Morgunblaðið - 04.01.2002, Side 54

Morgunblaðið - 04.01.2002, Side 54
54 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ        BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. EFTIR að afstæðis- og skammta- kenningarnar tóku við af heimsmynd Newton-tímabilsins, auk þess sem stjarnfræðingar töldu vafa á um fast- mótaðan (stöðugan) alheim, hefur heimsmyndin verið í ruglingi; ein hjá þessum en önnur hjá hinum. Afstæðis- og skammtakenningarn- ar eru ekki taldar geta samrýmst, (mest vegna orsakalögmálsins senni- lega), þótt báðar séu taldar fullgildar í sjálfu sér, og hefur styr staðið milli tveggja fylkinga um það hvort hægt sé að komast að einhverju orsakalög- máli eftir að skammtakenningin kom til sögunnar. Þeir sem eldri eru taldir í hettunni vilja meina að svo hljóti tilveran að vera gjörð, en hinir, sem nú eru frek- ar taldir hafa rétt fyrir sér, vilja meina að orsakalögmálið virðist ekki gilda í skammtafræðinni. Einstein taldi að sú niðurstaða væri ekki endanleg. Ég veit ekki til þess að komist hafi verið að neinni niðurstöðu um þessar grundvallar- spurningar mannsins, en hér rétt fyrir framan eldhúsgluggann hjá mér er lítill höfði, sem minnir mig óneitanlega á annan höfða, sem er á kunnum myndum er heita Kristur á Olíufjallinu og eru eftir hollenskan málara frá því um 1600. Er nú ekki tiltækt að gefa þessu gaum, skoða þetta betur, og spyrja svo þessarar mikilvægu spurningar um orsakalög- málið? ERLINGUR GUNNARSSON, Dvergaborgum 3, Reykjavík. Hinsta orsök Frá Erlingi Gunnarssyni: Drangurinn minnir höfund á annan dranga sem málaður var á 16. öld. ÉG HEF ekki lagt það í vana minn að hrósa gjörð- um núverandi ríkisstjórn- ar og hef raunar barist gegn einum umdeildasta gjörningi hennar, gagna- grunninum, hér heima og erlendis. Ekki bættist álit mitt á Davíð og félögum er ég hafði spurnir af því út til Englands, þar sem ég er við nám, að til stæði að lækka skatta á hátekjufólki á sama tíma og lyfjaverð til almennings hækkar og Landspítalinn þarf að draga saman seglin. En það er ljóstýra innan veggja stjórnarráðsins sem gengur undir nafninu Björn Bjarnason. Eitt af mörgu sem staðið hefur há- skólakennslu og -rannsóknum hér á landi fyrir þrifum er takmarkaður að- gangur að erlendum tímaritum. Hafa menn beitt ýmsum brögðum í við- leitni sinni til þess að fá aðgang að tímaritum og má þar helst nefna að einstakir háskólakennarar hafa keypt einstaklingsáskrift að tímaritum en leggja þau svo til bókasafna innan sinna deilda, sem auðvitað er ekki lög- legt. Allir þeir sem stundað hafa nám erlendis kannast við viðbrigðin við að fá allt í einu aðgang að stórum rann- sóknabókasöfnum þar sem öll hugs- anlegt tímarit eru til taks, auk gagna- bankanna sem fylgja í kaupbæti. Þetta ástand hefur einnig staðið í vegi fyrir því að íslenskir námsmenn er- lendis, sem eins og í mínu tilfelli þurfa að skilja eftir maka og börn, geti kom- ið heim endrum og sinnum og unnið hluta af verkefnum sínum hér heima, t.d. að ljúka við skrif á doktorsritgerð. En dregið hefur til stórtíðinda í þess- um málum hér á landi. Milli jóla og nýárs var mér bent á heimasíðuna www.hvar.is og ætlaði ég ekki að trúa eigin augum er ég leit á síðuna. Allir Íslendingar hafa nú að- gang að þúsundum tímarita, sem fæst hafa sést hér á landi, auk erlendra gagnabanka. Þetta er ekki aðeins akkur fyrir íslenska háskólasamfé- lagið, því rétt er að taka fram að allir Íslendingar hafa aðgang að þessari dýrmætu uppsprettu. Að því er ég best veit er það einsdæmi að heil þjóð fái aðgang að slíku efni, því erlendis er hann bundinn við þá sem vinna inn- an ákveðinna stofnana. Björn Bjarna- son á heiður skilið fyrir að hafa komið þessu til leiðar því auk þess að stór- efla menntun og rannsóknir hér á landi, sé ég nú fram að að geta lagt síðustu hönd á doktorsriterðina mína hér heima í faðmi fjölskyldunnar. Hvet ég alla til þess að kynna sér þessa heimasíðu. STEINDÓR J. ERLINGSSON, vísindasagnfræðingur, Svarthömrum 9, Reykjavík. Stórtíðindi í íslenskum menntamálum Frá Steindóri J. Erlingssyni:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.