Morgunblaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002 11 SÝKINGAR í loftvegum voru til um- ræðu á fyrsta hluta læknadaga Fræðslustofnunar lækna og fram- haldsmenntunarráðs læknadeildar Háskóla Íslands. Þar kom m.a. fram að þriðjungur fólks á aldrinum 18 til 64 ára, sem fá alvarlega lungnabólgu af völdum pneumokokka, hefur enga þekkta áhættuþætti en samkvæmt nýlegum rannsóknum eru reykingar taldar einn sterkasti áhættuþáttur slíkra sýkinga. Einnig kom fram að um helmingur þeirra 15 sem grein- ast að meðaltali árlega hérlendis með berkla er útlendingar og vax- andi hlutfall Íslendinganna sýkist eftir ferðalög til landa þar sem berkl- ar eru algengir. Magnús Gottfreðsson, læknir á lyflækningadeild og sýklafræðideild Landspítala – háskólasjúkrahúss, fjallaði um bakteríusýkingar af völd- um pneumokokka eða lungnakokka sem stundum hafa einnig verið nefndir lungnaóþokkar. Hann sagði erlendar rannsóknir sýna að um þriðjungur fólks á aldrinum 18 til 64 ára, sem fengi lungnakokkasýkingar sem breiddust út í blóð, hefði til skamms tíma ekki haft neina þekkta áhættuþætti fyrir slíkar sýkingar. Hann sagði nýlega hafa verið sýnt fram á að reykingar væru einn sterk- asti áhættuþátturinn og gætu þær skýrt um helming slíkra alvarlegra lungnabólgutilvika. Kvað hann ekki ástæðu til að ætla annað en svipað væri uppi á teningnum hérlendis og minnti hann einnig á að óbeinar reykingar ættu einnig sinn þátt í að valda áhættu. Þá sagði hann ljóst að inflúensa leiddi iðulega til aukinnar tíðni lungnabólgu. Einnig nefndi hann miltisleysi, mótefnaskort og HIV-smit sem hann sagði margfalda áhættuna á slíkum sýkingum. Brýnt að styrkja forvarnir Magnús sagði ljóst að hægt væri að hafa áhrif til forvarna á suma þættina og nefndi sérstaklega reyk- ingar. Sagði hann nauðsynlegt að styrkja forvarnir enn frekar, því dánartíðni af völdum alvarlegrar pneumokokkalungnabólgu væri á bilinu 25 til 35%. Hann sagði að þar sem um þriðjungur Íslendinga reykti mætti gera ráð fyrir að koma mætti í veg fyrir sýkingu hjá mörg- um þeirra ef þeir drægju úr reyk- ingum. Þorsteinn Blöndal, yfirlæknir á lungna- og berklavarnadeild Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur, sagði 15 manns sýkjast hérlendis að með- altali af berklum á ári hverju. Hann sagði einkenni lungnaberkla yfirleitt vera langdreginn hósta með slím- uppgangi, einnig að brjóstverkir og blóðugur uppgangur vektu oft upp grun um berkla. Oft væri unnt að greina þá nokkuð snemma hérlendis og sagði hann meðgöngutímann með hóstaeinkenni að meðaltali vera10 til 12 vikur. Þá sagði Þorsteinn vaxandi hlutfall Íslendinga smitast vegna ferðalaga til landa þar sem berklar væru ríkjandi. Bæði hefðu ferðalög aukist og að menn dveldu lengur í þessum löndum sem þýddi aukna hættu á smiti. Þorsteinn sagði lyfjaþol ekki vandamál meðal íslenskra berkla- sjúklinga, frá árinu 1975 hefði aðeins einn af 530 reynst vera með alvarlegt lyfjaþol. Hættu á lyfjaþoli sagði hann vera vegna fyrri lyfjameðferð- ar og hjá innflytjendum frá löndum þar sem lyfþol væri landlægt. Nefndi hann sem dæmi að lyfþol væri um 20% meðal íbúa Lettlands en það væri fyrir hendi í öllum heimsálfum. Helmingur berklasjúklinga hérlendis er útlendingar ÁSÞÓR RE-395, sem er fimm tonna plastbátur, er mikið skemmd- ur eftir árekstur en bátnum var stolið aðfaranótt sunnudags frá Suðurbugt í Reykjavíkurhöfn. Báturinn fannst um áttaleytið þar sem hann maraði við Granda- kaffi í Reykjavík. Vél bátsins var enn í gangi og báðar lensudælurnar á fullu. Ekki