Morgunblaðið - 04.01.2002, Side 40
MINNINGAR
40 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Reynir Guð-laugsson fæddist
í Reykjavík 3. apríl
1930. Hann varð
bráðkvaddur á heim-
ili sínu að kveldi að-
fangadags. Foreldr-
ar hans voru María
Hermannsdóttir frá
Ketilseyri við Dýra-
fjörð, f. 4.9. 1905, d.
15.5. 2001, og Guð-
laugur Ásberg
Magnússon gullsmið-
ur og hljómlistar-
maður í Reykjavík, f.
16.12. 1902, d. 13.11.
1952.
Reynir lærði gull-og silfursmíði
hjá föður sínum og lauk sveins-
prófi 1950. Í Þýskalandi og Dan-
mörku aflaði hann sér framhalds-
menntunar og starfaði um skeið
hjá Georg Jensen í Kaupmanna-
höfn. Er faðir hans féll frá 1952
tók Reynir við verkstæði (hans),
Gull-og silfursmiðjunni Ernu, og
var meistari þess til dauðadags.
Reynir kvæntist 1959 Auði Jó-
hönnu Bergsveinsdóttur. For-
eldrar hennar voru Bergsveinn
Haraldsson kennari í Ólafsvík, f.
7.9. 1895, d. 6.10.
1945, og kona hans
Magdalena Ásgeirs-
dóttir frá Fróðá, f.
13.11. 1903, d. 14.10.
1992. Börn Reynis
og Auðar eru: Ás-
geir, f. 24.6. 1960,
gullsmiður í Reykja-
vík, kona hans er
Hildur Anna Hilm-
arsdóttir og á hann
tvö börn; Nína
María, f. 17.2. 1963,
gjaldkeri í Reykja-
vík, maður hennar
er Ingólfur Guð-
mundsson og á hún tvö börn;
Kristín Erna, f. 30.5. 1966, versl-
unarmaður í Reykjavík, maður
hennar er Júlíus Ágúst Guð-
mundsson og eiga þau þrjá syni;
Ragnhildur Sif, f. 20.6. 1969, gull-
smiður í Reykjavík, maður henn-
ar er Gísli Sigurðsson og eiga þau
eina dóttur; Sara Steina, f.
3.3.1974, framkvæmdastjóri í
Reykjavík, maður hennar er
Trausti Kristján Traustason.
Útför Reynis fer fram frá Dóm-
kirkjunni í dag og hefst athöfnin
klukkan 10.30.
Elsku besti pabbi minn, eða
pabbi með stóru syngjandi i. Þú
veist hvað ég meina. Það er svo
margt sem mig langar að segja en
þegar ég verð orðin amma mun ég
eiga fullt af skemmtilegum sögum
til að segja börnunum mínum og
barnabörnum eins og þú gerðir
alltaf svo eftirminnilega. En það er
svolítið sem ég vil minnast á, það
er hvað þú lést manni alltaf finnast
maður vera einstakur í þínum aug-
um og ég veit að þannig leið öllum
börnunum þínum fimm og barna-
börnum. Það mátti ekki gera upp á
milli og allir fengu jafnt af öllu, öll
einstök hvert á sinn hátt. Þetta er
eitthvað sem margir mættu taka
sér til fyrirmyndar og ég lít á sem
gott veganesti út í lífið. Svo voruð
þið mamma alltaf jafnsamrýnd og
ástfangin, þú sagðir svo oft: „Ég
er svo skotinn í henni.“
Elsku pabbi, ég er svo ánægð að
hafa fetað í fótspor þín og lært
gullsmíði hjá þér, eins og Ásgeir
gerði líka, svo veistu að Sara er
dugleg að sjá um allt saman, Nína
og Kristín fylgjast vel með svo þú
þarft ekki að hafa áhyggjur af
verkstæðinu og við pössum öll
hana mömmu okkar vel, hana
Diddu þína.
Guðs ljós varðveiti þig og veri
með þér.
Þetta ár er frá oss farið,
fæst ei aftur liðin tíð.
Hvernig höfum vér því varið?
Vægi’ oss Drottins náðin blíð.
