Morgunblaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 1
11. TBL. 90. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 15. JANÚAR 2002 NÝ HRINA ofbeldisverka reið yfir í Mið-Austurlöndum í gær en þá hefndu róttækir Palestínumenn dauða eins úr sínum röðum með því að ráðast að einni af bækistöðvum Ísraelshers í Nablus á Vesturbakk- anum. Einn Ísraeli lést í árásinni. Al-Aqsa-sveitirnar, samtök her- skárra Palestínumanna, lýstu árás- inni á hendur sér en fyrr um daginn hafði leiðtogi samtakanna, Mo- hammad Raad al-Karmi, fallið í að- gerðum Ísraelshers í Tulkarem. Al-Aqsa, sem tengsl hefur við Fatah-hreyfingu Yassers Arafats, forseta heimastjórnar Palestínu- manna, aflýsti vopnahléi, sem sveit- irnar hafa verið í síðan um miðjan desember, eftir að fréttist um fall al-Karmi. Hétu sveitirnar því að hefna dauða hans og sögðu að Ísrael hefði „kallað elda vítis yfir sig með aðgerðum sínum“. Fulltrúar heimastjórnar Arafats sögðu Ísraelsmenn vísvitandi hafa ráðið al-Karmi af dögum. Sögðu þeir að hann hefði með símtali verið ginntur út á götu fyrir utan heimili sitt í Tulkarem en þar sprakk síðan sprengja með þeim afleiðingum að hann lést. Palestínumenn höfðu handtekið al-Karmi að kröfu Ísra- elsstjórnar en hann hafði fengið leyfi til þess að heimsækja ættingja sína, að sögn talsmanna Arafats. Ísraelsmenn reyndu síðast í sept- ember að ráða niðurlögum al-Kar- mis en hann var eftirlýstur vegna morða á níu Ísraelum. Féllu tveir þegar hermenn hófu skothríð á bif- reið al-Karmis en sjálfur slapp hann í það skiptið. Shimon Peres, utanríkisráðherra Ísraels, sagði í gær að ríkisstjórnin hefði ákveðið að hætta eyðileggingu íbúðarhúsa á heimastjórnarsvæði Palestínumanna en Ísraelar hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir að- farir sínar undanfarna daga, m.a. af fulltrúum Evrópusambandsins. Fyrir helgi jafnaði Ísraelsher við jörðu fjölda húsa á Gaza-ströndinni sem fullyrt var að stæðu ónotuð en væru notuð við smygl á vopnum frá Egyptalandi. Hjálparstofnanir sögðu húsin aftur á móti hafa hýst hundruð heimilislausra Palestínu- manna, sem nú ættu í engin hús að venda. Reuters Palestínsk kona heldur á barni sínu í rústum húsa á Gaza-ströndinni sem Ísraelsmenn eyðilögðu fyrir helgi. Ný hrina ofbeldisverka í Mið-Austurlöndum Jerúsalem. AFP. TÍBESKIR útlagar stóðu í gær fyrir mótmælum í Nýju-Delhí, höfuðborg Indlands. Voru mót- mælin skipulögð í tilefni heim- sóknar Zhu Rongji, forsætisráð- herra Kína, til Indlands en Rongji átti m.a. fund með Atal Behari Vajpayee, forsætisráðherra Ind- lands. Tíbetarnir vildu mótmæla yfirráðum Kínverja í Tíbet. Reuters Tíbeskir út- lagar mótmæla „Við höfum lokið liðsflutningum okkar til landamæranna og munum aðeins kalla hermenn til baka ef og þegar búið verður að koma í veg fyr- ir alla starfsemi hryðjuverkamanna okkar megin landamæranna,“ sagði George Fernandes, varnarmálaráð- herra Indlands. Ítrekaði hann að liðsflutningur Indverja hefði komið til af því að hryðjuverk hefðu verið framin í Ind- landi af hópum sem hafast við í Pak- istan og vísaði hann þar einkum og sér í lagi til sjálfsmorðsárásarinnar á þinghúsið í Nýju-Delhí 13. desember sl. Leiðtogi stjórnmála- flokks handtekinn Fernandes fagnaði loforðum Musharrafs um aðgerðir gegn öfga- hópum en sagði að nú væri að sjá hvort hugur fylgdi máli. Meðal hópanna fimm sem Mush- arraf, forseti Pakistans, hefur bann- að eru tvær hreyfingar sjálfstæðis- sinna í Kasmír, Lashkar-e-Taiba og Jaish-e-Mo-hammad, sem Indverjar telja að hafi staðið fyrir árásinni í desember. Var ennfremur tilkynnt í gær að pakistanska lögreglan hefði hand- tekið