Morgunblaðið - 04.01.2002, Síða 48

Morgunblaðið - 04.01.2002, Síða 48
MINNINGAR 48 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jóhann GunnarStefánsson fædd- ist á Hvammstanga 21. júlí 1908. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Skjóli 23. desem- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru Stefán Sveinsson, kennari og verkstjóri, f. á Neðri-Rauðalæk í Þelamörk í Eyjafjarð- arsýslu 23.1. 1881, d. 9.8. 1930, og Rann- veig Ólafsdóttir hús- móðir, f. á Torfastöð- um í Jökulsárhlíð í N-Múlasýslu 11.2. 1882, d. 12.11. 1956. Systkin Jóhanns Gunnars eru Guðbjörg bókari, f. 11.10. 1911, Ólafur verslunarmaður, f. 1.4. 1913, d. 26.12. 1991, Björn verslunarmaður, f. 4.7. 1915, d. 28.6. 1963, Sigrún, f. 10.10. 1917, d. 7.1. 1918, Sigurður, f. 25.2. 1922, d. 2.12. 1925, Sveinn bifreiðastjóri f. 9.9. 1919, d. 3.3. 1982, Soffía íþróttakennari, f. 1.5. 1924, og Hermann Ragnar danskennari, f. 11.7. 1927, d. 10.6. 1997. Jóhann Gunnar kvæntist 9. maí 1931 Láru Jóhannsdóttur, f. 23.9. 1910, d. 19.2. 1973. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhann Eyjólfsson, alþing- ismaður og bóndi frá Sveinatungu í Norðurárdal, f. 13.1. 1862, d. 21.12. 1951, og Ingibjörg Sigurð- ardóttir frá Geirmundarbæ á Akranesi, f. 1.4. 1872, d. 20.2. 1934. Börn Jóhanns Gunnars og Láru eru: 1) Stefán fjölskylduráðgjafi, f. 3.8. 1935, var giftur Sveinsínu Tryggvadóttur, f. 30.11. 1935, d. 19.11. 1987, þau skildu. Börn þeirra eru Lára, Fríður Birna og Jó- hann Gunnar. 2) Ingi- björg danskennari, f. 23.12. 1940, gift Helga V. Jónssyni, hrl. og lögg. endur- skoðanda, f. 30.5. 1936. Börn þeirra eru Hanna Lára, Anna Dóra, Jón Sig- urður og Halla María. 3) Jóhann, f. 22.6. 1945, var giftur Sigríði Sólborgu Eyj- ólfsdóttur, f. 6.9. 1945, d. 21.3. 1993. Þau skildu. Dóttir þeirra er Lára. Dætur Jóhanns og Ástu Vilhjálms- dóttur eru: Ragnheiður Ásta og Berglind Elva. Jóhann Gunnar kvæntist 24. apríl 1975 Guðrúnu P. Helgadóttur skólastjóra, f. 19.4. 1922. Börn hennar eru: Ólafur Oddsson, menntaskólakennari, maki Dóra Ingvadóttir, Helgi Jónsson læknir, maki Kristín Færseth og Jón Jó- hannes Jónsson læknir, maki Sól- veig Jakobsdóttir. Að loknu námi í Verslunarskóla Íslands hóf Jóhann Gunnar störf hjá Jes Ziemsen og í framhaldi af því hjá Hinu íslenska steinolíu- hlutafélagi og síðar Olíufélaginu hf. frá stofnun þess. Hann tók við stöðu framkvæmdastjóra Olíufé- lagsins hf. hinn 1. janúar 1952 og gegndi því starfi fram á árið 1978 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Útför Jóhanns Gunnars fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það fennir í fótspor feðranna. Svo í heimahaga sem í hágöngum. Fljótt í sum seinna í önnur, loks í allra eins. Samt er samfylgd sumra manna andblær friðar án yfirlætis, áhrif góðvildar, inntak hamingju þeim er njóta nær. (Guðm. Böðvarsson.) Látinn er maður, sem mér hefur verið einna kærastur þeirra manna, sem ég hef verið samferða um æv- ina, en það er tengdafaðir minn og vinur, Jóhann Gunnar Stefánsson. Að morgni Þorláksmessu kvaddi hann með sömu reisn og einkenndi allt hans líf. Það er sama hvar skyggnst er í líf hans, ætíð blasa við mannkostir þeir sem hann fékk í vöggugjöf: prúðmennska, drenglyndi, sam- viskusemi og góðvild. Þetta eru kostir sem ég hef kynnst hjá öllum hans systkinum, enda voru þessir eiginleikar í heiðri hafðir á æsku- heimili hans hjá foreldrum þeirra, þeim Rannveigu og Stefáni kennara og verkstjóra. Það var mikil sorg þegar Stefán andaðist aðeins 47 ára gamall frá konu og 7 börnum og reyndi þá á styrk og