Ævin líður árum með,
ei vér getum fyrir séð,
hvort vér önnur árslok sjáum.
Að oss því í tíma gáum.
(B. Jónsson frá Minna-Núpi.)
Með söknuði.
Litla dúkkan hans pabba,
Ragnhildur Sif Reynisdóttir.
Elsku pabbi minn.
Ég þakka þér fyrir allt, ljós
guðs varðveiti þig.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
( V.Briem)
Kveðja frá „litlu dúkkunni hans
pabba“.
Þín dóttir
Sara Steina.
Jólahátíðin er ung er hjónin
koma frá kvöldverði með fjölskyld-
unni og rétt ná inn úr lyftunni, er
kallið kemur. Ekki að það komi al-
veg á óvart því heilsuna hefur
þorrið jafnt og þétt, en samt kem-
ur okkur alltaf á óvart þegar kallið
kemur.
Tíminn verður afstæður þegar
litið er yfir farinn veg síðustu 42
ára, sem við höfum verið samferða
og líklegra að verið hafi sumt í
gær en fyrir margt löngu.
Reynir lifði viðburðaríkan tíma
við gullgerðarlist sína og var
dverghagur á málminn. Frá verk-
stæðinu streymdu silfur- og gull-
gripir í búðina Guðlaugur A.
Magnússon á Laugavegi og stund-
um hafðist ekki undan að fram-
leiða þessar eftirsóttu þekktu
vörur fyrir jól og hátíðir. Reynir
útskrifaði nemendur í gullsmíði og
þar á meðal börn sín, Ásgeir og
Ragnhildi Sif, og var sérstaklega
stoltur af þeim, enda hafa þau erft
listfengi frá föðurnum.
Reynir var drengur góður, glað-
sinna og unnandi hljómlistar, svo
sem faðir hans var á undan honum
og reyndist eigendum blásturs-
hljóðfæra betri en enginn þegar
hljóðfæri þeirra biluðu eða bogn-
uðu.
Hann var opinn fyrir vanda ann-
arra og meðfædd hjálpsemi og trú
á hið góða í mönnum, ásamt vin-
fengi við vínguðinn, varð honum
mikil byrði og raskaði oft lífs-
hlaupinu. Aldrei var þó um kvört-
un eða uppgjöf að ræða og glað-
værð og bjartsýni var ávallt í
fyrirrúmi þótt á bátinn gæfi í lífs-
ins ólgusjó.
Eftir Reyni liggja mikil og falleg
verk sem lengi munu gleðja sam-
ferðamennina . Börnin hafa öll og
af einstökum dugnaði og festu haf-
ið á loft merki föður og afa í Gull-
og silfursmiðjunni Ernu hf. og trúi
ég að svo muni ganga um langan
aldur.
Að leiðarlokum þökkum við sam-
fylgdina og vináttu gegnum árin.
Auði systur minni, börnum og
barnabörnum vottum við samúð
okkar, og biðjum Reyni góðrar
heimkomu í ríki ljóssins.
Hreinn Bergsveinsson og
fjölskylda.
Í dag kveðjum við ástríkan,
vinnusaman og góðan mann.
Ég minnist þess þegar við rædd-
um málin í lok vinnuvikunnar og
þú vildir oft fá að heyra í barna-
barninu þínu. Þá sagðirðu ósjaldan
einstakar sögur af börnunum þín-
um fimm og barnabörnum sem þú
varst mjög stoltur af. Þú áttir auð-
velt með að finna barnið í sjálfum
þér og skildir þau þess vegna vel.
Það var svo gaman að sjá ykkur
Auði saman, eða Diddu eins og þú
kallaðir hana, því að þið voruð svo
ástfangin og áttuð vel saman. Þeg-
ar ég kynntist Ragnhildi dóttur
þinni léstu mig strax vita hversu
mikið þér þætti vænt um dúkkuna
þína hana Ragnhildi og að nú ætti
ég hana … en þú líka.
Það var sama hvað gekk á í
kringum gullsmíðaverkstæðið
Ernu sem þú unnir af heilum hug
og eyddir mörgum stundum á, allt-
af varstu tilbúinn að líta upp og
gleðjast yfir velferð annarra, sem
telst vera mikill kostur nú til dags.
