Morgunblaðið - 27.11.2001, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 27.11.2001, Qupperneq 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2001 25 BANDARÍKJAHER flutti í gær landgönguliða, skriðdreka og stór- skotavopn á eyðimerkurflugvöll sunnan við Kandahar, síðustu borg- ina sem er enn á valdi talibana. Koma landgönguliðanna markar þáttaskil í stríðinu í Afganistan, sem staðið hef- ur í sjö vikur, og greiðir fyrir því að Bandaríkjamenn geti hafið hefðbund- inn landhernað með það að markmiði að elta uppi Osama bin Laden, liðs- menn samtaka hans, al-Qaeda, og for- ystumenn talibana. Hermt er að bandarískar herflug- vélar hafi gert harðar árásir á Kand- ahar meðan hermenn og vopn voru flutt á flugvöllinn, sem er um 20 km sunnan við borgina. Hópar Pastúna gerðu einnig uppreisn gegn talibön- um í grennd við borgina og lokuðu mikilvægum vegi milli Kandahar og grannríkisins Pakistans. Svigrúm Bandaríkjahers eykst Bandaríkjaher hóf liðsflutningana í fyrrakvöld og gert er ráð fyrir því að um 1.200 landgönguliðar verði komn- ir á flugvöllinn í kvöld. Þeir eiga að koma upp herstöð á svæðinu, líklega á flugvelli við Kandahar þar sem al- Qaeda var áður með bækistöðvar. Gert er ráð fyrir því að allt að 2.000 hermenn verði í herstöðinni. Fyrstu landgönguliðarnir voru fluttir á eyðimerkurflugvöllinn með þyrlum eftir að hópur Pastúna náði honum og nálægum bæ á sitt vald. Landgönguliðarnir komu úr herskip- um í Arabíuflóa og voru fyrst sendir til herstöðva í Pakistan áður en þeir héldu til Afganistans. Búist er við að landgönguliðarnir taki þátt í ýmsum aðgerðum sem mið- ast að því að hafa hendur í hári al- Qaeda-liða í Afganistan og forystu- manna talibana og hindra að þeir komist til Pakistans. Donald Rums- feld, varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, hefur lagt áherslu á að hann vilji tryggja að liðsmenn al-Qaeda komist ekki undan og geti ekki komið sér upp nýjum bækistöðvum í öðrum löndum. Með því að koma sér upp herstöð nálægt Kandahar eykur Bandaríkja- her möguleika sína til að gera skyndi- árásir á liðsmenn al-Qaeda og talib- ana í suðurhluta Afganistans. Bandaríkjaher verður ekki eins háður afgönskum andstæðingum talibana við leitina að hryðjuverkamönnunum og samstarfsmönnum þeirra. „Þetta snýst allt um að setja þrýst- ing á talibana úr ýmsum áttum og með ýmsum aðferðum,“ sagði hátt settur embættismaður í bandaríska varnarmálaráðuneytinu. Hann bætti við að með því að geta beitt land- gönguliðum í hefðbundnum landhern- aði yrðu aðgerðir Bandaríkjahers ekki eins fyrirsjáanlegar og þegar að- eins væri hægt að beita sérsveitum. Það ætti að minnka líkurnar á mann- falli meðal bandarískra hermanna. Áhættan eykst Ýmsar hættur fylgja því hins vegar að hefja hefðbundinn landhernað í suðurhluta Afganistans. Landgöngu- liðunum getur meðal annars stafað hætta af jarðsprengjum, sprengju- gildrum, leyniskyttum og árásum úr launsátri, einkum ef þeir verða sendir inn í Kandahar. Ekki er þó búist við að bandarísku hermennirnir hefji strax aðgerðir í borginni. Abdullah, utanríkisráðherra Norð- urbandalagsins, kvaðst telja að Kand- ahar félli á næstu dögum og sagði að bin Laden og múllann Mohammad Omar, leiðtogi talibana, væru í grennd við borgina. Hernaðarsérfræðingar spá því þó að það taki margar vikur eða jafnvel mánuði að elta uppi liðsmenn al- Qaeda, sem hafast við í hellum í fjöll- unum norðan við Kandahar og víð- áttumiklum eyðimörkum sunnan og vestan við borgina. Hugsanlegt er að landgönguliðunum verði beitt til að afkróa liðsmenn al-Qaeda og loftárás- ir verði gerðar á þá sem komast ekki úr herkvínni. Bandaríkjamenn hafa til þessa að- allega beitt lofthernaði í stríðinu í Afganistan og aðeins sent þangað nokkur hundruð sérsveitarmanna sem hafa starfað þar með njósnurum leyniþjónustunnar CIA. Þeir hafa einkum gegnt því hlutverki að að- stoða afganska andstæðinga talibana. Um 150 sérsveitarmenn gerðu einnig skyndiárás í suðurhluta Afganistans 19. október. Geta lokað flóttaleiðum Bandarískir embættismenn segja að hægt verði að beita landgöngulið- unum til ýmiss konar aðgerða. Þeir geti til að mynda lokað vegum, und- irbúið loftárásir og dregið verulega úr möguleikum liðsmanna al-Qaeda og talibana til að fara á milli staða. Hugs- anlegt er að þeim verði einnig falið að vernda fámennari sérsveitir, meðal annars með því að umkringja ákveðin svæði í Kandahar meðan sérsveitirn- ar fara inn á þau til að leita að liðs- mönnum al-Qaeda. Landgönguliðarnir geta einnig lok- að líklegum flóttaleiðum til Pakistans þar sem al-Qaeda nýtur verulegs stuðnings meðal íbúanna. Verði hermenn sendir inn í Kand- ahar kann það að reynast umdeild að- gerð, jafnvel þótt margir talibanar flýi úr borginni, því slíkar aðgerðir geta verið mjög vandasamar og hættulegar. Mörg af hátæknivopnum Bandaríkjahers, svo sem stýriflaug- ar, koma að litlum notum þegar berj- ast þarf í návígi á öngstrætum borga. Koma upp herstöð til að þjarma að al-Qaeda Kabúl. The Washington Post, AP, AFP. Bandaríkjaher sendir hundruð hermanna til Afganistans

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.