Morgunblaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002 61
DAGBÓK
Smáskór
sérverslun með barnaskó
í bláu húsi við Fákafen - Sími 568 3919
opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15
Ótrúlegt úrval
20-50% afsláttur
ALEXANDERTÆKNI
fyrir alla
Fjárfestu í sjálfum þér
Jónína Ólafsdóttir,
sími 552 2175.
Einkatímar í Alexandertækni.
Losað um spennu í líkama.
Bætir svefn og almennt andlega líðan.
Leiðréttir slæma ávana og vekur
líkamlega meðvitund.
Kringlunni,
sími 553 2888
Útsalan í fullum gangi
Mikil verðlækkun
Útsala — Útsala
Jakkar 13.900 — Nú 8.900
Pils 5.900 — Nú 2.900
Sigurstjarnan, Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin), sími 588 4545.
Rýmum fyrir vörum - allt á að seljast
20-50% afsláttur
Sigurstjarnan - Stórútsala
Opið virka daga frá kl. 11-18, laugard. 11-15
Árnað heilla
REYKJAVÍKURMÓTIÐ í
sveitakeppni hófst á laugar-
daginn í Hreyfilshúsinu við
Grensásveg. Nítján sveitir
keppa um titilinn og spila
allar innbyrðis 16 spila leiki.
Sjö umferðir voru spilaðar
um helgina og er staðan á
toppnum býsna þétt, en efst-
ar og jafnar eru sveitir Páls
Valdimarssonar og Spron
með 138 stig. Rétt á eftir eru
Þrír frakkar, Strengur, Sím-
on Símonarson, Subaru og
Skeljungur, en aðeins níu
stig skilja að fyrsta og sjö-
unda sætið. Mótinu verður
fram haldið í kvöld. Lítum á
athyglisvert spil úr þriðju
umferð:
Austur gefur; enginn á
hættu.
Norður
♠ 86
♥ KDG109732
♦ 52
♣3
Vestur Austur
♠ KDG94 ♠ 52
♥ – ♥ 854
♦ KD6 ♦ 9873
♣ÁD984 ♣G762
Suður
♠ Á1073
♥ Á6
♦ ÁG104
♣K105
Fjögur hjörtu er auðunn-
inn samningur í NS, en
sums staðar tókst AV að ýta
mótherjunum upp á fimmta
þrep. Á einu borði gengu
sagnir þannig:
Vestur Norður Austur Suður
– – Pass 1 grand
2 lauf * 3 tíglar ** Pass 3 hjörtu
3 spaðar 4 hjörtu Pass Pass
Dobl Pass 5 lauf Pass
Pass 5 hjörtu Allir pass
Innákoma vesturs á
tveimur laufum sýndi lauf
og hálit, en þriggja tígla
sögn norðurs var yfirfærsla
í hjarta. Baráttuvilji vesturs
skilaði sér vel, því NS fóru
einn niður á fimm hjörtum –
útspilið var spaðakóngur og
vörnin fékk slag á spaða, tíg-
ul og lauf.
Við nánari skoðun á eftir
kom hins vegar í ljós að
hægt er að taka 11 slagi í
hjörtum og vinningsleiðin er
alls ekki fráleit eftir sagn-
irnar að ofan. Sagnhafi tek-
ur spaðakónginn með ás og
síðan öll trompin átta. Stað-
an er þá væntanlega orðin
þessi:
Norður
♠ 8
♥ –
♦ 52
♣3
Vestur Austur
♠ D ♠ 5
♥ – ♥ –
♦ KD ♦ 9
♣Á ♣G7
Suður
♠ –
♥ –
♦ ÁG
♣K10
Vestur þarf að valda þrjá
liti og neyðist því til að fara
niður á stakan laufásinn.
Lauf er þá dúkkað til vest-
urs, sem getur tekið slag á
spaða, en verður að gefa
suðri tvo síðustu slagina á
tígulás og laufkóng. Þvingun
í þremur litum, þar sem
spaðaáttan gegnir mikil-
vægu hlutverki.
BRIDS
Umsjón Guðmundur
Páll Arnarson
50 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 15. jan-
úar, er fimmtugur Einar
Kjartansson jarðeðlisfræð-
ingur, Steinagerði 13,
Reykjavík. Eiginkona hans
er Marcia J. Maren Vil-
hjálmsdóttir.
60 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 15. jan-
úar, er sextugur Gylfi
Magnússon, verkstjóri,
Breiðuvík 18, Reykjavík.
Eiginkona hans er Guðrún
Blöndal. Þau dveljast á
Kanaríeyjum.
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
STEINGEIT
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert lífsglaður hug-
sjónamaður sem tekur alltaf
svari þeirra sem minna
mega sín. Nánasta samband
þitt krefst athygli
þinnar á árinu.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Vinur þinn gæti gengið fram
af þér í dag. Þér verður ljóst
að það er auðveldara að
halda virðingu sinni en end-
urheimta hana.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Vertu viðbúinn einhverju
óvæntu í samskiptum þínum
við yfirmenn þína í dag. Þú
sérð að þeir geta einnig misst
stjórn á tilfinningum sínum.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú færð fréttir langt að, sem
koma þér á óvart. Ekki láta
slá þig út af laginu. Mundu
að það þarf bæði regn og sól-
skin til að mynda regnboga.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Gildismat náins vinar eða
ættingja kemur þér í opna
skjöldu. Þú vilt fara varlega í
hlutina í stað þess að hella
þér út í þá.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Skapsveiflur og fljótfærni
vinar eða maka koma þér á
óvart. Það er mikil tilfinn-
ingaleg spenna í loftinu í dag.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú hefur góðar hugmyndir
um breytingar í vinnunni.
