Morgunblaðið - 04.01.2002, Síða 19

Morgunblaðið - 04.01.2002, Síða 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2002 19 Stórsýning um helgina - TILFINNINGIN ER GÓÐ Hefur sig til flugs 5. JANÚAR FYRSTA barn ársins 2002, sem fæddist á kvennadeild FSA, var myndarstúlka, sem kom í heiminn um miðjan dag 2. janúar. Stúlkan var 15 merkur og 52 cm við fæð- ingu. Foreldrar hennar eru Anna Stefánsdóttir og Hilmar Már Baldursson á Akureyri. Þetta er annað barn þeirra en fyrir eiga þau Sigrúnu Ósk, sem verður þriggja ára í næsta mánuði. Þar sem fæðingin gekk ekki alveg nógu vel var stúlkan tekin með keisaraskurði en að sögn Önnu heilsast öllum í fjölskyldunni vel. Eins og fram kom í Morg- unblaðinu í gær voru fæðingar á kvennadeild FSA á síðasta ári 443, þar af þrjár tvíburafæðingar, og börnin sem þar fæddust því 446 að tölu, 213 strákar og 233 stúlkur. Þótt fyrsta barn ársins hafi verið tekið með keisaraskurði, hefur keisaraskurðum verið að fækka töluvert á milli ára á kvennadeild FSA, að sögn Ingi- bjargar Jónsdóttur yfirljósmóður. Á síðasta ári var tíðni keis- araskurða 19%, en 22,2% árið 2000 og 24,9% árið 1999. „Við höfum verið að ná niður tíðni keisaraskurða og erum mjög stolt af því, þar sem við viljum að sem flestar konur fæði eðlilega. Við höfum tekið upp nýtt skrán- ingarform fyrir fæðingarnar, eins konar gæðaeftirlit. Eftir hvern mánuð förum yfir það sem hefur verið að gerast og sjáum nú betur eftir hvern mánuð hvernig hver fæðing hefur gengið en áður var farið yfir árið í heild. Og Alex- ander Smárason læknir hefur unnið mikið í þessu með okkur.“ Keisaraskurðir voru allt of margir Ingibjörg sagði að tíðni keis- araskurða hefði verið allt of há og þá ekki síst árið 1999 þegar um fjórðungur kvenna fór í keis- araskurð. Hún sagði að 18–19% væri ásættanleg tala. „Aðalatriðið er að þær konur sem eru að fæða sitt fyrsta barn komist í gegnum fæðinguna án þess að fara í keis- ara, því önnur fæðing er alltaf mun léttari en fyrsta fæðing. Þær konur sem hafa einu sinni farið í keisaraskurð hafa orðið val. Við hvetjum þær til þess að fara í fæðingu ef allt bendir til þess að það geti gengið en þær geta samt haft sína skoðun á því og ef þær vilja aftur í keisaraskurð fá þær það,“ sagði Ingibjörg. Myndarstúlka fyrsta barn ársins á kvennadeild FSA Keisaraskurðum fækkar á milli ára Morgunblaðið/Kristján Stoltir foreldrar, Hilmar Már Baldursson og Anna Stefánsdóttir, með nýfædda dóttur og fyrsta barn ársins á kvennadeild FSA. FÉLAGSMÁLARÁÐ Dalvíkur- byggðar hefur samþykkt að veita stjórnum foreldrafélaga grunn- skólanna þriggja í Dalvíkurbyggð viðurkenningu og fjárstyrk að upphæð 100 þúsund krónur. Styrkurinn er veittur fyrir ár- angursríkt samstarf á sviði for- varna, útivistarmála, skipulagning- ar á foreldrarölti og gæslu á samkomum í félagsmiðstöðinni. Að mati félagsmálaráðs hefur sam- starf við stjórnir foreldrafélaganna skilað miklum og marktækum ár- angri í forvörnum á síðustu tveim- ur mánuðum. Samhæfa aðgerðir í forvörnum Samstarf félagsmálaráðs og for- eldrafélaga grunnskólanna hófst síðasta haust og miðaði að miðlun upplýsinga og samhæfingu að- gerða í forvörnum og útivistarmál- um barna. Í kjölfarið tóku for- eldrafélögin að ræða útivistarmálefni barna á fundum sínum og tóku að sér að skipu- leggja foreldrarölt og aðstoð við gæslu á samkomum í félagsmið- stöð. Samstarfið hefur skilað góð- um árangri og því þótti félags- málaráði ástæða til að veita umrædda viðurkenningu með hvatningu um áframhald. Styrkja for- eldrafélög grunnskól- anna Dalvíkurbyggð Félagsmálaráð Dalvíkurbyggðar Vélsmiðja Ólafsfjarðar hefur fest kaup á húsnæði Krossa- ness í Ólafsfirði, það er þar sem gömlu bræðslurnar voru. Samningar um kaupin hafa tekist og mun Vélsmiðjan flytjast úr 400 fermetra hús- næði í rúmlega 1.200 fer- metra húsnæði. Að sögn Ásgríms Pálma- sonar munu þeir hjá Vél- smiðjunni hefja flutning ein- hvern næstu daga, en mikið verk bíður þeirra við að rífa niður ýmislegt í verksmiðj- unni. Ráðgert er að klára flutninginn um áramót, eða í síðasta lagi í vor. Einnig stendur til að fjar- lægja alla tankana við bræðsluna gömlu, ef þeir selj- ast ekki í vetur. Verkefnastaða Vélsmiðj- unnar hefur verið upp og ofan síðustu mánuðina. Því hafa starfsmenn hennar verið langdvölum á Akureyri, mest við Slippinn. Eigendur Vélsmiðjunnar eru Eiríkur Sævaldsson, Ósk- ar Gíslason, Ásgrímur Pálma- son og Gauti M. Rúnarsson. Vélsmiðja Ólafsfjarðar Kaupir nýtt og stærra húsnæði Ólafsfjörður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.