samheldni fjöl- skyldunnar. Talaði Jóhann Gunnar oft og af mikilli virðingu um föður sinn og er ljóst að mikill kærleikur hefur verið þeirra í milli. Nokkrum mánuðum eftir lát Stefáns kvæntist Jóhann Gunnar konuefni sínu Láru. Stofnuðu þau sitt heimili, þar sem sömu gildi voru í heiðri höfð. Heimili Jóhanns Gunnars og Láru kynntist ég fyrst sem drengur vegna vinskapar foreldra minna við þau, og enn betur þegar ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kvænast einkadóttur þeirra. Betri tengdafor- eldra hefði ég ekki getað fengið og ótal minningar koma nú upp í hug- ann. Ógleymanlegar eru t.d. allar veiði- og sumarbústaðaferðirnar, sem við Ingibjörg fórum með þeim. Þá var oft mikið brallað og hlegið því bæði voru þau einstaklega kát og skemmtileg. Þá er ekki hægt annað en að minnast á glæsilegt heimili þeirra á Sjafnargötu, þar sem allir voru velkomnir og gest- risni var í hávegum höfð. Þau lögðu mikla rækt við fjölskylduna og voru ætíð boðin og búin að rétta fram hjálparhönd. Þess nutum við hjónin oft þegar þau létu sig ekki muna um að flytja inn á heimili okkar til að gæta þá ungra barna, er við þurftum að fara til útlanda. Þetta var börnum okkar og okkur ómet- anlegt og aldrei ofþakkað. Mannkostir Jóhanns Gunnars fóru ekki framhjá neinum sem hon- um kynntust. Um það held ég að allir geti borið, sem til þekkja. Sjálfur starfaði ég sem ungur mað- ur hjá Olíufélaginu og síðar í húsi félagsins við Suðurlandsbraut og fór þar ekki milli mála hve mikils trausts og virðingar hann naut meðal samstarfsmanna sinna. Síðustu árin dvaldi Jóhann Gunn- ar á hjúkrunarheimilinu Skjóli, þar sem hann naut umönnunar starfs- fólks sem sýndi honum jafnan alúð, traust og virðingu. Er þessu ágæta fólki hér þakkað. Á Skjóli sótti Jó- hann Gunnar messur hjá séra Árna Bergi, sem hann kallaði jafnan „há- messu“. Þar naut hann þess að syngja sálmana, því söngelskur var hann og kunni flest erindi. Hann tók líka gjarnan lagið með gestum sínum, þó sérstaklega Ingibjörgu og höfðu þau bæði gaman af. Nú að leiðarlokum kveð ég minn elskulega tengdaföður með virðingu og þökk og bið honum guðs bless- unar. Seinni konu Jóhanns Gunnars, Guðrúnu P. Helgadóttur og fjöl- skyldu hennar sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Helgi V. Jónsson. Afi minn. Sundferðirnar þar sem við feng- um að hanga um hálsinn á þér og þú syntir með okkur yfir laugina, barnamessurnar í Réttarholtsskóla hjá sr. Ólafi Skúlasyni þar sem við sungum og fengum biblíumyndir. Sögurnar af Fóu feykirófu, um Einbjörn og Tvíbjörn að ná kálf- inum upp úr dýinu og þær sem þú bjóst til um þegar ég fæddist. Kíkirinn á skrifstofunni þar sem hægt var að sjá yfir flugvöllinn og enn lengra. Ferðalögin á R 200 með Spur Cola í skottinu og jólaboðin. Þær eru ótal minningarnar, afi minn, þakka þér fyrir þær. Fríður Birna. Þegar ég hugsa til baka um elskulegan afa minn, Jóhann Gunn- ar Stefánsson, sem nú er látinn, koma margar góðar minningar upp í hugann. Þrátt fyrir það að Jóhann Gunnar væri ekki blóðskyldur mér, verður hann alltaf afi Jóhann eða afi á Aragötunni í minningunni, enda var hann mér alltaf sem afi, ákaflega góður við mig og þá, sem næst mér standa, ekki síst ömmu mína. Hann stóð alltaf við bakið á ömmu og kippti sér ekki upp við það, þótt hún hefði ýmsar sérstakar þarfir. Til dæmis man ég þegar þau fóru til Mallorca fyrir allmörgum árum. Amma sagðist alls ekki geta sofið án dúnsængur, og þótt ýmsir hefðu bent henni á, að hitinn úti væri svo mikill, að best væri að sofa með lak, varð henni ekki haggað. Afa fannst þetta