Taktu af skarið og láttu álit
þitt í ljós því aðrir munu taka
hugmyndum þínum vel.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú hefur mikla frelsisþörf í
dag og neitar að láta aðra
ráða því hvernig þú lifir þínu
lífi. Innst inni veistu að þið
hafið ekki sama gildismat.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Taktu til hendinni og gerðu
breytingar á heimilinu.
Vertu óhræddur við að
henda gömlum hlutum og því
sem skiptir þig ekki lengur
máli.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Einhver sem þú umgengst
reglulega kemur með frá-
bæra hugmynd. Þú sérð að
maður þekkir aldrei neinn til
hlítar jafnvel þótt maður telji
sig gera það.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Farðu sérstaklega varlega í
umferðinni í dag, hvort sem
þú ert akandi, hjólandi eða
gangandi. Þú verður að gera
ráð fyrir því óvænta í um-
ferðinni.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Sjálfstæði þitt gerir það að
verkum að þú lætur engan
ráðskast með þig í fjármál-
um. Hvað sem hver segir þá
ferðu með þína peninga eins
og þér sýnist.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Það eru líkur á að þú lendir í
rifrildi og deilum í dag. Þótt
þú sért sár ættirðu að reyna
vinsemd áður en þú svarar í
sömu mynt.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
LJÓÐABROT
BÆNARLJÓÐ
Sæll, Jesú sæti,
sól og föðurljómi,
gestur ágæti,
girndin manns og sómi.
Mín önd er mjög tvist
(magnið fer til rýrðar);
þar nem þú þér vist,
þýði kongur dýrðar.
Harmþrungin hyggja
hjálpar þinnar krefur.
Þar beint að byggja
bert þú lofað hefur.
Kom, Jesú kæri,
kosinn læknir trega.
Náð þín mig næri
nú og ævinlega.
Synd mína svarta
svæf þú djúps í bárum.
Vef þú mitt hjarta
veikt í þínum sárum.
Þær bjargskorur beztu
mig byrgi, hvað á dunar,
frek á meðan flestu
fram hjá reiðin brunar.
– – –
Magnús prestur Ólafsson
1. e4 c5 2. Rc3 Rc6 3. g3 g6 4.
Bg2 Bg7 5. d3 d6 6. Be3 Bd7
7. f4 b5 8. a3 Rf6 9. Rf3 O-O
10. h3 Hb8 11. O-O a5 12. g4
Re8 13. Hb1 b4 14. axb4 axb4
15. Re2 Rc7 16. f5 Rb5 17.
Dd2 Rbd4 18. Rexd4 Rxd4
19. Bh6 Rxf3+ 20. Hxf3 Ha8
21. Bxg7 Kxg7 22. d4 Db6 23.
e5 dxe5 24. dxe5 Bc6 25. f6+
exf6 26. Hxf6 c4+ 27. Kh2
Hac8 28. Hbf1 Dc5 29. Df4
Be8 30. h4 Hd8 31. h5 Hd4
32. h6+ Kg8 33. De3 Hd5 34.
Dxc5 Hxc5 35. e6 He5
Staðan kom upp í 5. skák
einvígis Nigels
Shorts (2663) og
Hannesar Hlífars
Stefánssonar
(2604). Sá fyrr-
nefndi sýndi heldur
betur klærnar í
seinni hluta einvíg-
isins eftir ósann-
færandi tafl-
mennsku í
upphafsskákunum
en því lauk með
sigri hans 4½ v. -
1½ v. GA smíðajárn
og Kögun styrktu
einvígið en það var
haldið í tilefni af 10 ára af-
mæli Taflfélagsins Hellis á
síðasta ári. Framtak þetta er
til mikillar fyrirmyndar og
mun vega þungt í reynslu-
sarp Hannesar. Englending-
urinn veitti svörtum náðar-
höggið með snaggaralegum
hætti: 36. Bd5! Hxd5 37. e7
He5 38. Hxg6+! og svartur
gafst upp enda fátt til varnar
eftir 38... hxg6 39. h7+.
Skák
Umsjón Helgi Áss Grét-
arsson
Hvítur á leik.
FRÉTTIR
BRÚÐKAUP. Gefin
voru saman 7. júlí sl. í
Hallgrímskirkju af sr.
Vigfúsi Þór Árnasyni
Helma Rut Einarsdóttir
og Gunnar Freyr Guð-
mundsson.Ljósmyndastofa/Nína
MIÐSTJÓRN Rafiðnaðarsam-
bands Íslands samþykkti á fundi
11. janúar sl. eindregna stuðn-
ingsyfirlýsingu við ákvörðun
framkvæmdastjórna skólakerfis
rafiðnaðarmanna um úttekt lög-
giltra endurskoðenda á skólakerfi
rafiðnaðarmanna. Hvatt er til
þess að þeirri vinnu verði hraðað
sem frekast er kostur.
„Öflug starfsmenntun er og
hefur verið stór þáttur í kjara- og
starfsréttindabaráttu rafiðnaðar-
manna. Rafiðnaðarsambandið
mun því eindregið styðja áfram-
haldandi rekstur starfsmennta-
kerfis rafiðnaðarmanna. Mið-
stjórn sambandsins telur nauð-
synlegt að stjórnkerfi og skipulag
skólanna verði að taka til gagn-
gerrar endurskoðunnar, svo forð-
ast megi áföll af því tagi sem við
erum nú að upplifa,“ segir í álykt-
un miðstjórnar RSÍ.
Úttekt á skóla-
kerfi rafiðnaðar-
manna hraðað