Morgunblaðið - 04.01.2002, Side 47

Morgunblaðið - 04.01.2002, Side 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2002 47 ann í kjölfar mjaðmaliðarskipting- ar og náði sér aldrei að fullu eftir það. Kunni hann því að vonum illa að vera sviptur heilsunni með svo skjótum hætti, en hann stóð sig samt eins og hetja í baráttunni við að ná bata að nýju. Naut hann þar ómetanlegs stuðnings fjölmargra aðila í heilbrigðiskerfinu, einkum á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri, síðan á Grensásdeild og Heil- brigðisstofnun Suðurnesja. Eiga margir þakkir skilið fyrir aðhlynn- inguna, en þó einkum og sér í lagi mamma sem hlúði að honum heima þar til yfir lauk. Megi minning hans lifa. Pálsbörn. Mínar fyrstu minningar um Pál mág minn eru frá friðsælu kvöldi fyrir rúmlega 40 árum. Þessi myndarlegi maður, farþegi með Esjunni, kom gangandi upp á Hlíð- arveg til þess að heimsækja Sól- veigu systur mína og voru þau að sjást í fyrsta sinn. En kynni þeirra hófust með bréfaskriftum, hann einstæður faðir með einn son á framfæri og hún einstæð móðir með dóttur árinu eldri . Öllum leist okkur vel á Pál og ekki síst móður okkar systra. Þetta var í hæsta máta óvenjuleg og rómantísk byrj- un á sambandi og nokkrum mán- uðum síðar flutti Sólveig til Páls og hófu þau búskap í Keflavík, þar sem Páll starfaði sem húsasmiður . Fjölskyldan stækkaði fljótt og þrír drengir bættust við þau tvö sem fyrir voru. Í minningu stelpuskját- unnar frá Ísafirði, sem oft kom í heimsókn til stóru systur, var Páll sívinnandi. Hann var það sem kall- að er á góðri íslensku hörkudug- legur og vann myrkranna á milli og helgarnar líka, við smíðar og ým- islegt annað sem til féll hverju sinni. Þau eignuðust raðhús á Mávabraut og síðar byggðu þau í Smáratúni og við Óðinsvelli. En Páll stundaði ekki bara vinnu sína, eitt hans aðaláhugamál var söngur og söng hann til margra ára með Karlakór Keflavíkur. Hann ferðað- ist víða með kórnum og hafði mikla ánægju af. Einnig var Páll ljóða- unnandi og samdi sjálfur vísur sem hann las fyrir mig í heimsóknum mínum til Keflavíkur. Ætíð ríkti mikill vinskapur milli fjölskyldna okkar, og börn okkar systra dvöldu á víxl í heimsóknum um lengri og skemmri tíma. Ein minnisstæðasta heimsókn Páls og Dollýar hingað vestur er frá verslunarmannahelg- inni árið 1995. Einn daginn sigld- um við í Vigur og skoðuðum eyjuna og næsta dag vorum við svo heppin að komast fljúgandi til Reykja- fjarðar á Ströndum þar sem Dollý hafði verið í sveit sem barn. Vorum við þar allan daginn og nutum ferð- arinnar. Fyrir rúmum tveimur ár- um veiktist Páll alvarlega og náði ekki heilsu á ný. Maður getur ímyndað sér hversu erfitt það hef- ur verið fyrir þennan sívinnandi mann að vera allt í einu bundinn við stofuna heima og vera upp á aðra kominn með alla hluti. Páll tók veikindum sínum með þolin- mæði og kvartaði ekki og Dollý hlúði að honum á heimili þeirra eins og best varð á kosið. Nú er erfiðu tímabili lokið og Páll eflaust hvíldinni feginn. Fyrir hönd eig- inmanns míns, barna, og aldraðs föður vil ég þakka Páli samfylgdina undanfarna áratugi. Sólveigu syst- ur minni og börnum þeirra Páls, Eygló, Guðbjörgu, Jóni, Magnúsi, Þórði og Kristni og fjölskyldum þeirra vil ég votta samúð okkar. Minningin um góðan mann og kær- leiksríkan föður og afa mun lifa. Svanhildur Þórðardóttir. Með Páli Þ. Jónssyni er genginn enn einn fulltrúi þeirrar kynslóðar sem skóp íslenskt nútímasamfélag. Teygaði í sig á uppvaxtarárum rammíslenska sveitamenningu, flutti svo á Suðurnesin þar sem hann tók þátt í hraðri uppbygg- ingu nýrrar byggðar. Hinar öru breytingar samfélagsins ollu að mörgu leyti uppnámi samfélags og einstaklinga. Hafa margir átt örð- ugt með að fóta sig í þeim koll- veltum – ekki síst þeir sem búa að feysknum rótum. Það átti ekki við um Pál. Þótt hraði og firring sam- félagsins nánast yxi með hverju ári æviskeiðs hans hélt Páll sinni stóísku ró – byggðri á menningu og jafnvægi þingeysks bændasam- félags. Hún var í senn haldreipi hans og leiðarhnoða í gegnum lífið enda Páll þeirrar manngerðar að vera sáttur. Skoðanir hans voru þó skýrar og afdráttarlausar þar sem réttlæti, jöfnuður og samvinnu- hugsjónir