ekkert tiltökumál þrátt fyrir það, að heila ferðatösku þyrfti undir sængina, hann hélt á henni fyrir ömmu. Afi var ekki síður góður við mig og okkur frændsystkinin. Ég man, að við héldum nokkrum sinnum myndlistarsýningar, þegar við vor- um yngri, og var afi einn af gest- unum, sem skoðaði og keypti nokk- ur verk. Eftir sýninguna kom í ljós, að listamennirnir voru misvinsælir, því að enn héngu nokkrar myndir uppi, en afi sá til þess, að allir lista- mennirnir sætu við sama borð með því að kaupa afganginn af mynd- unum. Myndirnar voru reyndar ekki rammaðar inn heldur settar upp í dótaskáp. Þegar næsta mynd- listarsýning fór fram, hafði sköp- unargleði listamannanna eitthvað dofnað, því að myndir af fyrri sýn- ingu voru hengdar upp aftur. Afi brosti góðlátlega til okkar og ég er viss um, að hann tók eftir þessu, en hann sagði ekki neitt. Viku fyrir andlát afa fór ég ásamt föður mínum og ömmu til hans í heimsókn á Skjól. Þá var langt síðan ég hafði séð hann síðast, og maður skynjaði, að líkaminn var orðinn þreyttur og sjúkur. Afi var greinilega orðinn gamall. Ég þakka góðum guði fyrir að hafa gefið mér að kynnast afa Jóhanni og hans ein- stöku kostum eins og hógværð, staðfestu, reglusemi, örlæti og ekki síst kærleika. Ég óska þess jafn- framt, að guð gefi ömmu minni og öðrum vandamönnum styrk í sorg þeirra. Blessuð sé minning Jóhanns Gunnars Stefánssonar. Guðrún Pálína Ólafsdóttir. Það er margs að minnast, þegar litið er um öxl allt til ársbyrjunar 1941, er ég fyrst kynntist Jóhanni Gunnari. Ég hafði sótt um starf á skrifstofu Hins íslenska steinolíu- hlutafélags (ESSO), stofnað 1913, snemma árs 1941og fyrir tilstilli Jó- hanns Gunnars var ég ráðinn, en hann var þá skrifstofustjóri félags- ins. Forstjóri félagsins var Valdi- mar Hansen, danskættaður ágæt- ismaður og hafði ég þarna eignast tvo yfirmenn, sem ég mun ávallt minnast með þakklæti og virðingu. Jóhann hóf störf á árinu 1927 hjá Jes Zimsen sem í millibilsástandi annaðist umboðið fyrir DDPA þar til HÍS hóf starfsemi á ný 1930. HÍS var að langmestu leyti eign þessa danska olíufélags (DDPA, síðar Dansk Esso) en vegna styrj- aldarinnar hafði allt samband við Danmörku rofnað en Esso Petro- leum Company Ltd. í London gætti hagsmuna eiganda öll styrjaldarár- in. Bæði þessi félög voru dóttur- félög Standard Oil Company of New Jersey. Tiltölulega lítil umsvif áttu sér stað í verslun olíuvara á þessum árum, bílar fremur fáir í landinu og togaraflotinn allur kola- kyntur, vélvæðing landbúnaðarins tæplega hafin. Framundan var þó eitt mesta framfara- og umbrota- skeið þjóðarinnar og má tvímæla- laust segja að Jóhann Gunnar hafi lifað tímana tvenna og í marg- breytilegu umhverfi á löngum og JÓHANN GUNNAR STEFÁNSSON    (  ' (    6!"" A   ) 6 + *         !    +   0  .& && & A #7. '.   & 5 && & 3. (  &'.  5>0. * 8 && #2 &2 &       '       .(  "5=4  B * C &# # ## *  #&  * # &'DD >0 1  - 9   : .'       ;(  & <&   +   0 &# 20 #3.  '.  3.   #*+ *&  * &. && *&  ,  *& ( 2 +& *'. - BB =  # * &'.  5 & A ' & * &&   9     9  7     6 76            (  ' (     ' <;<, !"" 0+ &  ) & .# 2CE5* 2CF     )    # $% !- 9  (  .2 < (        6 , * 1 .&'.  6  A0 && ,#&+.&&  # 1 .&'.   #  !&1 &  0.&.&&  # 1  #  '.  &# 20 #.&'.     && .& ) .&& . &&5 &#'.  2 &2 &#2 &2 &2 &    & '    0 '   = 0   >! #?@3 ?#!!% '  &    # ,#&+& # #       #  1   #)  &' 12  &' !"" 6 *# &'G  &  -   ,  - &' &   9    9'  7   6 76        & A;4 *>  # # * + ( 0 # $' (*  1 !- 9  !.2 ' 5 ( <&   3  -  !  # .  <  8< 6   <   . &&- '. 

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.