Morgunblaðið - 27.11.2001, Side 16

Morgunblaðið - 27.11.2001, Side 16
SKÁK í hundrað ár er heiti bókar sem Skákfélag Akureyrar hefur gefið út og er þetta fyrsta bókin sem skrif- uð er um sögu félagsins. Jón Þ. Þór skrifaði bókina en í henni er rakin saga Taflfélags Akureyrar og Skák- félags Akureyrar. Rétt um 100 ár eru liðin frá stofnun Taflfélags Akureyr- ar, sem var forveri Skákfélags Akur- eyrar, en félagið var stofnað 24. nóv- ember 1901 í húsi Boga veitinga- manns Daníelssonar á Barðsnefi. Húsið er nú horfið en það stóð gegnt Samkomuhúsinu við Hafnarstræti. Í bókinni er m.a. fjallað um skákvið- burði, greinar eru um skákmeistara, mótstöflur og þar er einnig að finna fjölda skáka. Í tilefni af útkomu bókarinnar efndi félagið til kaffisamsætis í Íþróttahöll- inni þar sem Gylfi Þórhallsson, for- maður Skákfélags Akureyrar, afhenti heiðursfélögum bókina, þeim Haraldi Bogasyni og Jóhanni Snorrasyni, en tveir heiðursfélagar, þeir Albert Sig- urðsson og Margeir Sigurðsson, áttu ekki heimangengt. Þá afhenti Gylfi Hermanni Sigtryggssyni, fyrrver- andi íþrótta- og tómstundafulltrúa, eintak af bókinni fyrir góðan stuðning við skákhreyfinguna á liðnum árum. Loks fékk höfundurinn, Jón Þ. Þór, eintak fyrir vel unnið verk, að sögn Gylfa. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, ávarpaði samkomuna og færði félag- inu hamingjuóskir á merkum tíma- mótum. Sagði hann marga merka skákmenn hafa verið í röðum Akur- eyringa í tímans rás. Hann sagði skák hafa mikið og gott uppeldislegt gildi, af henni lærðu menn að beita hug- anum og þeir öðluðust sjálfsaga. Skák í hundrað ár á Akureyri Morgunblaðið/Kristján Gylfi Þórhallsson, formaður Skákfélags Akureyrar t.h., af- hendir Hermanni Sigtryggs- syni, fyrrverandi íþrótta- og tómstundafulltrúa Akureyrar- bæjar, eintak af bókinni. BJÖRGUNARSVEITIN Súlur á Akureyri hefur fjárfest í nýju húsnæði undir starfsemi sína á Hjalteyrargötu 12. Húsnæðið, þar sem áður var Heildverslun Valgarðs Stefánssonar, var í eigu í Kletta, fasteignafélags Kaup- félags Eyfirðinga, en KEA keypti heildverslunina á síðasta ári. Frá því að björgunarsveitirnar þrjár á Akureyri voru sameinað- ar fyrir um tveimur árum hefur hin nýja sveit leitað að hentugu húsnæði fyrir starfsemina. Við- ræður við KEA hófust eftir ára- mót og í byrjun nóvember sl. var skrifað undir kaupsamning. Jafn- framt tók Klettar, fasteignafélag KEA, húseignir Súlna við Viðjul- und upp í kaupverðið. Áður hafði sveitin selt húsnæði sitt að Galta- læk. Kvennadeild Slysavarna- félagsins Landsbjargar styrkir Súlur til kaupanna og fær á móti starfsaðstöðu í húsinu. Húsnæði þeirra og Sjóbjörgunarsveitarinnar Súlna við Strandgötu var selt fyrir nokkrum árum. Ingimar Eydal formaður Björgun- arsveitarinnar Súlna sagði að nýja húsnæðið sameinaði þessar þrjár björgunarstöðvar og að með kaupun- um væri rekinn endapunktur á sam- einingu björgunarsveitanna á Ak- ureyri. Ingimar sagðist líta svo á að nýja björgunarmiðstöðin væri fyrir allt Norðurland, enda sú stærsta sinnar tegundar á lands- byggðinni. Í framtíðarhúsnæði á góðum stað „Við erum hér í góðu framtíð- arhúsnæði á góðum stað. Við kom- um nú öllum okkar tækjum undir þak, sem kemur sér vel fyrir við- bragðsflýti í útkalli – auk þess sem hér er góð aðstaða fyrir stjórnstöð.“ Ingimar sagði einnig að stað- setningin, miðsvæðis í bænum, kæmi sér vel fyrir væntanlega flugaeldasölu sveitarinnar, sem er hennar helsta tekjulind. Mikið og kostnaðarsamt verk er þó framundan við að koma hús- inu í það horf sem hentar sveitinni best. Við afhendingu húsnæðisins færði KEA sveitinni fjögurra milljóna króna styrk, sem greiðist á næstu fjórum árum. Björgunarsveitin Súlur á Akureyri kaupir nýtt húsnæði Endapunktur á samein- ingu björgunarsveitanna AKUREYRI 16 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Rétting og bílamálun Höldur ehf. á Akureyri óskar eftir að ráða vanan réttingamann og vanan bílamálara til starfa. Æskilegt er að viðkomandi aðilar geti byrjað sem fyrst. Nánari upplýsingar gefa Arnþór Grímsson, þjónustustjóri, í vs. 461 3015, hs. 462 4959 og Stefán Birgisson, verkstjóri, í síma 461 3015. Höldur ehf. rekur eitt stærsta bifreiðaverkstæði utan höfuðborgarsvæðisins og