vera, spyr Sveinn Jóns- son, að í einum þætti í fyrirliggjandi frumvarpi til laga um tekjuskatt og fleira skuli felast tillaga um grófa mismunun í álagningu tekjuskatts? Höfundur er löggiltur endurskoðandi. TALSMENN inn- göngu Íslands í Evr- ópusambandið fara mikinn þessa dagana. Nýjasta áróðursbragð þeirra er að reyna að telja okkur trú um að áhrif Íslands yrðu veruleg í ESB. Kannski ekki eins mikil og Þýskalands, segja þeir drýgindalega, en engu að síður svo mikil að eftir okkur yrði tek- ið. Vitanlega láta aðild- arsinnar engar nánari skýringar fylgja en beita fyrir sig mál- skrúði eins og að alltaf sé hægt að koma góðum málum fram séu þau ,,nægilega vel undirbúin“. Það þarf ekki að fara í grafgötur um hver áhrif Íslands yrðu í Brussel. Í dagblaðinu Financial Times frá 12. desember 2000 er tafla um áhrif að- ildarríkjanna í helstu stofnunum ESB. Samkvæmt núgildandi reglum um atkvæði í ráðherraráðinu hefur Lúx- emborg, smáþjóð með 430 þúsund íbúa, tvö atkvæði af 87. Eftir að Nice samþykktin öðlast gildi og aðildar- ríkjum fjölgar fær Lúxemborg fjög- ur atkvæði af 237, eða liðlega eitt prósent. Á Evrópuþinginu hefur Lúxemborg sex at- kvæði af 626, eða minna en eitt prósent. Það hlutfall mun lækka þegar fjölgað verður þingmönnum. Ráðherraráðið og Evrópuþingið eru þær stofnanir sem taka til sín æ meira vald á kostnað framkvæmda- stjórnar ESB, en þar hefur hlutur smáþjóða verið tryggður með því að þær fengu til skamms tíma að til- nefna framkvæmdastjóra. Þegar það liggur fyrir að hlutur Íslands í ESB yrði eitt prósent, eða þaðan af minna, verður æpandi tómahljóð í málflutningi aðildar- sinna. Þeir munu ekki láta segjast, ef að líkum lætur, og auka enn á hávað- ann í þeirri von að blekkja fólk til liðs við vondan málstað. Ísland hefði 1% áhrif í ESB Páll Vilhjálmsson Höfundur er fulltrúi. Evrópusambandið Þegar það liggur fyrir að hlutur Íslands í ESB yrði eitt prósent, eða þaðan af minna, segir Páll Vilhjálmsson, verð- ur æpandi tómahljóð í málflutningi aðildar- sinna. Hrei nsum viðar-, rimla-, strimla-, plíseruð- og sólargluggatjöld. Hlíðarhjalla 26, s. 897 3634.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.