Abdul Ghafoor Haideri, leið- toga stjórnmálaflokksins Jamiat Ulema-e-Islam, sem hlynntur var stjórn talibana í Afganistan. Indverjar vilja sjá að hugur fylgi máli Nýju-Delhí, Muzaffarabad í Pakistan. AFP. INDVERJAR sögðu í gær að ekki kæmi til greina að kalla umsvifalaust allan her landsins frá landamærunum að Pakistan en í Kasmírhéraði hefur verið mikill liðsafnaður undanfarnar vikur af hvorra tveggja hálfu, Indverja og Pakistana. Nokkuð þykir þó hafa dregið úr spennu í deilu þjóðanna eftir að Pervez Musharraf, forseti Pakistans, lét um helgina handtaka næstum 1.400 liðsmenn hópa bókstafstrúaðra múslíma og bannaði um leið starfsemi þeirra. Skiptust indverskir og pakistanskir hermenn þó áfram á skotum við landa- mærin í Kasmír í gær. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna sögðu að ástand mála í Afganistan væri grafalvarlegt. Bráðabirgða- stjórn landsins ætti svo til enga pen- inga og að um 230 þúsund starfs- menn hins opinbera hefðu ekki fengið greitt í sex mánuði samfleytt. Alþjóðastofnanir og erlend ríki hyggjast leggja marga milljarða ís- lenskra króna til uppbyggingarstarfs en Ahmed Fawzi, talsmaður sérlegs sendimanns SÞ, lagði áherslu á að landið þarfnaðist peninga þegar í stað, annars yrði ekkert Afganistan fyrir hendi þegar stóru summurnar tækju loks að berast. „Þetta land hef- ur mátt þola tvo áratugi stríðs og fólk sveltur nú heilu hungri. Margir haf- ast við í hellum,“ sagði hann. Stjórn Afganistans nánast peningalaus Kabúl. AFP.  Hugðust/26 BANDARÍKJAMENN fluttu þrjátíu talibana og liðsmenn al-Qaeda-hryðju- verkasamtakanna til Guantanamo-herstöðvarinnar á Kúbu í gær en á sama tíma héldu herþotur áfram að varpa sprengjum á búðir, sem talið er að al- Qaeda hafi rekið í Austur-Afganistan. ANSSI Vanjoki, sem sæti á í stjórn Nokia-farsímafyrirtæk- isins finnska, hefur verið skip- að að greiða 116.000 evrur í hraðasekt, ríflega tíu milljónir ísl. kr., að því er dagblaðið Ilta Sanomat greindi frá í gær. Þetta er hæsta hraðasekt sem um getur í Finnlandi en þar í landi eru sektirnar ákvarðaðar með hliðsjón af tekjum lögbrjótanna. Finnska lögreglan tók Vanj- oki fyrir of hraðan akstur í Helsinki í október sl. Mældist hann hafa verið á 75 km hraða á mótorhjóli sínu á svæði þar sem aðeins má aka á 50 km hraða. Hefur honum nú verið skipað að greiða sem samsvar- ar fjórtán daga launum á árinu 1999 en að sögn Ilta Sanomat var Vanjoki það ár með árs- tekjur upp á 14 milljónir evra, eða um 1,2 milljarða ísl. króna. Tíu millj- óna króna hraðasekt Helsinki. AFP. ÁFRÝJUNARNEFND Heimsvið- skiptastofnunarinnar (WTO) úr- skurðaði í gær Evrópusambandinu í vil í máli sem lýtur að skattaaf- slætti yfirvalda í Bandaríkjunum til þarlendra útflutningsfyrirtækja. Var það niðurstaða WTO að afslátt- urinn væri ekki í samræmi við regl- ur stofnunarinnar. „Ég er vitaskuld afar ánægður með að WTO hafi staðfest það sem við höfum ávallt haldið fram,“ sagði Pascal Lamy, yfirmaður verslunar- og viðskiptamála í framkvæmda- stjórn ESB. Nú stæði á Banda- ríkjastjórn að breyta löggjöf þannig að hún yrði í samræmi við skuld- bindingar þeirra á alþjóðavettvangi. Fyrri lög um skattaafslátt til bandarískra útflutningsfyrirtækja voru úrskurðuð ólögleg skattaíviln- un af sérstakri nefnd á vegum GATT-samkomulagsins um verslun og viðskipti árið 1976. Bandaríkja- menn settu ný lög um þessi efni ár- ið 1984 en ESB lýsti þá þegar þeirri skoðun að nýju lögin væru einnig brot á alþjóðlegum reglum. Hefur WTO nú staðfest þann skiln- ing ESB. WTO úrskurðar gegn Bandaríkjastjórn Brussel, Washington. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.