er m.a. þjónustuumboð fyrir Heklu og Gunnar Bernhard. Verkstæðið er vel tækjum búið og leggur áherslu á góða vinnuaðstöðu fyrir starfsfólk sitt. bifreiðaverkstæði, sími 461 3015. kirkjutröppum Akureyrarkirkju. Eftir að dagskránni við kirkju- tröppurnar lauk settist Kristján Þór bæjarstjóri upp í jeppabifreið og ók norður göngugötuna og opnaði hana formlega sem vist- götu. Það þýðir að gatan er opin fyrir bílaumferð frá kl. 8–22 virka daga en þó þannig að gang- andi umferð á réttinn gagnvart bílaumferð. Í götunni eru jafn- framt 17 gjaldskyld bílastæði en með breytingu á götunni í vist- götu vonast verslunareigendur til þess að verslun fari nú að aukast í miðbænum. AKUREYRINGAR létu ekki held- ur leiðinlegt veður hafa áhrif á sig og fjölmenntu í miðbæinn síð- degis á laugardag, þegar Jóla- bærinn Akureyri var formlega opnaður. Dagskráin fór fram við kirkjutröppur Akureyrarkirkju, þar sem Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri ávarpaði viðstadda og flutt var fjölbreytt tónlist. Heim- sókn þriggja jólasveina á svæðið vakti mikla hrifingu og þá ekki síst á meðal þeirra yngstu. Jóla- sveinarnir heilsuðu upp á börnin og sungu jólalög fyrir viðstadda. Þá var kveikt á jólaljósunum yfir Morgunblaðið/Kristján Jólasveinarnir þrír sem mættu í miðbæ Akureyrar vöktu mikla hrifningu viðstaddra. Jólabærinn Akureyri opnaður TVÍTUGUR karlmaður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra til að greiða 40 þúsund króna sekt til ríkissjóðs vegna fíkinefna- brots. Greiði hann ekki sektina innan fjögurra vikna kemur 8 vikna fangelsi í hennar stað. Maðurinn var með 5 e-töflur í fór- um sínum er lögregla handtók hann í bifreið á Akureyri í janúarmánuði síð- astliðnum og var hann ákærður fyrir fíkniefnabrot. Maðurinn játaði sakargiftir. Hann hefur á síðustu árum hlotið nokkra refsidóma og gengist undir sáttar- gjörðir. Maðurinn var á skilorði er þetta brot var framið og var sá dómur látinn halda og manninum dæmdur hegningarauki, E-töflurnar voru gerðar upptækar. Sekt vegna e-taflna Héraðsdómur Norðurlands eystra SIGRÚN Sveinbjörnsdóttir, lektor við kennaradeild HA, flytur fyrirlestur í stofu 24 í Þingvallastræti 23 á miðviku- dag, 28. nóvember, kl. 16.15. Ber hann yfirskriftina „Bjarg- ráð unglinga í blíðu og stríðu“. Í fyrirlestrinum mun Sigrún Sveinbjörnsdóttir kynna dokt- orsverkefni sitt sem nefnist Bjargráð unglinga, þróun nýs kvarða. Hópur unglinga í tæknilega þróuðum ríkjum sem hrjáður er vegna sálfélagslegs vanda fer vax- andi. Áhættu- og verndarþættir hafa greinst og eru ýmist tengd- ir einstaklingum eða umhverfi. Rök hafa verið að því leidd að bjargráð hvers og eins í amstri dagsins geti ýmist verið einstak- lingsbundinn áhættu- eða verndarþáttur hvað varðar vel- líðan, félagslega aðlögun og heilsufar. Í fyrirlestrinum verður rann- sókn á bjargráðum 12 til 16 ára unglinga í Ástralíu og á Íslandi lýst. Greint verður frá hvers vegna og hvernig nýr kvarði var hann- aður til að meta bjargráð ung- linga. Fjallað verður um hver bjargráð unglinga eru og hvern- ig þau flokkast, um mun á bjargráðum nemenda í 7. og 10. bekk, mun á bjargráðum stúlkna og drengja og mun á bjargráðum íslenskra og ástr- alskra unglinga. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Bjargráð unglinga í blíðu og stríðu AFLAVERÐMÆTI Mánabergs ÓF er nú komið í 912 milljónir króna, en skipið kom inn til löndunar í gær- kvöld, mánudagskvöld, úr næstsíð- ustu veiðiferð ársins. Gera menn því ráð fyrir að aflaverðmætið á þessu ári verði meira en einn milljarður króna. Kleifaberg ÓF kom til heimahafnar í Ólafsfirði fyrr í vikunni með afla- verðmæti upp á 106 milljónir króna, en það er með því allra mesta sem togarinn hefur fengið í einni veiðiferð. Skipið var 28 daga í túrnum og var meginuppistaða aflans, eða 72%, þorskur. Met Kleifabergs er 120 milljónir úr einni veiðiferð. Aflaverðmæti Mána- bergs stefnir í milljarð Ólafsfjörður Kaupfélag Eyfirðinga veitti Björgunar- sveitinni Súlum fjárstyrk við afhendingu hússins og færði Eiríkur S. Jóhannsson kaupfélagsstjóri, t.h., Ingimari Eydal, formanni sveitarinnar, innrammað skjal því til staðfestingar. Morgunblaðið/Kristján

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.