Morgunblaðið - 04.01.2002, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 04.01.2002, Qupperneq 53
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2002 53 Útsala STÓRHÖFÐA 21 sími 545 5500 Rétt verð 87,10 kr. Rangt var farið með verð á bens- ínlítra hjá Esso Express-stöðvum í frétt blaðsins í gær og er beðist vel- virðingar á því. Rétt verð er 87,10 kr. LEIÐRÉTT HINN 19. desember síðastliðinn voru, við hátíðlega athöfn í Digra- neskirkju, brautskráðir 74 nemar frá Menntaskólanum í Kópavogi. Alls 43 stúdentar, 19 iðnnemar, 3 matartæknar, 7 nemendur af eins árs skrifstofubraut og 2 nemar úr Meistaraskóla hótel- og mat- vælagreina. Fyrr í mánuðinum höfðu útskrifast 6 matsveinar og 2 ferðamálanemar. Í máli Margrétar Friðriksdóttur, skólameistara, kom m.a. fram að húsnæði skólans rúmar ekki lengur með góðu móti þá starfsemi sem þar fer fram og á haustönn hefur staðið yfir undirbúningur sem mið- ar að því að norðurálma skólans verði rifin og ný tveggja hæða við- bygging komi í hennar stað. Með byggingunni má tryggja viðunandi stöðu framhaldsskólamála í Kópa- vogi næstu árin. Margrét sagði að eitt stærsta verkefni haustannar hefði verið að hefja kennslu með nýrri fartölvutækni og sagði mik- ilvægt að undirbúa nemendur sem best til starfa í alþjóðlegu þekk- ingar og tæknisamfélagi 21. ald- arinnar. Hún þakkaði kennurum sem hún sagði hafa staðið sig sér- lega vel á þessu sviði og gat þess að í nóvember sl. hafi dönskukennarar skólans fengið viðurkenninguna Evrópumerkið 2001 sem veitt er af framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins og menntamálayfirvöldum á Íslandi fyrir nýbreytni í tungu- málakennslu og námi. Margrét þakkaði einnig metn- aðarfullt starf sem unnið hefði verið í hótel- og ferðagreinum en skól- anum var úthlutað Starfs- menntaverðlaununum árið 2001, fyrir framúrskarandi störf á sviði starfsmenntamála. Skólameistari gat þess ennfremur að nemendur hefðu sýnt afburðaárangur og sagði frá því að bakaraneminn Daniel Kjartan Ármannsson hefði unnið til gullverðlauna í Evrópukeppni hót- el- og ferðamálaskóla í september síðastliðnum en alls hefðu 700 þátt- takendur frá 30 Evrópulöndum tek- ið þátt. Erlendur Jónsson hefði líka staðið sig allra nemenda best í Landskeppni í efnafræði sem haldin var í fyrsta skipti nú í nóvember. Í máli Margrétar Friðriksdóttur kom einnig fram að sú þjóð sem ætlar að vanda sig og vera virt í samfélagi þjóða á nýju árþúsundi verður að eiga ábyrga og vel menntaða ein- staklinga til að halda sig í fremstu röð á þeim sviðum þekkingar sem mikilvægust eru talin á hverjum tíma – því það er menntun, ábyrgð og eldmóður einstaklingsins sem ræður ferð framtíðarinnar. Í lokin minntist skólameistari sviplegs fráfalls Arnar Sigurbergs- sonar, aðstoðarskólameistara Menntaskólans í Kópavogi, og við- staddir risu úr sæti og heiðruðu minningu hans. Bragi Michaelsson, forseti bæj- arstjórnar Kópavogs, afhenti ný- stúdent, Katrínu Dagmar Beck, og bakaranema, Njáli Trausta Gísla- syni, peningaverðlaun úr Viður- kenningarsjóði Menntaskólans í Kópavogi. Einnig veitti Unnur G. Indriðadóttir, fulltrúi Sparisjóðs Kópavogs, Önnu Bergljótu Thor- arensen peningaverðlaun fyrir góð- an námsárangur í viðskiptagrein- um. 74 nemar brautskráðir frá MK Margrét Friðriksdóttir skólameistari veitir Katrínu Dagmar Beck viðurkenningu fyrir góðan árangur á stúdentsprófi. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá þingflokki Samfylkingarinnar: „Þingflokkur Samfylkingarinnar lýsir þungum áhyggjum vegna framgöngu stjórnvalda í Ísrael gagnvart friðsamlegum mótmælum við hernámi Vesturbakkans og Gaza. Í gær [á miðvikudag] var dr. Mustafa Barghouthi, læknir og húmanisti sem í nóv. sl. var heið- ursgestur landsfundar Samfylking- arinnar, handtekinn tvívegis í kjöl- far blaðamannafundar sem hann hélt í Jerúsalem ásamt erlendum fulltrúum grasrótarsamtakanna GIPP (Grassroots International Protection for Palestinians Campa- ign). Í liðnum mánuði hafa samtökin staðið fyrir friðsamlegum og vel heppnuðum mótmælaaðgerðum gegn hernáminu en þessum aðgerð- um hefur verið mætt með ofstopa og ofbeldi af hálfu ísraelsku lögregl- unnar og hersins. Stuðningur við sjálfsákvörð- unarrétt Palestínumanna Mustafa Barghouthi er í forystu fyrir friðsamlegri baráttu gegn her- námi og yfirgangi Ísraelsmanna í Palestínu. Handtaka hans og mis- þyrmingar er enn eitt dæmið um sí- endurtekin brot ísraelskra stjórn- valda gegn grundvallarmannrétt- indum Palestínumanna og ógnun við friðsamlega baráttu GIPP gegn her- náminu. Samfylkingin ítrekar eindreginn stuðning sinn við sjálfsákvörðunar- rétt palestínsku þjóðarinnar. Sam- fylkingin hefur hvatt til þess að ís- lensk stjórnvöld beiti sér á alþjóða- vettvangi fyrir því að þjóðir heims beiti stjórnvöld í Ísrael þrýstingi til þess að hlíta samþykktum Samein- uðu þjóðanna og láti af þeirri grimmúðlegu aðskilnaðarstefnu sem beitt er gegn Palestínumönn- um. Í nóvember síðastliðinn lagði all- ur þingflokkur Samfylkingarinnar fram tillögu til þingsályktunar þar sem m.a. er lagt til að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að beita sér fyrir því á alþjóðavettvangi að Ísr- aelsmenn dragi heri sína frá her- numdu svæðunum í Palestínu, í samræmi við friðarsamkomulagið sem gert var í Ósló árið 1993, og geri þannig Palestínumönnum kleift að lifa sem frjáls þjóð í eigin landi. Þingflokkurinn mun leggja ríka áherslu á að ályktunin verði tekin á dagskrá Alþingis um leið og þing kemur að nýju saman.“ Yfirlýsing frá Samfylkingunni Áhyggjur af fram- göngu ísraelskra stjórnvalda ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.