Morgunblaðið - 04.01.2002, Page 21

Morgunblaðið - 04.01.2002, Page 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2002 21 NÝTT íþróttahús var vígt við hátíð- lega athöfn í Vestmannaeyjum skömmu fyrir áramót. Eldri hluti íþróttahússins var 3.300 fermetrar en síðari hluti byggingarinnar, sem nú hefur verið tekinn í notkun, er 3.100 fermetrar og heildarstærð hússins því 6.400 fermetrar. Ljóst er að öll aðstaða Vestmannaeyinga til íþróttaiðkunar er nú orðin ein hin besta sem þekkist í landinu, auk þess sem gera má ráð fyrir að með tilkomu nýja hússins verði Vest- mannaeyjar mun eftirsóttari staður til þess að halda íþróttamót. Skóflustunga og jarðskjálftar Framkvæmdir við síðari hlutann hófust 17. júní árið 2000 en hann er 3.100 fermetrar að stærð. Bygging- arkostnaður nam um 320 milljónum króna. Það var verktakafyrirtækið Steini og Olli sem sá um byggingu hússins en byggingarkostnaður var alfarið greiddur af bæjarsjóði Vest- mannaeyja. Áhorfendapallar eru báðum megin í nýja íþróttasalnum fyrir átta hundruð manns, þar af fyrir þrjú hundruð í sæti. „Það er dálítið gaman að greina frá því,“ segir Vignir Guðnason, forstöðumaður íþróttahússins, „að hálftíma eftir að bæjarstjórinn hafði tekið fyrstu skóflustunguna að húsinu urðu jarðskjálftar hér í Eyjum og raunar um allt Suðurland og menn voru á því að bæjarstjór- inn hefði grafið svo djúpt og því hefðu skjálftarnir orðið.“ Við getum nú státað af því og ég held að það sé staðreynd að við séum komnir í fremstu röð aftur. Á árunum 1976 til 1985 vorum við hér í Eyjum í fararbroddi á landinu með okkar íþróttamiðstöð en síðan höfum við dregist aftur úr. En núna erum við aftur komnir í fremstu röð enda erum við með allt undir sama þaki, þ.e. þrjá stóra íþrótta- sali sem eru löglegir fyrir hvaða keppnisgrein sem er. Við erum að lagfæra gamla salinn þannig að hann verður eins og nýr og síðan erum við með glæsilega sundlaug sem þykir besta keppnislaug á landinu. Auk þess erum við með stóran líkamræktarstað og útisvæði með heitum pottum. Þannig að það má segja að þetta sé orðin alger íþróttaparadís hérna hjá okkur.“ Mjög góð aðstaða til þess að halda íþróttamót Vignir segir að Vestmanna- eyingar séu nú komnir með mjög góða keppnisaðstöðu, þ. á m. full- komna fimleikagryfju með öllum hugsanlegum tækjum. „Hér er hægt að keppa í stangarstökki og hvaða grein sem er inni í salnum, það var sérstaklega tekið úr gólfinu vegna þess. Ég held að það leiki enginn vafi á því að við eigum að geta fengið til okkar langtum fleiri mót. Hér er hægt að keppa á þrem- ur völlum í einu og það eru marka- töflur í öllum sölunum. Það er að- eins einn annar staður á landinu sem getur státað af þremur íþrótta- sölum undir einu og sama þaki.“ Vignir segir að aðstaða fyrir all- ar deildir íþróttafélaganna í Vest- mannaeyjum sé auk þess mjög góð. Aðspurður segir Vignir að auk knattspyrnu séu handbolti, fim- leikar og sund sterkustu greinar Eyjamanna en áhugi á frjálsum íþróttum sé vaxandi. „Með þessum nýja sal fá knattspyrnumennirnir betri aðstöðu en þeir hafa áður haft yfir vetrartímann, þeir fá nú mun lengri tíma til æfinga en áður því að handboltamennirnir fengu meiri- hlutann af tímunum. Þegar leikið er á báðum völlunum í einu eru 65 metrar horna á milli þannig að þar er mjög góð aðstaða fyrir knatt- spyrnuna. Hér er líka glæsilegur keppnisgolfvöllur auk íþrótta- aðstöðu og grasvallanna við Týs- og Þórsheimili þannig að hér er allt til alls.“ Vestmannaeyingar hafa tekið nýtt íþróttahús formlega í notkun Morgunblaðið/Sigurgeir Í Eyjum eru nú þrír löglegir keppnisvellir undir einu þaki. Björn Bjarnason menntamálaráðherra var viðstaddur vígsluna. Íþróttaaðstaða ein hin besta í landinu Vestmannaeyjar UM áramótin lét Friðjón Guðröð- arson, sýslumaður Rangæinga, af störfum. Sýslubúum gafst tækifæri til að kveðja þau hjónin, hann og Ingunni Jensdóttur, formlega í hófi sem haldið var af héraðsnefnd Rangæinga hinn 28. desember sl. í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli. Þar mættu nokkur hundruð manns og hlýddi fólk á skemmtiatrið og ræður og þáði veitingar. Fjölmargir notuðu tækifærið og héldu tölu fyr- ir þau hjónin. Þau hjónin hafa búið í sýslunni í 16 ár og flytjast nú til Reykjavíkur. Í ræðuhöldunum kom fram að þau hjónin hafa á margvíslegan hátt lagt mikið til samfélagsins. Friðjón hefur ekki aðeins verðið traustur og góður sýslumaður heldur hefur hann einnig lagt fjölmörgum menn- ingarmálum lið en þó einkanlega Byggðasafninu á Skógum. Ingunn hefur um árabil leikstýrt og sett upp mörg leikrit fyrir Leikfélag Rangæinga en einnig hefur hún leikstýrt víðsvegar um landið á tímabilinu svo sem hjá Menntaskól- anum á Laugarvatni. Ingunn hefur einnig haldið fjölmargar myndlist- arsýningar og einnig hefur hún haldið námskeið í keramik- og silki- málun. Sýningar hennar í Eden um hverja páska eru orðnar einn af vorboðunum. Þau hjónin eru kvödd með sökn- uði og þakklæti en um leið vonast Rangæingar til að sjá þau sem oft- ast í framtíðinni í Rangárþingi. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Sýslumannshjónin í hópi Rangæinga. Sýslumannshjónin á Hvolsvelli kvödd Hvolsvöllur Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.