Morgunblaðið - 15.01.2002, Blaðsíða 14
AKUREYRI
14 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Strandgötu 29, Akureyri,
sími 462 1744, fax 462 7746
Til sölu eða leigu
Glerhúsið, Hafnarstræti 26, Akureyri (um 1000m²)
Húsið er ódýrt í rekstri
og býður upp á möguleika. Húsið er staðsett
við Drottningarbrautina og því við eina
aðalumferðargötu bærsins.
Malbikuð bílastæði. Laust strax.
Nánari uplýsingar veitir
Fasteignasalan Byggð,
sími 462 1744 (Björn)
Breytingar á samþykktum
Landssjóðs hf.
Landsvaki ehf. vekur athygli á að samþykktum verðbréfa-
sjóðsins Landssjóðs hf. hefur verið breytt. Nýjar samþykktir
og frekari upplýsingar um breytingarnar má nálgast hjá
Landsbankanum – Landsbréfum, Laugavegi 77, Reykjavík.
Landsvaki ehf.
Landsbankinn
Landsbréf
JÖRÐ var alhvít þegar Akureyringar risu úr rekkju í
gærmorgun. Snjórinn var mjög blautur og því sér-
staklega góður til að búa til snjókarla og kerlingar.
Það var því mikið líf á lóðum leik- og grunnskóla
bæjarins, þar sem yngsta fólkið kepptist við að leika
sér í snjónum. Það er þó alls ekki víst að snjórinn sé
kominn til að vera, því áfram er spáð hlýindum næstu
daga, þ.e. hitastigi um og yfir frostmarki. Þá vantar
enn töluvert upp á að Akureyringar geti farið að renna
sér á skíðum í Hlíðarfjalli.
Börnin á leikskólanum Flúðum sem og starfsfólk
voru á fleygiferð um alla lóð er ljósmyndari var þar á
ferð í gær og skemmtu sér hið besta, bæði við byggja úr
snjónum og renna sér á snjóþotum.
Morgunblaðið/Kristján
Börnin voru í snjómokstri um alla leikskólalóðina.
Börnin renndu sér á snjóþotum og skemmtu
sér greinilega vel.
Börnin skemmtu sér í snjónum
SIGFÚS Helgason, formaður
Hestamannafélagsins Léttis á Akur-
eyri, segir að myndarlegur hagnað-
ur, um ein milljón króna, hafi orðið af
landsmóti sem haldið var á Melgerð-
ismelum sumarið 1998. Það sé því
ekki rétt að stórtap hafi orðið á
mótinu eins og sagt var í Morgun-
blaðinu á laugardag í frétt um fyr-
irhugaða sameiningu hestamanna-
félagsins Léttis á Akureyri og Funa í
Eyjafjarðarsveit. „Rekstur mótsins
gekk í sjálfu sér ágætlega og má
raunar líkja við kraftaverk að það
skyldi haldið með hagnaði, þrátt fyr-
ir þær hremmingar sem við lentum í
fyrir mótið,“ sagði Sigfús og vísaði
m.a. til hrossapestar sem upp kom
nokkru fyrir mótið sem og að veður
gerðust válynd síðustu daga fyrir
mót. Hann sagði því hins vegar ekki
að leyna að leigutekjur af svæðinu
væru mun minni en menn hefðu gert
ráð fyrir. „Leigutekjurnar af svæð-
inu hafa brugðist og það er fyrst og
fremst ástæða þeirra vandræða sem
við höfum átt við að glíma,“ sagði
Sigfús. Bæjarráð Akureyrar og
sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar
hafa samþykkt að styrkja væntan-
legt sameiginlegt félag hestamanna
á Akureyri og í Eyjafjarðarsveit um
800 þúsund krónur vegna Melgerð-
ismela.