er ljóst á hvað bátnum var siglt. Þorvaldur Gunnlaugsson, eigandi bátsins, sagði í samtali við Morg- unblaðið að of snemmt væri að meta skemmdir. Slíkur bátur kost- ar nýr hátt í níu milljónir. Nýlega voru gerðar endurbætur á bátnum fyrir um fjórar milljónir og því er ljóst að tjónið er mikið. Þorvaldur hefur gert út á línu undanfarið en ljóst má vera að talsverður tími er þar til Ásþór RE verður aftur tilbú- inn til veiða. „Maður er hálfdofinn yfir þessu öllu saman,“ sagði Þor- valdur. Læst hlið er við landganginn að flotbryggjunni við Suðurbugt, það- an sem bátnum var stolið, en svo virðist sem þjófarnir hafi klifrað yf- ir hliðið. Þrír handteknir Um hádegi á sunnudag voru þrír ungir karlmenn handteknir, grun- aðir um aðild að verknaðinum. Einn þeirra var með áverka á líkama sem þóttu grunsamlegir. Talið var víst að sá sem var við stýrið á bátn- um hefði hlotið áverka þegar hann skall á stýri bátsins við áreksturinn en stýrið var talvert bogið. Hvorki hann né hinir tveir vildi nokkuð kannast við að hafa stolið bátnum og var þeim sleppt að loknum yf- irheyrslum. Málið er enn í rann- sókn. Morgunblaðið/Júlíus Þorvaldur Gunnlaugsson við Ásþór RE. Miklar skemmdir urðu á stefni bátsins. Stórskemmdur eftir árekstur Þrír handteknir en sleppt eftir yfirheyrslur Lát Dons C. Wileys Talinn hafa fallið af brú fyrir slysni EKKERT bendir til þess að lát líf- efnafræðingsins Dons C. Wileys hafi borið að með glæpsamlegum hætti að því er fram kemur í frétt Associated Press fréttastofunnar. Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu fannst lík Wileys í þverá Mississippi- fljóts í Tennesseefylki í Bandaríkjun- um í desember sl. Wiley var 57 ára að aldri og kvæntur íslenskri konu, Katrínu Valgeirsdóttur. Eiga þau tvö börn. Talið að Wiley hafi fyrir slysni fallið í Mississippifljót. Ekkert hafði spurst til Wileys í meira en mánuð þegar lík hans fannst í þverá Mississippifljóts, en óttast var að hvarf hans tengdist hryðjuverka- mönnum sem áhuga hefðu á rann- sóknum Wileys á lífshættulegum veirum. Wiley starfaði sem prófessor við Harvardháskólann í Boston og var talinn meðal fremstu sérfræðinga í rannsóknum á veirum, þ.á m. ebola- veirunni. Hrossastóð fældist eftir flugeldaskothríð Til athugunar hjá sýslumanni SÝSLUMAÐURINN í Borgarnesi hefur nú til athugunar hvernig rann- saka eigi mál fólks sem stóð fyrir flugeldaskothríð í sumarhúsabyggð við Ölver á föstudagskvöld. Hrossastóð sem var í girðingu skammt frá fældist við hávaðann og ruddust þrjú hross út úr girðingunni og upp á Vesturlandsveg. Jeppa á norðurleið var ekið á eitt hrossanna. Ökumaður fólksbíls sem var á leið í gagnstæða átt reyndi að sveigja frá dauða hrossinu en við það valt bíllinn út af veginum og lenti þar á öðru hrossanna. Fjórir voru í fólksbílnum og voru þeir allir fluttir á sjúkrahús- ið á Akranesi með minniháttar meiðsl að talið var. Að sögn lögreglunnar í Borgar- nesi mátti litlu muna að mun alvar- legri slys hefðu orðið á fólki. Lögreglan fékk tilkynningu um hrossin kl. 19.58 og var þegar haft samband við bóndann sem talinn var eiga þau. Lögregla var lögð af stað á vettvang þegar tilkynning barst um fyrri áreksturinn kl. 20.08 en sá seinni varð stuttu síðar. Bannað er að skjóta upp flugeld- um án sérstaks leyfis, nema á milli 27. desember og 6. janúar. Slíkt leyfi hafði ekki verið veitt. TVEIR Litháar hafa verið úr- skurðaðir í gæsluvarðhald til 21. janúar nk. en þeir voru handteknir aðfaranótt laugardags grunaðir um að hafa vísvitandi skipt föls- uðum 50 dollara