fléttuðust saman í fal- lega lífssýn. Skal því engan undra að Páll var alla tíð einn af traust- ustu liðsmönnum Framsóknar- flokksins. Hann var einn þessara mikilvægu burðarása sem ávallt var til staðar – hvort heldur var í alvarlegra flokksstarfi eða á skemmtikvöldum. Framsóknar- menn á Suðurnesjum nutu á sín- um tíma smiðsins Páls, skáldsins Páls og hugsjónamannsins Páls. Það er því skarð fyrir skildi nú þegar hann er allur. Söknuður fjölskyldunnar er vitaskuld mest- ur en við félagar hans í Fram- sóknarflokknum kveðjum góðan félaga. Minning hans mun lifa í hjarta okkar og verður best varð- veitt með því að halda hugsjónum hans um manngildi ofar auðgildi á lofti. Við Valgerður sendum Sólveigu, börnum þeirra, tengdabörnum og barnabörnum okkar dýpstu hlut- tekningu. Blessuð sé minning Páls Þ. Jónssonar. Hjálmar Árnason. stað og fagna því að sálin hittir Guð og forfeður sína. Þú trúðir þessu, Jóna frænka mín, og og nú ert þú komin alla leið inn í sjálfa eilífðina. Hve spennandi það hlýtur að vera. Trú þín á Guð var mér gott veganesti út í lífið og gamansemi þína man ég alltaf, matar- og kaffi- boðin og þína einstæðu hlýju og mannkærleika. Þú varst mér alltaf svo góð, elsku frænka. Ég sendi kveðju til þín, elsku Jóna frænka, frá okkur öllum hér í Slóvakíu, Lúbítsu, Alexander Em- anúel, Daníel Jóni, og fjölskyldu Lúbítsu hér í Bratislava, úti í þorpinu og í Tékklandi. Eins sendum við öll okkar inni- legustu samúðarkveðjur til ykkar heima á Íslandi, mömmu, Möggu og Hrefnu og allra fjölskyldumeð- lima. Guð blessi ykkur öll. Einar Ingvi Magnússon. Elsku Jóna systir. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem.) Þínar systur, Guðbjörg (Stella) og Hrefna. Það eru kaflaskil hjá fjölskyldu okkar, nú þegar Jóna frænka er dáin. Hún var fulltrúi eldri kyn- slóðarinnar í fjölskyldu móður minnar og margar góðar minning- ar tengdar henni. Ég man sem barn hvar hún geymdi dúkkulísu- spjöldin í eldhússkápnum, þau sem hún klippti af hafragrjónspökkun- um og gaf mér þegar ég kom í heimsókn. Ég man líka eftir boði á jólum á Langholtsveginum, hvað það var gaman. Mér er sérstaklega minnisstæð brúna randalínan, vegna þess að brúnu og hvítu lögin voru hnífjöfn, enda klæðskerasnið- in. Jóna var lærður klæðskeri og sigldi til Danmerkur að læra þau fræði. Danmörk var henni hjartfólgið land og danskt mál, því var það svolítið eins og að eiga danska frænku að eiga Jónu og það var ekki ónýtt. Hún og Loftur eig- inmaður hennar voru líka sigld, þau höfðu skoðað sig um í heim- inum á þeim tíma sem það var frekar fátítt að Íslendingar heim- sæktu aðrar þjóðir. Jóna og Loftur áttu einkason, Einar Þór, sem dó í æsku, eða þegar hann var þriggja ára gamall og auðvitað markaði það líf þeirra beggja. Jóna var létt í lund og glöð og húmorinn mikill og góður. Hún hafði fallega rödd, góða nærveru og frásagnargáfu og sakna ég þess nú að heyra ekki gömlu sögurnar sagðar einu sinni enn, með hennar hætti. Jóna lék á orgel og kunni ótal lög og texta og unni músík. Ég þakka henni allt gott. Guð veri með henni á ljóssins vegum. Sigrún. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.     &' (  '  ( '     !""   # $% &'#         *     +   , , (  )&& ) &'&  #*+(  )&&&  ) &' (  )&&& &&, -  '  #  #(  )&&'.  .&/ & & &   +&(  )&&'.  ) - & (  0 &(  )&&& &&, 1 #  '.  2 &2 &#2 &2 &2 &   (  ' ( '    34"5!""    +& $    .  -  * .    !     , . /     ! (    +   0 &# 20 #".)'.   && 6 # (  0 && 5 1&  +&".)'.  *   && 6   & &&".)'.    &7. 8 ' )   &7. & !9  *".)'.  6 '   ".)'.  6 # 1) 3   &&".)&  & ' ( '.    2 &2 &#2 &2 &2 &    (  ' ( '    ,:" ;<!""    * .   !     , . $     !      +    &  *&   +&= &'.   # +& *'.   #  .&&   2 &2 &#2 &2 &2 & 12   '   '   '    6("4 ' '  0. 1)&& )   &>  ,2  $? 6*& *   -  &  34&  & 5(4        #&#  '.  &#!. 6 . *'.  @ .&& 6 6 . *'.   ) &' 5 &  # 0.&& &&  #6 . *'.     / &) & 2 1 / &   & (0 &.&& &# 20 # ) &''.  % 62' A,"54 *>  &' *&#   -  * & *    7  /      8 9  )  :   +   A0 && ( ( *'.  3.  &&.&&  # 20 # # 20 &'.  ( 1 &  * && # 20 &'.  5 * A # # &  (  &    &  *5 & '.   &2 #3  '.  * #  & A0 &   & 6 *& '  && '.   # 1 3.  &'.   2& 2 &2 &2 & #  &'&' 

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.