Morgunblaðið - 27.11.2001, Side 22

Morgunblaðið - 27.11.2001, Side 22
NEYTENDUR 22 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SIGRÍÐUR Sigurjónsdóttir, einn eigenda Rafþjónustunnar Ljóss, vill taka fram vegna fréttar á neytenda- síðu síðastliðinn fimmtudag þess efnis að gjald fyr- ir raflýst leiði hefði hækkað um 20% síðan í fyrra, að hækkunin sé tæp 12% milli ára. Sigríður seg- ir að gjald fyrir raflýst leiði hafi hækkað fyrir fjórum árum úr 5.500 krónum í 5.900 krónur og úr 5.900 krónum í 6.600 krónur í ár, sem ger- ir tæp 12%. Umrædd 20% hækkun á við átta ára tímabil, sem leiðréttist hér með. Ekki 20% hækkun milli ára hjá Raf- þjónustunni SÝNATAKA og greining á campylo- bacter í kjúklingum á neytenda- markaði, í úttekt sem gerð var í haust, leiddi í ljós að „nokkuð hafi verið um að kjúklingar sem frystir höfðu verið vegna campylobacter- mengunar hefðu verið þíddir upp og seldir,“ eins og segir í tilkynningu frá Hollustuvernd. Heilbrigðisnefnd sveitarfélaga tók 100 sýni af ferskum, ferskum/krydd- uðum, frosnum, steiktum og grilluð- um kjúklingum í verslunum á höf- uðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Egilsstöðum, en úttektin fór fram 15. ágúst til 31. október. Leiddi hún í ljós campylobacter-mengun í rúmum 15% sýnanna en öll jákvæð sýni voru úr kjúklingum sem slátrað hafði ver- ið í ágúst og september. „Niðurstöð- ur úttektarinnar sýna að umtals- verður árangur hefur náðst hjá kjúklingaframleiðendum í að draga úr campylobacter-mengun í kjúk- lingum. Haustið 1999 voru 44% þeirra kjúklingasýna sem rannsökuð voru á vegum umhverfisráðuneytis- ins campylobacter-menguð en aðeins 5,6% haustið 2000. Ef aðeins eru teknir ferskir kjúklingar eru niður- stöður eftirfarandi: Haustið 2001 voru 13,3% ferskra kjúklinga sem rannsakaðir voru campylobacter- mengaðir, 2,2% haustið 2000 og 44,9% haustið 1999. Í könnun Holl- ustuverndar ríkisins og Heilbrigðis- eftirlits sveitarfélaga á campylobact- er-mengun í kjúklingum á neytendamarkaði í maí–júní voru tekin 62 sýni sem öll voru neikvæð.“ Campylobacter- kjúklingar seld- ir neytendum „Umtalsverður árangur hefur náðst hjá kjúklingabændum við að draga úr campylobacter- mengun í kjúklingum,“ segir Hollustuvernd ríkisins. Morgunblaðið/Þorkell SKÁTAHREYFINGIN hefur selt gervijólatré síðastliðin níu ár til styrktar starfsemi sinni. Trén hafa notið mikilla vin- sælda, sam- kvæmt til- kynningu frá Bandalagi ís- lenskra skáta, og eru þau sögð eðlileg eftirlíking nor- mannsþins. Trén endast á annan áratug, segja skátar ennfremur, og nokkur þægindi því samfara að velja gervijólatré. „Því fylgir ekkert stúss við að skera af greinar, vökvun eða annað umstang, sem tengist nátt- úrulegum trjám, og fyrir fólk með frjókornaofnæmi kemur ekkert annað til greina.“ Boðið er upp á enn hærri jólatré en áður því hæsta tréð sem er til sölu hjá skátunum í ár er fimm metrar, segir enn- fremur. „Spurn eftir stærri trjám hefur aukist síðustu miss- eri, einkum frá fyrirtækjum og stofnunum. Kirkjur hafa til að mynda keypt stór tré, en þar eru jólatré oft látin standa í heilan mánuð og erfitt að halda nátt- úrulegum trjám ferskum svo lengi.“ Sígræna jólatréð er selt með tíu ára ábyrgð í 12 stærðum. Nánari upplýsingar fást á heima- síðu skátanna, www.scout.is Skátar selja sígræn gervitré fyrir jólin NÝTT ♦ ♦ ♦ FYRIRTÆKIÐ Nº7 hefur sent frá sér nýjung í snyrtingu, gullpúð- urkorn fyrir andlit og lík- ama. Varan nefnist Stjörnuryk, eða Star Dust, og er flutt inn af B. Magnússon í Garðabæ. Þær allra djörfustu bera gullpúðrið á augn- lok, kinnbein og á barminn, segir í tilkynningu frá B. Magnússon. Gullpúður- korn fyrir lík- ama og andlit

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.