Formaður Léttis
Hagnaður varð
af landsmóti
BJÖRN Snæbjörnsson, formaður
Verkalýðsfélagsins Einingar-Iðju,
sagði að atvinnuástandið á Akureyri
væri mun verra en hann hefði átt von
á. „Ég á von á því að árið 2002 verði
erfitt ár,“ sagði Björn.
Eins og fram hefur komið, voru
277 manns á atvinnuleysisskrá á Ak-
ureyri í lok síðasta mánaðar, 162
karlar og 115 konur. Þetta eru 162
fleiri en í lok ársins 2000.
„Mér finnst atvinnuástandið hafa
farið heldur hressilega niður á við og
þar hefur almennur samdráttur haft
mikil áhrif. Þá er heldur ekkert allt
of bjart framundan og við erum að
missa störf úr bænum. Saumastofu
Sjóklæðagerðinnar verður lokað
með vorinu og þar lætur fólk af störf-
um um næstu mánaðamót og þar
næstu. Þannig að það verður lítið eft-
ir af þeim 13–14 störfum sem þar
voru. Þá er Harpa/Sjöfn að flytja
málningarframleiðsluna suður og
einhver fækkun starfsfólks verður
þar. Ég veit ekki til þess að það sé
verið að flytja ný störf til bæjarins,
þannig að útlitið í upphafi árs er ekk-
ert allt af bjart. Ástandið er alla vega
mun verra en útlit var fyrir seinni
part sumars og höggið því meira en
ég átti von á.“
Formaður Einingar segir atvinnu-
ástandið verra en hann átti von á
Heldur ekkert of
bjart framundan
ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ Þór stóð fyrir
síðbúinni þrettándagleði og brennu á
félagssvæði sínu við Hamar sl. laug-
ardag. Tvívegis hafði þrettándagleð-
inni verið frestað vegna óhagstæðs
veðurs. Bæjarbúar létu það ekki á sig
fá og fjölmenntu á félagssvæðið til að
taka þátt í gleðinni.
Þórsarar hafa staðið fyrir þrett-
ándagleði í tæp 60 ár og það hefur áð-
ur gerst að veðrið hafi sett strik í
reikninginn. Á laugardag var hins
vegar fallegt vetrarveður. Dagskráin
var með hefðbundnu sniði. Álfa-
drottning og álfakóngur fóru fyrir
fríðu föruneyti, þar sem tröll og púk-
ar voru fyrirferðarmikil. Jólasvein-
arnir, sem höfðu frestað för sinni til
fjalla um tæpa viku, heilsuðu upp á
gesti og tóku lagið og það gerðu einn-
ig Grýla og Leppalúði, sem voru mætt
til að sækja pilta sína. Þá söng Kór
Glerárkirkju nokkur lög. Dagskránni
lauk svo með glæsilegri flugeldasýn-
ingu Björgunarsveitarinnar Súlna.
Síðbúin
þrettánda-
gleði Þórs
Morgunblaðið/Kristján
Jólasveinarnir Ketkrókur, Kertasníkir og Hurðaskellir frestuðu för sinni til fjalla um tæpa viku til að geta tekið
þátt í þrettándagleðinni. Hér er Ketkrókur að heilsa upp á unga fólkið.
Grýla og Leppalúði voru mætt á þrettándagleði Þórs og stigu þar á svið.
Grýla átti þó ósköp bágt þar sem hún var með tannpínu en púkarnir á
svæðinu sáu um að draga skemmdu tönnina úr kerlingunni.
ÓLAFUR Arnalds, jarðvegsfræðing-
ur á Rannsóknastofnun landbúnaðar-
ins, mun í máli og myndum kynna
verkefnið Nytjaland á fundi í stofu 16
í húsnæði Háskólans á Akureyri við
Þingvallastræti 23 á miðvikudag, 16.
janúar og hefst fundurinn kl. 14.00.
Allir eru velkomnir og er einkum
bent á að sveitastjórnarmenn og
embættismenn sem tengjast skipu-
lagsmálum og umhverfismálum muni
hafa gagn af efni fundarins.
Kynning á
Nytjalandi