Eftir að þú greindist með syk-
ursýki í sumar var farið að draga
af þér þrek og þrótt sem þú engan
veginn varst sáttur við enda vinnu-
samur og kvartaðir lítið. Síðan
kvaddirðu þennan heim og okkur
öll skyndilega á aðfangadagskvöld.
Þá komu margar spurningar upp í
huga flestra sem þekktu þig og
ekki síst barnabarnanna þinna.
Spurningar eins og Hvar er afi
núna? Er hann kominn upp til
guðs? Af hverju fengum við að
eiga hann svona stutt en mamma
lengur? En enginn veit sína ævina
fyrr en öll er og þeir sem til þín
þekktu vita vel að þú ert á góðum
stað.
Kveðja,
Gísli og Hlín.
Kveðja frá
Félagi íslenskra gullsmiða
Það var oft glatt á hjalla á
vinnustaðnum í Skipholti 3, Gull-
og silfursmiðjunni Ernu. Ég var
svo lánsöm að fá að starfa þar í
þrjá mánuði fyrir jólin 1999, m.a.
við smíði jólaskeiðarinnar.
Þarna var Reynir á heimavelli.
Faðir hans, Guðlaugur A. Magn-
ússon, stofnaði fyrirtæki sitt 1924.
Má því segja að Reynir hafi fæðst
inn á gullsmíðaverkstæði, byrjaði
ungur að læra af föður sínum og
þeim sem þar unnu og 1950, tví-
tugur að aldri, tók hann sveins-
próf. 1952 lést Guðlaugur og þá
reyndi á ungan mann að standa
sig. Og Reynir stóð sig – til dauða-
dags.
Heimur þeirra sem starfa við
borðbúnaðarsmíði er mjög frá-
brugðin annarri gull- og silfur-
smíði. Fyrir mig var ótrúleg lífs-
reynsla að fá tækifæri til að
kynnast ferli smíðinnar, tækjunum
sem þar eru og hve mörg handtök
felast í hverri skeið.
Unnið var í „akkorði“ svo þá var
að fylgjast með Reyni og læra af
honum. Hann vann ótrúlega hratt
– eiginlega hljóp við fót. Aðdáun-
arvert var að sjá hann handleika
tækin. Þau urðu hluti af honum –
gamlir æskuvinir. Reynir var
hljóður við vinnuna, handlék silfrið
aðdáunarlega, var nánast sem
hann hefði mælikvarða í fingrun-
um.
Í kaffitímum fylgdi hann hljóður
umræðunum – lagði til málanna –
oft sagði hann sögur frá því „í
gamla daga“, bílunum sem hann
hafði átt og skemmtilegum uppá-
komum hjá þeim „vinunum“.
En fyrst og síðast var fjölskylda
hans honum hugleikin. Hann var
mjög stoltur af börnum sínum og
barnabörnum, það kom sérstakur
glampi í augu hans þegar þau bar
á góma.
Gullsmiðurinn Reynir Guðlaugs-
son hafði langa reynslu og bjó yfir
víðtækri þekkingu í borðbúnaðar-
smíði – reynslu sem er svo mik-
ilvægt að við sem yngri erum glöt-
um ekki og hefjum til vegs og
virðingar. Reynsla sem má ekki
hverfa úr faginu eða úr landi.
Félag íslenskra gullsmiða þakk-
ar Reyni hans framlag til félagsins
– góðmennsku hans og hugprýði.
Félagsmenn allir senda eiginkonu
hans og fjölskyldu innilegustu
samúðarkveðju. Persónulega
þakka ég Reyni fyrir það tækifæri
að fá innsýn í hans heim – heimur
sem var hans og hann hafði helgað
líf sitt.
Minning um góðan dreng lifir.
Halla Bogadóttir,
formaður FÍG.
REYNIR
GUÐLAUGSSON
Ungbarnafatnaður
Komdu í bæinn og skoðaðu úrvalið og
verðið. Allt fyrir mömmu.
Þumalína, Pósthússtr. 13, s. 551 2136.
mbl.is
VIÐSKIPTI
SMS FRÉTTIR mbl.is