seðlum í versl- unum í miðborg Reykjavíkur. Mennirnir eru 25 ára gamlir. Við húsleit heima hjá þeim fundust nokkur hljómflutningstæki úr bif- reiðum. Auk mannanna tveggja voru kona og yngri maður hand- tekin en þeim var sleppt að lokn- um yfirheyrslum. Að sögn Ómars Smára Ár- mannssonar, aðstoðaryfirlögreglu- þjóns í Reykjavík, kom annar mannanna fyrst hingað til lands sumarið 2000 og aftur í nóvember sama ár og hefur verið hér meira eða minna síðan. Hann mun hafa farið nokkrum sinnum til Litháen á þessum tíma. Hinn maðurinn sem nú er í haldi mun hafa komið til Íslands á sama tíma og félagi hans. Auk þeirra sex peningaseðla, sem skipt hafði verið, fundust fals- aðir dollaraseðlar á öðrum mann- inum. Alls var lagt hald á átján 50 dollara seðla og sjö 100 dollara seðla. Ómar Smári segir að seðlarnir séu mjög vel gerðir. Pappírinn er þó nokkuð frábrugðinn því sem á að vera. Upphaf málsins var það að síð- degis á föstudag kom afgreiðslu- maður í minjagripaverslun í mið- borginni inn í banka í miðborginni til að spyrjast fyrir um það hvort 50 dollara seðill sem hann var með gæti verið falsaður. Honum var tjáð að svo væri. Starfsmaður bankans heimsótti í framhaldi af því nokkrar minjagripaverslanir í miðborg Reykjavíkur og spurðist fyrir um 50 dollara seðla. Hann fann fimm slíka seðla í ýmsum verslunum. Þegar hér var komið við sögu var lögregla kölluð til. Ekki var vitað hverjir voru hér að verki en sagt var að mennirnir væru frá Austur-Evrópu. Í fram- haldi af því voru fjórmenningarnir handteknir. Tveir í gæslu- varðhaldi vegna falsaðra seðla ♦ ♦ ♦ FRÍÐUR Sigurjónsdóttir ljósmóðir hélt upp á hundrað ára afmæli sitt í kaffisamsæti í faðmi ættingja á af- mælisdaginn á sunnudag. „Ég var afskaplega ánægð með afmælið, þetta var indæll dagur enda á ég góða að,“ segir Fríður að- spurð um hundraðasta afmælisdag- inn sinn. Fríður fæddist á Sandi í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu og ólst þar upp. Fjölskyldan fluttist að Ein- arsstöðum í Reykjadal árið 1906 þar sem hún bjó til 1913 þegar hún flutt- ist að Litlu-Laugum. Fríður var í unglingaskólanum að Breiðumýri í Reykjadal veturinn 1921 til 1922 og lauk ljósmóðurprófi frá Ljósmæðraskóla Íslands 1933. Að námi loknu var Fríður ljósmóðir í Borgarnesi til ársins 1936 og við Landspítalann 1936 til 1937. Árið 1937 fluttist hún norður á Akureyri þar sem hún starfaði allt til ársins 1955. Fríður vann einnig að ljósmóð- urstörfum á Sólvangi í Hafnarfirði á árunum 1955 til 1972 þegar hún settist í helgan stein. Norðlendingum er Fríður vel í minni þar sem hún tók á móti fjölda barna þegar hún starfaði á Akur- eyri, m.a. fimm af sex börnum Braga bróður síns sem búsettur var á Akureyri. Systkinabörn Fríðar eru alls þrjátíu og fjögur og er frá þeim kominn mikill fjöldi afkomenda. Fríður er vel ern, skýr og fylgist með fréttum í umhverfinu og þá sér- staklega vel með framgangi ætt- arinnar og hvað á daga stórfjöl- skyldunnar drífur. Meðal þeirra barna sem hún tók á móti á langri starfsævi er stórsöngvarinn Kristján Jóhannsson en hún hefur fylgst með ferli hans sennilega allra kvenna lengst eða allt frá fæðingu. Þrátt fyrir að heyrn og sjón hafi daprast mikið á síðustu árum er hún enn vel fótafær og segist æfa líkams- rækt í stigunum á deildinni sinni á Hrafnistu í Reykjavík. Fríður Sigurjónsdóttir orðin 100 ára Indæll afmælisdagur Fríður er vel ern og fagnaði hundrað ára afmæli sínu í faðmi fjölskyldunnar. Morgunblaðið/Þorkell
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.