Morgunblaðið - 04.01.2002, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 04.01.2002, Qupperneq 1
2. TBL. 90. ÁRG. FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 4. JANÚAR 2002 ATAL Behari Vajpayee, forsætisráð- herra Indlands, sagði í gær að stríð við Pakistan væri ekki „nauðsynlegt“ en bætti við að ekki kæmi til greina að hefja tvíhliða samningaviðræður við Pakistana nema þeir byndu enda á hermdarverk íslamskra aðskilnaðar- hreyfinga í indverska hluta Kasmír. „Ég tel ekki að stríð sé nauðsyn- legt. Ég hyggst gera allt sem í valdi mínu stendur til að afstýra því. Ef hægt verður að beita diplómatískum aðferðum til að leysa vandamálin tel ég enga þörf á öðrum úrræðum,“ sagði Vajpayee og bætti við að Ind- verjar myndu ekki beita kjarnavopn- um að fyrra bragði. Indverjar og Pakistanar hafa sent tugi þúsunda hermanna að landa- mærum ríkjanna eftir blóðuga árás á þinghúsið í Nýju-Delhí 13. desember. Indverjar segja að hryðjuverkamenn í Pakistan hafi gert árásina með stuðningi leyniþjónustu pakistanska hersins. Blair í Suður-Asíu Pakistanar segjast hafa handtekið meira en hundrað íslamska öfga- menn, sem berjast fyrir sjálfstæði indverska hluta Kasmír, en Vajpayee sagði að ekki væri vitað hvort þeir tengdust árásinni á þinghúsið eða hryðjuverkastarfsemi á Indlandi. Indverska stjórnin hefur krafist framsals 20 meintra hryðjuverka- manna í Pakistan en Pervez Mush- arraf, forseti Pakistans, segir það ekki koma til greina. Vajpayee og Musharraf héldu í gær til Nepal vegna leiðtogafundar samtaka um samvinnu í Suður-Asíu, SAARC, sem hefst í dag. Indverjar hafa hafnað sérstökum fundi milli Vajpayee og Musharraf í tengslum við leiðtogafundinn. Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, hóf í gær fimm daga ferð um Suður-Asíu og vonast til þess að geta dregið úr spennunni milli Indverja og Pakistana. Hann kom til Bangladesh í gær og fer til Indlands í dag og Pak- istans á mánudag. Stríð „ekki nauðsynlegt“ Lucknow, Nýju-Delhí, Íslamabad. AFP. AP Íbúar pakistansks landamæra- héraðs flýja í átt að borginni Lahore vegna spennunnar við landamærin að Indlandi. Reynt að draga úr spennunni milli Indlands og Pakistans YFIRVÖLD í Moskvu sögðu í gær að fjórtán manns hefðu frosið í hel í borginni frá því á nýársnótt og alls um 280 manns síðan veturinn gekk í garð. Brunafrost er nú víða í Mið- og Austur-Evrópu, meðal annars í Pól- landi þar sem meira en 220 manns hafa frosið í hel í vetur. Heimilislaus börn sofa hér í yl frá loftræstikerfi jarðlestarstöðvar nálægt Kreml. AP Heljarkuldi í Moskvu UPPTAKA evrunnar, sameiginlegs gjaldmiðils tólf Evrópusambands- ríkja, tókst „afbragðsvel“, að sögn Wims Duisenbergs, bankastjóra Evr- ópska seðlabankans, í gær, þremur dögum eftir að evran hóf innreið sína. Duisenberg sagði að breytingin hefði gengið snurðulaust fyrir sig og „jafnvel betur en búist var við“. Evr- ópski seðlabankinn ákvað í gær að halda vöxtum sínum óbreyttum og Duisenberg sagði að vextirnir væru „hæfilegir“ og þeir yrðu ekki lækk- aðir „í fyrirsjáanlegri framtíð“. Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins skýrði frá því í gær að um fimmtungur íbúa aðildarríkjanna, eða um 60 milljónir manna, ættu nú þegar evru-seðla. Meira en 90% peninga- sjálfsala á öllu evru-svæðinu hefðu þegar aðlagast evrunni. Talsmaður framkvæmdastjórnar- innar sagði að vöruverð hefði yfirleitt haldist óbreytt á evru-svæðinu, en varað hafði verið við því að verslunar- eigendur kynnu að notfæra sér upp- töku evrunnar til að hækka vöruverð- ið. Gengi evrunnar lækkaði í gær gagnvart Bandaríkjadollar, var kom- ið niður fyrir 90 sent, eftir að hafa hækkað á miðvikudag um 2%. Breska stjórnin gagnrýnd Ýmsir fjölmiðlar í Bretlandi hafa gagnrýnt bresku stjórnina fyrir mis- vísandi yfirlýsingar um hvort Bretar eigi að taka upp evruna og hvatt Tony Blair forsætisráðherra til að taka af skarið í málinu. Blair sagði í gær að það væri „heimskulegt“ að halda að Bretar gætu látið sem evran væri ekki til. „Evran er auðvitað orðin að veruleika núna og ég tel að sú hug- mynd að við getum hlaupið frá henni eða stungið höfðinu í sandinn og látið sem hún sé ekki til sé mjög heimsku- leg,“ sagði Blair. Upptaka evru sögð hafa tek- ist afbragðsvel Brussel. AFP.  Evrumálin/26 TALIBANAR buðust í gær til að framselja leiðtoga sinn, múllann Mohammed Omar, í hendur afgönskum yfirvöldum ef Bandaríkjamenn hættu loft- árásum á fylgsni þeirra í suður- hluta Afganistans, að sögn embættismanns í afgönsku leyniþjónustunni í gær. Nasratullah Nasrat, emb- ættismaður leyniþjónustunnar í Kandahar-héraði, sagði að einn herforingja talibana, sem gengur undir nafninu Rayes Baghran, hefði boðist til að fyr- irskipa hermönnum sínum, allt að 1.500 manns, að gefast upp og gefa sig fram við afgönsk yf- irvöld. „Rayes Baghran lofaði að framselja múlla Omar og að liðsmenn hans legðu niður vopn ef loftárásunum yrði hætt,“ sagði Nasrat. „Múlla Omar hef- ur myrt þúsundir Afgana og eftir handtöku hans verður hann framseldur í hendur bráðabirgðastjórninni í Kabúl til að hægt verði að sækja hann til saka.“ Talið er að Omar sé í felum í Baghran-héraði og ættbálka- höfðingjar á svæðinu hófu samningaviðræður um uppgjöf hans á mánudag. Nasrat sagði að Omar hefði fengið þau skila- boð að ef hann gæfist ekki upp í dag eða á morgun yrðu loft- árásir gerðar á fylgsni hans. Afganistan Bjóðast til að framselja Omar Kabúl. AFP, AP.  Liðsmenn Omars/28 FJÖLMIÐLAR í Argentínu sögðu í gær að ný stjórn landsins myndi lækka gengi pesóans um 30% og tengja síðan gengi hans við gengi Bandaríkjadollars, evrunnar og brasilíska realsins. Búist er við að stjórnin tilkynni gengisfellinguna í dag og skýri frá ýmsum öðrum ráð- stöfunum sem miðast að því bjarga efnahagnum og afstýra því að Arg- entína verði gjaldþrota. Ekkert lát var í gær á mótmæl- unum í Buenos Aires vegna efna- hagskreppunnar. Mótmælendur kasta hér hjólbörðum á brennandi vegartálma. Reuters Gengi argentínska pesóans fellt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.